Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 31 LISTIR „Söngurinn léttir lífið“ AHUGI á að syngja saman í ís- lenskum hópi var uppsprett- an að tilurð íslensks kvenna- kórs í Höfn, sem æft hefur saman í tvo vetur undir stjóm Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkonu. Þær halda tvenna tónleika á íslandi, í Selfosskirkju 22. júní og í Seltjarn- arneskirkju 24. júní, en óvenjulegur endahnútur ferðarinnar er að kór- inn syngur við brúðkaup Ingibjarg- ar og Andra Kárasonar, sambýlis- manns hennar. Konurnar eru á öllum aldri, sum- ar hafa aðeins búið í Danmörku í nokkra mánuði, aðrar í nokkra ára- tugi, en það er sönggleðin og löng- unin til að vera saman, sem er meg- in aðdráttaraflið. Hvort tveggja, sönggleðin og gleðin yfir að koma saman, lá í loftinu í Jónshúsi kvöldið sem þær eru heimsóttar, þar sem þær eru á kafí að æfa fyrir tónleik- ana á Islandi. „Ingibjörg hringdi okkur nokkrar saman í ágúst 1997 og upp úr því kviknaði áhugi hjá okkur að stofna kór,“ segir Sigrún Jónasdóttir, for- maður kórsins. „Svo funduðum við og þetta fréttist og úr varð kór með um tuttugu konum.“ í íslandsferð- inni verða þær 23, auk Ingibjargar kórstjóra. Þegar Sigrún er spurð hvað sé skemmtilegast í kórstarfinu svarar hún hiklaust að það sé að vera í þessum góða hópi. „Kon- urnar hafa verið búsettar hér mis- lengi, allt frá nokkrum mánuðum upp í rúm 40 ár. Sumar sækja í fé- lagsskapinn, aðrar í tónlistina. Ingi- björg er stórkostlegur músíkant og heldur okkur vel við efnið.“ Viðfangsefni kórsins hefur verið fjölbreytt. Þær hafa fengið ýmis tækifæri til að koma fram í Dan- mörku og þá lagt áherslu á að kynna íslenska tónlist, en nú þegar Islenskur kvennakór starfar í Kaup- mannahöfn og hyggur nú á tónleikahald á 7 — —— — Islandi eins og Sigrún Daviðsdóttir heyrði er hún heimsótti kórinn á æfíngu. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir ÍSLENSKI kvennakórinn í Kaupmannahöfn á æfingu undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. farið er heim hafa þær einbeitt sér að erlendri tónlist, gjarnan nor- rænni, en annars allt frá háklassík yfir í djass og negrasálma. I æfingahléinu sitja þær Ingi- björg og Sigi-ún og skrafa saman ásamt fleiri kórfélögum. Ein þeÚTa er Svanhildur Gunnlaugsdóttir sem er að ljúka námi í landslagsarki- tektúr. „Mér finnst rosalega gaman að syngja,“ segir hún af sannfær- ingu og bætir við að á hverju hausti hafi hún hugsað með sér að nú gef- ist ekki lengur tími til að stunda sönginn, en alltaf hafi þó orðið ofan á að vera í kór. „Eg er algjört kórfrík," segir Svanhildur. „Ætli það sé ekki útrás- in sem fylgir söngnum," er ástæðan sem hún gefur upp fyrir kóráhugan- um. Hún hefur verið í bamakór, MA-kórnum, Háskólakómum, ís- lenska kirkjukómum í Kaupmanna- höfn og nú kvennakómum. „Það léttir á fjölskyldunni að ég fari að heiman til að syngja," bætir hún við með bros á vör. „Kvennakórinn er einn besti kórinn, sem ég hef verið í. Við fáum svo góða leiðbeiningu. Fyrir utan útrásina í söngnum þá er leiðbeiningin það besta.