Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 67 S
FOLK I FRETTUM
MYNDBÖND
Diskóið dó
Síðustu dagar diskósins
(The Last Days of Disco)_
Drama
★★
Framleiðsla, leikstjórn og handrit:
Whit Stillman. Kvikmyndataka: John
Thomas. Tónlist: Mark Suozzo. Aðal-
hlutverk: Chloe Sevigny, Kate Beck-
insale, Chris Eigman, Matt Keesler og
Mackenzie Astin. 109 mín. Bandarísk.
Sam myndbönd 1999. Öllum leyfð.
TK. Lo.l Dov. of
, D15CO
DISKÓIÐ var í andarslitrunum
við upphaf níunda áratugarins, og
svo einn daginn dó það. Myndin ger-
ist á þessum „um-
brotatímum" og
fjallar um nokkur
ungmenni sem eru
að fást við heiminn
hvert á sinn hátt.
Handritið er
skemmtilegt á
köflum, persónur
og samtöl vel skrif-
uð og mjög góðir
punktar inni á milli. Hins vegar er
myndin sundurlaus og missir alger-
lega marks í því raunsæi sem henni
er ætlað að ná. Enginn skuggi er lát-
inn falla á dýrðina og þrátt fyrir
stöðuga drykkju og eiturlyfjaneyslu
eru allir alltaf allsgáðir og lausir við
alvarleg vandamál. Eins er vinahóp-
urinn heldur ótrúverðug blanda
góðra krakka og svo einfaldlega
skítapakks. í heildina er myndin þó
ágæt skemmtun, ekki síst fyrir þá
sem muna eftir tímabilinu og geta
notið þess að fíðringur endurminn-
inganna lifni í brjóstum.
Guðmundur Ásgeirsson
Alger steypa
Skítverk
(Dirty Work)______________
Gamanmynd
★★
Framlciðsla: Robert Simons. Leik-
stjórn: Bob Saget. Handrit: Frank
Sebastiano, Norm Macdonald og Fred
Wolf. Kvikmyndataka: Arthur Albert.
Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlutverk:
Norm Macdonald, Jack Warden og
Chevy Chase. 78 mín. Bandarísk.
Sam-myndbönd. Öllum leyfð
ÞETTA er létt geggjuð gaman-
mynd um létt geggjaða gæja í vand-
ræðum. Söguþráðurinn er alger vit-
leysa, en gengur
þokkalega upp. Inn
á milli eru spreng-
hlægileg atriði sem
halda myndinni
nokkum veginn
uppi. Andlit kunn-
uglegara leikara
koma fyrir annað
slagið og má þar
nefna Adam Sand-
ler, John Goodman, og Chevy Chase,
sem er í nokkuð stóru aukahlutverki,
auk Chris heitins Farley sem bendir
til að myndin sé komin nokkuð til ald-
urs. Húmorinn er ættaður úr „Satur-
day Night Live“ þáttunum og er tals-
vert klúr, sóðalegur og óheflaður á
köflum, enda ætti myndin að höfða tO
unglinga á öllum aldri. Talsvert vant-
ar upp á að myndin komist í flokk úr-
vals gamanmynda, en hún er í góðu
meðallagi og ágæt afþreying.
Guðmundur Ásgeirsson
Samninga-
maðurinn
á toppnum
SPENNUMYNDIN Samningamað-
urinn með Samuel L. Jackson og
Kevin Spacey í aðalhlutverkum fer í
toppsætið aðra vikuna á hsta og
toppmynd síðustu viku, Ronin, færist
í annað sætið. Gamanmyndin Sá
heilagi með Eddie Murphy í aðalhlut-
verki færist í þriðja sætið en spila-
myndin Rounders með Matt Damon
og Edward Norton í aðalhlutverkum
færist upp um tvö sæti á milli vikna.
