Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 40
|0 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur Kjartani Magnússyni, borgarfull- trúa D-listans, orðið tíðrætt í fjöl- miðlum um þjónustu SVR. Athygl- isvert er að hér fer einnig maður sem setið hefur í stjórn fyrirtækis- ins í rúm fímm ár og ætti sem slíkur bæði að hafa öðlast yfírsýn yfir mál- efni þess og vera fær um að ræða ábyrgar aðgerðir varðandi þjónustu við viðskiptavini, fjármál og hag- kvæman rekstur. Bætt þjónusta SVR Undir forystu Reykjavíkurlistans voru árið 1996 gerðar umtalsverðar bætur á þjónustu SVR í samræmi við óskir viðskiptavina. Tíðni ferða á annatímum var aukin þannig að vagnar eru nú víða á 10 mín. fresti á milli íbúðarhverfa og miðborgar þegar flestir eru á ferð til og frá vinnu og skóla. Með hagræðingu og betri dreifingu ferða er nú víða ferðaframboð á um 5 mín. fresti á helstu þjónustusvæðum á annatím- um án þess að samsvarandi aukning ' ’hafí orðið á kostnaði. Á hinn bóginn hefur þjónstusvæði SVR aukist verulega á undanfórnum árum. Hvert nýtt hverfi sem byggist teyg- ir gatnakerfið lengra frá miðborg og byggð í Reykjavík er óvenjulega gisin miðað við aðrar borgir. Það gerir reksturinn einnig kostnaðar- samari. Fjölgun farþega SVR Það er ánægjuleg staðreynd að borgarbúar brugðust jákvætt við ‘breytingunum. Árið eftir breyting- amar (þ.e. 1997) fjölgaði farþegum um 3% og árið 1998 óx farþegafjöldi aftur um 5% frá árinu 1997. Árið 1998 stigu farþegar 8,6 milljón sinnum inn í vagna SVR. Kannanir sýna að um 23-25% 16-75 ára fólks í borg- inni nota strætó a.m.k. vikulega. Um 53% borgarbúa 16-75 ára nota strætó af og til og á um 72% reykvíski-a heimila er einhver sem notar strætó. Kjartan Magnússon hefur allar upplýsingar um þessa þróun og því er það gagnstætt betri vitund þegar hann heldur því fram að far- þegum SVR hafi fækkað stöðugt á undanfömum árum. Samgöngur Reykjavíkurlistinn rek- ur ábyrga fjármálapóli- tík, segir Helgi Péturs- son, og hún felst 1 því að eyða ekki umfram það sem aflað er. Þjónustukannanir og gæðaeftirlit Með aukinni notkun tölvutækn- innar og með reglubundnum könn- unum og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar er nú mun auðveldara en áð- ur að laga þjónustuna að breytingum á bú- setu og þörfum við- skiptavina og hagræða rekstrinum þannig að áherslan á þjónustu sé mest á þeim stöðum þar sem þörfin er mest. Það er ekki vel farið með fé skattborgara né fargjaldatekjur að aka reglubundið á 20 mín. fresti allan daginn á stöðum þar sem e.t.v. 2-3 farþegar nota þjón- ustuna daglangt. Kjartan hefur fylgst með því hvernig talningar á fjölda farþega á leiðum og upplýsingar um kostnað við akstur á tilteknum svæðum hafa verið notaðar til grundvallar ákvörðunum um hag- ræðingu. í Mbl. hinn 15. þ.m. gagn- rýnir Kjartan Magnússon að hjá SVR sé aflað upplýsinga til að fylgj- ast með gæðum þjónustu og hag- kvæmni rekstrar. Það sæmir varla ungum manni, sem ætlar sér frama í stjómmálum, að gera það upp- skátt að hann skilji ekki tilganginn með þjónustukönnunum og gæða- eftirliti og nefni þær fjáraustur. Aukin bflasala Á síðustu misserum hefur bíla- sala aukist gífurlega. Nefna má að á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs óx innflutningur nýrra bifreiða um 46%. Deila má um