Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 35 Fundur norrænna forsætisráðherra í Reykjavík , Morgunblaðið/Arnaldur FLUGVEL Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, var lent á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir ellefu f gærmorgun. Með í för var eig- inkona hans, Páivi Lipponen, og níu mánaða gömul dóttir þeirra, Emiiia, sem Lipponen sést hér halda á út úr flugvélinni. Morgunblaðið/Ásdís FORSÆTISRAÐHERRAR Norðurlandanna ræddu um Norðurlandasam- starf og alþjóðamál á blaðamannafúndi á Hótel Sögu síðdegis í gær. Frá vinstri eru Göran Persson, Poul Nyrup Rasmussen, Davíð Oddsson, Paavo Lipponen og Kjell Magne Bondevik. öllum ríkjum Balkan- von um aðild að ESB deilt vegna hallans sem er á viðskipt- um ríkjanna, Japönum í hag. Þar að auki hafa Bandaríkjamenn hvatt Japan til að gera róttækar breytingar á skipulagi efnahags- og fjármála til að Japan og viðskiptaríki þess í Austur- Asíu komist út úr kreppunni. Er lík- legt að lausn fínnist á þessum ágrein- ingi? „Eg tel að samband okkar við Bandaríkin sé mjög gott. Það er auð- vitað rétt að Bandaríkjastjórn hefur haft mikinn áhuga á efnahagsástand- inu í Japan en [Bill] Clinton forseti metur mikils þá staðreynd að Obuchi forsætisráðherra hefur gripið til allra hugsanlegra aðferða til að koma efna- hagnum á réttan kjöl. Þetta kom fram er þeir hittust á leiðtogafundinum í Köln fyrir fáeinum dögum. En um vamar- og öryggismálin er það að segja að gerð hefur verið sam- þykkt í japanska þinginu um grundvöll samstarfsins á þessu sviði við Banda- ríkin og þetta er eitt af því sem mun fryggja að vamarsamstarfíð muni áfram koma að fullum notum. Við eigum samstarf á fjölmörgum sviðum alþjóðamála. Japan hefur ný- lega skýrt frá því að ríkið hyggist verja 200 milljónum Bandaríkjadollara til að aðstoða Rússa við að minnka hemað- arlegan viðbúnað, þessi ráðstöfun er í góðu samræmi við tillögur sem Clinton hefur sett fram og dæmi um samstarf Japana og Bandaríkjamanna." Hann er spurður um samskiptin við Kína. „Jiang Zemin, forseti Kína, kom í opinbera heimsókn til Japans í fyrra. Hann og Obuchi gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem lagðar voru línum- ar í samskiptum ríkjanna í framtíðinni, á 21. öldinni. Þar em tilgreind 33 atriði á sviði samstarfs í ýmsum efnum og Obuchi ætlar að heimsækja Kína í júlí. Þá mun gefast gott tækifæri fyrir okk- ur til að þróa samstarfið frekar á grundvelli þessara 33 liða. Kínverjar og Japanar eru grann- þjóðir og verða að eiga friðsamlega sambúð, við höfum kynnst því hvemig fer ef það tekst ekki. Það er misskiln- ingur að annaðhvort ríkið hljóti í fram- tíðinni að verða hinu sterkara og árekstrar séu óhjákvæmilegir. Japanar leggja mikla áherslu á sem mesta þátttöku Kína í alþjóðasam- starfi, þ. á m. Heimsviðskiptastofnun- inni, WTO og við teljum mjög áríðandi að það gerist sem fyrst. Við ræðum þessi mál mikið sjálfír við Kínverja og vonum að fleiri þjóðir ræði einnig við fulltrúa þeirra svo að samningar tak- ist.“ Öryggismál í Asíu Bent hefur verið á að ástand í ör- yggismálum Asíu sé afar ótryggt og mikil uppbygging í hermálum hefur farið fram. Hann er spurður hvort bú- ast megi við því að Japanar taki upp sjálfstæðari stefnu í vamarmálum á næstu árum og hvort Japanar muni einhvern tíma koma sér upp kjarn- orkuvopnum. „Við hyggjumst vinna enn betur með þjóðum sem fylgja svipaðri stefnu og við og munum halda áfram nánu samstarfi við Bandaríkin. En í fyrir- sjáanlegri framtíð sé ég ekki fyrir mér að Japan verði fyrirferðarmikið í þess- um efnum, að landið muni reyna að verða sjálfu sé nægt í varnarmálum. Ástæðurnar eru ýmsar. Við höfum áð- ur rekið þrönga hagsmunastefnu í varnarmálum, gerðum það á fyrri hluta aldarinnar og afleiðingarnar urðu miklar þjáningar fyrir okkur og grannþjóðir okkar í Asíu. Minningar um þá atburði hafa ekki fyrnst enn, hvorki meðal okkar eða þeirra og ég held að við viljum ekki endurtekningu. Varnarsamningur