Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 45

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 4^- Eins og áður sagði var hann mikill félagsmálamaður og ásamt því að vera í stjórn Útvegsmannfélags Austfjarða í 20 ár, þar af formaður í 14 ár, var hann mjög virkur í félags- deild Fiskifélagsins á Norðfirði og fjórungsdeildum Fisfélagsins á Austfjörðum og sat fjölda- mörg Fiskiþing. Á þessum vettvangi og innan LÍÚ kynntumst við hjónin þeim Jóhanni og hans yndislegu eig- inkonu Kristínu vel, áttum með þeim margar góðar og ljúfar stundir sem lifa vel í minningunni. Vil ég nota tækifærið og þakka Jóhanni frábær störf í þágu útvegsmanna á Austfjörðum og þau góðu og lær- dómsríku kynni sem við höfum haft af honum. Sárt er til þess að hugsa að maður eins og Jói sem búinn er að skila frá- bæru dagsverki, virðist vera hraust- ur og í fullu fjöri og hugsar sér að eiga góð ár á seinni hluta ævinnar með fjölskyldunni, en þá kemur maðurinn með ljáinn sem öllu ræð- ur, en svona er lífið. Stína mín, þér, bömum og bama- bömum og öðmm ættingjum vott- um við Guðrún dýpstu samúð okkar um leið og við vitum að minningar um góðan dreng munu orna ykkur um ókomna tíð. Eiríkur Ólafsson. Með Jóhanni K. Sigurðssyni er fallinn frá mikill öðlingsmaður. Jó- hann var einstaklega þægilegur í allri umgengni og hafði ríka réttlæt- iskennd. Hann var mikill baráttu- maður og gafst aldrei upp þótt á móti blési, hvorki i leik né starfi. Þvert á móti virtist hann eflast þeg- ar erfiðleika bar að og var þá enn ákveðnari en áður að sigrast á þeim vanda sem við var að etja. Sá sjúk- dómur sem Jóhann varð að lúta í lægra haldi fyrir var hins vegar þess eðlis að ekki var hægt að sigr- ast á honum. Ég kynntist Jóhanni fyrst vorið 1986 þegar óskað var eftir að ég tæki að mér starf framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar hf. Fyrir- tækið var þá í miklum erfiðleikum og áður en ég svaraði stjóm félags- ins um hvort ég kæmi til starfa ræddi ég við nokkra af leiðandi starfsmönnum þess. Einn þeirra var Jóhann Karl, sem hafði ömgg- lega veraleg áhrif á að ég sló til. Jó- hann var nefnilega bjarsýnismaður að eðlisfari en um leið raunsær. Hann var eindregið þeirrar skoðun- ar að þótt slagsíðan á fleyinu væri mikil væri möguleiki á að rétta það af. í framhaldi af þessu störfuðum við Jóhann saman í tæp tíu ár eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs í árslok 1995. Áður hafði Jó- hann starfað í rúma tvo áratugi hjá Síldarvinnslunni. Sú reynsla sem hann bjó yfir og lífsviðhorf hans vora mér ómetanlegur stuðningur. Öll þessi ár bar aldrei skugga á samstarf okkar Jóhanns. í þau ör- fáu skipti sem sló í brýnu var and- rúmsloftið hreinsað klukkustund síðar. Fyrir þetta góða samstarf ber að þakka aftur nú þegar leiðir skil- ur. Jóhann var góður starfsmaður og trúr þeim verkum sem hann innti af hendi. Hann var ekki síður góður félagi og var alltaf gott að sækja þau Jóa og Stínu heim þar sem gestrisni og hjartahlýja var í fyrir- rúmi. Hann var einstakur búmaður og var gaman að sjá hvernig hann aflaði forða til vetrarins. Þegar ber- in vora annars vegar var það sókn- armarkið sem gilti. Jóhann var ekki einn þar sem hann hafði Kristínu sér við hlið. Stína var honum ómet- anleg stoð alla tíð og milli þeirra ríkti augljóslega gagnkvæm ást og virðing. Það var oft gaman að vera með þeim hjónum bæði heima og heiman og margar góðar minningar verða varðveittar. Minningin um góðan féiaga lifir. Elsku Stína. Við Sveina sendum þér og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Finnbogi Jónsson. • Fleirí minningargreinar um Jríhann Karí Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast, í blaðinu næstu daga. + Sigþrúður Jóns- dóttir fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfasveit 29. des- ember 1929. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Ara- dóttir, húsmóðir, f. 2.7. 1891, d. 15.11. 1976 og Jón Jóns- son, bóndi Fagur- hólsmýri, f. 8.2. 1886, d. 4.3. 1976. Systkini Sigþrúð- ar eru: 1) Ari f. 1.5. 1921, 2) Guðrún f. 12.7. 1922, 3) Guðjón f. 21.5. 1924, 4) Jóhanna Þuríð- ur f. 12.12. 1925, 5) Sigurgeir f. 24.5. 1932, 6) Gústaf Albert f. 24.12. 1933, d. 29.11. 1954, 7) Sigríður f. 21.8.1936. Sigþrúður giftist 10. desem- ber 1966, Martin Winkier, hús- gagnasmiði, f. 17.11. 1932 í Thalgau í Austurríki. Foreldrar Martins voru Johann Winkler, bóndi, f. 20.12. 1896, d. 1934 og Johanna Papst Winkler, hús- móðir, f. 16.5. 1898, d. 1976. Dætur Sigþrúðar og Martins eru: 1) Ágústa Sigríður, hjúkr- Elskuleg tengdamóðir mín, Sig- þrúður Jónsdóttir, eða Didda, eins og hún var ævinlega kölluð af vinum og vandamönnum, hefur lokið lífs- göngu sinni og verður kvödd hinstu kveðju í dag. Umvafin ást og umhyggju eigin- manns og dætra lauk stuttri en erf- iðri baráttu Diddu við krabbamein, sem hún háði af sömu reisn og still- ingu og einkenndu allt hennar líf. Á kveðjustund er margs að minn- ast en umfram allt vil ég þakka ein- læga og trausta vináttu í rúm 25 ár. í návist Diddu var gott að vera þar sem mildi og kærleikur einkenndu allar hennar athafnir og samskipti við annað fólk. Aldrei heyrði ég styggðaryrði af hennar vöram og' ætíð sá hún það Ijósa í tilveranni. Um það leyti sem ég kynntist Diddu og Martin höfðu þau fest kaup á jarðskika í Ásahreppi, sem fljótlega fékk nafnið Dvergabakki. Þar hafa þau eytt saman ómældum stundum af frítíma sínum í að byggja upp lítinn sælureit því þar hugðust þau eyða saman efri áran- um. í byrjun var búið í tjaldi og vinnuskúr reistur þar sem hægt var að halda til á meðan íbúðarhúsið var unarfræðingur, f. 6.1. 1956, maki St- urlaugur Tómas- son, deildarstjóri f. 12.10. 1955. Börn þeirra eru: Rán f. 13.4. 1977 og Tómas f. 28.5. 1981. 2) Hanna Björg, sjúkraþjálfari, f. 21.9. 1962, maki Gunnlaugur Briem, viðskiptafræðingur, f. 27.8. 1960. Synir þeirra eru: Mar- teinn f. 10.7. 1989 og Jón Arnar f. 31.5. 1991. 3) Ragnheiður Mar- grét, hagfræðingur, f. 29.5. 1969, maki Guðbjarni Guð- mundsson, verkfræðingur, f. 2.5. 1968. Börn þeirra eru: Guð- mundur f. 16.12. 1996 og óskírð dóttir f. 26.4. 1999. Sigþrúður var húsmóðir í Reykjavík. Hún nam tannsmiði hjá Halli Hallssyni (yngri) tann- lækni og starfaði lengst af við þá iðn hjá honum. Síðustu starfsár sín vann hún við ræst- ingar á Landspítalanum. Sigþrúður verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. byggt, svo kom hesthúsið og hlaðan og loks bflskúrinn með vinnuað- stöðu þar sem þau ætluðu að sinna hugðarefnum sínum. Til allra verka í uppbyggingu Dvergabakka gekk Didda við hlið Martins og vora þau einstaklega samhent í því starfi. Lúin og þreytt kom hún oft í bæinn eftir helgar- vinnuna en ætíð sæl og ánægð með þann áfanga sem var að baki og full tilhlökkunar til að takast á við næstu verkefni. Þrátt fyrir annríki í störfum á Dvergabakka átti Didda alltaf til tíma til að sinna öðram fjölskyldu- meðlimum. Sérstaklega vora barna- bömin aufúsugestir enda sóttust þau eftir að fá að vera hjá ömmu og afa á Dvergabakka til að fylgjast með og taka þátt í störfum þeirra þar eftir því sem aldur og geta leyfði. Lítill skiki var sérstaklega útbúinn fyrir þau þar sem þau fengu að reyna sig í garðrækt undir árvökulum augum ömmu og afa. Didda var náttúrubam sem þekkti og gat lesið náttúrana í kringum sig og var iðin við að miðla því til af- komendanna á sinn einstæða hátt. Frá Dvergabakka munu bamaböm- in án efa geyma sínar ljúfustu minn- ingar um ömmu sem átti alltaf til tíma fýrir þau og kenndi þeim margt um lífið og tilverana og ekki síst að bera