Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 33 Giangrecos og Doyles 1. Námskeið í námskrárgerð Dr. Michael Giangreco heldur miðvikud. 30. júní eins dags nám- skeið fyrir skólastjórnendur grunn- skóla í Reykjavík, fagstjóra í sér- kennslu, námsráðgjafa og fulltrúa foreldra í foreldraráðum og for- eldrafélögum í borginni. Umfjöllunarefnið er námskrár- gerð eftir kei-fí Eflingar. Það lýsir hugmyndum og vinnubrögðum sem beita má í grunnskólum til að koma til móts við námsþarfir allra nem- enda í skólanum, án tillits til fótlun- ar þeirra. Námskeiðið er haldið á vegum KHÍ, Landsamtakanna Þroskahjálpar og Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur. Það fer fram 1 Kennaraháskóla Islands við Stakka- hlíð og er þátttökugjald 1.000 kr. sem greiðast við innganginn. Nauð- synlegt er að skrá sig vegna tak- markaðs sætafjölda. Skráning er í KHÍ kl. 8-16 virka daga, sími 563 3800. Upplýsingar veitir Gretar L. Marinósson í síma 563 3832 eða 552 3077. Námskeiðið er endurtekið á Akureyri, í Verkmenntaskólanum, mánudaginn 5. júlí á vegum Skóla- þjónustu Eyþings og Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra. Þátttöku má skrá á Skólaþjónustu Eyþings til 18. júní í síma 460 1480 og eftir það á skrifstofu Þroskahjálpar á Norð- urlandi eystra í síma 461 2279. Þátt- tökugjald er 1.000 kr. Upplýsingar gefur Ingibjörg Haraldsdóttir í síma 462 2177. 2. Námskeið um þátttöku fatlaðra neinenda í framhaldsskólum Dr. Mary Beth Doyle heldur mið- vikud. 30. júní eins dags námskeið í Kennaraháskóla Islands við Stakka- hlíð fyrir skólameistara framhalds- skóla, námsráðgjafa og sérkennara í framhaldsskólum, kennara fatl- aðra nemenda og foreldra þeirra. Umfjöllunarefnið er vinnubrögð við námskrárgerð, stuðningur og kennsla fatlaðra nemenda í fram- haldsskólum. Námskeiðið er haldið á vegum KHÍ, menntamálaráðu- neytisins og Landsamtakanna Þroskahjálpar. Þátttökugjald er kr. 1.000 og nauðsynlegt er að skrá sig vegna takmarkaðs fjölda sæta. Ski-áning er í KHÍ kl. 8-16 virka daga í síma 563 3800. Upplýsingar veitir Gretar L. Marinósson í síma 563 3832 eða 552 3077. Námskeiðið er endurtekið á Akureyri mánudaginn 5. júlí í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Hægt er að skrá þátttöku á Skólaþjónustu Eyþings til 18. júní í síma 460 1480. Eftir það má skrá þátttöku á skrif- stofu Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra í síma 461 2279. Þátttöku- gjald er 1.000 kr. Upplýsingar gefur Ingibjörg Haraldsdóttir í síma 462 2177. Námskeiðið er haldið á vegum Skólaþjónustu Eyþings og Þroska- hjálpar á Norðurlandi eystra. 3. Fyrirlestur Giangrecos Michael Giangreco heldur opinn fyrirlestur um vinnubrögð í skóla fyrir alia í Kennaraháskóla íslands fímmtudaginn 1. júlí kl. 16. 