Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 43

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 43 ♦ + Hjördís Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1970. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 30. mai' síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Jón Sören Jónsson, húsasmíðameistari, f. 6.1. 1941, og Sól- veig Sjöfn Helga- dóttir, húsmóðir, f. 2.5. 1946. Foreldrar Jóns Sörens eru Jón Björn Benjamíns- son, f. 29.7. 1914, og Gyða Sigrún Jónsdóttir f. 12.3. 1916, d. 18.10. 1989. Foreldrar Sólveigar Sjafnar eru Fanný Guðmundsdóttir, f. 12.12. 1913, og Helgi Helgason f. 14.6. 1911. Systur Hjördísar eru (1) Bryn- dís, lyfjafræðingur, f. 1.2. 1968, gift Guðmundi Jónssyni verk- fræðingi, f. 18.2. 1968, og eru börn þeirra Hildur, f. 21.9. 1993, og drengur f. 16.5. 1999. (2) Svandís, f. 10.6. 1974, nemi í viðskiptafræði. (3) Valdís, f. Elsku Hjördís mín. Nú í fyrsta sinn vantar mig orð. Eg trúi ekki enn að þessi válegi at- burður hafi gerst. Þú vekur mig með kossi á sunnudagsmorgun, með þeim orðum að nú sé mál að drífa Formúlusjúklinginn fram úr, til að laga kaffi og kveikja á sjón- varpinu. Þar áttir þú að sjálfsögðu við mig. Nokkrum andartökum síð- ar ert þú farin mér frá - vonandi þó í betri heim. Tíu ár áttum við saman - sum stormasöm, en flest þó yndisleg. Þú gafst alltaf mikið af þér, en mér þó mest. Tvo yndislega gullmola, sem þú getur verið viss um að ég gæti vel. Haf þú ekki áhyggjur af því. Frá því að þú fórst hef ég margoft reynt að hripa niður minn- ingu þína en það er bara svo margt sem leitar á hugann og einbeitingin ekki sem best. Ef ég ætti að skrifa allt sem við gerðum, sáum og nut- um saman væri það efni í heila bók - já eða hugsanlega bókasafn. Svo er það nú einu sinni þannig, eins og þú veist, að ég er ekki mikið gefinn fyrir það að leggja allt mitt á borð fyrir aðra en mig og okkar börn. Eg man það alltaf þegar ég sá þig fyrst. Það var á Hótel íslandi. Ég var að leita að vini mínum sem ég hafði, eins og gengur, týnt í mann- mergðinni. Þú sast við borð, sem vinur minn og ég höfðum ætlað okk- ur að hittast hjá ef slíkt myndi ger- ast. Ég gekk til þín og spurði kurt- eislega hvort þú hefðir séð leitandi strák við borðið. Þú svaraðir að bragði, og man ég það orðrétt: „Sko - ég skal sko láta þig vita það að þetta er lélegasta „pick-up-lína“ sem ég hef heyrt um ævina og ég hvorki nenni né vil dansa við þig!“ Ég skellti upp úr af hlátri og þá sást þú að mér hafði verið alvara með vin minn, þannig að þú bauðst mér sæti, þ.e. ef ég hefði hug á því að bíða eft- ir honum. Það er skemmst frá því að segja að vinur minn kom aldrei að borðinu en við „smullum" saman svo til strax og töluðum frá okkur allt ballið. Ég varð strax mjög hrifinn af þér og sá að þér leist nú heldur ekk- ert illa á kauða, þannig að ég bauð þér fylgd heim, sem var samþykkt með loforði um „ekkert meira“! Strax morguninn eftir gat ég ekki með nokkru móti slitið þig úr huga mér, þannig að ég sendi þér rósir og hélt áfram að reyna að ná athygli þinni þar til þú loks sannfærðist um að ég væri ekki einhver „fake“ gæi og áður en mánuður var liðinn vor- um við ástfangin upp fyrir haus. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta gerðist, en það verð ég að segja að ég sé ekki eftir neinu af þeim tíma sem við áttum saman og vildi óska að hann hefði getað orðið lengri, en því miður varst þú kölluð til mikilvægari starfa - allt of fljótt 25.2. 1976, nemi. Maður Hjördísar er Þóroddur Elmar Jónsson, markaðs- fulltrúi hjá Lands- símanum, f. 27.12. 1969. Foreldrar Þórodds Elmars eru Jón Þóroddsson lög- fræðingur og Ásta Þórey Ragnarsdótt- ir sjúkraliði. Dóttir Hjördísar og Þrast- ar Garðarssonar er Þórunn, f. 8.4. 1989. Sonur Hjördísar og Þórodds Elmars er Þórbergur Isak, f. 29.7. 1993. Sonur Þórodds Elmars er Jón Guðmar, f. 12.1. 1989. Hjördis lauk sjúkraliðaprófl frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti 21.12. 1995, og hinn 30.5. 1998 lauk hún stúdentsprófi frá sama skóla. Hún stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands þegar hún lést. Útför Iljördísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. að mínu mati. Ég vona bara að það lærist með tímanum að sætta sig við það. Þú áttir yndislega foreldra og systur, sem ég ætla að biðja þig að vaka yfir nú, ásamt börnum okkar. Þau þurfa á því að halda - eins og þú sjálfsagt veist. Ég var strax tek- inn í faðm þinnar fjölskyldu eins og sonur og hefur mér ætíð liðið þar vel. Þau eru eins og þú varst - ákveðin, réttsýn og hreinskilin og það eru kostir sem mér hefur alltaf líkað vel við í fari allra. Þótt ég hafi ekki alltaf sýnt það, þá var ég mjög stoltur af þér. Þá er ég ekki bara að meina hversu glæsi- leg kona þú varst heldur líka hvað þú varst dugleg og skörp. Skipu- lögð fram í fingurgóma, „brilliant“ námsmaður og síðast en ekki síst skilningsrík og skemmtileg móðir. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt við eldhúsborðið með börnum okkar spilandi lúdó, slönguspil, ólsen og tunnu. Allt var þetta gert af einskærri ánægju fyr- ir okkar börn og varst þú þar vísvit- andi að stuðla að aukinni þekkingu og þroska þeirra. Eins fannst mér alltaf jafn hugljúft að sjá hve mikla alúð og natni þú lagðir í uppeldi þeirra að öðru leyti, sem og heilsu. Við mig varst þú líka alltaf best. Þú fannst á þér um leið ef eitthvað var að hjá mér, hvort sem það var tengt áhyggjum úr vinnu eða einhveju öðru. Varst þú þá vön að segja: „Slakaðu á - taktu bara eitt atriði í einu - afgreiddu það og byrjaðu síð- an á því næsta.“ Svo kom alltaf: „Get ég ekki eitthvað hjálpað"? Það mátt þú vita að ég hef ekki aðeins misst þig sem konu mína - heldur líka minn besta vin og fé- laga. Vertu sæl ástin mín - þú munt ætíð lifa í hjarta mínu. Þinn Elmar. Elsku systir mín, ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum. Ég trúi því ekki sem gerst hefur. Þú sem varst í svo góðu skapi og hress daginn áður en þú varst tekin frá okkur. Við spyrjum okkur hvernig þetta gat gerst svona snöggt. En enginn vissi að þú værir með meðfæddan hjartagalla sem átti eftir að taka þig frá okkur. Ég var svo lánsöm að þú bauðst mér og vini mínum á sýninguna í Laugardalshöll. Elmar var að spila þarna og þú varst mjög stolt af hon- um. Við fórum svo heim til þín til að gera fínt fyrir kvöldið því þú varst búin að bjóða í mat og Eurovision- partí. Þú keyrðir okkur heim eftir skemmtilegan dag og við kvöddum þig þar í síðasta sinn. Elsku Hjördís, við verðum alltaf fjórar systumar. Þú varst sú sem áttir mestan kraftinn og