Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kristján Ragnarsson hættir sem framkvæmdastj óri LÍÚ „Tímabært að breyta til“ . . .1 i r i r i «iii,, I ! \ ! I \ 1 ! ÞAÐ þarf enginn að láta sér detta í hug að hér sé eitthvert kraftaverk á ferðinni, nýi sjávarútvegsráðherrann verður ekki látinn vera munaðarlaus lengi. Rífandi veiði um allar jarðir ÞAÐ heyrist varla þessa dagana að hérlend laxveiðiá sé opnuð fyrir veiðiskap og aflabrögðin valdi von- brigðum. Síðustu daga hafa æ fleiri ár „verið opnaðar“ og alls staðar hef- ur verið lifleg veiði. „Við opnuðum eftir hádegi á sunnudaginn og á hádegi í dag erum við komnir með 15 laxa. Fyrsta vakt- in gaf ellefu físka og það er ótrúlegt gas á laxinum. Sá fyrsti veiddist fyr- ir neðan Stekkjarfoss, sem er 45 kílómetra frá sjó. Það var grálúsug- ur fiskur. Sjö laxar af ellefu veiddust í hyljum fyrir ofan Flóð og svo fjórir í Hnausastreng. Þetta er eiginlega saga til næsta bæjar, en skilyrði virðast vera laxinum hvetjandi til að drífa sig upp. í morgun fengust svo fjórir fiskar, þar af fjórir fyrir ofan Flóð, einn þeirra fremst í Alku og hinir á efsta svæðinu. „Þetta eru allt 12 til 15 punda laxar, sérlega falleg- ir,“ sagði Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. Góð byijun í Miðfjarðará Fyrsta hollið í Miðfjarðará veiddi 39 laxa og voru menn hæstánægðir með það. Áin var vatnsmikil og á stundum erfið, en kom ekki að sök. Þetta voru allt 9 til 16 punda laxar og veiddust í öllum ánum, Núpsá, Vesturá og Austurá, en ekki Mið- fjarðará sjálfri. Sama sagan í Haffjarðará „Þetta er mjög góð byrjun, sér- staklega þegar að er gáð hve áin var vatnsmikil og erfið er við opnuðum á laugardaginn. Hún var heilan metra yfir meðalvatni. A hádegi í dag eru komnir 15 laxar á land og það er mun betri byrjun en við höfum feng- ið áður, mest verið með 9 fiska eftir jafnlangan tíma. Þó stundum við ekki veiðiskapinn stíft,“ sagði Einar Sigfússon við Haffjarðará í gærdag. Aðeins tveir laxar voru smáir, hinir allir boltafiskar. Allir veiddust neðan Kvarnar, í Kvöminni, Beygjunni og Sauðhyl. Lax hefur þó sést ofar, t.d. við Garðinn. Hítará líka ... ,Ain var eins og Mississippi á laugardaginn þegar við opnuðum, en svo sjatnaði í henni og þá fóru menn strax að fá’ann. Þeir lönduðu 4 löx- um og misstu þrjá til viðbótar. Fengu og slatta af mjög vænni bleikju,“ sagði Stefán Viðarsson, kokkur í Lundi við Hítará, í samtali við Morgunblaðið i gærdag. Stór úr Stóru „Það kom rúmlega 20 punda hængur á land úr Stóru Laxá á þjóð- hátíðardaginn, laxinn veiddist á Hólmabreiðu og tók fluguna Hairy Mary númer 10 og veiðimaðurinn, Hlöðver Már Brynjarsson, var hálfa aðra klukkustund að landa laxinum sem var 101 sentímetri. Það veiddust fjórir á sama stað þann daginn, 12, 14 og 15 punda,“ sagði Bergur Stein- grímsson, framkvæmdastjóri SVFR, í gærdag. Full búð af nýjum vörum Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn. Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn. Tilbúnir felldir stofutaukappar frá kr. 1.790 metrinn. Nýkomið mikið úrval af vaxdúkum. Einnig undirlagsdúkur í metratali. Z-brautír & gluggatjjöld, Faxafení 14, símar 533 5333/533 5334. Alþjóðasamtökin SOS 50 ára Um 3.000 Islend- ingar eru styrktarforeldrar SOS-alþjóðasamtök- in eru fimmtíu ára á þessu ári og SOS-barnaþorpin á ís- landi eiga tíu ára starfs- afmæli um þessar mund- ir. Ulla Magnússon er formaður samtakanna hér á landi. „Upprunalega voru SOS-samtökin stofnuð í Imst í Austurríki árið 1949. Það var Hermann Gmeiner sem átti frum- kvæðið að stofnun þeirra en hann gaf læknanám sitt upp á bátinn eftir stríðið og ákvað að nota krafta sína í uppbygg- ingu þorpa fyrir munað- arlaus börn. Hann hafði ekki trú á að munaðar- leysingjaheimili væru lausnin fyrir börn sem hefðu misst foreldra sína en hann hafði sjálfur misst móður sína ungur að aldri. Hann vildi byggja upp þorp með nokkrum húsum. í hverju húsi ættu nokk- ur börn heima og ein móðir sem þau gætu alltaf leitað til. Börnin áttu að eiga systkini og ef blóð- systkini komu í þorpin átti ekki að skilja þau að. Hermann taldi mikilvægt að börnin fengju að alast upp í sinni menningu og í sínu landi. Þessar grundvallar- hugmyndir Hennanns hafa síð- an verið undirstaðan í starfi SOS í hálfa öld.