Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 28

Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR TJÁNING f PAPPÍR LÁGMYND eftir Jane Balsgaard. GÓLFVERK og lágmyndir eftir Gjertrud Hals. MYJVDLIST Listasafn ASÍ PAPPÍRSVERK JANE BALSGAARD, GABRIELLA GÖRANSSON, GJERTRUD HALS, HILDE HAUAN JOHNSEN Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 27. júní. Aðgangur 200 krónur. HINGAÐ hefur ratað farandsýn- ingin Cellulose - listræn tjáning í pappír, sem er styrkt af ríkissýn- ingunum norsku og NKLF | s flutn- ingasjóðnum. Hún er á vegum, SKINN, samtaka um fremd listafé- laga sem stunda miðlun sjónmennta í afmörkuðum landshlutum Noregs, svo og á Svalbarða. Tilgangur sam- takanna greinist í þrjú meginmark- mið; að skipuleggja og styrkja áhorfsstýrða svæðisbundna list- miðlun, að tala máli hennar gagn- vart opinberum aðilum og listasam- böndum, að þróa samvinnuna inn- anlands sem utan. Einnig að kenna sýningatækni, víkka sjónhringinn, auka myndskilning og skipulags- starfsemi. Listfélög á vegum Skinn í Noregi eru um 50 talsins og skipt- ast nokkurn veginn jafnt á milli Suður- og Norður-Noregs Það segir sig sjálft, að eitthvert gagn ættu hinar skilvirku upplýsingar um samtökin sem frammi liggja að geta gert hér á landi, þar sem slík gróin samtök um sjónmenntir eru ekki til í landsbyggðinni eða rétt í burðar- liðnum. Til viðbótar þessum listafé- lögum atvinnufólks, og sem ég hef margsinnis vikið að í pistlum mín- um, er varla til það fyrirtæki á Norðurlöndum og þá helst Dan- mörku, sem eitthvað má sín, að ekki sé listafélag innan vébanda þess, en þau eru þó annars eðlis, innanhúss og sjaldnast áhorfsstýrð. Sömuleið- is síður til að kenna fólkinu að mála, leika á hljóðfæri eða skrifa skáld- sögur, en að auðga umhverflð og mennta starfsliðið með umgengni við gilda list, Kenna því að sjá, hlusta og njóta bundins sem óbund- ins máls, þetta samanlagt á sem breiðustum grunni helst án annars áróðurs en faglegs. Þetta er nokkuð annað en íslensk innansveitar- krónika þar sem menn álíta að aðal- atriðið sé að koma verkunum vel fyrir á veggjum og/eða gólfí, kalla á blaðamenn og auglýsa framkvæmd- ina, en þá er í raun allt eftir eins og dæmin sanna. Hlutverk listafélaga er annað en almennra byggðasafna, og skal ekki ruglað saman, varð- veislugildi og listgildi er tvennt ólíkt, en iðulega rata þó góð mynd- listarverk inn á byggða- og forn- minjasöfn en það er önnur saga. Klastursmíð af fiðlu getur haft varðveislugildi, en það er allt annað gildi en Stradivaríus- og Guardi- fíðlur hafa. Vísa til og minni á, að skipulögð innkaup á myndlist sam- tíðarlistar íyrirfínnst ekki í neinu byggðarlagi utan höfuðborgarsvæð- isins hér á landi að ég best veit, og raunar eru fjárveitingar til Lista- safns Islands til að rækta það hlut- verk virkrar þjóðreisnar broslegar, duga varla í eitt gott verk eftir meiri háttar listamann hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, og einungis brotabrot í verk eftir meiri háttar listamenn meginlandsins, hvað þá Ameríku. Það er jafnan með nokkurri eftir- væntingu sem maður nálgast slíka framnínga og ber að geta þess hér að sýningin, Cellulose, hefur það að markmiði, að kynna fólki utan aðal- strauma listarinnar, myndræna tjáningu á og í pappír, ásamt sjálfu efninu, fyrirferðinni og rýmis- kenndinni. Þó má halda því fram að sýningin ætti öllu frekar erindi til Akureyrar, ísafjarðar, Seyðisfjarð- ar og Stykkishólms, sem eru þeir staðir sem helst koma upp í hugann utan höfuðborgarsvæðisins og ná- grannabyggða. Hér í