Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 8. JIJNÍ 1999 49
FRIÐGEIR
ÞORSTEINSSON
+ Friðgeir Þor-
steinsson fædd-
ist í Þorsteinshúsi í
Kirkjubólsþorpi í
Stöðvarfirði 10.
febrúar 1910. Hann
iést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 31.
maí síðastliðinn.
Foreidrar hans voru
Þorsteinn Þorsteins-
son Mýrmann, bóndi
og oddviti á Óseyri
við Stöðvarfjörð,
f.12.5. 1874, d. 28.9.
1943, og Guðríður
Guttormsdóttir hús-
móðir, f. 30.4. 1883, d. 27.1.
1975. Systkini: 1) Skúli, f. 24.12.
1906, d. 1973. 2) Pálína, f. 28.1.
1908. 3) Halldór, f. 23.7. 1912, d.
1983. 4) Anna, f. 15.4. 1915. 5)
Björn, f. 20.5 1916, d. 1939. 6)
Pétur, f. 4.1. 1921, d. 1993. Frið-
geir kvæntist hinn 10.12 1930
Elsu Jónu Sveinsdóttur, f. 7.8.
1912, d. 20.12. 1978. Foreldrar
Elsu voru Sveinn Björgólfsson,
Elsku afi minn, ég fékk að kveðja
þig. Ég vissi síðast þegar ég sá þig
að dvölin þín hér færi að styttast, þú
yrðir farinn þegar ég kæmi næst.
Hugurinn ber mig austur á Stöðv-
arfjörð í lítið byggðarlag í undur fal-
legu umhverfi þar sm hann ólst upp
og bjó alla tíð þar til hann gamall
maður treysti sér ekki lengur að
vera einn og flutti á Hrafnistu í
Haíharfirði.
Á Stöðvarfirði byggðu menn af-
komu sínu á gjöfum lands og sjávar.
Hann var útvegsbóndi eins og það
var kallað og fór fljótt að taka þátt i
sveitarstjórnarmálum. Byggðin óx
og verkefnin voru mörg.
Hann var ungur skipaður formað-
ur skólanefndar og kosinn í hrepps-
nefnd 1937. 1940 var hann kosinn
oddviti og gegndi því embætti í ára-
tugi. Afi var sannur samvinnumaður
og einn af stoftiendum Kaupfélags
Stöðvarfjarðai’. Árið 1967 tók hann
við Umboðsskrifstoíú Samvinnu-
bankans og gegndi því starfi í 10 ár.
Hér er aðeins stiklað á stóru um
störf afa en sýnir glöggt að holl hönd
er hamingja byggðar. Þar fór maður
sem bar óeigingjama ást til þeirrar
byggðar sem ól hann frá bemsku og
bar hag hennar alltaf fyrir bijósti.
Það er ekki hægt að hugsa um afa
öðravísi en minnast líka Elsu ömmu.
Amma og afi í Árbæ, urmull af bama-
bömum æðandi út og inn. Aldrei var
amast við okkur þótt lætin væra mik-
il. Og rúgbrauðið. Einhvem veginn
var það svo að á sunnudögum þegar
von var á „öllum“ átti amma alltaf ný-
bakað heitt og stórt rúgbrauð, það
besta í öllum heiminum. Hún smurði,
skar og gaf okkur, ég finn ennþá lykt-
ina og bragðið. Afi gekk um gólf.
Ótal minningar skjóta upp kollin-
um sem ekki er hægt að tíunda hér
en allar era góðar og þakklæti efst í
huga. í Árbæ leið mér alltaf vel.
Við misstum öll mikið þegar amma
dó alltof fljótt, afi þó mest. Hann
sagði mér að við hana hafi hann getað
rætt alla hluti, hann missti besta vin-
inn og félagann. Amma var víðlesin
útvegsbóndi að Bæj-
arstöðum í Stöðvar-
firði og Svanhvít Pét-
ursdóttir húsmóðir.
Elsa og Friðgeir
bjuggu lengst af í Ár-
bæ í Stöðvarfirði.
Börn þeirra: 1) Guð-
jón, f. 13.6. 1929, d.
