Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 68

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 68
A 68 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM „ Morgunblaðið/Halldór NYJASTA raynd Mullans nefnist „Ordinary Decent Criminal“ þar sem hann leikur á móti Helen Baxendale, Lindu Fiorentino og Kevin Spacey. Peter Mullan úr Ég heiti Joe Hæðni og kímnigáfa einu meðulin við fátækt Varstu á frumsýningunni," spyr Peter Mullan blaða- manninn og Ktur á hann stórum augum. „Þrumandi helvíti! Þetta var stórfurðulegt. Allt þetta fólk.“ Já, ég var þarna, svarar blaðamað- ur hikandi. „Hefurðu nokkurn tíma séð svona stórt kvikmyndahús? Það var eins og ég væri aftur orðinn lítill krakki að fara í fyrsta skipti i bíó. Þetta var svo fjandi stórt.“ Hann lítur á blaðamann sem kink- ar kolli og langar til að komast að: Hvemig tilfinning var að fylgjast með sjálfum sér á breiðtjaldinu? „Nei, ekld líta á hann. Hann er ljót- ur djöfull," svarar hann, grettir sig og talar um sjálfan sig í þriðju persónu. „Eg leit á alla aðra, en aldrei hann.“ Afhverju? „Myndir þú gera það,“ svarar hann með áherslu. „Ef þú værir þama á breiðjaldinu í þessari stærð. Myndir þú líta á sjálfan þig? - Aldrei!“ Afhverju ekki? „Eg veit það ekki,“ svarar hann hugsi. ,Af því maður er sá leiðinlegi. Aðrir eru áhugaverðir. Þegar maður j. skoðar sjálfan sig sér maður ekkert áhugavert. Það finnst mér ekki. En þegar maður lítur á aðra. Mér fannst Louise [Goodall] frábær og David [McKay] og allir hinir. En þessi ná- ungi...“ Og svo kanntu allar línurnar sjálfur. „Já,“ segir hann og hlær. „En þetta var í fyrsta skipti sem ég hef séð myndina. Ég naut hverrar stundar. Hún var allt annað en ég bjóst við.“ Trainspotting sorastaður Við hverju bjóstu? „Ég veit það ekki. Það er skrýtið en það sem kom mér mest á óvart var hve myndin hafði ferskt og ró- legt yfirbragð. Ég þjóst við að hún yrði hástemmdari. Ég dái hann [Ken Loach] sem kvikmyndagerðarmann. Hvemig hann er fullkomlega laus við tilgerð og lætur ekkert komast upp á milli áhorfenda og myndarinnar [Hann setur sig í stellingar Loach]: -y „Ekki fylgjast með því hvemig ég stend að tökunum. Ekki horfa á lýs- Peter Mullan skapaði sér nafn í Trainspott- ing, var valinn besti leikari á Kvikmynda- hátíðinni í Cannes í fyrra fyrir frammistöðu ------—--------------------------------- sína í Eg heiti Joe og var tilnefndur til evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna. Pétur Blöndal talaði við hann um myndirnar tvær og þrumandi helvíti. inguna. Ekki á leikarana. Komdu bara og lifðu þig inn í þennan heim.“ Að ná þessu er svo erfitt." Afhverju? „Trainspotting var önnur mynd sem ég gerði. Hún er eins og geisla- diskur: „Farðu heim, settu geisla- diskinn í tækið, hallaðu þér aftur og þú færð hann í æð.“ Ég heiti Joe er meira: „Við skulum öll semja tónlist saman.“ Og það er virkilega erfitt að ná því. Einkum vegna þess að hún er ekki raunsæ. Það er litið aftur í for- tíðina og stundum er textinn úr sam- hengi. Að takast að fá fólk til að koma inn í þennan heim!“ hrópar Mullan upp yfir sig; ef viðtalið færi fram á hóteli annars staðar en í Cannes væri fólk farið að sussa á hann. „Manni líður eins og maður sé sið- ferðilega æðri eftir að hafa séð Tra- inspotting eins og maður hafí farið á sorastað kvöldsins, - áður en maður fer heim. Þar eru allir svo búmm búmm búmm klikkaðir og það er svo ►HRESSARI maður en sósíalistinn Peter Mullan er vand fundinn. 4 MULLAN er klettur- inn í myndinni sem allt brotnar á, jafnvel hann sjálfur. mikil logandi brjálsemi. í myndinni Ég heiti Joe er maður tálgaður skurð eftir skurð inn í þennan heim í einn og hálfan tíma og endirinn er mjög sterkur: „Hvaðan kom þetta!“ Og skyndilega er allt orðið svart. „Hver þremillinn! Er þetta búið!?“ Það er eitthvað við þessa mynd. Eg veit ekki hvað það er - einhver útgeislun. Mjög fáir leikstjórar ná þessum árangri. “ Hverjir? „í uppáhaldi hjá okkur Ken er [Vittorio] De Sica og þá sérstaklega myndin Hjólaþjófarnir. Hún var sí- gild. Honum tókst að gera eitthvað nýtt. Ekki með póstmódernisma eða hæðni heldur með því að ögra. Eitt atriðið er t.d. raunsætt og hlaðið þessari ítölsku seiðmögnun; drengur er að leita að hlutum úr hjólinu sínu þegar maður gengur að honum og segh’: „Komdu heim með mér - ég á svoh'tið handa þér. “ Þetta var árið 1948 og það var barnaníðingur á hvíta tjaldinu! Það voru engin for- dæmi fyrir slíku! Það var ferskt, nýtt og hættulegt. Og þannig leið mér í gærkvöldi. Ken hefur verið að gera myndir í þrjátíu ár og ég verð að telja þessa með þeim fímm bestu. Það var eitthvaðsérstakt við hana.