okkar við Banda- ríkin verður sem fyrr mikilvægur þáttur í stöðugleika á svæðinu og ég held að svo verði um nokkurt skeið. En jafnframt er mikilvægt að ríkin á svæðinu leggi sig fram um að auka gagnkvæmt traust og stuðli þannig að þróun þar sem niðurstaðan verði sú að við vitum meira um hagsmuni hvers annars í öryggis- og varnarmálum. Þá yrði einnig hægt að samræma við- brögð við átökum. ASEAN-samtökin hafa stuðlað að'slíkri þróun, hafa átt sinn þátt í að gera stöðu og stefnu hvers aðildarríkis í varnarmálum ljós- ari og við munum því áfram vinna að eflingu samtakanna. Hins vegar tel ég að samtökin verði ekki í fyrirsjáanlegri framtíð að varn- arbandalagi á borð við NATO. Og all- ar bollaleggingar um japönsk kjarn- orkuvopn eru gersamlega út í hött,“ segir Numata að lokum. Gefa á skaga FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna, sem fund- uðu í gær í Reylq'avík, segja að samvinna þeirra verði æ mikilvægari eftir því sem Evrópu- samstarfíð verður nánara. Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna, sem taka við formennsku í Evrópu- sambandinu innan tíðar, ætlar að beita sér fyrir j/ví að tekið verði tillit til hagsmuna Islendinga og Norður- landa við mótun hernaðarsamstarfs Evrópusambandsins. Hann segir einnig að gefa eigi öllum ríkjum Balkanskaga von um Evrópusam- bandsaðild í framtíðinni. „Ef sjálfsmynd okkar er skýr eig- um við auðveldara með að beita okk- ur á alþjóðavettvangi," sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi ráð- heiTanna síðdegis í dag. Hann sagði að Norðurlandasamstarfið væri leið að þessu marki. „Þverstæða sem víða verður vart í samfélaginu um þessar mundir er að við stefnum í tvær áttir, annars veg- ar að aukinni alþjóðavæðingu og hins vegar að rótum okkar og eigin menn- ingu,“ sagði Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Hann sagði að sameiginlegur bakgrunnur og verð- mætamat gerði að verkum að Norð- urlandaþjóðirnar tækju oft sömu af- stöðu í alþjóðamálum, og væru sterk- ari með því að starfa saman. KjeU Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði að áhrif Norðurlandasamstarfsins á alþjóða- vettvangi mætti meðal annars merkja á samþykkt G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, um atvinnumál á fundi í Köln í Þýskalandi fyrir skömmu. „Hún er greinilega undir áhrifum norrænna velferðarhug- mynda. Norðurlandaþjóðirnar hafa verið í farai-broddi í Evrópusam- bandinu varðandi atvinnumálin og unnið að því að koma þeim framar í forgangsröðina.“ Bondevik sagði einnig að Noregur og Island treystu á að norrænu Evr- ópusambandsríkin gættu hagsmuna þeirra varðandi aukið hernaðarsam- starf Evrópusambandsríkjanna. Lipponen sagði að þó að Kosovo og Balkanskagi yrði höftiðverkefni Evr- ópusambandsins á næstunni myndi norrænt samstarf ekki gleymast í formennskutíð Finna. Hann benti á að norrænt samstarf væri langtíma- verkefni og stefna yrði 20-30 ár fram í tímann. Framtíð Serbíu og Balkanskagans í heild kom til umræðu á blaða- mannafundinum. Serbar eiga líka að fá aðstoð Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði að mikilvægt væri að útiloka ekki Serba frá aðstoð alþjóðasamfélagsins. „í nafni mann- úðar verðum við að veita öllum nauð- stöddum aðstoð. Serbar hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika, og þeir eiga erfitt undir þeirri stjórn sem þar ræður ríkjum nú. Við megum ekki refsa þeim enn meira með því að neita þeim um hjálp. Önnur ástæða fyrir því að aðstoða verður Serbana er að ef þeim finnst þeim vera mis- munað getur það orðið upphaf nýrra þjóðernisátaka." Bondevik sagði þó að reyna yrði að gera greinarmun á aðstoð í mannúð- arskyni og aðstoð sem styrkti stöðu stjómvalda, en erfitt gæti reynst að greina þar á milli. Paavo Lipponen sagði mikilvægt að hugsa einnig til lengri tíma. Hann sagði að ekki ætti aðeins að gera kröfur, heldur einnig vekja vonir um betri framtíð. „Öll ríki Balkanskaga geta hugsanlega