“ Svanhildur er að klára skólann og því er að mörgu að huga. „Eg hef enn ekkert ákveðið í huga, margt sem kemur til greina, en ég held ömgglega áfram í kór,“ segir hún af sannfæringu. I glugganum sitja Hrund Vern- harðsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir og Guðrún Snorradóttir og spjalla saman í hléinu. „Söngurinn léttir líf- ið,“ segir Kolbrún hiklaust, þegar hún er spurð af hverju hún sé í kórnum. „Það er svo gefandi að vera með,“ bætir hún við. Hrund tekur undir og bendir einnig á að vinskapurinn í kórnum geri gott. Guðrún bætir við að Ingibjörg sé svo góður kennari og geri kröfur. „Það þýðir ekkert að syngja með hangandi hendi,“ hnykkir Kolbrún á. Þær eru sammála um að það sé viðbótargaman að kórinn sé íslensk- ur. Það eigi þær þá sameiginlegt auk sönggleðinnar. Hrund hefur búið í Danmörku í 45 ár, starfar á afleysinga- skrifstofu, hjólar 30-40 km á dag og stundar sjóböð árið um kring. Guðrún hefur búið í Dan- mörku í 1 1/2 ár, flutti þegar mann- inum hennar bauðst þar vinna. Hún hefur verið í skóla í vetur, lært bók- hald og annað, en við það starfaði hún á Islandi og hyggst halda áfram hér. Kolbrún er búin að búa fimm ár í Danmörku, er að ljúka námi hliðstæðu sjúkraliðanámi og starfar á elliheimili. „Markmiðið hefur verið að fást við sem fjölbreyttust verkefni," seg- ir Ingibjörg kórstjóri. „Við erum auðvitað áhugamannakór og það tekur tíma að vinna upp efnisskrá, sem leyfir hverjum og einum að njóta sín, en ég held við höfum fundið okkur nokkuð vel.“ Kórinn hefur að sögn Ingibjargar troðið upp við ýmis og ólík tækifæri og það hefur skilað sér vel. Það er ekki mikið til af tónlist fyrir kvennakór, segir Ingi- björg og efnisvalið hefur því ráðist svolítið af því hvað finnst af heppilegri tónlist. „En ég hef fengið að ráða verkefnavalinu," segir Ingi- björg brosandi. Hér er tekið á mál- unum með styrkri hendi og eðlilegt að sú sem þekkinguna hefur fari fyrir. „Það er auðvelt að vinna með konur,“ segir Ingibjörg, þegar hún er spurð hvernig sé að stjórna kvennakór. „Þær eru samvinnufús- ar og viljugar. Konumar finna stuðning hver hjá annarri og það finnst mér heillandi að sjá. í vetur höfum við staðið í fjáröflun fyrir ferðina og það hefur enn aukið á samheldnina.“ Gifting í lokin er óvæntur end- ir á tónleikaferð og Ingibjörg tekur hlæjandi undir að svo sé. „Mér fannst þetta tilvalið. Það kostar blóð, svita og tár að stjórna kór og það verður óneitanlega mik- ill hluti af manni. Þessi endahnútur passar því vel.“ Það dugir ekki að hanga í hléi of lengi. Ingibjörg fer á sinn stað og konurnar taka strax við sér. Þær taka til við æfingar, nútímaleg tón- list á dagskrá. „Þið eigið að vera sterkar, ekki frekar," undirstrikar Ingibjörg. Sú hugsun vaknar að þessi ábending sé gott vegarnesti almennt, ekki bara í söngnum. Ekki að undra að kórinn verði nauðsyn- legur hluti af lífinu hjá þeim sem hafa reynt slíkt. Dómkórinn syngur í Reykholts- kirkju Á JÓNSMESSUNÓTT, 23. júní kl. 21, syngur Dómkórinn í Reykholtskirkju. Ef veður leyfir mun kórinn í upphafi syngja fyrir utan kirkju ís- lensk þjóðlög og kórlög sem eiga erindi við Jónsmessuhá- tíð. Dómkórinn er að undirbúa ferð til Prag og mun taka þátt í listahátíð sem haldin verður til heiðurs tékkneska tónskáldinu Petr Eben. Kórinn mun syngja tónverk eftir hann auk kór- verka eftir íslensk tónskáld í Reykholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Mar- teinn H. Friðriksson. KVIKMYJVPIR Ilfóborgin LOLITA irk Leikstjdri Adrian Lyne. Handrits- höfundur Stephen Schiff, byggt á skáldsögu Vladimirs Nabokovs. Kvikmyndatökustjóri Howard Atherton. Tónskáld Ennio Morricone. Aðalleikendur Jeremy Irons, Dominique Swain, Melanie Griffith, Frank Langella. 