Reykjavík hef- ur fólki boðist mörg tækifæri til að kynnast svipuðum vinnubrögðum, og að því leyti missir sýningin marks sem forvitnileg nýjung. Hins vegar er hugmyndin fullgild og þau stefnumörk lofsverð að verja heilu ári í að kynna fólki utan aðal- straumana, þennan sérstaka geira myndlistar sem næstliðin ár hefur átt drjúgu fylgi að fagna. Hér er rétt að víkja að því, að gæði pappírs á almennum markaði hefur rýrnað umtalsvert á undan- förnum áratugum, sem eðlilega hef- ur vakið aukinn áhuga listamanna á handgerðum pappír, jafnframt að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að búa hann til, meður því að hann er afar dýr í innkaupi. Það hefur svo aftur leyst úr læðingi þá eðlislægu sköpunarþörf sem býr með einstökum að vinna í sjálfu efn- inu, enda vettvangurinn í senn gjöf- ull og heillandi. Listakonurnar fjórar eru allar fullgildar á sínu sviði, en bersýni- lega hefur verið erfítt að koma verkum þeirra fyrir í húsakynnun- um. Ásmundarsalur er byggður sem íbúðarhúsnæði og vinnustofa myndhöggvara, og hentar mjög vel fyrir sumar tegundir myndlistar- verka en jafn illa fyrir aðrar. Helst fá og sterk verk, og sýningamar nokkurs konar innsetning í rýmið. Hins vegar er undir hælinn lagt hvort aðkomnar og fyrirfram skipu- lagðar farandsýningar njóti sín á staðnum. Það gerir þessi því miður ekki þar sem rýmið er yfirleitt of takmarkað til að bera uppi jafn fín- gerð og viðkvæm verk, hér skortir á nánd og hlýleika sem skiptir sköpum í sumum tilvikum. - Gestur sýningarinnar er danska listakonan Jane Balsgaard (f. 1939), búsett í Kaupmannahöfn. Hún er elst og reyndust á vettvanginum, þrívídd- arverk hennar afar kvenleg, fín- gerð, létt og loftkennd, þótt þau skilji ekki mikið eftir sig. Balsgaard hefur leyst af hendi stór verkefni í Englandi og Noregi og verk hennar eru á söfnum víða um heim. Það vakti athygli mína við lestur sýn- ingarskrár, að listakonan stundaði á sínum tíma nám hjá hvorki meira né minna en sex ólíkum prófessor- um á sex árum á Akademíinu í Höfn 1972-78, jafnvel hinum kraft- mikla myndhöggvara, málara, graf- íker og teiknara Svend Wiig Han- sen. Datt mér helst í hug að hún hafi étið yfir sig af lærimeisturum og þeir farið hratt um meltingar- veginn, í öllu falli er erfítt að merkja jarðtengd áhrif frá þeim þeirra sem ég á annað borð þekki til. Þegar listakonan færist mest í fang eins og í fyrstu og fjórðu lág- mynd á norðurvegg í gryfju er hún í essinu sínu... Gabriella Göransson (f. 1959), er búsett í Ósló. Lauk námi frá Sta- tens Hándverks- og Kunstindustri- skole 1990 með textíl sem aðalfag. Þrátt fyrir að listakonan hafi ekki haldið nema eina sérsýningu í Risör Kunstforening 1997, er framlag hennar í Arinstofunni vert allrar at- hygli og nýtur sín best. Hins vegar eru í þeim lítil umbrot og hún þræð- ir mjög kunnar slóðir, maður þekkir þetta allt úr sölum Nýlistasafnsins og af ótal sýningum ytra... Það eru ei heldur mikil umbrot í verkum Gjertrud Hals frá Molde (f. 1948), sem nam við Kennaraháskólann í Formun, Notodden og Ósló. Hins vegar eru steyptar veggmyndir hennar á endaveggjunum uppi afar vel gerðar og formaðar og má vera auðséð að hér er um drjúga lista- konu að ræða. Hilde Hauan John- sen frá Tromsö (f. 1953) á litríkan námsferil að baki í textfí, listhand- verki og síðast leikmyndagerð, en við það starfar hún við hlið sjálf- stæðrar listsköpunar. Listakonan hefur komið víða við i sambandi við samsýningar á Norðurlöndum, að íslandi meðtöldu, og haldið nokkrar einkasýningar. Framlag hennar í aðalsal nýtur sín