“ Ulla segir að eftir stríð hafi ekki verið mikið um peninga hjá fjölskyldum og því var það tak- mark Hermanns að safna litlum fjárhæðum hjá eins mörgum og hægt væri en ekki að fá stórar upphæðir frá fáum einstakling- um. Árið 1949 gat Hermann svo reist fyrsta þorpið í Imst í Aust- urríki. -Hver hefur þróunin verið í þessi 50 ár? ,Árið 1960 urðu SOS alþjóða- samtök því þá var fyrsta barna- þorpið utan Austurríkis stofnað. Árið 1963 var fyrsta barnaþorp- ið stofnað utan Evrópu í S- Kóreu og í S-Ameríku. Núna hefur þetta fyrirkomu- lag náð mikilli útbreiðslu og 385 þorp eru starfandi í heiminum í dag í 130 löndum. Þar af er 31 barnaþorp í smíðum á þessu ári.“ Ulla segir að nýlega hafi verið gerður samstarfssamning- ur við Mongólíu en í Ulan Bator eru nú 700 munaðarlaus börn á götum úti og þar stendur tU að reisa þorp. Ennfremur er búið að semja við stjórnvöld í Tíbet um að þorp verði reist í Lhasa. „Það sem gerir að verkum að SOS hafa náð samningum við lönd eins og Tíbet og Mongólíu er að þetta eru sjálfstæð, frjáls félagasamtök sem hvorki blanda sér í _______ stjórnmál né trúmál.“ -Hversu margir Islendingar eru styrktarforeldrar hjá SOS? „Þeir eru um 3.000 einstak- lingarnir sem styrkja börn og þorp. Auk þess höfum við safn- að barnavinum og hollvinum. Þá styrkir fólk okkur með frjálsum framlögum þegar það vill.“ Ulla segir að það kosti 1.400 krónur á mánuði að greiða með einu barni og sú upphæð segir hún að fari óskert til barna- þorpsins þar sem barnið býr. „Styrktarforeldrarnir fylgjast Ulla Magnússon ►Ulla Magnússon er fædd í Kaupmannahöfn árið 1940. Hún lauk námi í útflutnings- og markaðsfræðum (merk- onomi) frá Árósum. Hún hefur starfað við inn- og útflutning m.a. hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og hjá Inn- kaupastofnun ríksins. Hún starfaði í 14 ár hjá Álafossi og vann þjá útgáfufélaginu Fróða um skeið. Ulla hóf störf hjá SOS þegar samtökin tóku til starfa hér á landi fyrir tíu ár- um og hefur verið formaður félagsins og framkvæmdasljóri þess frá upphafí. Eiginmaður hennar er Guð- jón Guðjónsson flugsljóri og á hún einn son. 385 þorp starfandi í 130 löndum með barninu, fá myndir og upp- lýsingar um það og geta skrifast á við það. Það er í raun trygging íyrir því að fjárhæðirnar sem verið er að borga fari á réttan stað.“ - Getur fólk valið sér barn frá ákveðnu landi til að styrkja? „Já, það er mögulegt að koma með óskir þar að lútandi og einnig hvort styrkja á dreng eða stúlku.“ Ulla segir að flestir ís- lendingar eigi fósturbarn á Ind- landi enda eru 36 þorp þar. Þá styrkja einnig margir Islending- ar börn í S-Ameríku. Ulla segir mörg dæmi um að Islendingar hafi farið og hitt bömin sín. Ný- lega hafi til dæmis eldri hjón frá Skagafirði farið til Nepal þar sem þau styrkja tvö börn. - Ætlið þið að halda upp á af- mæli samtakanna? „Já við héldum nýlega skemmti- og fræðsludagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þangað var styrktarforeldrum boðið að koma og hittast. Þá fengum við í heim- sókn þijú ungmenni sem hafa alist upp í _________ SOS-þorpi. Þau sögðu frá reynslu sinni, hvernig það er að alast upp sem SOS-barn.“ Ulla segir að í haust sé von á fram- kvæmdastjóra SOS til landsins. Hún segist á þessum tímamót- um vilja þakka öllum stuðnings- foreldrum ómetanlega aðstoð við SOS-börn og einnig þeim sem með frjálsum framlögum hafa stutt við starfsemi samtak- anna. „íslenskir styrktarfor- eldrar eru flestir sé miðað við höfðatölu og það er góður ár- angur á tíu árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.