Þrjár nýjar myndir eru á lista vik-
unnar og fer þar mest fyrir bresku
glæpagamanmyndinni Lock, Stock &
Two Smoking Barrels sem fer í
fímmta sætið, en hún hefur notið
mikilla vinsælda í heimalandinu sem
og annars staðar. Gamanmyndin
Jawbreaker, eða Viltu nammi væna,
fer í 17. sætið en í henni leika þrjár
upprennandi leikkonur, þær Rose
McGowan, Julie Benz og Rebecca
Gayheart. Japanska myndin Skoteld-
ar eða Hana bi eftir Takeshi Kitano
kemur ný inn á listann og fer í 18.
sætið. Myndin hefur hlotið fjölda
verðlauna, m.a. hlaut hún Gullljónið á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
mmmi iiinmniTrroi
VINSÆLUSTU
Jj/iyNDBÖNDIN
A ISLANDI i
Nr.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
XI
var;
vikur; Mynd
; Utgefandi
; Tegurrd
3. ; 2 ; Negofiator ; Warner myndir ; Spenna
1. ; 4 ; Ronin | Warner myndir j Spenna
2. j 3 : Holy Man j Sam myndbönd j Gaman
6. j 2 j Rounders j Skífan j Spenno
NÝ j 1 j Lock, Stock & Two Smoking Barrels j Sam myndbönd j Gaman
5. j 3 j Antz j CIC myndbönd j Gaman
7. j 3 j Pleasantville i Myndform j Gaman
4. j 4 ; Primary Colors i Skífan i Gaman
8. i 3 i Fear and Loathing in Las Vegas j Som myndbönd : Gaman
9. ; 6 ; Taxi j Háskólabíó : Spenna
10. j 7 Truman Show
11. j 5 j Divordng Jack
17. j 2 j Your Friends and Neighbors
18. j 2 j Dead Man on Campus
12. j 9 j There's Something About Mary
16. j 4 j Clay Pigeons
NÝ ; 1 ; Jawbreaker
NÝ j 1 ; Fireworks
14. j 6 j Thunderboh
13. : 8 j Snake Eyes
i iHi ■uiMiiMi Bi BniÍIiiiKiiiRJLJ1imMiiiHiii»hi»iiiWiiJLii4ÍhiBIiiiBiii».mBLii
CIC myndbönd
j Háskólabíó
j CIC myndbönd
j Skífan
j Myndform
; Skífan
j Háskólabíó
j Skífan
j Sam myndbönd j Spenna
I^H|mHynim|iii|HinMuiiiiuiinp[W<syw,U|l|lllltlWfl
iii89eiidwiii<8liiil8niilBniw>iii88&iii8Lii<8Wiiimiiii8Si
Gaman
Spenna
Gaman
Gaman
Gaman
Spenna
Gaman
Spenna
Spenna
Landaði strax stórlöxunum
LEIKKONAN Natascha
McElhone fer með hlut-
verk í toppmynd vikunn-
ar, Ronin, auk þess að
fara með hlutverk í Trum-
an-þættinum sem er í 10.
sæti listans. McElhone er
frá Bretlandi og fyrsta
hlutverk hennar í kvik-
mynd var sem hin smáða
hjákona listmálarans
Picasso sem leikinn var af
Anthony Hopkins í Surviv-
ing Picasso. Á eftir fylgdi
hlutverk á móti sjálfum
hjartaknúsaranum Brad
Pitt í myndinni The
Devil’s Own og síðan á
síðasta ári hlutverkin á
móti Jim Carrey í Trum-
an-þættinum og Robert De
Niro í Ronin. Það má því
segja að McElhone hafi
strax fengið stórlaxana
sem mótherja og spurning
hvernig svo ungri
leikkonu hafi litist á
mannskapinn.
Hún segir að Robert De
Niro sé mjög rólegur, þög-
ull en ákaflega vingjarn-
legur. „Mér fannst eins og
ég þekkti hann frá fyrstu
töku,“ segir McElhone,
sem segir að Jim Carrey
sé eins og hvirfilbylur,
snöggur og hafi ótrúlega
hæfileika, eins og Ant-
hony Hopkins, sem var
hennar fyrsti mótleikari og hún
segist hafa lært mikið af.
