Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 55

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 554 - FRETTIR Jarðir laus- ar til ábúðar HJÁ jarðdeild landbúnaðarráðu- neytisins eru lausar til ábúðar jarðirnar Blöndubakki, Norður- Héraði, Norður-Múlasýslu, Rand- versstaðir, Breiðdalshreppi, Suð- ur-Múlasýslu og Saurbær í Húna- þingi vestra, Vestur-Húnavatns- sýslu. „Á Blöndubakka eru eftirtalin mannvirki: íbúðarhús b. 1977, fjár- hús m/áburðarkjallara b. 1967, hlaða b. 1968, blásarahús m/súg- þurrkun b. 1968 og refahús b. 1980. Ræktun er 35,8 ha. Greiðslumark í sauðfé. Á Randversstöðum eru eftirtalin mannvirki: Ibúðarhús b. 1958, fjár- hús m/áburðarkjallara b. 1958, hal- að b. 1958, geymsla b. 1964, fjárhús m/áburðarkjallara b. 1972, fjárhús með áburðarkjallara b. 1980, hlaða b. 1980, geymsla b. 1984. Ræktun er 26,8 ha. Veiðihlunnindi í Breið- dalsá. Greiðslumai’k í sauðfé. Á Saurbæ eru eftirtalin mann- virki: íbúðarhús b. 1952, fjárhús m/áburðarkjallara b. 1959, geymsla b. 1967, fjárhús m/áburð- arkjallara b. 1971, hlaða b. 1974, fjárhús m/áburðarkjallara b. 1977, blásarahús m/súgþurrkun. Rækt- un er 12,1 ha. Æðarvarp. Selveiði. Greiðslumark í sauðfé,“ segir í fréttatilkynningu frá landbúnaðar- ráðuneytinu. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðari’áðuneytisins, Sölv- hólsgötu 7, 150 Reykjavík eigi síð- ar en mánudaginn 28. júní 1999. ----------------- Félagsfundur VG „ALMENNUR félagsfundur verð- ur haldinn hjá Vinstrihreyfíngunni - grænu framboði í Reykjavík mið- vikudaginn 23. júní. Fundurinn verður í húsnæði Iðnnemasam- bandsins á Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20 Ögmundur Jónasson þingmaður gerir grein fyrir störfum sumar- þingsins og reifar stöðuna á stjóm- málasviðinu. Að því loknu verða al- mennar stjómmálaumræður," seg- ir í fréttatilkynningu frá VG. J ónsmessuganga í Ondverðarnesi ALVIÐRA, umhverfisfræðslusetur Landverndar, býður til Jónsmessu- göngu í Öndverðamesi II fímmtu- daginn 24. júní kl. 20.30. „Hjörtur Þórarinsson á Selfossi mun leiða Jónsmessugöngu. Þátt- takendur em beðnir um að mæta við umhverfisfræðslusetrið Alviðm við Sogsbrú. Gengið verður í tvo til þrjá tíma og sagt frá lífríki og nátt- úm. Eftir göngu verður boðið upp á kakó og kleinur í Alviðru. Þátt- tökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir unglinga, en frítt er fyrir börn. Landvemd rekur umhverfis- fræðslusetur í Alviðru. Á laugar- dögum í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með fræðslu um umhverfismál. Byrjað verður með Jónsmessugöngu og endað með helgarnámskeiði síðast í ágúst,“ segir í fréttatilkynningu frá Alviðm FRÁ stofnfundi Hollvinafélags Tækniskóla íslands. Hollvinafélag Tækni- skóla Islands stofnað HOLLVINAFÉLAG Tækniskóla Is- lands var stofnað nýlega. Fyrir- myndin að stofnun félagsins er fengin bæði héðan frá Islandi og einnig erlendis frá. „Grunnhug- myndin með Hollvinafélagi byggir á því að um gagnkvæma hagsmuni skólans, nemenda og atvinnulífsins sé að ræða. Meginmarkmiðið er að efla tengsl við fyrri nemendur, fyr- irtæki og velunnara skólans," segir í fréttatilkynningu. Á stofnfundinum gerði Björg Birgisdóttir námsráðgjafi og kynn- ingarsljóri í Tækniskóla íslands grein fyrir aðdraganda stofnfund- arins. Haraldur Sumarliðason for- maður Samtaka iðnaðarins flutti ávarp og einnig Guðbrandur Stein- þórsson rektor Tækniskólans. Á fundinn mætti fjöldi manns, bæði fyrri nemendur og fulltrúar frá fyrirtækjum og stofnunum. Að loknum stofnfundinum fór fram móttaka og nemendur skólans báru fram veitingar. LUXEMB0RG Komið snemma morguns og öll Evrópa er innan seilingar Kvöldganga að „Astarsteininum“ í Viðey „VIÐEYJARGANGAN í kvöld verður um norðurströnd Heimaeyj- arinnar og yfir á Vesturey. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 19.30. Byrjað verður við kirkjuna. Þaðan verður gengið austm’ fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum yfir á norður- ströndina. Síðan verður gengið til vesturs um Norðurklappirnar, að- eins komið í fjöru, en svo haldið yfir Eiðishólana, niður með hinu form- fallega Eiðisbjargi, um Eiðið og loks yfir á austurbrún Vestureyjar- innar. Þar eru einu stríðsminjarnar í eynni, og þar er steinn með áletr- un frá 1821. Á bak við hana er hugs- anlega saga um óhamingjusama ást. Þess vegna hefur steinninn verið kallaður Ástarsteinninn. Frá honum verður svo gengið heim að Stofu aftur. Gangan tekur um tvo tíma og göngufólk er áminnt um góðan bún- að, ekki síst ef blautt verður í grasi. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áfóngum. Gjald er ferjutoll- urinn, 400 krónur fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og hestaleigan eru opin daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endurgjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey og það kostar heldur ekki neitt,“ segir í fréttatilkynningu. Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðskreiðri þotu. Frá Lúxembörg liggja vegir til allra átta. Keflavík 00.45 Luxemborg 06.25 Q Luxemborg — Keflavík Q 22.20 00.05+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öllum helstu ferðaskrifstofum. Ferðafélag Islands Næturgöngur á Fimm- vörðuháls um Jónsmessu JÓNSMESSUGANGA Ferðafé- lags íslands verður farin á miðviku- dagskvöldið kl. 20 en að þessu sinni verður genginn Ketilstígur til Krýsuvíkur og er gangan skipulögð í samvinnu við Umhverfis- og útivi- starfélag Hafnarfjarðar og undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar, formanns félagsins. ,Árið 1993 hóf Ferðafélagið að efna til næturgöngu yfir Fimm- vörðuháls um sumarsólstöður og hefur hún reynst með vinsælustu helgarferðum félagsins. Núna verð- ur næturganga nærri Jónsmessu eða helgina 25.-27. júní og er brott- för á föstudagskvöldið kl. 19. Gengið er yfir hálsinn um nóttina og er áætlaður göngutími 8-10 stundir. Hópferðabíll Vestfjarða- leiðar flytur farangur inn í Langa- dal þar sem gist er í skála eða tjöld- um. Þegar komið er niður af hálsin- um bíða göngufólks veitingar í skál- anum. Þegar kvöldar er efnt til grillveislu eg er hún innifalin í far- gjaldi. Til að auka á fjölbreytni í nætur- göngum er skipulögð ný ganga yfm Eyjafjöll og er hún farin samhliða Fimmvörðuhálsferðinni 25.-27. júní. Ekið verður að bænum Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum og gengið upp Kambagil og inn á Dag- málafjall. Síðan er gengið meðfram Illagili þar sem eru margir fallegir fossar og síðan niður Nónhnúk framan við Selgil í Merkurnesi. Þaðan flytur rúta Vestfjarðaleiðar hópinn í Langadal, en þessi ganga er eitthvað styttri en Fimmvörðu- hálsgangan og grillveisla tilheyrir þessari ferð einnig. Næturganga á Heklu er föstu- dagskvöldið 25. júní kl. 18 og næt- urganga úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er 2.-4. júlí,“ segir í fréttatilkynningu frá Ferðafélag- inu. Viltu verða rík/ur... ...og auðga líf þitt með því að kynnast nýrri menningu? I LOK AGUST ERU VÆNTANLEGIR 38 ERLENDIR SKIPTINEMAR TIL ÍSLANDS. HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ OPNA HEIMILI ÞITT FYRIR SKIPTINEMA í 5 EÐA 10 MÁNUÐI? Þú þarft: • Hús- og hjartarými. • Opinn huga og yíðsýni. • Áhuga á að sjá ísland með augum útlendings. Þú þarft ekki: • Að kunna ensku. • Að elda mat í öll mál. • Að vera með stanslausa skemmtidagskrá. AFS á íslandi Ingólfsstræti 3, 2. hæð, símí S52 5450 . www.itn.is/afs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.