orðið meðlimir Evr- ópusambandsins," sagði Lipponen. „Við verðum að sýna serbnesku þjóð- inni að það borgi sig að gera umbæt- ur í Júgóslavíu." UNESCO-frambjúðandi Japana með í för Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, mun funda með norrænu for- sætisráðherrunum í dag. Davíð sagði að hann myndi einkum ræða við Obuchi um viðskipti landanna og gagnkvæm sendiherraskipti. Stefnt er að því að opna íslenskt sendiráð í Tokýó árið 2001. Davíð sagði að japanski forsætis- ráðherrann ætlaði á morgun meðal annars að kynna framboð fulltrúa síns til formennsku í UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sa- meinuðu þjóðanna. Frambjóðandinn er með í för í íslandsheimsókninni. Evrópusambandsaðild Eystrasalts- rílqanna kom lítillega til umræðu á fundinum. Davíð Oddsson sagðist að- spurður trúa því að það yrði Eystra- saltsríkjunum tO framdráttar að ganga í Evrópusambandið, en að það væri þeirra eigin ákvörðun hvort þau sæktu um aðild. Bondevik tjáði sig ekki um kosti Evrópusambandsaðild- ar, en sagði að Norðurlöndin myndu styðja Eystrasaltsríldn í þeirri stefnu sem þau veldu. Taki fullan þátt í uppbyggingu Kosovo AFUNDI forsætisráðherra Norðurlandanna í gær var m.a. fjallað um málefni Kosovo og það uppbyggingarstarf sem framund- an er. Davíð Oddsson forsætisráð- herra var spurður að því hvort Norð- urlöndin hefðu náð samstöðu um þátt- töku í uppbyggingarstarfinu í Kosovo og sagði hann að þau myndu taka full- an þátt í því. „Ekki með öðrum hætti en þeim að á þessum fundi kom fram hjá öllum forsætisráðherrunum að Norðurlönd- in muni að sínu leyti taka fullan þátt í uppbyggingunni í Kosovo." Davíð sagði að ýmsar tölur hefðu verið reiknaðar út sem lágmarks- kostnaður við uppbyggingarstarfið er kæmi í hlut Norðurlandanna. Hins vegar væru það ekki nákvæmar tölur og því væri ekki hægt að fara með þær á þessu stigi. „Jafnframt kom fram að þúsundir hermanna verða á vegum Norðurland- anna fjögurra í Kosovo en af okkar hálfu verða sendir fulltrúar til að taka þátt í gæslu á svæðinu, þótt það sé ekki í formi hermennsku," sagði Da- víð. Davíð sagði of snemmt að spá fyrir um hversu langan tíma uppbyggingar- starfið kæmi til með að taka, en verk- efnið væri mikið og kostnaðarsamt. „Þá erum við kannski fyrst og fremst núna að tala um Kosovo. Því þó að menn tali um hjálparaðstoð gagn- vart Serbíu eða Júgóslavíu er sú að- stoð mikið minni, því flestir eru jú þeirrar skoðunar að stuðningur við uppbyggingu þai' í stónxm stíl muni ekki verða meðan núverandi stjórn fer þar með völd.“ Aðspurður um það hvort allir ráð- herrarnir hefðu verið sammála um hið síðastnefnda, kvað Davíð það ekki hafa verið rætt beinlínis. Hins vegar sagði hann ráðherrana sammála um að „allir standi jafnfætis varðandi neyðarhjálp“, en Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, lagði á það áherslu í máli sínu að Ser- bar hefðu ekki síður þörf fyrir neyðar- aðstoð. Davíð kvaðst hins vegar telja að stefna Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkjanna gilti hvað varðaði fjár- magn til uppbyggingar, enda hlyti sú stefna að helgast af því með hvaða hætti stjórnskipun verður í framtíð- inni í Júgóslavíu. Morgunblaðið/Jim Smart Litast um í Reykjavík EIGINKONUR forsætisráðherra Norðurlandanna, sem staddir eru hérlendis, spókuðu sig í miðborg Reylq'avíkur í gær á meðan eigin- menn þeirra sátu fund á Hótel Sögu. Hópurinn gekk um miðbæ Reykjavíkur, Hallgrímskirlq'a var skoðuð og að lokum lá leiðin á Listasafn Einars Jónssonar. Á myndinni má sjá forsætisráð- herrafrúrnar fyrir utan Hall- gríinskirlqu. Þær eru f.v. Ástríð- ur Thorarensen, eiginkona Dav- íðs Oddsonar, Snjólaug Ólafsdótt- ir, prótokollstjóri í forsætisráðu- neytinu, Bjorg Bondevik, eigin- kona K)ell Magne Bondevik, Paivi Lipponen, eiginkona Paavo Lipponen, Margrét Hallgríms- dóttir borgarminjavörður og Lone Dyblq'ær, eiginkona Poul Nyrup Rasmussen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.