ætlaðir að verða svo mikið í lífinu. Þú vissir ekki hvað þú varst okkur mikið. Þú lifðir lífinu hratt, áttir Þórunni að- eins 18 ára gömul og lést ekkert stoppa þig. Þú hélst ótrauð áfram og áttir Þórberg Isak litla sem var alltaf vel vemdaður af mömmu sinni. Þrátt fyrir alla vinnuna með bömin, vinnu og skóla þá útskrifaðist þú sem sjúkraliði og stuttu síðar sem stúdent. Þú varst sko ekki hætt, því þú fórst beinustu leið í Háskólann í viðskiptafræðina og skráðir Svandísi í hana líka og neyddist hún bara til þess að koma heim frá Þýskalandi. Þið stóðuð ykkur báðar eins og hetj- ur í skólanum. Þú varst duglegust, þú dreifst allt áfram. Ef það þurfti einhvað að gera þá varst þú alltaf til staðar. Þú hugsaðir vel um fjölskyld- una þína og varst svo góð vinkona mömmu. Þú sagðir við hana að hún ætti aldrei eftir að losna við þig. Ég veit að hún losnar aldrei við þig, hún verður alltaf með þig í hjarta sínu, eins og við hin. Þú varst góð systir Hjördís og ég á eftir að sakna þín mikið og sárt. Elsku Elmar minn, hvað get ég sagt, þú verður að halda áfram að lifa og hugsa um börnin ykkar. Mamma og pabbi, þið verðið að vera rosalega sterk, þig eigið enn þrjár dætur sem ætla að reyna að standa sig fyrir ykkur. Elsku Bryndís og Svandís, við höfum misst góða systur og erfitt verður að fylla upp í þetta mikla tóm sem hún skilur eftir sig. Ég kveð þig Hjördís mín að sinni og ég vona að góður Guð passi þig fyrir okkur öll. Þín systir, Valdís. Kallið erkomið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V.Briem) Mannlífinu er stundum líkt við straumlygna á. „Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða“ og við berumst öll með lífsins straumi og lútum lögmálum hans. Ung kona í blóma lífsins og framtíðin blasir við, opin en óræð. Hvert stefnir veit enginn en dauðinn er víðsfjarri í huga okkar. Sunnudagsmorgunn rennur upp bjartur og fagur, þá birtist maðurinn með Ijáinn og tek- ur eitt af bömunum okkar. Hjördís mín er látin. Stórt skarð er nú höggvið í fjölskyldu systur minnar. Ein af fjórum dætrunum burt köll- uð. Minningarnar um hana birtast ein af annarri. Allar eru þær góðar. Tuttugu og átta ár eru ekki löng mannsævi en þú nýttir árin vel og gafst okkur sem eftir erum tvo litla sólargeisla, sem eiga eftir að verma okkur og halda minningu þinni á lofti. Fallega brosið þitt og stríðnis- glampi í augum ylja mér á sorgar- stundu. Þín er sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri Elmar, Þórunn, ísak, elsku systir, mágur og fjölskylda. Guð styrki ykkur öll og varðveiti í sorg- inni. Birna og fjölskylda. Við andlát kærrar frænku og vin- konu er ég dofin og harmi slegin. Við töluðum saman fyrir viku. Þú hafðir nýlokið erfiðri prófatöm í Háskólanum. Áætlun okkar var að hittast og gleðjast saman, sem við höfðum oft gert áður. Nú ertu farin frá okkur og skilur eftir þig stórt skarð, sem erfitt verður að fylla upp i. Þú varst einu ári eldri en það skipti engu máli. Samband okkar hefur varað frá því við vorum smá- stelpur. Ýmislegt vai- brallað og oft vorum við saman hjá Fannýju ömmu. Eftir sitja kærar minningar, sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Elsku frænka, ég á eftir að sakna þín mikið. Það er erfitt að skilja það af hverju þú ert kölluð burt í blóma lífsins frá manni