Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 62

Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 62
4P2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ‘Tónlist bretta- tískunnar Toy Machine er hljómsveit frá Akureyri sem spilar blöndu af rokki og rappi og spilar utan Akureyrar í fyrsta sinn í kvöld. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Arna Elliott, söngvara og plötusnúð hljómsveitarinnar. AKUREYRSKA hljómsveitin Toy Machine hefur verið starfandi í tæpt ár. Á þeim tíma hefur hún vakið nokkra athygli og eru hljómsveitarmeðlimir meðal annars með bandarískan lögfræðing sem vinnur að því að útvega þeim plötusamning við útgáfufyrirtækið Elektra. Hljómsveitin hefur þó aldrei spilað utan Akureyrar, en í kvöld mun hún leika á sínum fyrstu tónleikum í ^ Reykjavík. Þeir eru hluti af tónleika- röð Undirtóna, Stefnumóti, sem fram fer á Gauki á Stöng og flytur hljómsveitin Quarashi þar nýtt efni ásamt plötusnúði sínum DJ Dice. Þungt hip hop Toy Machine skipa fimm rúmlega tvítugir strákar sem allir eru frá Akureyri. Meðlimir hennar eru þeir Atli Hergeirsson bassaleikari, Bald- vin Zóp trommuleikari, Kristján Örnólfsson gítarleikari, Jens Ólafs- son söngvari og Árni Elliott, söngv- iari og plötusnúður, og hafa þeir allir þekkst frá barnæsku þó að þeir séu tiltölulega nýbyrjaðir að spila saman undir þessum formerkjum. „Tónlistin okkar er blanda af rokki og rappi, kannski mætti kalla hana þungt hip hop,“ segir Árni Elliott. „Helstu áhrifa- valdarnir eru hljómsveit- ir eins og Faith No More og Limp Buskit. Tónlist- in er í þyngri kantinum og er þetta mikið rokk og mikil keyrsla. Hún er þannig að þú getur ekki staðið kyrr, þú byrjar bara að hoppa og dansa, já, hún býður upp á alveg pottþétta stemmningu.“ Þar sem enginn þekkir mann ... Arni segir að þeir hlakki mjög mikið til að spila í Reykjavík. Þeim líði mjög vel á svið- inu og þeir hafi gaman af spila- mennskunni. „Fyrir fyrstu stóru tónleikana okkar í Sjallanum var ég samt pínu stressaður og rölti aðeins út fyrir og var þá tekinn upp í bíl af Á TÓNLEIKUM 1' Dynheimum á Akureyri. Kristján Örnólfsson gítarleikari, Jens Ólafsson söngvari, Árni Elliott, söngvari og plötusnúður, og Atli Hergeirsson bassaleikari. JENS Ólafsson söngvari. góðviljuðum rannsóknarlögreglu- mönnum sem hafa greinilega séð hvað ég var stressaður og fóru með mig á rúntinn. Þeir töldu í mig kjark og sögðu mér bara að slappa af, róa mig niður því við hefðum engu að tapa en allt að vinna. En svo um leið og maður var kominn á svið gleymdi maður öllu og allt varð alveg æðis- legt.“ Árni segist hlakka mikið til að spila í Reykjavík. Það verði örugg- lega enn auðveldara að sleppa sér al- veg á sviðinu þegar þeir eru ókunn- ugir. Það geti verið pínulítið erfitt að spila fyrir sal þar sem þeir þekki næstum því hverja einustu hræðu. Brettatíska og tónlist Nú ber hljómsveitin sama nafn og merki sem framleiðir hjóla- brcttafatnað, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, ekki beint, okkur fannst þetta bara svo flott. Brettatískan er náttúrlega tískan sem við fylgjum og við göngum í þessum fötum. Það eru mjög sterk tengsl milli þessarar tísku og þeirrar tegundar tónlistar sem við spilum, bæði erlendis og hér heima. Við tengjumst merkinu Toy Machine ekkert beint, en erum samt með leyfi! Við sendum þeim tölvu- póst og létum þá vita að við værum hljómsveit sem héti Toy Machine og það var allt í fínu lagi. Þeir sögðu bara; flott, sendið okkur spólu!