Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 20

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýir tímar Teymis Þekkingar- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur vaxið hratt undanfarin ár, svo hratt reyndar að fyrirsjáanlegt er að vilji það vaxa hraðar þarf það að komast á stærri markað. Árni Matthíasson ræddi við Elvar Stein Þorkelsson, framkvæmda- stjóra Teymis, sem sagði honum af fyrir- hugaðri sókn fyrirtækisins inn á erlendan markað meðal annars. Morgunblaöið/Arni Sæberg Þarftu að skipta um þurrku- blöð? vg> mbUs ÞEKKINGAR- og hugbúnað- arfyrirtækið Teymi hefur verið leiðandi í þjónustu við Oracle hugbúnað hér á landi und- anfarin ár. Teymi hefur vaxið hratt og er löngu búið að sprengja utan af sér húsnæði sitt í Borgartúninu. Fljótlega flytur Teymi í nýtt hús- næði, reyndar einnig í Borgartúni, sem verið er að leggja síðustu hönd á, en fleiri breytingar eru í aðsigi hjá fyrirtækinu; skammt er síðan það tók fyrstu skrefín inn á markað fyrir veflausnir, fyrirhuguð er sókn á erlendan markað með lausnir fyr- ir Concorde- og Axaptafjárhags- kerfi og framundan þátttaka í nýrri högun gagnavinnslu sem kalla má viðfangamiðlaravistun. Elvar Steinn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Teymis, segir að þeir Teymismenn séu að skerpa fókus fyrirtækisins með kaupum á hlut í Islensku vefstofunni, undirbúningi að sókn á markað ytra og fyrirhug- uðu samstarfi um viðfangamiðlara- vistun. „Við munum leggja meginá- herslu á Oracle framvegis eins og hingað til, en leggjum á sama tíma meiri áherslu á lausnir," segir El- var. Undanfarin þijú ár hefur Teymi unnið að lausnum fyrir Concorde, ákvarðanastuðning og vöruhús gagna, og nokki-ir við- skiptavinir fyrirtækisins hafa sett Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis. slíkar lausnir upp hjá sér hér heima. Elvar segir að það sé ekki nóg, íslenskur markaður sé ekki nógu stór til að það borgi sig að vinna flókið þróunarstarf aðeins fyrir hann, hér séu ekki nema 35 til 40 fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að þurfa á lausnum vegna ákvarð- anastuðnings og vöruhúss gagna að halda. „Við sækjum inn á markað í Danmörku til að byrja með og verð- um í samstarfi við dreifingaraðila Concorde-hugbúnaðarins þar í landi. I gegnum það samstarf komumst við í samband við aðra álíka aðila víðar í Evrópu og náum þannig að fara margfalt hraðar inn á markaðinn en ef við reynum að gera þetta sjálfir. Þegar við erum síðan búnir að koma útrásinni af stað hyggjumst við þróa sambærilegar lausnir fyrir Navision, Axapta og fleiri fjárhags- kerfi. Við höfum þróað með okkur ákveðna grunnþætti sniðna að þörf- um stjórnenda fyrirtækja, enda þurfa þeir ævinlega á ákveðnum lykilupplýsingum að halda, alveg sama í hvaða rekstri þeir eru. Síðan má laga kerfi okkar nánar að þörf- um hvers og eins.“ Hluthafafundur Baugs hf. Nykaup Aukahluthafafundur Baugs hf. verður haldinn í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 24. júní n.k og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Tillaga um hækkun hlutafjár um 82.500.000 kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta og að hluthafar falli frá rétti sínum til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að hluthafar ákveði að framselja alla áskriftarrétti sína til seljenda hlutafjár í Vöruveltunni hf. (10-11) á genginu 10,0 sem hluta af endurgjaldi Baugs hf. fyrir þá hluti. Þannig mun Baugur hf. greiða að hluta til fyrir kaupin á Vöruveltunni hf. með hinum nýju hlutabréfum. 