virðingu iyrir öllu lífi. Til æskuslóðanna, Öræfasveitar- innar, bar Didda ætíð hlýjar tilfinn- ingar og þegar talið barst að þeim slóðum skein glampinn úr augum hennar. Síðastliðið sumar átti fjöl- skyldan þess kost að dvelja þar saman í nokkra daga í útilegu og var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með hversu Didda naut sín. I göngutúr um æskuslóðimar var unun að heyra hana segja frá ör- nefnum, fomum vinnubrögðum og ættmönnum sínum sem margir hverjir vora og eru annálaðir hug- vits- og lærdómsmenn. Þakklátum huga kveð ég elsku- lega tengdamóður og bið þess að á nýjum slóðum njóti hún sömu mildi og kærleiks og hún sýndi öðram í lifanda lífi. Blessuð sé minning Sigþrúðar Jónsdóttur. Sturlaugur Tómasson. Tengdamóðir mín, Sigþrúður Jónsdóttir, er látin eftir erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Með nokkram orðum langar mig að þakka þér það traust og velvilja sem þú sýndir mér er ég hóf að gera hos- ur mínar grænar fyrir dóttur þinni Hönnu og æ síðan, og umhyggju og hlýhug í okkar garð og drengjanna eftir að þeir komu til. Didda var alin upp í Öræfasveit- inni í og upp úr kreppunni í stóram systkinahóp. Átthagamir skipuðu ávallt stóran sess í huga Diddu og þangað leitaði hugur hennar gjarn- an. Við Hanna áttum þess kost að dvelja með þeim Diddu og Martin í tvö skipti á Fagurhólsmýri að sum- arlagi, nokkra daga í senn. Nú koma upp í hugann þessir dagar þegar Didda rifjaði upp bemskuminningar sínar og veitti okkur innsýn í lífsbar- áttu þess tíma, og verklag við annað tæknistig og samgöngur en við eig- um að venjast í dag og teljum svo sjálfsagt. Þekking Diddu á jurtum og dýralífi var einnig rík, og hún bar mikla virðingu fyrir landinu og gæð- um þess. Þeim sem á kaus að hlýða var hún brunnur fróðleiks sem hún miðlaði af rausn. Þessa sáust líka merki í því lífs- starfi hennar og Martins sem Dvergabakki er. Hveijum sem þang- að kemur má vera Ijóst að þar var ekki kastað til höndunum, og mörg handtökin sem þar liggja að baki. Þessi sælureitur ber ríkulegt vitni um samheldni þeirra og iðjusemi. Þótt mörg væra störfín og vinnudag- urinn langur vora vinir og ættingjar ávallt velkomin, til spjalls og ráða- gerða yfir ríkulegu matarborðinu. Og bamabömin áttu þama öraggt athvarf undir árvökulum augum ömmu Diddu. Didda var einstök manneskja sem% gott var að vera návistum við. Hún gekk til sinna verka af einstakri natni og samviskusemi, og um- hyggju fyrir umhverfi sínu og sam- ferðafólki. Sú mynd sem eftir stend- ur í huga okkar vitnar um dugnað og lítillæti sem einkennir þá sem hugsa fyrst um kærleikann og velferð ann- arra, mynd sem veitir okkur leiðsögn í erli dagsins og hraða nútímans. Kæri Martin, mildll er missir þinn og þung verða spor þín í hlaðinu á Dvergabakka á næstunni. En þó að skuggi hvfli nú yfir er víst að sú birta sem stafar af minningu Diddu, og sú^ hlýja sem einkenndi hana verða yfir- sterkari, og munu styrkja þig til að mæta nýrri framtíð. Blessuð sé minning Sigþrúðar Jónsdóttur. Gunnlaugur Briem. Elsku amma. Fyrir rúmum tíu mánuðum, þegar ég var að kveðja þig og afa í Hraunbænum áður en ég lagði af stað í ævintýri vetrarins, granaði mig ekki að það yrði í síð- asta skipti sem ég myndi borða hjá ykkur kvöldverð í Hraunbænum. Við héldum að veikindi þín væra nú að baki og allt lægi upp á við. En raunin varð önnur. Ég átti erfitt með ac^ trúa því þegar ég las bréfið frá þér að veikindin hefðu tekið sig upp aft- ur og útlitið væri ekki bjart. Eg vildi ekki trúa því, en nú ert þú farin og þakka ég þá fyrir þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman í maf. Nú þegar minningamar streyma fram staldra ég oftast við samvera- stundir okkar á Dvergabakka. Þar leið okkur alltaf vel saman enda fékk ég oft að fara með þér