alls ekki og má sjá á öllu að menn hafa verið í vand- ræðum með að koma verkunum fyr- ir og þannig dregur stóra marg- skipta verkið sýninguna niður í um- komuleysi sínu. Hins vegar eru litlu svörtu verkin við hliðina hin áhuga- verðustu þegar maður loksins nálg- ast þau. Sýningarskráin er einföld og handhæg, kynnir ágætlega feril listafólksins, en í hana vantar ýmsar mikilvægar upplýsingar m.a. hvaða staði sýningin gistir. Summan af þessu er að erfitt er að leggja mat á sýninguna og vægi listakvennanna af þessari sérstöku framkvæmd, því hún er í röngum húsakynnum, og á röngum lands- hluta, en engu síður ber að þakka framtakið. Bragi Ásgeirsson Til bjargar prinsinum LEIKLIST Æ vintýra lcíkliusíð GLEYM-MÉR-EI OG LJÓNI KÓNGSSON Spunaleikur upp úr þýska ævin- týrinu Lævirkinn syngjandi með frumsömdum söngvum eftir leik- hópinn. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Ejjólfsdótt- ir, Kjartan Guðjónsson, Linda Ás- geirsdóttir og Þrúður Vilhjálms- dóttir. Búningar: Rannveig Gylfa- dóttir. Höfundur tónlistar: Krist- ján Eldjárn. Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum 20. júní. HÓPUR leikara sem kalla sig Ævintýraleikhúsið, spunaleikhús fyrir böm, frumsýndi í gær leik- þáttinn Gleym-mér-ei og Ljóni kóngsson í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal. Leik- þátturinn er spunninn upp úr þýsku ævintýri, Lævirkinn syngj- andi, og er efni hans í grundvallar- atriðum það sama og börnin þekkja úr leikritinu (og teikni- myndinni) um Fríðu og dýrið. Þetta er sagan um góðu stúlkuna sem með ást sinni og góðmennsku frelsar prinsinn úr illum álögum og ófögru gervi sem vond norn hefur hneppt hann í. Þessi saga býr yfir öllum þeim klassísku þáttum og persónum sem slíkum ævintýrum tilheyra, hið góða (stúlkan og prinsinn) tekst á við hið illa (vondu nornina) og sigrar að lokum með aðstoð góðra afla: sólarinnar, tunglsins og vindsins. Leikþátturinn var fjörlega svið- settur og náði vel til barnanna - yngstu börnin grétu af hræðslu þegar prinsinn í ljónsgervinu brýndi raustina, en hin eldri báru sig borginmannlega og tóku þátt í leiknum. Leikararnir stóðu sig prýðilega og sérstaklega má nefna þau Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Kjartan Guðjónsson sem unnu mjög vel úr sínum hlutverkum. Edda Björg var frábær sem sólin og þau Kjartan áttu góðan samleik sem aulalegir varðmenn nornar- innar. Þrúður Vilhjálmsdóttir var skörugleg norn, Linda Vilhjálms- dóttir sakleysisleg í hlutverld góðu stúlkunnar og það gustaði af Agn- ari Jóni Egilssyni í ljónsgervinu en heldur var hann aulalegur prins. Rannveig Gylfadóttir er skrifuð íyrir búningum og voru þeir margir skemmtilegir, sérstaklega búningar sólarinnar, vindsins og tunglsins. Kristján Eldjám gerir tónlist við sýninguna, en ekki veit ég hvort hann ber einnig ábyrgð á söngtext- unum en þeir voru margir hverjir hrikalegur leirburður þar sem ís- lenskan var toguð og teygð til að ná fram einhvers konai- rími (sbr. Ljóni = flóni!). Tónlist Kristjáns var ágæt í flesta staði en hins vegar var nokkur misbrestur á söngnum á nokkrum stöðum þar sem raddir leikaranna réðu misvel við laglín- umar. Þennan þátt annars ágætrar sýningar mætti æfa betui’. Boðið verður upp á þessa sýn- ingu í sirkustjaldinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 10. júlí og sunnudaginn 25. júlí. Einnig er ætlunin að ferðast með sýninguna á milli gæsluvalla á höf- uðborgarsvæðinu. Vafalaust munu flest börn sem sýninguna sjá hafa gaman af. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.