Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MENNTUN Upplýsingasamfélagið Blikur eru á lofti um að íslendingar nái ekki að nýta sér möguleika upplýsingasam- félagsins sem skyldi m.a. vegna þess að bókasöfn hafa ekki fé til að kaupa aðgang að gagnasöfnum. María Hrönn Gunnarsdöttir setti sig inn í skýrslu nefndar sem fjallaði um aðgang að gagnagrunnum. Tafarlaus aðild að gagnasöfnum • Bókasöfn starfí saman og semji um að- gang á landsvísu • Þjóðin kann ekki að nota upplýsinga- tæknina sem skyldi FRAMTÍÐARSÝN ríkis- stjómar íslands, þ.e.a.s. þeirrar sem nýfarin er frá völdum, um upplýsinga- samfélagið er að íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannslífs og aukinnar hagsældar. Forsenda þess er þá að sjálfsögðu að þeir hafí aðgang að bókfræðileg; um gagnasöfnum á rafrænu formi. í skýrslu nefndar um aðgang bóka- safna, stofnana og einstaklinga að erlendum og innlendum gagnasöfn- um, sem menntamálaráðherra skip- aði fyrir ári og lauk störfum fyrir skömmu, segir að bókasöfnum landsins hafi reynst það erfítt og þá ekki síst vegna fjárskorts. íslend- ingar stunda fjölbreytt fræðasvið rétt eins og aðrar þjóðir og þurfa á fjölbreyttu úrvali af gagnasöfnum að halda. Við stöndum því enn og aftur frammi fyrir vanda fámennrar þjóðar þar sem tiltölulega fáir ein- staklingar nota sér hvert gagnasafn en geta ekki án þess verið viiji þeir hafa sömu tækifæri og starfsbræð- ur þeirra meðal fjölmennra þjóða. Óttast að þjóðin dragist aftur úr Sólveig Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri upplýsingadeildar Viðskiptaháskólans í Reykjavík og formaður nefndarinnar, segir að bókasafnsfræðingar, sem hafa fylgst með þróun þessara mála, ótt- ist að samkeppnisstöðu þjóðarinnar sé ógnað og að framþróun í vísind- um og tækni verði ekki sem skyldi ef íslenskir vísinda- og fræðimenn og nemendur og kennarar í skólum landsins hafí ekki aðgang að upplýs- ingum í sama mæli og starfsbræður þeirra og -systur meðal annarra þjóða. Tækniþekkingin og tækja- og hugbúnaður er fyrir hendi en tölu- vert skortir á að þjóðin kunni að nota hana auk þess sem aðgangur- inn að gagnasöfnunum er tiltölulega takmarkaður enn sem komið er. Skipað var í nefndina síðastliðið vor og sátu í henni auk Sólveigar, Jón Þ. Þórhallsson framkvæmda- stjóri og bókasafnsfræðingarnir Andrea Jóhannsdóttir deildarstjóri og Sigrún Magnúsdóttir yfirbóka- vörður. Var nefndinni ætlað að gera yfirlit yfir þau gagnasöfn sem æski- legt væri að semja um aðgang að og gera grein fyi'ir tæknilegum út- færslum í sambandi við tengingar við viðkomandi gagnasöfn. Þá átti nefndin að leggja fram tillögur um hvernig staðið skyldi að samninga- gerðinni og gera grein fyrir þeim kostnaði sem búast mætti við að yrði samfara samningunum. Hún átti einnig að gera tillögur að með hvaða hætti væri hægt að fjár- magna verkefnið. Gagnagrunnum og rafrænum tímaritum raðað í forgangsröð „Búið er að leggja gífurlega mikla fjármuni í þessi mál á Norð- urlöndunum," segir Sólveig. „Finn- ar hafa t.d. lagt milljarða til upplýs- ingamála," segir hún og lætur í veðri vaka að þeir séu komnir lengst Norðurlandaþjóða í að koma upplýsingum á framfæri. „Þeir hafa komið upp rafrænu bókasafni á Netinu, sem er aðgengilegt fyrir alla landsmenn. Þar hafa Finnar aðgang að bæði gagnagrunnum og Morgunblaðið/Þorkell EF SAMIÐ er á landsvísu um aðgang að gagnasöfnum minnka líkur mjög á því að þjóðin skiptist í tvo hópa, þá sem kunna og þá sem kunna ekki á upplýsingasamfélagið, segir Sólveig Þorsteinsdóttir. rafrænum tímaritum og þar geta þeir fengið upplýsingar um hvar þeir geta nálgast upplýsingar á Netinu. Þeir eru komnir með fast starfsfólk í þetta verkefni, tækni- fólk, bókasafnsfræðinga og fólk sem vinnur markvisst við það að semja við seljendur gagnagrunna. A hinum Norðurlöndunum er þetta ekki eins skipulagt og misjafnt hvort það er ríkið sem gi-eiðir og þá hvaða hluta eða hvort það eru bóka- söfnin sem standa straum af kostn- aðinum.