Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURJÓN Siguijónsson við störf í Hráefnavinnsl- unni. Unnið fyrir Domino’s í Breiðholti Hólahverfi VINNSLA á hráefni fyrir alla sex Domino’s pizzastað- ina á höfuðborgarsvæðinu hefur verið færð úr 100 fer- metra húsnæði við Höfða- bakka í um 500 fermetra hús- næði í Lóuhólum í Breiðholti. Að sögn Gunnars Skúla Guð- jónssonar, framkvæmda- stjóra Domino’s, er húsið í eigu Sparkaups sem er hluta- félag um rekstur verslunar- húsnæðis í Hólagarði. Að Sparkaupi standa Þyrping hf. og Baugur hf. Húsið, sem stendur við hliðina á verslanamiðstöðinni Hólagarði og er um 2000 fer- metrar, hafði staðið fokhelt í rúman áratug. Framkvæmd- ir vegna flutnings Hráefna- vinnslunnar ehf. hófust fljót- lega eftir áramót og lauk í lok maí þegar starfsemi Hrá- efnavinnslunnar fluttist í húsið. Að sögn Eiríks fer allt hrá- efnið, sem veitingastaðimir Domino’s nota, í gegnum Hráefnavinnsluna, þar með talið deig, grænmeti og kjöt- meti, en alls vinna 10 manns í fyrirtækinu. Enn á eftir að ganga frá ýmsu í húsinu og við það og sagði Gunnar Skúli að ljúka ætti öllum framkvæmdum í sumar. A næstu vikum hefj- ast framkvæmdir við að- keyrsluna. Hann sagði að framkvæmdir væru einnig annars staðar í húsinu en að ekki lægi fyrir hvers konar starfsemi yrði þar. Þó væri gert ráð fyrir einhvers konar verslunarstarfsemi. FRÉTTIR Höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Arnaldur NÝBYGGING Fossvogsskóla sem tekin verður í notkun í haust. samkvæmt áætlun að sögn Oskars og er reiknað með að nýja húsnæðið verði að mestu tilbúið í haust. Tveir af hverjum þremur kennurum hafa sagt upp Talsverð aukning hefur orðið í nemendafjölda skól- ans síðustu ár og í fyrra fjölgaði nemendum um 40. Óvissa ríkir í kennaramál- um Fossvogsskóla eins og víða annars staðar í borginni því í vor sögðu um 70% fastra kennara við skólann upp störfum. Óskar segist hafa nokkrar áhyggjur af því að manna kennarastöður fyrir næsta vetur. Hann sagði að jafnvel þótt allir þessir kenn- arar kæmu aftur vantaði samt í 2-3 stöður og að óvenju lítið væri um fyrir- spurnir frá nýútskrifuðum kennurum. Viss stöðugleiki hefði ríkt um nokkurt skeið í fjölda nemenda og kennara við skólann, en eftir umtalsverða fjölgun nemenda á síðasta ári hefur skólinn átt í erfiðleik- um með að fá fleiri kennara. Aðstaða batn- ar með stækk- un skólans Fossvogur ÖLL aðstaða batnar til muna með nýrri byggingu við Foss- vogsskóla sem tekin verður í notkun í haust. Stækkunin nægir þó ekki til að standa undir þeim fjölda nemenda sem verður í skólanum næsta vetur. Gert er ráð fyrir að nemendur verði um 360 á komandi skólaári en með ný- byggingunni er gert ráð fyrir að skólinn rúmi 320 nemend- ur. Því er hætt við að nokkur þrengsli verði í skójanum næsta vetur að sögn Óskars Einarssonar skólastjóra Foss- vogsskóla. Stækkunin nemur um 1.300 fermetrum, sem er rúmlega helmingsstækkun frá núver- andi húsnæði, en kennslustof- um fjþlgar þó aðeins um eina. Astæðan er sú að skól- inn hefur um margra ára skeið