Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 16

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Sláttur hafinn í Eyjafirði SLÁTTUR er hafinn í Eyjafirði. Hjónin Guðmundur Guðmunds- son og Guðrún Egilsdóttir á bæn- um Holtsseli í Eyjafjarðarsveit hófu slátt sl. föstudag og í gær höfðu þau slegið um 4 hektara, en það var einmitt Guðrún sem var að slá er Ijósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í gær. Guðmundur sagði að sprettan væri ágæt og að kal væri alveg óþekkt í túnum hans og á bæjum í næsta nágrenni. „Við höfum byrjað slátt fyrr, en líka seinna, en oftast höfum við hafið slátt um miðjan júní,“ sagði Guð- mundur. Hann sagðist reikna með að geta rúllað í heyið í dag, þriðjudag, og borið á túnin aftur innan fárra daga, fyrir seinni slátt. Hjalti Jón skóla- meistari Verk- menntaskólans HJALTI Jón Sveinsson hefur verið skipaður skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri frá 1. ágúst næstkomandi til fimm ára. Það er menntamálaráðherra sem skipar í stöðuna, að fenginni um- sögn skólanefndar. Hjalti Jón tekur við starfi skóla- meistara af Bernharð Haraldssyni, sem gegnt hefur því starfi frá stofn- un skólans 1. júní 1984. Hinn ný- skipaði skólameistari VMA hefur verið skólameistari Framhaldsskól- ans á Laugum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu síðustu fimm ár. Hann er cand. mag. í íslensku, hefur lengi fengist við kennslu og kvaðst, í samtali við Morgunblaðið, hafa ver- ið í námi í skólastjórnum síðastlið- inn vetur og í vetur í Kennarahá- skólanum. „Þetta er með fjarnáms- sniði, ætlað starfandi • skólastjórn- endum.“ Ograndi og spennandi verkefni Um hið nýja starf sagði Hjalti Jón: „Ég hlakka til en geri mér grein fyrir því að þetta er mjög ögrandi og spennandi verkefni. Vandi fylgir vegsemd hverri,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson. Aðrir umsækjendur um stöðu skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri voru Benedikt Sigurðar- son, Guðmundur Sæmundsson og Hermann Jón Tómasson. Morgunblaðið/Margit Elva FERÐALANGAR á leiðangurs- og skemmtiferðaskipinu Explorer við vegvísinn við heimskautsbaug í Grímsey. Farþegar Ex- plorer með við- GUÐRÚN húsfreyja situr inni í dráttarvélinni en við hlið Guð- mundar stendur Arna Mjöll, dóttir þeirra hjóna, sem var móður sinni til aðstoðar. Morgunblaðið/Kristján dvöl í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. FERÐAMENN á leiðangurs- og skemmtiferðaskipinu Explorer, alls 57 talsins, heimsóttu Grímsey í síð- ustu viku en skipið er á leið í kring- um landið. Ferðalangarnir, sem flestir eru frá Bandaríkjunum, höfðu heimsótt Mývatn og að sögn Kim Crosbie, leiðangursstjóra, var ákveðið á síðustu stundu að hafa viðdvöl í Grímsey áður en haldið var til Vestfjarða. Kim Crosbie sagði ástæðuna fyrir heimsókninni þá að ferðamennimir vildu komast norður íyrir heim- skautsbaug og sjá miðnætursólina, sem þó náði ekki að brjótast í gegn- um skýin. Skálað var við vegvísinn við heimskautsbaug, sem sýnir fjar- lægðir til ýmissa staða, s.s. London, New York, Reykjavík og Sydney, og útskýrði einn starfmaður leið- angursins fyrir hópnum gang sólar á norðurhveli jarðar. Explorer, sem er í senn leiðang- urs- og skemmtiferðaskip á norður- og suðurheimskautssvæðin, er það fyrsta í heiminum sem fer í leiðang- ursferðir íyrir ferðamenn. Skipið er skráð í Líberíu en er í eigu bresks fyrirtækis. Það er smíðað árið 1970 og tekur mest 102 farþega og áhöfn- in telur 73, að sögn Peters Graham, framkvæmdastjóra leiðangursins. Fyrst og fremst ævintýraferðir Kim Crosbie leiðangursstjóri sagði að siglingamar ættu fyrst og fremst að vera ævintýraferðir en áhersla væri þó lögð á fyrirlestra um menningu og vistfræði fyrir ferðamenn. „Meðal starfsfólks em jarðfræðingur, fuglafræðingur og sagnfræðingur sem halda reglulega fyrirlestra fyrir farþegana um það land sem er heimsótt," sagði hún. Explorer sigldi beint til íslands frá Skotlandi, „og reyndi að sigla leiðina sem Víkingarnir sigldu forð- um til íslands," bætti Kim við. Frá Grímsey var áætlað að fara til Isa- fjarðar, um Vestfirðina og Breiða- fjörð með viðkomu í Flatey. Þaðan verður siglt til Vestmannaeyja og áætlað er að ljúka ferðinni í Reykja- vík nk. laugardag. Leiðangursstjórinn sagði stefnt að því að skipið kæmi aftur til Is- lands eftir rúma viku og aftur um miðjan júlí, í hvort skipti með 90 farþega. Morgunblaðið/Kristján Yfir eitt þús- und konur í kvennahlaupi RÚMLEGA eitt þúsund konur, á öllum aldri, tóku þátt