“ Raunsæið? „Kannski," svarar hann íhugull, „og það var eitthvað við tímasetning- una.“ í þeim orðum töluðum heyrist skerandi brothljóð. Eins og þúsund kínverskir postulínsbollar hafí geng- ið fyrir aftökusveit á Torgi hins himneska friðar. „Hvílíkt og annað eins,“ hrópar Peter upp yfír sig og kallar eitthvað til þjónsins með svo írskum hreim að barþjónninn á Mean Fiddler hefði jafnvel átt í erfíðleikum með að skilja hann. Hvað þá blaðamaður frá Islandi. En viðtalið heldur áfram eins og ekkert hafí í skorist. Var erfítt að komast inn í þennan heim úthverfanna? „Nei,“ svarar Peter og hristir höf- uðið. „Ken skapaði andrúmsloft sem var eins og veisla fyrir okkur leikar- ana. Við vorum bara þarna til að vinna og njóta þess. Við skoskir leik- arar hlæjum mikið þegar myndavél- in er fjarri. Það kom Ken óþægilega á óvart fyrstu dagana, - eins og hann héldi að við tækjum starf okkar ekki alvarlega. Sem við gerum. Við förum bara svona að og leikgleðin skilar sér í myndina. Þetta lifsviðhorf er raun- ar ekki aðeins að fínna hjá Skotum heldur alls staðar í heiminum. Einu meðulin sem hjálpa manni að lifa af fátæktina eru hæðni og kímnigáfa.“ Raunverulegi harmleikurinn Bjóst þú einhvern tíma við fátækt? „Ekki svo mikla,“ svarar Peter. „Tæknilega var ég jafnfátækur og fólkið í myndinni. En ég ólst upp í lok sjönda áratugarins og komst þess vegna í háskóla þegar ég var 17 ára. Þá voru styrkir í boði og mennt- un var ókeypis. Þá hafði fólk vinnu. Vissulega var hún illa launuð en það var vinna. Svo ég var ekki fátækur í anda eða metnaði eins og svo margir eru í dag. Ég og konan mín höfum náð langt í lífinu og það má allt þakka þeirri ókeypis menntun sem við fengum þegar við vorum 17 ára. Núna eiga krakkar sér ekki viðreisn- ar von. Innritunargjöld í háskóla eru 3 þúsund pund [360 þúsund] sem er meira en sumir hafa í laun á ári. Ef til vill kemst efnilegur strákur sem gæti orðið næsti Ken Loach eða Ew- an MacGregor aldrei í háskóla. Það er ekki einu sinni spuming um val. Það sorglegasta við drenginn í myndinni er að hann hefur ekki hug- mynd um hvert hann á að snúa sér þegar hann fær peninga til að flýja. Joe lætur hann fá peninga, 300 pund, sem ættu að duga honum í tvær til þrjár vikur; hjálpa honum að bjarga lífi sínu. Og hann veit ekki hvert hann á að fara. Hann á engan að. Hann hef- ur efnin en ekki ástæðumar. í því felst raunvemlegi harmleikurinn.“ Mullan liggur mikið á brjósti og lætur gamminn geisa. „Myndin er fjármögnuð af happdrættissjóðum. Sem er skattur á hina fátæku vegna þess að það eru þeir sem kaupa mið- ana. Ef maður færi hins vegar til Rock Hill á morgun og gæfí þeim fjórai' og hálfa milljón punda hefðu þeir ekki hugmynd um hvað þeir ættu að gera við peningana. Það yrði eitthvað á borð við: „Frábært - við skulum drekka okkur fulla! - I heilt ár!“ Þetta er það dapurlegasta við fátækt - skortur á metnaði. Þegar ég vann við að kenna drama spurði ég krakkana í Rock Hill stundum að því hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. „Ég ætla að ganga í herinn. Ég ætla bara að dragnast um.“ Þeir voru sjö ára. Svo kennir maður miðstéttarkrökk- um og krakkarnir svara: „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður. Ég ætla að verða geimfari.“ Skýringin felst í metnaðinum. Þeir eiga frænda eða pabba sem vinnur við kvik- myndagerð og sá heimur stendur þeim opinn; þeim líður vel í honum. En okkur hinum líður flestum betur í heimi sem við skiljum.“ Eina fíóttaleiðin er þá áfengi? „Það er rétt og það er mikið vandamál í Skotlandi.“ Hvernig bjóstu þig undir þá hlið myndarinnar? „Við fórum á áfengisvarnarfundi," svarar Mullan. „Það kom manni á jörðina. Þarna var fólk sem hefur gengið í gegnum erfíðleika sem við getum ekki einu sinni ímyndað okk- ur. Það hefur brotnað saman og byggt sig upp aftur svo það er mun sterkara en við, mun þakklátara. Ég er ekki að sýna yfirlæti. Ég upplifði þetta svona. Fólkið setur sér reglu og lifir eftir henni. Og reglan er að berjast á hverjum degi gegn löngun- inni. Til að geta það verður maður að læra inn á sjálfan sig. Við lifum ekki þannig. Við vöknum á morgnana og hugsum með okkur: „Vonandi tekst mér að útvega skot- silfur í dag.“ Þetta fólk á ekki mikla fjármuni. En það lifir samt eftir þeirri meginreglu að það verði að leggja sitt af mörkum til samborgara sinna. Þannig myndir eru ekki gerð- ar í dag. Ekki nema það sé til að dá- sama stórstjörnu í Hollywood. Þá eiga áhorfendur að hrópa í aðdáun: „Já, við elskum þig vegna þess að þú ert svo góður. Komdu til okkar Henry Fonda.“ En í þessari mynd er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.