og ungum börnum. Tilgangur lífsins er okkur óræður. Kæri Elmar, Þórann, Isak og fjöl- skyldan í Sveighúsum. Guð varð- veiti ykkur og hjólpi ykkur að kom- ast yfir ykkar miklu sorg. Hanna Berglind. Elsku besta vinkona mín. Hjödda mín, það var mér svo mikið áfall að fá þær fréttir að þú værir dáin. Ég grét og grét stans- laust í hálfan sólarhring, söknuður- inn, sorgin, reiðin, vinskapurinn og allar minningarnar sem ég á frá því við vorum 6 ára börðust um í mér. Mér fannst eins og heimurinn væri hraninn. Ég hugsa til liðins tíma og það er svo margt sem kemur upp í huga minn, t.d. þegar þú komst í sjö ára afmælið mitt, alla okkar skólagöngu í gegnum barnaskóla, gagnfræða- skóla fyrir utan einn vetur sem þú fórst í heimavistarskóla. Mikið saknaði ég þín þann vetur, en við töluðum saman í síma. Svo fóram við í Armúlaskólann, síðan í FB í sjúkraliðann og þar útskrifuðumst við saman. Eftir það héldum við áfram að læra, ég snyrtifræði þú til stúdents og enn og aftur útskrifuð- umst við saman. Svo hélst þú í háskóla og stefndir á viðskiptafræðina og varst nú að ljúka fyrsta árinu þínu þar. Dugn- aðarforkurinn minn. Ég gleymi aldrei þegar mamma mín dó og ég hringdi í þig og þú komst eins og skot til mín, huggaðir mig og hélst utan um mig, gættir mín eins og móðir gætir barns síns. Þú stóðst eins og stytta mér við hlið og til þín gat ég alltaf leitað bæði í gleði og sorg. Við gátum rætt alla hluti og þú gafst mér ráð og stundum fannst mér þú vita meira en margur. Þegar þú eignaðist Þóranni, að- eins 18 ára gömul, urðum við tvær mæður með eitt barn. Þessi litli engill var þér til svo mikillar gleði. Þið vorað frábærar mæðgur. Oft fékk ég hana lánaða og fékk þá að láta eins og ekta mamma, klæddi hana í flott föt og montaði mig af henni. Þú kynntist Elmari og þið vorað svo hamingjusöm, þessi litla fjöl- skylda. Þegar ég varð ófrísk að Aroni og var komin sex mánuði á leið sagðir þú mér að þú værir ófri'sk líka. Það var ísak. Ég sá þig síðast fyrir hálfum mánuði eftir að ég hafði hringt í þig og sagt þér að ég ætti að vinna alla þá helgi og ég var í vandræðum með pössun fyrir Aron minn. Þú sagðir að það væri nú lítið mal, þú værir ein heima með Isaki prinsin- um þínum og einn prins í viðbót væri bara hið besta mál. Elmar væri úti á landi og Þórann hjá pabba sínum. Þú gættir þeirra vel, eins og þín var von og vísa. Eldaðir ofsagóðar kjötbollur eins og Aron sagði og bað hann þig að kenna mömmu sinni að elda þær. Ollum sunnudeginum eft- ir vinnu hjá mér eyddum við saman, við kjaftagang og tiltektir. Ég fékk mér smákríu og þú breiddir ofan á mig sæng. Þú varst góð vinkona og hugsaðir vel um mig og ég um þig. Mér leið svo vel hjá þér. Við töluðum um lífið og hvemig það væri, þú sagðir mér hvað þú værir ástfangin af honum Elmari þínum. Hvað hann væri þér góður og traustur. Þú sagðir líka hvað þú værir stolt af Þóranni, hvað hún væri dugleg í skólanum, hvað hún væri góð við bróður sinn og ótal margt fleira í þeim dúr. Isak litli lík- ist báðum foreldram sínum og ég var að segja það við þig en þú sagðir að feimnisbros hans kæmi beint frá Elmari. Þú sagðir að litli prinsinn, eins og þú kallaðir ísak, færi í skóla í haust og að hann hlakkaði til. Þú varst mjög metnaðarfull í sambandi við bömin þín og hvattir Þóranni til