Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 67 S FOLK I FRETTUM MYNDBÖND Diskóið dó Síðustu dagar diskósins (The Last Days of Disco)_ Drama ★★ Framleiðsla, leikstjórn og handrit: Whit Stillman. Kvikmyndataka: John Thomas. Tónlist: Mark Suozzo. Aðal- hlutverk: Chloe Sevigny, Kate Beck- insale, Chris Eigman, Matt Keesler og Mackenzie Astin. 109 mín. Bandarísk. Sam myndbönd 1999. Öllum leyfð. TK. Lo.l Dov. of , D15CO DISKÓIÐ var í andarslitrunum við upphaf níunda áratugarins, og svo einn daginn dó það. Myndin ger- ist á þessum „um- brotatímum" og fjallar um nokkur ungmenni sem eru að fást við heiminn hvert á sinn hátt. Handritið er skemmtilegt á köflum, persónur og samtöl vel skrif- uð og mjög góðir punktar inni á milli. Hins vegar er myndin sundurlaus og missir alger- lega marks í því raunsæi sem henni er ætlað að ná. Enginn skuggi er lát- inn falla á dýrðina og þrátt fyrir stöðuga drykkju og eiturlyfjaneyslu eru allir alltaf allsgáðir og lausir við alvarleg vandamál. Eins er vinahóp- urinn heldur ótrúverðug blanda góðra krakka og svo einfaldlega skítapakks. í heildina er myndin þó ágæt skemmtun, ekki síst fyrir þá sem muna eftir tímabilinu og geta notið þess að fíðringur endurminn- inganna lifni í brjóstum. Guðmundur Ásgeirsson Alger steypa Skítverk (Dirty Work)______________ Gamanmynd ★★ Framlciðsla: Robert Simons. Leik- stjórn: Bob Saget. Handrit: Frank Sebastiano, Norm Macdonald og Fred Wolf. Kvikmyndataka: Arthur Albert. Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlutverk: Norm Macdonald, Jack Warden og Chevy Chase. 78 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd. Öllum leyfð ÞETTA er létt geggjuð gaman- mynd um létt geggjaða gæja í vand- ræðum. Söguþráðurinn er alger vit- leysa, en gengur þokkalega upp. Inn á milli eru spreng- hlægileg atriði sem halda myndinni nokkum veginn uppi. Andlit kunn- uglegara leikara koma fyrir annað slagið og má þar nefna Adam Sand- ler, John Goodman, og Chevy Chase, sem er í nokkuð stóru aukahlutverki, auk Chris heitins Farley sem bendir til að myndin sé komin nokkuð til ald- urs. Húmorinn er ættaður úr „Satur- day Night Live“ þáttunum og er tals- vert klúr, sóðalegur og óheflaður á köflum, enda ætti myndin að höfða tO unglinga á öllum aldri. Talsvert vant- ar upp á að myndin komist í flokk úr- vals gamanmynda, en hún er í góðu meðallagi og ágæt afþreying. Guðmundur Ásgeirsson Samninga- maðurinn á toppnum SPENNUMYNDIN Samningamað- urinn með Samuel L. Jackson og Kevin Spacey í aðalhlutverkum fer í toppsætið aðra vikuna á hsta og toppmynd síðustu viku, Ronin, færist í annað sætið. Gamanmyndin Sá heilagi með Eddie Murphy í aðalhlut- verki færist í þriðja sætið en spila- myndin Rounders með Matt Damon og Edward Norton í aðalhlutverkum færist upp um tvö sæti á milli vikna. Þrjár nýjar myndir eru á lista vik- unnar og fer þar mest fyrir bresku glæpagamanmyndinni Lock, Stock & Two Smoking Barrels sem fer í fímmta sætið, en hún hefur notið mikilla vinsælda í heimalandinu sem og annars staðar. Gamanmyndin Jawbreaker, eða Viltu nammi væna, fer í 17. sætið en í henni leika þrjár upprennandi leikkonur, þær Rose McGowan, Julie Benz og Rebecca Gayheart. Japanska myndin Skoteld- ar eða Hana bi eftir Takeshi Kitano kemur ný inn á listann og fer í 18. sætið. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. hlaut hún Gullljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. mmmi iiinmniTrroi VINSÆLUSTU Jj/iyNDBÖNDIN A ISLANDI i Nr. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. XI var; vikur; Mynd ; Utgefandi ; Tegurrd 3. ; 2 ; Negofiator ; Warner myndir ; Spenna 1. ; 4 ; Ronin | Warner myndir j Spenna 2. j 3 : Holy Man j Sam myndbönd j Gaman 6. j 2 j Rounders j Skífan j Spenno NÝ j 1 j Lock, Stock & Two Smoking Barrels j Sam myndbönd j Gaman 5. j 3 j Antz j CIC myndbönd j Gaman 7. j 3 j Pleasantville i Myndform j Gaman 4. j 4 ; Primary Colors i Skífan i Gaman 8. i 3 i Fear and Loathing in Las Vegas j Som myndbönd : Gaman 9. ; 6 ; Taxi j Háskólabíó : Spenna 10. j 7 Truman Show 11. j 5 j Divordng Jack 17. j 2 j Your Friends and Neighbors 18. j 2 j Dead Man on Campus 12. j 9 j There's Something About Mary 16. j 4 j Clay Pigeons NÝ ; 1 ; Jawbreaker NÝ j 1 ; Fireworks 14. j 6 j Thunderboh 