“ Að sögn Sólveigar leggur nefndin til að ríkið taki að sér að greiða all- an kostnað vegna ákveðinna gagna- grunna og var það t.d. gert þegar menntamálaráðherra samdi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við að- gang að Eneyelopædea Britannica. „Sá samningur er eins konar hliðar- afurð af störfum nefndarinnar," segir Sólveig. „Þeir gerðu okkur svo gott tilboð að við fórum fram á það við menntamálaráðherra að til- boðinu yrði tekið. Við erum fyrsta þjóðin sem gerir samning á lands- vísu við grunninn en fram að þessu höfðu einstakir skólar og fyrirtæki gert sérsamninga um aðgang." Ýmsir fleiri gagnagrunnar, sem nefndin telur mikilvæga og ná yfir mörg fræðasvið, eru á lista yfir gagnagrunna, sem æskilegt er að semja um aðgang að með sama hætti og Encyclopædeu Brittanicu. Kostnaður við aðra gagnagi’unna og rafræn tímarit yrði ef farið verð- ur að tillögu nefndarinnar aftur á móti greiddur af bókasöfnunum sjálfum en ríkið sæi um og bæri kostnað af samningagerðinni. Er þá miðað við að bókasöfnin segðu upp áskriftum af prentuðum tímaritum, sem nú er áætlað að séu keypt fyi’ir um 75 til 100 milljónir króna á ári. „Reynslan hefur sýnt að rafræn tímarit eru 10-25% dýrari en prent- uð tímarit," segir Sólveig og bætir við að á móti komi að tímarit á raf- rænu formi séu aðgengilegri en tímarit prentuð á pappír. Prentuð tímarit berast t.d. ekki til bóka- safna fyrr en nokkru eftir að þau koma út en þau rafrænu er hægt að lesa samdægurs. Þá eru rafræn tímarit með tengitexta sem flýta mjög fyrir mönnum vilji þeir finna aðrar greinar um sama eða skyld málefni. Má ekki bíða Rafræn tímarit eru afar mörg að tölu þannig að velja verður úr hvaða tímarit verða keypt og hver ekki. „Bókasafnsfræðingar við sænsku bókasöfnin könnuðu hvaða tímarit voru keypt til landsins og gerðu síðan samninga fyrir hönd allra bókasafna í landinu um kaup á ákveðnum pakka af rafrænum tímaritum. Ef ákveðið bókasafn hafði áhuga á að kaupa tímarit sem ekki var innan pakkans varð það að jj semja sérstaklega við dreifendur þess,“ segir Sólveig og bætir við: „Það er gífurleg vinna fólgin í því að halda utan um alla þessa samn- inga, vefslóðir, viðhald og upplýs- ingagjöf og einstök bókasöfn hafa ekki bolmagn til þess. Þess vegna er hagkvæmara að bókasöfn starfi saman og semji um aðgang á lands- vísu. Þetta samstarf er kallað ?i consortiu innan upplýsingafræðinn- ar. Samningarnir eru flóknir og '■ misjafnir og það þarf að huga að p þáttum á borð við höfundarrétt og hverjir eigi að fá aðgang. Síðan þarf starfsfólk eins og tæknifólk, bóka- safnsfræðinga, kennara sem koma upplýsingunum á framfæri við not- endur, hjálpa fólki að greiða úr tæknilegum vandamálum og kenna þeim á grunnana auk sérfræðinga til að viðhalda samningunum. Ég hef á tilfinningunni að við sé- 1 um u.þ.b. tveimur árum á eftir hin- um Norðurlöndunum í þessum mál- p um. Við verðum að hefjast handa núna!