13.9. 1986. Eftirlif-
andi kona hans er Ás-
dís Magnúsdóttir.
Börn þeirra eru sex.
Guðjón átti auk þess
son. 2) Örn, f. 24.4.
1931, kvæntur Hall-
beru Isleifsdóttur og
eiga þau fjögur börn. 3) Sveinn
Víðir, f. 13.7. 1932, kvæntur
Nönnu Ingólfsdóttur. Þau eiga
þrjá syni en dóttir þeirra, Elsa
Kristín, lést img. 4) Þórólfur, f.
4.2. 1935, kvæntur Kristínu Hall-
dórsdóttur og eiga þau tvær dæt-
ur. 5) Guðríður, f. 10.6. 1937, gift
Birni Pálssyni og eiga þau 4 börn.
6) Björn, f. 18.4. 1951, kvæntur
Ástu Gunnarsdóttur og eiga þau 2
og greind, hafði brennandi áhuga á
öllu lífi og náttúrunni í kringum sig.
Hugurinn ber mig líka til ársins
1993 þegar við afi dvöldum saman á
Reykjalundi í nokkrar vikur. Hann
50 áram eldri, en miklu sprækari en
ég. Þar tengdumst við nánari bönd-
um sem hafa verið mér ómetanleg
síðan. Þar höfðum við tíma til að
spjalla og kynnast hvort öðra á allt
annan hátt en áður.
Elsku afi, við töluðum stundum
um lífið og tilgang þess, - og dauð-
ann. Við voram ekki alltaf sammála,
en það er allt í lagi, þú ert búinn að
komast að því núna að ég hafði rétt
fyrir mér.
Almættið lofar okkur áframhald-
andi tilvera og nú ert þú genginn inn
í eitt af hinum mörgu hýbýlum Guðs.
Afi var orðinn 89 ára gamall,
heilsu hans hrakaði ört síðasta árið.
Dauðinn er óumflýjanlegur og oft
lausn þreyttri sál. í mínum huga er
hann ef til vill sjálfur kjami lífsins.
Ó Guð minn. Ó þú, sem fyrirgefur syndir
okkar, gefur okkur gjafir, eyðir sorgum
okkar. Sannlega bið ég þig að fyrirgefa
syndir þeirra, sem hafa afklæðst jarðnesk-
um lfkömum sínum og haldið til æðri
heims. Ó Drottinn minn, hreinsa þá af mis-
gjörðum, dreif soigum þeirra og snú
myrkri þeirra í Ijós. Lát þá ganga í garð
hamingjunnar, þvo þá með tærasta vatni
og gef að þeir megi h'ta dýrð þína á hinu
hæsta fjahi.
('Abdu’l-Bahá)
Elsku pabbi og mamma og allir að-
standendur. Hjartans kveðja og góð-
ur hugur fylgir ykkur frá Svenna,
Dodda og Halldóri sem verða ekki
viðstaddir síðasta spölinn hans afa.
Ágústa Þórólfsdóttir, Hm'fsdal.
Nú er elskulegur tengdafaðir
minn, Friðgeir Þorsteinsson, lagður
af stað í ferðina síðustu sem hann
var farinn að bíða svo eftir. Og við
sem vissum að tíminn styttist og
héldum að við væram tilbúin, finnum
að svo var ekki. Sársauki og söknuð-
SIGRÚN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Sigrún Björnsdóttir fæddist
á Efstu-Grund, Vestur-Eyja-
fjöllum, 31. maí 1916. Hún lést
26. maí síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði 2. júní.
Ég vill með nokkram orðum
kveðja hana elsku'ömmu mína. Mað-
ur var alltaf velkomin heim til henn-
ar í Álfaskeiðið þar sem hún tók á
móti manni með opnum örmum. Ég
gleymi aldrei þegar við komum til
hennar á sunnudögum og fengum
pönnukökur, ég finn bragðið af sultu
og rjóma enn í dag. Eins var það
þegar við krakkamir tíndum fífla í
garðinum sem við síðan settum í glös
í eldhúsinu. Allt sem mér dettur í
hug í dag era allar hamingjustund-
imar hjá ömmu og afa í Álfaskeiðinu.