2. Önnur mál. flBBlll Stjórn Baugs hf. rs BAUGUR / Nýr kafli í sögu Teymis Elvar segir að nú sé að hefjast nýr kafli í sögu Teymis, sem hafi fram að þessu einbeitt sér að innan- landsmarkaði. „Við gerðum okkur grein fyrir því fyrir tveimur árum að markaðurinn myndi breytast, menn reyna nú að taka staðlaðar lausnir og laga þær að sínum rekstri í stað þess að reyna að smíða kerfi frá grunni. Við notum Concorde í okkar rekstri og vitum því að þar er þörf fyrir ákveðnar lausnir eins og vörhúsi gagna og ákvaðanatökukerfi. I Concorde hafa menn eytt stórfé í að þróa með sér einfaldar skýrslur og einfalda hluti sem leitt hafa til meiri hag- kvæmni. A því sviði höfum við náð mjög góðum árangri og ætlum að uppfylla þá þörf sem er til staðar hér á landi og í enn meira mæli í Danmörku og hún mun margfald- ast á næstu árum. Markaður í Danmörku er fimm- tíu sinnum stærri en hér á landi og þar eru um 500 Concorde-við- skiptavinir. Þar er um að ræða 30- 40 samstarfsaðila og við hyggjumst styðja þá með kennslu, ráðgjöf og símaþjónustu á meðan þeir era að ná tökum á þeirri tækni sem um er að ræða, enda er hún allt önnur en sú sem þeir eiga að venjast í Concorde-umhverfmu. I þvf um- hverfi nota menn eigið hugbúnað- arumhverfi, þróa í því skýrslur og aðra hluti, en við tökum menn út úr því umhverfi og fáum þá til að nota annað og sveigjanlegra til grein- inga á afkomu og árangri. I okkar vinnu notum við síðan verkfæri eins og Oracle Discoverer og Oracle Ex- press sem eru báðar veftækar. Fyr- ir vikið skiptir ekki máli hvaða lausnir viðskiptavinurinn vill, hvort hann kýs að nota miðlara/biðlara útfærslu eða veftæka lausn.“ Teymi er í fremstu röð gagna- grunnsfyrirtækja hér á landi en á markaði sem er fimmtugfaldur sá íslenski er hætt við að sérstaðan hverfi. Elvar segist þó ekki óttast samkeppnina ytra, Oracle-þekking innan Teymis standi jafnfætis því sem best gerist til að mynda hjá Oracle og helstu samstarfsaðilum Oracle í Evrópu og Bandaríkjunum. „Vitanlega geta allir tamið sér þessa þekkingu, því er ekkert öðra- vísi farið en með hvaða þekkingu aðra, en við höfum forðast að fara inn á svið þar sem aðrir era sterkir fyrir, frekar reynt að koma okkur fyrir þar sem við teljum okkur geta stutt aðrar lausnir eða komið að sem hrein viðbót. Við ætlum okkur ekki að fara í beina samkeppni við fyrirtæki eins og Oracle, það er frekar að Oracle vanti ýmsar lausn- ir sem við getum boðið. Það er því mjög líklegt að Oracle muni vilja vinna náið með fyrirtæki því sem við munum setja á fót í Danmörku og úr verði samstarf um einhverjar heildarlausnir. fslenska vefstofan og Lux Inflecta Teymi er ekki aðeins að huga að útflutningi á þekkingu sinni með hugbúnaði; fyrirtækið hefur einnig fært sig inn á markað fyrir veflausn- ir og keypti fyrir skemmstu hlut í íslensku vefstofunni í samstarfi við Flugleiðir. Elvar segir að íslenska vefstofan eigi fyrst og fremst að sinna innanlandsmarkaði, einkum í hönnun og ráðgjöf á því sviði. „Síðan er ætlunin að þróa lausnir sem era hugsaðar sem hluti af heildarvef- lausn fyrir fyrirtæki, hvort sem það er innranet, ytranet eða Netið. I því ætlum við að fara í samstarf við nokkur önnur fyrirtæki en eram einnig að herja á nýja markaði með- al annars með kaupum á hlut í Lux Inflecta, sem vinnur að þróun á Java-þróunarverkfærum, enda höf- um við óbilandi trú á Netinu sem umhverfi. Inn í þessi fyrirtæki kom- um við með tæknilegan, markaðs- legan og rekstrarlegan bakgrann, en leyfum þeirra hugmyndum og sköpunargleði að njóta sín.“ Elvar segist ekki telja að Teymi sé að taka mikla áhættu með kaup- um sínum á hlut í þessum fyrir- tækjum, að hans mati sé engin áhætta fólgin í kaupunum á Is- lensku vefstofunni, hún sé traust og gott fyrirtæki, og þó það sé alltaf einhver áhætta fólgin í því að taka þátt í frumkvöðlafyrirtækjum eins og Lux Inflecta, hafi Teymi trölla- trú á hugmyndinni sem þar er unn- ið að. Elvar segir að þó Islenska vef- stofan sé ekki stór felist í henni miklir möguleikar og hún muni- stækka ört á næstu mánuðum, enda stefnan að gera hana að fremsta fyrirtæki á því sviði hér á landi. „Við ætlum þó ekki að gera allt þar, innan vefstofunnar verður sjónum Auglýsing um uppgreiðslu skuldabréfa Hf. Eimskipafélags íslands, 1. ftokks A 1995 Hf. Eimskipafélag íslands hefur ákveðiö að nýta sér uppgreiðsluákvæði bréfa 1. flokks A1995 og greiða þau upp þann 10. júlí 1999. Bréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og bera 6,1% fasta ársvexti. Nánari upplýsingar er hægt að fá í fjárreiðudeild Eimskips, Pósthússtrœti 2, eða ísíma 525-7354. Reykjavík 22. júní 1999, Hf. Eimskipafélag íslands EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.