dáða og hlakkaðir til að hjálpa ísaki. Einnig sagðir þú mér hvað þér þætti vænt um mig og Aron og þú hvattir mig áfram til að takast á við lífið. Þetta var að mörgu leyti skrítinn sunnudagur. Á laugardaginn lá ég uppi í rúmi og fékk svo skrítna til- finningu þar sem ég horfði á mynd af mömmu. Mér fannst eins og hún segði mér að ég þyrfti að koma frá mér góðum og fallegum skilaboð- um. Ég fór að gráta því þetta var svo skrítið. Ég tók gemsann og hugsað til þín Hjödda mín. Ég skrifaði skilaboð til þín, þau vora * svona: „Mér þykir vænt um þig, vinkona." Eftir þessi skilaboð leið mér betur. Svo fór ég í vinnu og um kvöldið leit ég á símann og sá að þar vora skilaboð frá þér. Þegar ég lít til baka sé ég hversu sérstök þau voru. Þú sagðir: „Lífið er hverfult og dularfullt og ég mun alltaf elska þig, vinkona." Á hádegi á sunnu- deginum varstu dáin. Elsku Hjördís mín, ég veit að þú ert í góðum höndum hjá guði og ég veit að mamma hefur tekið á móti þér. Elsku Elmar, þinn missir er mik- ill, ég veit að þú getur haldið áfram með hjálp trúar því þú ert heil- steyptur og sterkur. Élsku Þórann mín, litla mömmu- stelpa, mamma þín á eftir að passa upp á þig. Haltu áfram að vera dug- leg í skólanum og alls staðar. Mamma þín var svo stolt af þér. Elsku litli Isak minn, mamma verður alltaf hjá þér þótt þú sjáir hana ekki. Hún passar prinsinn sinn. Elsku Sólveig og Jón, Bryndís, Svandís, Valdís og aðrir ættingjar og vinir, guð styrki ykkur og verndi á þessum erfiðu tímum. Minningin um Hjördísi, dugnaðarforkinn, mun lifa í hjarta okkar allra. Við biðjum J Guð að passa hana fyrir okkur. Þín vinkona, Guðrún Olga. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarrát, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, ijör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B.Halld.) Elsku Hjördís okkar. Okkur setur hljóðar! Hve örlögin geta verið grimm! Hvernig er hægt að ætlast til þess að við skiljum til- gang þess, að þú sért hrifin burt. Burt frá þinni elskandi fjölskyldu og háleitum markmiðum. Hlýleiki þinn og dugnaður hreif okkur öll, þú sem hafðir svo heiUandi og sterka nærveru. Við viljum gera orð Spámannsins, Kahlil Gibran, að okkar, en þar segir: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af táram. Og hvernig ætti það öðravísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpíp- an, sem mildar skap þitt, holuð inn- an með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glað- an. Þegar þú ert orðinn sorgmædd- ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „I heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorg- imar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við J~~ borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín veg- ur guU sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara (Spámaðurinn, Kahlil Gibran). Sorgin er djúp og sár. Minning- arnar era dýrmætar og verða ekki frá okkur teknar. Elmari, Þóranni og Þorbergi, bróður okkar, mág- konu og dætram þeirra, svo og öðr- um ástvinum, vottum við okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll og huggi. Við biðjum algóðan Guð að geyma Hjördísi, og þökkum henni samverana. Hvíl þú í friði. Föðursystur. • Fleiri minningargreinar um lljördísi Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.