Amma Sigrún er sú amma sem börn-
in mín fá að kynnast í fallegustu
sögubókunum. Að koma til íslands á
aldrei eftir að verða það sama þegar
amma mín er farin að mæta honum
afa mínum.
Ég vil með þessari bæn sem þú,
amma, kenndir mér, bjóða góða nótt.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H. Pétursson)
Erla Björg.
börn. Bjöm á auk þess dóttur.
Friðgeir ólst upp á Óseyri.
Ilann stundaði nám hjá afa sin-
um, séra Guttormi í Stöð, og
í alþýðuskólanum á Laugum
1928-29. Frá tvítugsaldri og til
ársins 1967 var hann útvegs-
bóndi í Stöðvarfirði og formaður
á eigin bátum 1940-70. Hann var
forstöðumaður umboðsskrifstofú
Samvinnubankans og síðar úti-
bússtjóri 1967-77. Friðgeir
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
um ævina. Hann sat i stjórn
Kaupfélags Stöðfirðinga
1936- 1970, í hreppsnefnd
1937- 70 og var oddviti hreppsins
1940-70. Hann var sýslunefndar-
maður 1943-70, fulltrúi á Fiski-
þingum frá 1949-79 og í stjóm
Sambands fiskideilda Austfjarða
um langt árabil. Friðgeir var
gerður að heiðursborgara Stöðv-
arhrepps á 100 ára verslunaraf-
mæli hreppsins 1996. Sfðustu
æviárin dvaldi Friðgeir á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Minningarathöfn um Friðgeir
fór fram í Fossvogskirkju laug-
ardaginn 5. júní og útför hans
verður gerð frá Stöðvarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.30. Jarðsett verður í kirkju-
garðinum að Stöð í Stöðvarfirði.
ur nístir hjörtu. Samverastundir rifj-
ast upp og minningar streyma fram.
Hugurinn fylhst þakklæti. Þakklæti
fyrir alla væntumþykjuna.
Tengdafaðir minn var góður maður
og greindur. Hann var traustur, fyr-
irhyggjusamur og sjálfstæður og vildi
sem minnst vera upp á aðra kominn.
Hann var félagslyndur og lundin var
létt. Mestan hluta ævinnar var hann
sístarfandi og féO iðjuleysi illa. Þá var
ekki háttur hans að geyma til morg-
uns það sem hægt var að gera í dag.
Starf útvegsbóndans var krefjandi.
Krafðist þekkingar á láði og legi,
veðrum og vindum, tólum og tækjum.
Hann lifði líka miklar breytingar og
era ógleymanlegar stundimar þegar
hann sagði okkur frá gömlum dögum.
Af mönnum og skepnum, störfum og
frístundum.
Það var tengdafóður mínum mikið
áfall þegar tengdamóðir mín, Elsa,
lést aðeins 66 ára eftir stutt en erfið
veikindi. Hann hafði þá stuttu áður
hætt störfum í bankanum. Þau hjónin
höfðu lengi hlakkað til að eiga rólegri
daga, ferðast um landið og sinna öðr-
um áhugamálum. Þá dáðist ég mjög
að stillingu hans og skynsemi.
Mér sýndi tengdafaðir minn um-
hyggju og hlýju frá fyrstu stundu til
hinnar síðustu. Hann sagði ekki
margt en þeim mun betur fann ég
væntumþykjuna og hlýjuna, ekki síst
á efiðum stundum. Börnunum mín-
um var hann hinn góði, hlýi og elsk-
andi afi. Þeirra sorg er mikil að sjá á
eftir báðum öfum sínum á rúmu
hálfu ári. En dýrmætar minningar
munu þau ávallt geyma í hjarta sér.
Síðari árin dvaldi hann á Hrafn-
istu í Hafnarfíði. Þessi ár vora hon-
um nokkuð erfíð. Hann saknaði
Stöðvarfjarðarins síns og iðjuleysið
var honum þungbært. Þar naut hann
góðrar umönnunar og færi ég starfs-
fólkinu hjartans þakklæti.
Ég kveð elskulegan tengdaföður
minn með auðmjúku þakklæti.
Blessuð sé minning hans.