og afa um helgar. Þar gat maður verið frjáls eins og fuglinn og var alltaf nóg við^ að vera. Við systkinin fengum lítinn garð þar sem við réðum ríkjum og fengum að nota ímyndunaraflið óá- reitt. Þú varst alltaf boðin og búin til að aðstoða okkur eða gefa okkur ráð hvemig best væri að framkvæma hin ýmsu verkefni sem við lögðum í í þessum litla garði okkar. Elsku afi, enginn hefur misst eins mikið og þú. Það veit ég að saman munum við vinna úr sorg okkar og varðveita gleðilegar minningar um ömmu. Nú opnar fángið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, ^ þótt brosin glöðu sofi þar. (ÞorstErl.) Rán. SIGÞRUÐUR JÓNSDÓTTIR HALLDORA GUÐRÍÐUR KRISTLEIFSDÓTTIR + Halldóra Guð- ríður Kristleifs- dóttir fæddist í Bakkabúð á Brim- ilsvöllum í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi hinn 26. nóv- ember 1912. Hún lést á Dvalarheimil- inu Hrafnistu í Reykjavík 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ingjaldshóls- kirkju 16.júní. í æsku era margar minningar tengdar ömmu og afa í Rifi en við systkinin ólumst upp í næsta húsi við hjónin í Rifi. Það var ómældur tíminn sem við tókum þátt í bú- skapnum með þeim og hjálpuðum við ýmislegt sem tengdist bústörfun- um og eru þær minn- ingar mér mikilvægar. Alltaf var til eitthvað með kaffinu hjá ömmu og kleinurnar hennar Mig langai- að minnast hennar ömmu minnar með nokkram orðum. Amma mín var einstök kona eins og allir vita sem hana þekktu. Hún var einstaklega hjartahlý og gefandi og allar minningar tengdar henni ein- kennast af góðsemi og hjartahlýju. Hún reynist okkur bamabömunum einstakur félagi og fylgdist með okk- ur af áhuga og vildi vita hvað við hefðum fyrir stafni fram á síðasta dag. vora bestu kleinur í heimi að mati okkar krakkanna sem komum ósjaldan til hennar til að fá faðmlag, koss og eitthvað gott í gogginn. Einnig era margar minningar tengdar ömmu og afa í kirkjunni á Ingjaldshóli en þau voru ómissandi þáttur í kirkjuhaldi í fjölda ára og það vora ófáar stundirnar sem við krakkarnir í Rifi eyddum þar. Eftir að afi féll frá fluttist amma til Reykjavíkur og settist að á Hrafnistu í Reykjavík. Þegar ég heimsótti hana þar tók hún alltaf vel á móti okkur og þá sérstaklega bömunum, en þau vora ómissandi þegar ég kom í heimsókn og ef ég kom ekki með þau var alltaf fýrsta spumingin hvar þau væra og af hverju ég tæki þau ekki með. Börn- in vora mjög hænd að henni og eiga eftir að sakna hennar. Mér er það mjög minnisstætt þegar hún kom síðast heim til okkar en það var í af- mæli krakkanna í febrúar síðast- liðnum. Hún var einstaklega hress og skemmtileg og flugu mörg gull- kornin frá henni og margir töluðu um það hvað hún væri kát og and- lega hress þrátt fýrir lélega heilsu og háan aldur. Amma mín var mjög fastheldin á gamlar venjur og var hún ósjaldan búin að spyrja mig og sambýlis- mann minn um hvenær við ætluðum að ganga í hjónaband, en henni þótti miður að við skyldum búa saman ógift þó að það sé mjög al- gengt í dag. Það var mér því mikið gleðiefni að segja henni að við hefð- um ákveðið að gifta okkur í sumar. Hún varð mjög ánægð og vissi ég að hún hlakkaði mikið til að koma í giftinguna. Því miður féll hún frá áður en að því kom, en við giftum okkur þrem dögum eftir að hún er jarðsett. Við munum öll sakna hennar en hún mun lifa í minningu okkar allra. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestbakka) Láttu nú Ijósið þitt logaviðrúmiðmitt hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. *F- Hönd þín leiði mig út og inn, svo alfri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Snædís Elísa. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg •þ SOLSTEINAK 564 3555 iawskom v/ PossvogsUmUjwgarð Sími: 554 0500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.