notast við færanlegar kennslustofur sem hætt verður að nota þegar nýja byggingin verður tekin í notkun. Skólinn hefur fengið frest á flutningi nokkurra þeirra fram að áramótum til að brúa bilið þar til nýja húsnæðið verður allt til reiðu. í nýbyggingunni verða 9 almennar kennslustofur, smíðastofa, raungreinastofa, handavinnustofa, tón- menntastofa og bókasafn. Alls verða í skólanum 16 al- mennar stofur en bekkjar- deildir verða 17 og að meðal- tali 21 nemandi í hverjum bekk. Framkvæmdir ganga Lóðum úthlutað á næstunni í Salahverfí Morgunblaðið/Arnaldur FRÁ Suðurnesi þar sem unnið er að gerð varnargarðs. Unnið við varnargarða Seltjarnarnes FRAMKVÆMDIR við sjó- varnargarða eru nú í fullum gangi á Seltjarnarnesi og jafnframt er unnið að því að leggja gangstíga innan við garðana. Búið er að leggja garð meðfram norðurhluta nessins og er nú verið að gera sjóvarnargarð um- hverfis Suðurnesið. Unnið var að malbikun á gangstígum í nágrenni golf- vallarins á Suðurnesinu fyrr í vor en gert verður hlé á þeim framkvæmdum á með- an golfvertíðin stendur sem hæst í sumar. Gert er ráð fýrir að ljúka gangstígagerð næsta sumar og mun þá liggja góður gangstígur umhverfís allt nesið. Þessar framkvæmdir hafa verið í gangi í nokk- ur ár og hillir nú undir að þeim Ijúki. Grjótið í sjó- varnargarðana kemur m.a. úr nýrri smábátahöfn sem verið er að vinna í þessa dagana. Reiknað er með að þegar höfnin verð- ur fullbúin verði þar pláss fyrir 50-60 báta. Búið er að Ijúka framkvæmdum við ytri mannvirki og er nú verið að ganga frá sjó- setningarbrautinni. Nú er þarna ein bryggja sem rúmar 12 báta. Kópavogur STÆRSTA lóðaúthlutun í Kópavogi á þessu ári fer fram síðar í sumar og er um ræða úthlutun í seinni hluta framkvæmda við Salahverfi. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði lóðum fyrir 400 íbúðir og þar af eru rúmlega 80 í sérbýli. Þetta er eina stóra lóðaúthlutunin á þessu ári og ekki er fyrirsjáanlegt hvenær næsta úthlutun fer fram. Talsverð eftirspum hefur verið eftir lóðum í Kópavogi undanfarið. Allar lóðir sem auglýstar voru í Salahverfi í fyrra, undir um 500 íbúðir, gengu fljótt út. Undanfarna mánuði hafa fjölmargir hringt til að spyrjast fyrir um næstu lóðaúthlutun, að sögn Málfríðar Kristiansen hjá tæknideild bæjarins. Reiknað er með að allar lóðir sem nú fara í úthlutun gangi fljótt út en ekki er ljóst hvenær næsta úthlutun get- ur farið fram. Að sögn Málfríðar er verið að skoða aðstæður í Vatns- endahverfi en skipulag ligg- ur ekki fyrir á því svæði. Því gæti orðið nokkur bið á því að húsbyggjendur fái úthlut- að lóðum utan Salahvei'fis, þó að ein og ein lóð losni til úthlutunai-. Salahverfi liggur suðaust- an Lindahverfis meðfram Seljahverfí. Þar er gert ráð fyrir um 3.000 íbúum og í hverfinu verða tveir leikskól- ar, gæsluvöllur, hverfaversl- anir, íþróttasvæði og grunn- skólar. Opin svæði munu umlykja hverfið, m.a. golf- völlur og kirkjugarður. Fólk er byrjað að flytja inn í fyrstu húsin sem úthlutað var í fyrra, en í þeim úthlut- un sem nú stendur fyrir dyr- um