I öllum sínum fyrri myndum
fer McElhone með frekar lítil
hlutverk og það er aðeins í Ronin
sem hún fær meira að moða úr,
enda leikur hún þar eitt aðalhlut-
verkið á móti De Niro. í þeirri
mynd kynntist hún einnig nýrri
hlið á leiklistinni: Áhættuatrið-
um. „Ég er enginn bflsljóri og ég
þurfi að þykjast keyra bflinn á
meðan áhættuleikarinn
var í raun sá sem stjórn-
aði. En óttasvipurinn á
andliti mínu er alveg
ekta!“
McElhone þykir minna
á unga Meryl Streep og er
sögð bæði greind og hóg-
vær. Hún segir að nóg sé
til af fallegum leikkonum
og hún hafi ekki hug á því
að keppa í þeim hópi. Hún
segist velja myndir sínar
mikið eftir leiksljórunum
og undirbýr hlutverk sín
vandlega. Til dæmis las
hún upp til agna banda-
ríska skáldsagnahöfunda
síðari hluta aldarinnar til
að skilja betur bandaríska
menningu og hugarfar.
Næsta verkefni hennar
hefur verið henni hugleik-
ið lengi en það er að um-
breyta bréfum skáldkon-
unnar Simone de Beauvoir
í kvikmyndahandrit. Þar
verður ástarþríhyrningur
Beauvoir, Jean-Paul Sar-
tre og Bandaríkjamanns-
ins Nelsons Algrens í kast-
Ijósinu.
Natascha
MYNDBÖND
Eitt spil enn
Spilamenn
(Rounders)_________
Iþróttamynd
★★V4
Framleiðandi: Ted Demme, Joel Sil-
verman. Leiksljóri: John Dahl. Hand-
rit: David Levien og Brian Kopp-
elman. Aðalhlutverk: Matt Damon,
Edward Norton, John Malkovich og
John Turturro. (116 mín.) Bandarísk.
Skifan, maí 1999. Bönnuð bömum
innan 12 ára.
Á DAGINN er Mike McDermott
(Matt Damon) lögfræðinemi, en
þegar kvölda tekur breytist hann í
pókerspilara af
lífi og sál. Lang-
ar nætur og stór-
ir pottar hafa
hingað til fjár-
magnað skóla-
gönguna en það
er fleira sem
knýr hann áfram
í spilamennsk-
unni. Hann er
sannfærður um
að hann sé nógu góður til að takast á
við þá bestu. Mike leggur hins vegar
spilin á hilluna eftir að hann tapar
öllu sparifénu á einu kvöldi. Þegar
æskuvinurinn Worm (Edward
Norton) losnar úr fangelsi er hann
þó ekki lengi að falla aftur í sama
farið. Worm kemur þeim báðum í
heilmikil vandræði og reynast þá
pókerhæfileikar Mikes þeirra eina
flóttaleið.
Einvalalið leikara stendur að
myndinni og veldur hver þeirra hlut-
verki sínu vel. Undirheimar fjár-
hættuspilamennskunnar eru sömu-
leiðis málaðir skýrum og skemmti-
legurn litum og innsýn myndarinnar
í reynsluheim spilafíklanna lipur og
hnyttin. Helsti galli Spilamanna er
þó fyrirsjáanleg umgjörð fléttunnar
sem íylgir öllum helstu klisjum
íþróttamynda - dramb, skellur, end-
urreisn - og óraunsæ upphafning á
spilafíkn persónanna.
Heiða Jóhannsdóttir
RITARAR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Vefsíða: www.oba.is
a/iJuj ffloaÖQ
úr Sorgd'íúni j Nóa|ú|| 17
hárgreiéslustofan
Hallgerður
Nóatúni 17 - simi 561 6555
Furugrund 3 - sími 554 1955
Síðustu sumarvörurnar komnar
Jakkar frá
kr.5.900 - 7.900
Buxur kr. 2.900
Pils kr. 2.900
Nýbýlavegi 12,
sími 554 4433.