“ Frá skæði til TÖLVUNOTKUN er útbreidd á íslandi en það þarf að kenna fólki, sér- staklega þeim sem eru hræddir við tölvur, á tæknina. Þar gegna bóka- söfnin stóru hlutverki, segir Jón Þór Þórhallsson. EITT af mörgu sem Jón Þór Þór- hallsson hefur verið að fást við síðan hann lét af störfum sem for- stjóri SKÝRR fyrir hálfu þriðja ári er tengt upplýsingasamféíag- inu og þróun þess. Hann hefur m.a. veitt ráðgjöf í Eystrasalts- löndunum og í Suður-Afríku í gegnum fyrirtæki sitt European Consulting Partners og hann hef- ur komið að þessum málum fyrir íslands hönd innan Evrópusam- bandsins. Þá átti hann sæti í nefndinni um aðgang bókasafna, stofnana og einstaklinga að er- lendum og innlendum gagnasöfn- um þar sem hann var tilnefndur af Rannsóknarráði Islands en, eins og hann segir, fyrst og fremst sem hinn upplýsti notandi upplýsingatækninnar. „Ein af áætlunum Evrópusam- bandsins er svokölluð Info 2000 og fjallar m.a. um það sem á ensku hefur verið kallað from scribe to screen eða að flytja upj)- Iýsingar frá pappír yfir á skjá. Is- lendingar taka þátt í henni," segir Jón Þór, sem í upphafi samtals okkar leggur á borðið ljósrit af skinnhandriti frá því fyrir 16. öld, því næst bók þar sem framtíðar- sýn annarrar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um upplýsingaþjóðfé- lagið er prentuð og loks farsím- ann sinn. „Fyrst fórum við frá skæði til pappírs. Það var þegar prentlistin var fundin upp um 1550. Nú erum við að fara frá pappír yfir á skjá,“ segir hann og undirstrikar um leið hversu stórt skref mannkynið er að stíga. Sýnir það sem koma skal Info 2000 tengist MIDAS-netinu á íslandi. MIDAS er samstarfs- verkefni Samtaka iðnaðarins, Samstarfsvettvangs íslenskra tölvu- og fjarskijitanotenda, skammstafað SITF, og fleiri. Þessir aðilar stofnuðu MIDAS- netið, sem hefur það að markmiði að Islendingar séu í takti við það sem er að gerast annars staðar í þessum málum. MIDAS stofnar til samstarfs fyrirtækja um marg- miðlunarverkefni og hvetur þau t.d. til að taka þátt í útboðum og skjás samstarfsverkefnum með öðrum þjóðum, sem m.a. lúta að því að færa gögn af pappír og yfir á skjáinn. „MIDAS-netið er eins og plötu- snúður sem heldur þessu gang- andi og það er í stöðugum rekstri." Með orðum sínum hnykkir Jón Þór á því að það sé rétt sem forsætisráðherra sagði í nýársræðu sinni að íslenska upp- lýsingasamfélagið sé útflutnings- vara. En snúum okkur að nefndinni um aðganginn að gagnasöfnum. „Ég álít að bókasafnsfræðingarn- ir í nefndinni hafi unnið ákaflega gott starf. Þeir hafa skoðað þarf- irnar, hvað það er sem fólk hefur áhuga á og þá mismunandi hópar fólks, hvaða rit á tölvutæku formi eru í framboði, hvað þetta kostar og hvernig skipulaginu skuli hátt- að,“ segir Jón Þór. „Og svo er það þetta skemmti- lega afsprengi nefndarstarfsins sem er áskriftin að Encyclopædea Brittanica,“ minnir hann á. „Við sjáum strax margföldunaráhrifin af samningnum því nú getur fólk t.d. tengst Brittanicu í gegnum vef Morgunblaðsins. Þetta er eins og snjóbolti, hann er lítill í upp- hafi en þegar hann fer að rúlla stækkar hann hratt. Fólki finnst þetta svolítið flókið en það þekkir Brittanicu og það ber ákveðna virðingu fyrir henni. Núna er hún á Netinu og það sýnir það sem koma skal. Fólk getur nálgast hvaða upplýsingar sem er, hvenær sem er og hvaðan sem er, svo framarlega sem það hefur skjátæki og tengingar. Og Encyclopædea Brittanica er ekki einu sinni gefin út á bók lengur. Eftir að einu sinni er búið að setja bók á rafrænt form þarf ekki ann- að en að bæta við hana upplýsing- um eftir því sem þurfa þykir,“ segir Jón Þór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.