135 mín. Bandarísk/frönsk. Pathé, 1997. RITHÖFUNDURINN Vladimir Nabokov hneykslaði fjöldann á sjötta áratugnum þegar Lolita, skáldsagan hans um forboðin ásta- mál 12 ára telpukrakka og fóstra hennar á fimmtugsaldri, kom fyrir almmeningssjónir. Skyldi engan undra. Menn voru einnig að reyna að vandlætast yfir kvikmyndagerð bókarinnar, sem meistari Kubrick lauk við ‘62. Ég hef ekki lesið sög- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikarahjón fá heiðurs- laun listamanna í Garðabæ HJÓNUNUM Margréti Ólafsdótt- ur leikara og Steindóri Hjörleifs- syni leikara voru veitt heiðurs- laun listamanna í Garðabæ og af- henti Ingimundur Sigurpálsson bayarstjóri þeim viðurkenningna við hátiðahöld á þjóðhátíðardag- inn, 17.júní. Útvötnuð Lolita una, höfundurinn skrifaði vissulega sjálfur handritið fyrir Kubrick, en hann hefur örugglega tónað niður þetta ofurviðkvæma efni og lagt áherslu á kaldhæðnina sem var rík í þeirri kvikmyndagerð. Hún naut líka frábærra hæfileika stórleikar- anna James Mason, Peters Sellers og ekki síst Shelley Winters. Nú sem þá fara kvikmyndagerð- armennirnir í kringum perralegt efnið eins og kettir í kringum heit- an graut. Yjað að hlutunum. Sem út af fyrir sig er heiðarleg lausn ef menn vilja á annað borð fást við þessa ókvikmyndanlegu sögu. Irons leikur Humbert Humbert, breskan kennara á Nýja Englandi sem fyllist ást og fysn til telpukrakkans Charlotte „Lolitu“ Haze. Gifist móður hennar (Melanie Griffith) til að geta verið samvistum við telpuna. Mamman deyr, sambandið tekur vafasama útúrdúra um þver og endilöng Bandaríkin og endar með ósköpum. Það kemur á óvart að sjá Lolitu sýnda hérlendis í kvikmyndahúsi, hún var á hrakhólum á annað ár uns hún fékk loks dreifingu í Bandaríkj- unum fyrir rúmu ári. Þar lognaðist hún út af á örfáum vikum. Maður bjóst því ekki við miklu, því kemur það notalega á óvart að þessi útgáfa býður upp á meira en maður þorði að vona. í fyrsta lagi lítur fram- leiðslan einstaklega vel út frá hendi auglýsingamannsins Adrians Lyne, sem gætir þess að hvert smáatriði sé í lagi, en myndin gerist að lang- mestu leyti á fimmta áratugnum. Þeir handritshöfundurinn Schiffe gæta þess einnig að fara ekki gróf- lega yfir velsæmismörkin í kvik- myndagerðinni, svo úr verður að vísu öllu erótískari mynd en hjá Ku- brick, en alls engin hneykslunar- hella. Þetta er útvatnað efni. Leik- urinn hjálpar upp á sakirnar. Irons er viðunandi. Humbert er í mynd- inni ósköp brjóstumkennanlegur, nánast fyrirlitlegur „dónakall", vantar háðsbitið í handritið sem vís- aði Mason veginn. Griffith er lítið afgerandi í örhlutverki móðurinnar og Frank Langella tilþrifalaus í bragðlausu hlutverki eljarans Quil- tys. Sú sem stendur upp úr þessari útgáfu er hin unga leikkona Domin- ique Swain, sem fer oftast vel með titilhlutverkið. Gefur því blæbrigði og einstaka sinnum tilfinningu. Samt sem áður er þessi fokdýra vandræðaframleiðsla að mestu rúin tilfinningalega og þar sjálfsagt banamein hennar fundið. Sæbjörn Valdimarsson Landsátak um „íslenska fánann í öndvegi“ Útdráttur 17. júní 1999 Bandalag fslenskra skáta Ford Focus 1.6i-16v kr. 1.600.000 6807 51642 74065 Palomino amerískt fellihýsi kr. 585.000 11731 24460 92366 113553 118958 12430 75234 107818 114728 119537 Ferð fyrir tvo í paradís Karíbahafsins kr. 220.000 17651 47242 93923 101501 113877 35555 90349 96048 107166 119520 Vöruúttekt í Kringlunni kr. 100.000 2959 17290 42384 63966 89559 4063 22316 43694 64218 98893 5223 23215 44378 69232 102779 7563 24134 46865 69881 103710 9097 31540 46906 70447 103828 10303 37518 47966 73107 106362 10813 38160 48710 77868 111295 11253 38216 50680 82235 115165 13449 39491 54331 83571 118375 16377 41981 55775 84352 124286 Ferð fyrir einn tii Austurlanda kr. 250.000 26163 28390 46705 50932 92443 28255 32017 49906 86275 113555 Upplýsingar um vinninga í síma 562 3190 á skrifstofutíma. Þökkum landsmönnum góðan stuðning. Gleðilegt sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.