Morgunblaðið - 22.06.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 22.06.1999, Qupperneq 68
...tannlæknar mæla með þvl ftutt rtavoumt sugarftœ gw* 'VjBt4Kafe«W MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Brestur orð til að lýsa fegurðinni JÉ' ERÐIN á tveimur gúmmíbátum niður Jökulsá á Brú eftir Dimmugljúfrum og Hafrahvömm- um á laugardaginn heppnaðist vel. Kvikmyndagerðarmenn hjá Plúton ehf. kvikmynduðu ferðina bæði ofan frá gljúfurbökkunum og einnig tók Hálfdán Theodórs- son myndir úr öðrum bátnum. Ferðin hófst við ármót Sauðár og Jöklu fyrir ofan gljúfrin og henni lauk 20 km og tólf tímum síðar gegnt Hallarfjalli fyrir neð- an gljúfrin. Stjórnandinn á bátunum í gljúfrunum var Nepalbúinn Ra- jendra Kumar Gurung hjá Ævin- týraferðum í Skagafirði. „Báts- 44pienn unnu mikið afrek,“ sagði hann, „og þeir höfðu öryggið æv- inlega í fyrirrúmi." Skúli Haukur Skúlason fór í ána þegar bátur hans skall á klett í þröngum flúðum. Andartaki síð- ar rykkti bátsfélagi hans honum aftur upp í bátinn. Sextán menn voru í gúmmíbát- unum tveimur. Hópurinn fagnaði afrekinu í óbyggðunum eða í nánd við Sauðárdal og sögðu af- reksmenn sig bresta orð til að lýsa fegurðinni sem fyrir augu bar. „Hún er ólýsanleg," sagði Haukur Hlíðkvist Ómarsson. ■ Dimmugljúfur/Cl-4 ■ Umhverfisáhrif/11 Morgunblaðið/Þorkell SKIJLI Haukur Skúlason til hægri þakkar Hauki Parelius björgunina. Skúli féll útbyrðis þegar báturinn skall á kletti í Jöklu undir Kárahnúkum og Iiaukur Parelius kippti honum aftur upp í. Formlegt erindi komið frá Columbia Ventures FYRIRTÆKIÐ Columbia Ventures, sem á og rekur álverksmiðjuna Norðurál í Hvalfirði, hefur lagt inn formlegt erindi til iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins um að reisa álver í Reyðarfirði. Finnur Ingólfsson, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir að hann muni taka sér nokkra daga til að skoða málið, en erindi fyrirtækis- ins verði skoðað af fyllstu alvöru. „Það er rétt að það er komið form- legt erindi frá þeim og það er svona í samræmi við það sem um var talað þegar þeir komu hér til fundar við mig. Ég mun núna taka mér nokkra daga í að meta það og hvemig með það verður farið,“ sagði Finnur Ing- ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að erindi Columbia Ventures yrði tekið af fyllstu alvöru. „Við höfum góða reynslu af þessu fyrirtæki og höfum átt mjög gott samstarf við það, þannig að við mun- um skoða þetta nákvæmlega." ..... ♦♦♦------ Rán framið í söluturni RÁN var framið í sölutumi á Óðins- torgi í gærkvöldi. Tveir ungir menn fóra inn í sölutuminn þar sem ein stúlka var við afgreiðslu. Annai- mannanna hélt stúlkunni fanginni meðan hinn fór í peningakassann og tók jafnframt vindlinga úr hillu. Mennirnir forðuðu sér síðan út úr söluturninum á hlaupum með þýfið. Að sögn lögreglu náðu mennimir um 20 þúsund krónum í peningum og litlu magni af vindlingum. Seint í gærkvöldi var ungur maður yfirheyrður sem talið var að tengdist ráninu. Forsætisráðherrar Norðurlandanna ræðast við í Reykjavfk Mikilvæg’i norrænnar samvinnu eykst stöðugt FINNAR ætla að beita sér fyrir því að tekið verði tillit til hagsmuna ís- lendinga og Norðmanna við mótun hernaðarsamstarfs innan Evrópu- sambandsins en Finnar taka við for- mennsku í Evrópusambandinu inn- an tíðar. Þetta kom fram í máli Paavo Lipponens, forsætisráðherra Finnlands, að loknum fundi forsæt- isráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í gær. Það var samdóma álit forsætisráðherranna að sam- vinna Norðurlandanna verði æ mik- ilvægari eftir því sem Evrópusam- starfið verður nánara. „Ef sjálfsmynd okkar er skýr eig- um við auðveldara með að beita okk- ur á alþjóðavettvangi," sagði Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, á fréttamanna- fundi ráðherranna síðdegis í gær. Paavo Lipponen sagði að þó að Kosovo og Balkanskagi yrðu höfuð- verkefni Evrópusambandsins á næstunni myndi norrænt samstarf ekki gleymast í formennskutíð Finna. Hann benti á að norrænt samstarf væri langtímaverkefni og stefna yrði 20-30 ár fram í tímann. jAfikilvægt að útiloka ekki Serba * Framtíð Serbíu og Balkanskagans í heild kom til umræðu á blaða- mannafundinum. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sagði að mikilvægt væri að útiloka ekki Serba frá aðstoð alþjóðasamfé- lagsins. „I nafni mannúðar verðum .■jdð að veita öllum nauðstöddum að- «tfið. Serbar hafa gengið í gegnum Morgunblaðið/Arnaldur FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna héldu fund í gær. F.v. Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, Davíð Oddsson, forsætisráðherra íslands, Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs og Göran Persson, forsætisráðherra Svíðþjóðar. Á myndina vantar Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. mikla erfiðleika, og þeir eiga erfitt undir þeirri stjóm sem þar ræður ríkjum nú. Við megum ekki refsa þeim enn meira með því að neita þeim um hjálp. Önnur ástæða fyrir því að aðstoða verður Serbana er að ef þeim finnst þeim vera mismunað getur það orðið upphaf nýrra þjóð- ernisátaka,“ sagði hann. I dag mun Keizo Obuchi, forsætis- ráðherra Japans, funda með nor- rænu forsætisráðherrunum, en hann kom til Islands í gærkvöldi ásamt eiginkonu sinni, Chizuko Obuchi, og fjölmennu fylgdarliði. Auk funda norrænu forsætisráðherranna era fjármálaráðherrar Norðurlandanna saman komnir á Egilsstöðum þar sem þeir munu halda fund í dag. ■ Norðurlandasamstarf/35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.