ágæti áhrifa þessa á umferðarmál borgarinnar, en nefna má að langfyrirferðar- mestu umkvörtunarefni borgarbúa tengjast vaxandi umferð einkabíla í borginni. Þróun bílaeignar hefur valdið samdrætti í fjölda farþega SVR undanfama mánuði og þar af leiðandi lægri eigin tekjum. Þetta veit Kjartan Magnússon vel, enda hefur hann fengið upplýsingar um þróunina jöfnum höndum sem stjórnarmaður í fyrirtækinu og því fer hann vísvitandi með rangt mál. Hagræðing í rekstri Hinn fyrsta þessa mánaðar voru gerðar breytingar á þjónustu SVR þar sem hagræðing og bætt nýting fjármuna vom lagðar til grundvall- ar í veigamiklum atriðum. Kjartan Magnússon hafði ekkert fram að færa um þessar breytingar þegar þær vom til umfjöllunar í stjóm SVR og hafði ekki heldur neinar aðrar tillögur. Fjárhagur SVR Gjaldskrá SVR hefur verið óbreytt í nær- fjögur ár, þ.e. frá 1. okt. 1995. Eins og áður er sagt hef- ur þjónustusvæðið stækkað að mun síðan þá og þjónustan verið bætt vemlega. Benda má á að á tímabil- inu hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% og launavísitala um 28,5%, en laun em stærsti liður- inn í rekstrarkostnaði SVR. Rekstr- arkostnaður bifreiða hefur hækkað verulega að undanförnu. Skattbyrði aukist ekki Reykjavíkurlistinn rekur ábyrga fjármálapólitík, sem felst í því að eyða ekki umfram það sem aflað er. Þeirri starfsemi, sem rekin er á vegum borgarinnar, er úthlutað þeim fjármunum sem era til ráð- stöfunar og reksturinn lagaður að þeim ramma sem þannig fæst með hagræðingu og eðlilegri verðlagn- ingu þjónustunnar. Kjartan Magn- ússon hefur lagt þunga áherslu á þá skoðun sína að ekki megi auka Hvað vill Kjartan Magnússon? Helgi Pétursson Um þjóðlendur í LESBÓK Morgunblaðsins hinn 5. júní sl. em rætin skrif eftir Ey- vind Erlendsson um þjóðlendumálin svokölluðu. Hann fer háðulegum orðum um Hæstarétt Islands vegna Hundadalsheiðardóms. Segir hann snúa sönnunarbyrði við og afnema upp á sitt eindæmi lög sem viður- kennd hafa verið í landinu frá alda öðli. Hann telur hér geti verið um 'að kenna réttarblindu dómara, fá- visku, hreinu axarskafti eða vísvit- andi rangdæmi í þágu annarlegra hagsmuna. Dómurinn sé stráks- skapur og Alþingi fær í framhaldinu einnig kaldar kveðjur. Eyvindur tel- ur það kommúnisma að telja há- lendið almenning. Hann telur þjóð- ina hafa hatað hálendið gegnum ald- irnar, en engir aðrir en bændur hafi haft taugar til þess á sama tíma. Þá segir hann að það hafi verið talið nóg að vitna í veðmálabækur sýslu- mannsembætta í svo sem þrjár kyn- Almenningar Not af landi stofnar ekki til eignarréttar, segir Ólafur Sigur- geirsson, en ákveðinn afnotarétt gátu menn öðlast. slóðir til þess að átta sig á eignar- rétti, en líta ekki til eldri heimilda svo sem náms. Hálendið og bændur Eyvindur segir þjóðina hafa hatað hálendið aldimar í gegn og engir hafi haft taugar tíl þess nema bændur og þeir talið sig eiga þetta land inn á jökla. Þetta era auðvitað .