13. : 8 j Snake Eyes i iHi ■uiMiiMi Bi BniÍIiiiKiiiRJLJ1imMiiiHiii»hi»iiiWiiJLii4ÍhiBIiiiBiii».mBLii CIC myndbönd j Háskólabíó j CIC myndbönd j Skífan j Myndform ; Skífan j Háskólabíó j Skífan j Sam myndbönd j Spenna I^H|mHynim|iii|HinMuiiiiuiinp[W<syw,U|l|lllltlWfl iii89eiidwiii<8liiil8niilBniw>iii88&iii8Lii<8Wiiimiiii8Si Gaman Spenna Gaman Gaman Gaman Spenna Gaman Spenna Spenna Landaði strax stórlöxunum LEIKKONAN Natascha McElhone fer með hlut- verk í toppmynd vikunn- ar, Ronin, auk þess að fara með hlutverk í Trum- an-þættinum sem er í 10. sæti listans. McElhone er frá Bretlandi og fyrsta hlutverk hennar í kvik- mynd var sem hin smáða hjákona listmálarans Picasso sem leikinn var af Anthony Hopkins í Surviv- ing Picasso. Á eftir fylgdi hlutverk á móti sjálfum hjartaknúsaranum Brad Pitt í myndinni The Devil’s Own og síðan á síðasta ári hlutverkin á móti Jim Carrey í Trum- an-þættinum og Robert De Niro í Ronin. Það má því segja að McElhone hafi strax fengið stórlaxana sem mótherja og spurning hvernig svo ungri leikkonu hafi litist á mannskapinn. Hún segir að Robert De Niro sé mjög rólegur, þög- ull en ákaflega vingjarn- legur. „Mér fannst eins og ég þekkti hann frá fyrstu töku,“ segir McElhone, sem segir að Jim Carrey sé eins og hvirfilbylur, snöggur og hafi ótrúlega hæfileika, eins og Ant- hony Hopkins, sem var hennar fyrsti mótleikari og hún segist hafa lært mikið af. I öllum sínum fyrri myndum fer McElhone með frekar lítil hlutverk og það er aðeins í Ronin sem hún fær meira að moða úr, enda leikur hún þar eitt aðalhlut- verkið á móti De Niro. í þeirri mynd kynntist hún einnig nýrri hlið á leiklistinni: Áhættuatrið- um. „Ég er enginn bflsljóri og ég þurfi að þykjast keyra bflinn á meðan áhættuleikarinn var í raun sá sem stjórn- aði. En óttasvipurinn á andliti mínu er alveg ekta!“ McElhone þykir minna á unga Meryl Streep og er sögð bæði greind og hóg- vær. Hún segir að nóg sé til af fallegum leikkonum og hún hafi ekki hug á því að keppa í þeim hópi. Hún segist velja myndir sínar mikið eftir leiksljórunum og undirbýr hlutverk sín vandlega. Til dæmis las hún upp til agna banda- ríska skáldsagnahöfunda síðari hluta aldarinnar til að skilja betur bandaríska menningu og hugarfar. Næsta verkefni hennar hefur verið henni hugleik- ið lengi en það er að um- breyta bréfum skáldkon- unnar Simone de Beauvoir í kvikmyndahandrit. Þar verður ástarþríhyrningur Beauvoir, Jean-Paul Sar- tre og Bandaríkjamanns- ins Nelsons Algrens í kast- Ijósinu. Natascha MYNDBÖND Eitt spil enn Spilamenn (Rounders)_________ Iþróttamynd ★★V4 Framleiðandi: Ted Demme, Joel Sil- verman. Leiksljóri: John Dahl. Hand- rit: David Levien og Brian Kopp- elman. Aðalhlutverk: Matt Damon, Edward Norton, John Malkovich og John Turturro. (116 mín.) Bandarísk. Skifan, maí 1999. Bönnuð bömum innan 12 ára. Á DAGINN er Mike McDermott (Matt Damon) lögfræðinemi, en þegar kvölda tekur breytist hann í pókerspilara af lífi og sál. Lang- ar nætur og stór- ir pottar hafa hingað til fjár- magnað skóla- gönguna en það er fleira sem knýr hann áfram í spilamennsk- unni. Hann er sannfærður um að hann sé nógu góður til að takast á við þá bestu. Mike leggur hins vegar spilin á hilluna eftir að hann tapar öllu sparifénu á einu kvöldi. Þegar æskuvinurinn Worm (Edward Norton) losnar úr fangelsi er hann þó ekki lengi að falla aftur í sama farið. Worm kemur þeim báðum í heilmikil vandræði og reynast þá pókerhæfileikar Mikes þeirra eina flóttaleið. Einvalalið leikara stendur að myndinni og veldur hver þeirra hlut- verki sínu vel. Undirheimar fjár- hættuspilamennskunnar eru sömu- leiðis málaðir skýrum og skemmti- legurn litum og innsýn myndarinnar í reynsluheim spilafíklanna lipur og hnyttin. Helsti galli Spilamanna er þó fyrirsjáanleg umgjörð fléttunnar sem íylgir öllum helstu klisjum íþróttamynda - dramb, skellur, end- urreisn - og óraunsæ upphafning á spilafíkn persónanna. Heiða Jóhannsdóttir RITARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is a/iJuj ffloaÖQ úr Sorgd'íúni j Nóa|ú|| 17 hárgreiéslustofan Hallgerður Nóatúni 17 - simi 561 6555 Furugrund 3 - sími 554 1955 Síðustu sumarvörurnar komnar Jakkar frá kr.5.900 - 7.900 Buxur kr. 2.900 Pils kr. 2.900 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.