Ásta Gunnarsdóttir.
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
CAMILLA
BJARNASON
+ Camilla Bjarna-
son fæddist 8.
mars 1949. Hún lést
á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 7. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 17. maí.
Þegar Camilla
Bjamason féll frá og
var jarðsungin var ég
stödd erlendis. Ca-
milla var frænka
mannsins míns, Einars Knútsson-
ar. Hún var ákaflega faUeg mann-
vera en í senn fómarlamb og hetja
og sem ég var mjög heppin að fá
að kynnast náið. Lífið rak henni
óvægið högg sem hún mætti með
einstöku jafnaðargeði og stillingu.
Hún tók þá ákvörðun þegar hún
greindist með banvænan sjúkdóm,
MND, að gera sem mest með þann
tíma sem hún átti eftir ólifað. Hún
vildi njóta lífsins tU fullnustu því
annars myndi tími hennar líða líkt
og hún væri þegar dáin. Þannig
barðist hún af fullum krafti gegn
því þunglyndi sem annars hefðu
verið eðlfleg viðbrögð við þessum
ógurlega vágesti sem rænir fólk
smám saman allri stjóm yfir eigin
líkama. Hún ferðaðist víða og síð-
ustu ár sín sá hún og gerði margt
skemmtflegt.
Camilla var líka svo heppin.
Hún átti marga vini og kærleiks-
ríka fjölskyldu sem myndaði um
hana sérstakan 35-40 manna
stuðningshóp. Þessi hópur aðstoð-
aði við umönnun hennar og síðasta
eina og hálfa árið í lífi hennar var
einhver með henni á hverjum degi.
Hún sagði mér oft að hún gæti
ekki ímyndað sér hvemig líf henn-
ar hefði verið ef þessi hópur væri
ekki til. Tilgangur
hópsins var að defla
umönnun hennar með-
al margra þannig að
nánustu fjölskyldu
myndi ekki þrjóta
krafta á þessu erfið-
asta tímabfli.
Camilla talaði um
að henni liði eins og
málverki sem væri að
aflitast, að hún væri
að tæmast, að týna ,
sjálfri sér og að það
væri minna og minna
af henni eftir. Með
tímanum leið henni eins og áhorf-
anda, sem hafði sífellt minna tfl
málanna að leggja. Samt fannst
mér að hugur hennar væri alltaf til
staðar. Það var jafnan ánægjulegt
og gefandi að spjalla við hana
vegna þess að hún var opin, næm
og í tengslum við tilfinningar sín-
ar. Hún sýndi undantekningalaust
áhuga á lífi og tilfinningum ann-
arra, þrátt fyrir æ erfiðari kring-
umstæður.
Camilla gaf mér einstæða gjöf.
Hún veitti mér innsýn í hina ís-
lensku fjölskyldu mína sem enginn
annar gerði á sama hátt, eins og
því að deila með mér sögum af at-
burðum sem áttu sér stað áður en
ég fluttist tfl Islands. Camilla setti
svo margt í samhengi sem hjálpaði
mér að skflja betur þetta fólk sem
er svo ólíkt frændfólki og fjöl-
skyldu minni sem kemur úr allt
öðrum menningarheimi. Við Ca-
milla vorum á margan hátt mjög
ólíkar en vegna hins nána sam-
bands okkar skipti það engu máli.
Við gátum talað og hlegið að svo J-
mörgu í lífinu. Það voru forréttindi
að eiga Camfllu sem trúnaðarvin.
Ég sakna hennar mjög mikið og
mun alltaf gera.
Hope Knútsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minnihg@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
!| S.HELGASON HF
STEINSMIDJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
+
Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa,
SIGURMUNDAR JÖRUNDSSONAR
skipstjóra,
Sólbakka,
Bíldudal.
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur Einarsson,
Steinunn Sigurmundsdóttir,
Sigríður Sigurmundsdóttir,
Bjarni Sigurmundsson,
Þuríður Sigurmundsdóttir, Ástvaldur H. Jónsson,
Jórunn Sigurmundsdóttir, Kristberg Finnbogason,
Freyja Sigurmundsdóttir, Karl Þór Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.