í C 01 *-< n c i 5 S Heldur f>ú að B-vítamíti sé rióg ? NATEN -ernógl http://www.rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit þversagnir. íslensk þjóð fram á þessa öld var auðvitað eingöngu bændur og búalið, þar sem ekkert þéttbýli náði að þróast. Þannig að þá hafa sömu aðilar hatað hálendið og haft til þess taugar. Það eina sem gerist eftir að þjóðin fer að greinast í bændur annars vegar og þéttbýlisbúa hins vegar, er að notin af því breytast. Not bænda einskorðuðust af beitarnotum og veiði, en þéttbýlisbúar lærðu að nota það til útivistar og ferðalaga og vatnsafls- notkunar. Not af landi stofnar ekki til eignarréttar, en ákveðinn afnota- rétt gátu menn öðlast. Veðmálabækur sýslumanna Eyvindur telur eignarrétt ekki byggjast á löglegu landnámi, enda landnám aldrei löglegt. Það sé hefð- in sem gildi og ekki þurfi annað en veðmálabækur sýslumanna í þrjár kynslóðir til að sanna eignarrétt. Þama er farið með rangt mál. í germönskum lögum, sem forfeður okkar höfðu með sér til landsins, var nám eða taka eina löglega aðferðin til að stofna til beins eignarréttar að landi. Eftir að landnámi lauk og þjóðveldi var hér stofnað vora regl- ur um nám afnumdar með lögum. Þegar fyrstu víkingaskipin sigldu hingað var landið allt almenningur, eignarlönd vora numin í þessum stóra almenningi eftir ákveðnum reglum í sátt við landvætti, sem menn trúðu á. Þessu næst voru ákveðin svæði tekin afnotatöku og nefndust afréttir og eftir stóð mikið ónumið land, jafnt á láglendi sem hálendi, sem fjórðungsmenn áttu, en síðan þjóðin eftir að fjórðungar voru aflagðir. Numin lönd sem dæmd voru af mönnum í sektarfé urðu almenningar og fyrsta dæmi þess er Þingvallaland. Land utan eignarlanda heitir nú þjóðlenda og er bara nýtt nafn á sama hugtakinu. Frá þjóðveldisöld hefur ekki verið heimilt að raska mörkum eignar- landa, afrétta og al- menninga. Veðmálabækur sýslumanna era góðar heimildir um hverjir era eigendur eignar- landa og hvað á eign- unum hvílir. Þinglýst landamerkjabréf, sem gerð vora að lagaboði fyrir um 100 árum, segja ekkert til um inn- tak eignarréttar og hafa ekki gildi, ef þau byggjast ekki á eldri rétti. Það nemur eng- inn land með gerð landamerkja- bréfs. Þegar lýst mörk eignarjarðar koma að annarri landgerð en eign- arlandi, t.d. afrétti eða almenningi (nú þjóðlenda) var enginn til sam- þykkis fyrr en á síðasta ári, er þjóð- lendulögin tóku gildi og eignuðu ís- lenska ríkinu það land. Það verk sem nú er framundan er að ákvarða þessi ósamþykktu mörk og sam- kvæmt lögunum á sérstök nefnd, óbyggðanefnd, að sjá um það verk. Er sameign þjóðarinnar kommúnismi? Eyvindur telur það pólitískt mál hvernig þjóðlendumörk verði fundin og það sé kommúnismi með tilheyr- andi upptöku lands með valdboði í krafti ofureflis utan við lög og rétt, að viðurkenna ekki rétt bænda til alls landsins. Þessi fullyrðing er auðvitað fjarstæða. Hvergi í hinum iðnvædda heimi er hæi'ra hlutfall lands þjóðlenda en í Bandaríkjun- um, höfuðvígi kapítalismans. Hver skyldi nú skýringin á því vera? Jú, hún liggur í upprunanum. Fólk af germönskum kynstofni stjórnaði landnáminu vestra á sama hátt og hér á landi. Þetta fólk hefur borið gæfu til að skilja þá staðreynd, að enginn getur átt náttúrana sjálfa, loftið, vatnið, sjóinn, villtu dýrin og landið, fyrr en það hefur verið sér- greint með vinnu mannsins. Sjór og vatn komið í ílát, villt dýr fellt eða tamið eða land brotið til ræktunar Ólafur Sigurgeirsson skattbyrði almennings og ber að fagna því að hann skuli að minnsta kosti deila þeirri skoðun með núver- andi borgaryfirvöldum. Þetta ber með sér að Kjartan leggst alfarið gegn því að aukinn