er reiknað með að af- henda fyrstu byggingarhæfu lóðirnar í júlí á næsta ári. Byrjað verður að taka á móti umsóknum í dag og verður hægt að senda inn umsóknir til 1. júlí. Ekki skipth máli hvenær sótt er um á þessu tímabili því umsóknir eru ekki settar í númerakei’fi eða biðröð og verður unnið jafnt úr öllum umsóknum í júli. Umdeild hækkun íjölbýlishúsa Til að mæta eftirspum eft- ir húsnæði í hverfinu hafa byggingaraðilar sem reisa fjölbýlishús í fyi-ri hluta framkvæmda sótt um leyfí til að hækka húsin um tvær hæðir. Sú breyting á deiliskipulaginu var sam- þykkt á fundi skipulags- nefndar 18. júní sl. en nokk- urrar óánægju hefur gætt vegna þessara breytinga. Eftir er að fjalla um málið í bæjarstjórn. Foreldraráð Hafnarfjarðar verðlaunar smíðakennara og félagsmiðstöðina Verið Gengur vel að ná sam- bandi við krakkana SVERRIR V. Guðmundsson, Malen Sveinsdóttir og Þóroddur Skaptason, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður SMÍÐAKENNARI við Lækjarskóla í Hafnarfirði, Sverrir V. Guðmundsson, hlaut á dögunum viðurkenn- ingu Foreldraráðs Hafnar- fjarðar fyrir störf sín og samstarf við börn í skólan- um. Við sama tækifæri hlaut félagsmiðstöðin Verið sams konar viðurkenningu. Sverrir V. Guðmundsson hefur starfað við Lækjar- skóla í rúman aldarfjórðung. í fréttatilkynningu frá For- eldraráði kemur fram að hann hafi starfað vel með nemendum á eftirtektar- verðan hátt. Sjálfur segir Sverrir að honum hafi ætíð gengið vel að ná sambandi við krakkana. Hér áður fyrr, þegar hann var ekki gamall og latur, eins og hann orðaði það, tók hann einnig þátt í tómstundastarfi barnanna, meðal annars í leiklistar- klúbbi. Ómögulegt að fara að stoppa núna Hann sagðist afskaplega ánægður með viðurkenning- una og taldi að sér væri mik- ill heiður sýndur. Þó svo að Sverrir setti spurningar- merki við það hvort einmitt hann ætti að fá slíka viður- kenningu, sagði hann að þetta væri hvatning til að gera enn betur og að gaman væri til þess að vita að eftir störfum sínum væri tekið. Ekki sagðist Sverrir haga kennslunni á annan hátt en aðrir smíðakennarar en hann hafi ætíð haft mikla ánægju af starfinu og kunn- að best við sig í smíðastof- unni. Og þótt hann sé kom- inn á aldur og geti í raun farið að draga sig í hlé, er engan bilbug að finna á Sverri og ætlar hann að starfa áfram við smíða- kennsluna í Lækjarskóla. „Mér finnst sjálfum vera það mikið eftir í mér að mér finnst ómögulegt að fara að stoppa núna. Ég er bara ekki tilbúinn til þess,“ sagði Sverrir. Góð samvinna Félagsmiðstöðin Verið hlaut einnig viðurkenningu Foreldraráðs Hafnarfjarð- ar. Miðstöðin tók til starfa 29. febrúar 1996 og hefur aðstöðu í Hvaleyrarskóla. Starfsmenn eru sex í þremur stöðugildum og for- stöðumaður frá upphafi hef- ur verið Malen Sveinsdótt- ir. í fréttatilkynningu For- eldraráðsins kemur fram að góð samvinna starfsmanna Versins við unglinga og starfsfólk í skólanum og for- eldra í hverfinu hafi skilað góðum árangi-i sem foreldrar kunni að meta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.