í tiunda kvennahlaupi ISI á Akureyri sl. laugardag. Þátttakan var heldur minni en veiyulega en síðustu ár hafa 1.200-1.500 konur tekið þátt í hlaupinu á Akureyri. Boðið var upp á tvær vegalengdir, 2,4 km og 4,5 km, og eftir ágætis upphit- un á Ráðhústorgi og teygjuæf- ingar, hélt hópurinn af stað, þar sem hver og einn þátttakandi valdi sér vegalengd og hraða við hæfi. Það var Ungmennafélag Akureyrar sem sá um fram- kvæmd hlaupsins í bænum. SAMNINGAR milli Akureyrarbæj- ar og Háskólans á Akureyri um skólaþjónustu og eflingu kennara- menntunar og skólarannsókna voru undirritaðir íyrir helgina. Skrifað var undir rammasamning auk undir- samninga er taka til sérfræðiþjón- ustu við leik- og grunnskóla Ákur- eyrar, vettvangsnám og æfinga- kennslu, endur- og símenntun starfs- fólks skóla og fjölgun menntunar- tækifæra fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Þorsteinn Gunnarsson rektor HA sagði að hér væri um að ræða heild- stæðan samning gagnvart sérfræði- þjónustu fyrir leik- og grunnskóla og að sú sérfræðiþekking fyrir hendi er nýttist milliliðalaust. Hann sagði að vettvangsrannsóknir og æfinga- kennsla nemenda sem taki yfir heilt misseri hafi mælst vel fyrir og að þannig fáist heildstæðari mynd af skólastarfmu. Þá kom fram í máli Þorsteins að það væri vilji bæði háskólans og bæj- arins að styrkja enn frekar endur- og símenntun. Hann sagði að innan HA væri áhugi á að koma á fót námi fyrir ófaglært fólk á leikskólum, sem gæti orðið mikil lyftistöng fyrir leik- skóla bæjarins. Jafnframt sagði Þor- steinn að í þessum samningum væru ýmsir sprotar sem ættu að geta eflt skólastarf á svæðinu. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði það markmið bæjaryfírvalda Morgunblaðið/Kristj án INGÓLFUR Ármannsson, t.v. og Guðmundur Heiðar Frímanns- son undirrita samningiim. að efla skólaumhverfið og skólasam- félagið á Akureyri. Hann kvað bæj- arstjóm hafa markað þá stefnu að grunnskólar bæjarins skipuðu sér í forystusveit og að þessi samningur væri áfangi á þeirri leið. Kristján Þór sagðist jafnframt viss um að bærinn og HA ættu eftir að vinna enn frekar saman. Með ákvörðun aðalfundar Eyþings um að leggja starfsemi Skólaþjón- ustu Eyþings niður haustið 1999, óskaði Ákureyrarbær eftir viðræð- um við Háskólann á Akureyri um að skólinn annaðist tiltekna ráðgjafar- þjónustu við leik- og grunnskóla bæjarins og með hvaða hætti auka mætti fjölbreytni menntunartæki- færa við háskólann fyrir starfsfólk skóla. Viðræður fóru fram um mögu- legt framlag bæjarins til kennara- deildar HA og lýsti bærinn sig fúsan til að leggja fram aðstoð eða fé til áframhaldandi uppbyggingar kenn- aradeildarinnar er stuðlað gæti að fjölgun menntaðra kennara og ann- arra starfsmanna við leik- og grunn- skóla. Við gerð rammasamnings var að því gætt að önnur sveitarfélög gætu gerst aðilar að þeim samningi með undirritun sinni. Með samningi um ráðgjafaþjónustu við leik- og grunn- skóla tekur Háskólinn á Akureyri að sér að veita skólum Akureyrarbæjar sérfræðiþjónustu á grundvelli laga um slíka skóla. Þjónustan tekur til stjórnunar og reksturs, kennsluráð- gjafar, endur- og símenntunar, þró- unar og rannsókna. Samningur um æfingakennslu og vettvangsnám, sem undirritaður var, staðfestir það fyrirkomulag sem verið hefur á þeirri starfsemi háskólans milli samningsaðila. Fjórir námsstyrkir Á næsta hausti mun Akureyrar- bær veita 4 námsstyrki til nemenda við kennaradeild skólans og þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum. Þess er vænst að slíkir námsstyrkir auki möguleika bæjarfélagsins á að fá hæfa einstaklinga til starfa í skól- um bæjarins og fjölgi nemendum í kennaranámi við Háskólann á Akur- eyri. Sviðsstjóri félagssviðs Akur- eyrarbæjar Karl Guð- mundsson ráðinn MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar samþykkti á fundi ráðsins í gær að ráða Karl Guðmundsson frá Akureyri í starf sviðsstjóra félagssviðs. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna en starfið var laust frá síðustu mánaðamótum. Sex deildir sameinaðar Bæjarstjóm Akureyrar hafði samþykkt að sameina sex deildir bæjarins; búsetu- og öldrunardeild, íjölskyldu- deild, heilsugæslu, íþrótta- og tómstundadeild, menningar- deild og skóladeild, undir eina stjóm sviðsstjóra, í stað tveggja áður. Hér er því um að ræða viðamikið stjómunar- starf innan bæjarkerfisins á Akureyri. Samningar Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar Munu efla skólastarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.