rekstrarkostn- aður SVR verði fjármagnaður með framlögum úr borgarsjóði. Tillögnr Kjartans Magnússonar Eins og fi'am hefur komið hefur Kjartan Magnússon ekki nefnt eina einustu leið til að bregðast við því viðfangsefni að fjármagna rekstur almenningssamgangna í Reykjavík. Eftirfarandi er Ijóst: 1. Kjartan hefur lagst alfarið gegn hagræðingum á þjónustunni, þ.e. að leita leiða til að samræma framboð og eftirspurn eftir föngum. Jafnvel það að afla upplýsinga um þarfir viðskiptavina og nýtingu fjár- muna kallar hann fjáraustur. 2. Kjartan er algerlega á móti því að skerða þjónustuna. Minnstu frá- vik verða honum að ásteytingar- steini. 3. Kjartan er ekki tilbúinn að samþykkja aukin framlög úr borg- arsjóði og hefur skorið upp herör gegn skattlagningu. 4. Kjartan ætlar af göflunum að ganga af hneykslun yfir hugsanlegri breytingu á gjaldskrá SVR sem hann lýsir sig algerlega andvígan. Á þeim tíma sem undirritaður hefur gegnt stjórnarformennsku í SVR hefur Kjartan aldrei haft uppi nein- ar tillögur til bættrar þjónustu við borgarbúa, hagræðingar í rekstri né fjármögnunar starfseminnar. Það er sorglegt þegar stjórnmála- menn leggja svo mikið í sölurnar til að öðlast stundarathygli í fjölmiðl- um að þeir eru í leiðinni tilbúnn- að vinna gegn þeirri þjónustu sem þeim er trúað fyrir að stjórna og þar með að skaða hagsmuni borgar- búa. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður SVR. og gert að bújörð. Heilagur réttur hverrar þjóðar hefur verið að eiga landið, sem þjóðin hefur búið í og hinn frjálsi maður hefur átt rétt á nægu landrými til athafna. Þannig hefur séreignarréttur að landi feng- ið að þróast samhliða almannarétti. Sjónarmið eins og þau sem Ey- vindur reifar eiga sér ekki stoð í gildandi rétti eða nútímaviðhorfum, en má rekja til lénstímans í Vestur- Evrópu og stórbændaveldisins ís- lenska, þar sem almúganum var haldið í helgreipum átthagafjötra, vistarbanda og hálfgildings ánauðar. Hundadalsheiðardómur Einkaréttur landeiganda til fuglaveiða er bundinn við það land, sem jarðeigandi getur sannað bein- an eignarrétt til. Annað land er sameiginlegt veiðiland þeirra, sem á þessu landi búa. Hæstiréttur fer þannig með rétt mál varðandi sönn- unarbyrði í Hundadalsheiðarmál- inu. Landeiganda lánaðist ekki sú sönnun og því var rjúpnaskytta sýknuð. Veiðislóð var innan þing- lýstra landamerkja jarðarinnar Neðri Hundadals í Dölum. Einhliða landamerkjabréf rúmlega 100 ára gamalt var ósamþykkt á óbyggðar- mörkunum og landamörk greinilega dregin langt inn í sameiginlegt fjall- skilasvæði bænda í Miðdölum. Gamalt lögfestubréf frá næsta bæ sýndi eðlileg landamörk þeirrar jarðar miklu nær byggðinni og utan sameiginlegs fjallskilasvæðis og þar sem landamerkjabréf Neðri Hunda- dals studdist ekki við eldri rétt jarð- arinnar til lands var það að engu hafandi. Eyvindi til fróðleiks vil ég benda á að Hundadalsheiðardómurinn er ekkert einsdæmi. I vetur hafa tveir dómar fallið í Hæstarétti, þar sem landamerkjabréf jarða til óbyggða hafa ekki nægt til að sanna beinan eignarrétt jarðeiganda, þar sem eldri heimildir sýndu að landa- merkjabréfið var sjálftaka og byggði ekki á eldri landrétti. Hér er um að ræða dóma um Jökuldals- heiði og Öxarfjarðarheiði. Höfundur er bæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.