4. Fjölbreyttar þarfír einstak- linga og hópa Michael og Mary Beth munu kenna 2. júlí einn dag á námskeiði í framhaldsnámi í sérkennslu við KHI sem Hafdís Guðjónsdóttir hefur umsjón með. Námskeiðið fjallar um hvernig koma megi til móts við fjölbreyttar þarfir ein- staklinga og hópa í kennslu. Kenn- urum sem áhuga hafa á efninu er heimilt að taka þátt þótt þeir séu ekki innritaðir í framhaldsnámið. Námskeiðið er kl. 9-16 í Kennara- háskóli íslands. Gjald, 1.000 kr., greiðist við innganginn. Skráning er í KHÍ kl. 8-16 virka daga í síma 563 3800. Upplýsingar veitir Gret- ar L. Marinósson í síma 563 3832 eða 552 3077. Brautskráning frá Háskóla íslands fór fram í Laugardalshöll Morgunblaðið/Halldór Kolbeins DEILDARFORSETI hverrar deildar afhenti útskriftarnemum prdfskírteini. alain miklis Aldrei fleiri verið út- skrifaðir ALLS útskrifuðust 644 úr Háskóla íslands við hátíð- lega athöfn á laugardag. Þar af voru 573 kandídatar og 71 lauk viðbótamámi. Þetta var í fimmta skipti sem út- skriftarathöfnin fór fram í Laugardalshöll en salurinn í Háskólabíói er orðinn allt of lítill fyrir hinn stóra hóp útskrifaðra og ættingja þeirra. Aldrei hafa fleiri út- skrifast úr Háskóla íslands. Athöfnin var sett með því að Blásarakvintett Reykja- víkur lék verk eftir Hándel. Því næst afhentu deildar- forsetar nemendum prófskírteini. Flestir útskrifuðust úr félagsvísindadeild Guðfræðideildin var að venju fyrst í röðinni þar sem hún er elsta deildin. Atta kandídatar voru útskrifaðir og tveir djáknar. Læknadeildin var næst í röðinni og þar voru fjörutíu útskrifaðir. Á eftir henni voru tólf nemendum úr lyfjafræði lyfsala afhent skírteini. 77 út- skrifuðust af námsbraut í hjúkrunarfræði og fjórtán í sjúkraþjálfun. Lagadeildin útskrif- aði 41 að þessu sinni og viðskipta- og hagfræðideild 71. Alls voru 94 kandídatar útskrifaðir úr heim- spekideild og tveir með viðbótar- nám í táknmálstúlkun. Sjö útskrif- uðust úr tannlæknadeild og 37 úr verkfræðideild. Raunvísindadeild útskrifaði 89 manns. Flestir útskrif- uðust úr félagsvísindadeild eða 150. Þar af voru 83 kandídatar og 67 sem luku viðbótarnámi. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, tók í hönd hvers og eins nem- anda sem útskrifaðist og ávarpaði samkomuna að lokinni afhendingu prófskírteina. Að því loknu söng Háskólakórinn tvö lög. Að venju söng kórinn því næst „ísland ögram skorið“ við ljóð Eggerts Olafssonar og samkomu- gestir risu úr sætum og tóku undir sönginn. Hlaut hæstu einkunn Kári Sigurðsson útskrifaðist með BA-próf í hagfræði. Hann hlaut ágætiseinkunnina 9,13, sem er hæsta einkunn sem nokkur út- skriftarnemi í hagfræði hefur hlotið frá Háskóla íslands. Að sögn Amalíu Skúladóttur, skrifstofustjóra á rektorsskrifstofu, hefur útskriftarathöfnin aldrei ver- ið styttri ef miðað er við fjölda út- skrifaðra. Athöfnin tók tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Um 2.500 manns vora í salnum. Undanfarin fjögur ár hefur verið útskrifað á þjóðhátíðardaginn og hefur það mælst misjafnlega fyrir. Þess vegna var ákveðið að færa vorútskriftina á laugardag í miðjum júní, sem að þessu sinni bar upp á kvenréttindadaginn, 19. júní. PÁLL Skúlason rektor tdk f hönd nemenda að af- hendingu prófskírteina lokinni. L0ND0N Irá kr. 16.645 í SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum- ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágæt- is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. 16*645 Verðkr. 19.990 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Flug og skattur. flugsæti og skattar. A J|iP HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is lTnsan Aðalstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.