“ seg- ir Árni og hlær. Eru þið, hljómsveitarmeðlimir, mikið á brettum? „Já, við erum það, ég fer sjálfur mikið á snjóbretti, en það er frábært á vera á snjóbretti hér í Hlíðarfjalli, enda er stöðugur straumur snjó- brettafólks hingað allan veturinn. Hinir strákarnir í hljómsveitinni eru hins vegar á hjólabrettum." Ætla þeir að koma með brettin suður? „Nei, þeir skilja þau eftir heima. Við höfum nefnilega engan tíma til að leika okkur á morgun," segir Ami hlæjandi að lokum. Bjóðum nú næstu daga hitakúta, rafmagnsofna, eldavélar, kæliskápa, ryksugur, matvinnsluvélar, sjónvörp, hljómflutningstæki og margt fleira í sumarbústaðinn á sérstöku tilboðsverði. Siemens kæliskápur - KS 28V03 Smekklegur kæliskápur. 194 I kælir, 54 I frystir. H x b x d = 155 x 55 x 60 sm. Siemens eldavél - HN 26023 Sannkölluð gæðaeldavél með óvenju-rúmgóðum ofni, H x b x d = 85 x 50 x 60 sm. Fínn hiti og heitt vatn f sumarbústaðinn. Traustir og margreyndir rafmagnsofnar og hitakútarfrá Siemens, Dimplex og Nibe. IfVMINGARSALA Wá nokkrum gerðum V hljómtækja og ’ sjónvarpstækja! 50% afsláttur Siemens - M K 30201 Fjölhæf matvinnsluvél. 8.700 kr. Vandaðar vörur, gott verð og góð þjónusta Gríptu gæsina medan hún gefst. Slemens - VS 51A20, rauö 1300 W ryksuga. Tilvalin í sumarbústaðinn! Vfk í Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Trévork Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Siglufjöröur: Torgio Akureyrl: Ljósgjafinn Husavik: öryggl Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaöur: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvólaverkst. Árna E. Egilsstaölr: , ________ Svoinn Guömundsson Ljóiboginn Breiðdalsvík: Hafnarfjöröur Stefón N. Stofónsson Rafbúð Skúla, Höfn í Hornafirði: Alfaskeiöi Króm og hvítt Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Snssfellsbasr: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guöni Hallgrfmsson Stykkishólmur: Skipavfk Árvirkinn Grindavik: Rafborg Garöur: Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Áaubúö Isafjöröur: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðórkrókur: Rafsjó MYNPBÖND Hunda- kúnstir „Didier“______________ Uamanmynd ★ ★>/2 Framleiðandi: Claude Berri. Leik- stjóri og handritshöfundur: Alain Chabat. Kvikmyndataka: Laurent Da- illand. Aðalhlutverk: Alain Chabat og Jean-Pierre Bacri. (105 mfn.) Frakk- land. Skífan. Óllum leyfð. ÞESSI franska gamanmynd segir frá Jean Pierre, piparsveini í París sem lifir hinu ljúfa lífí milli þess sem hann þjálfar fót- boltalið. Það verð- ur Jean Pierre hins vegar tölu- vert áhyggjuefni þegar Didier, hundurinn sem er hjá honum í pöss- un, breytist í mann. Þessi mannhundur reyn- ist síðan hinn viðkunnanlegasti og ekki sakar hversu góður hann er í fótbolta. Þetta er tilbreytingarík og skemmtileg gamanmynd sem tekur sjálfa sig mátulega alvarlega. Aðal- leikararnir eiga góðan samleik í hlutverkum húsbónda og hunds og Alain Chabat er sannfærandi sem hinn góðlátlegi fótboltakappi með hundshjartað. Knattspyrnunni er fléttað skemmtilega inn í söguna og er ekki síst gert grín að vitsmuna- legum kröfum þeirrar íþróttar með því að gera hund að toppleikmanni. Gífurlega mikið er lagt í lokaatriði myndarinnar sem lýsir knattspyrnu- leik á stórum íþróttaleikvangi, en þar næst upp rafmögnuð stemmn- ing. Þá er endirinn dálítið óvenjuleg- ur og er það vel, ekki síst vegna þess að hann felur í sér þau skilaboð að margt skipti meira máli í lífinu en fótbolti. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.