Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 59

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 59 V FÓLK í FRÉTTUM Catherine Zeta-Jones í Svikamyllu Síbrosandi senuþj ófur VELSKA leikkonan Cath- erine Zeta-Jones skaust fram á sjónarsviðið í skylmingamyndinni Zorró þar sem hún stal senunni af engu síðri leikurum en hinum blóðheita Antonio Banderas og aðalsmannin- um Anthony Hopkins. Það þarf ekki að orðlengja að myndin opnaði ýmsar dyr fyrir henni í kvikmynda- borginni Hollywood og önnur stór- mynd fylgdi í kjölfarið, Svikamylla, þar sem hún atti kappi við skoska hjartaknúsarann Sean Connery. Það vakti athygli þegar myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes að Zeta-Jones mætti þang- að í fylgd fjölskyldu sinnar og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort aettingjarnir fylgdu henni við hvert fótmál. „Nei, ekki um allt,“ svarar Catherine glöð í bragði þennan sólardag á Hótel Du Cap. Það verður að segjast að Zeta-Jones er bráðmyndarleg og efni í stór- stjörnu, með sitt stingandi augna- ráð og lýtalausu andlitsdrætti. Enda var allt troðið af forvitnum vegfarendum fyrir utan kvik- myndahöllina á frumsýningunni í Cannes. Þar klifraði fólk upp í tré og upp á axlirnar hvert á öðru til að sjá henni og Skotanum síunga Sean Connery bregða fyrir á rauða dreglinum. Hvernig tilfínning var þetta? „Það var frábært," svarar Zeta- Jones himinlifandi. „Ég hef verið á hátíðarfrumsýningum áður en það er eitthvað við þessi rauðu þrep,“ segir hún og hlær. „Þetta var ynd- isleg upplifun eins og sjálf frum- sýningarveislan. Ég trúði því varla hversu margir mættu til að fylgjast með okkur. Ekki spillti fyrir að vera frá Evrópu og hafa frá blautu barnsbeini fylgst með kvikmynda- stjörnum arka upp þessi þrep.“ Var þetta ekkert yfírþyrmandi? „Það fór svolítið um mig þegar ég kom að fréttaljósmyndurunum þvi þeir voru svo margir, en annars var tilfinningin góð.“ Hvernig kanntu við þig í Hollywood? „Mjög vel,“ svarar hún og brosir, - í raun ástæðulaust að taka það fram því hún er alltaf brosandi. „Zorró hafði mikla þýðinpi fyrir mig. Stórmynd á borð við hana, sem nær langt á alþjóðavettvangi, skiptir sköpum á leikferlinum. Það sem mestu munar um er að í kjöl- farið bjóðast mér handrit sem mér hefðu aldrei boðist fyrir tveimur ár- um.“ Þú virðist kattliðug ef marka má myndina Svikamyllu. Mikið af líkamsæfmgun- um var bætt í myndina vegna þess að ég er dansari. Ég vildi leggja eins mikið af mörkum og mögulegt var og atriðið sem er í uppáhaldi hjá mér er þegar ég sneiði framhjá leysigeislunum, nokkurs konai’ sambland af ballett og innhverfri íhugun. Ég geri fimleikaæfingarnar líka sjálf.“ Hvaða bakgrunn hefurðu sem dansari? „Ég lærði dans frá fjögurra ára aldri og lék aðalhlutverkið í steppd- ansi í 42nd Street á West End. Ég byijaði leikferilinn sem söngkona og dansari og hef líka leikið í óp- eru.“ Þú varst valin ein fegursta kona í heiminum af bandaríska vikublað- inu People árið 1998. „Það er fólk sem sér mig ekki á morgnana," segir Zeta-Jones og hlær. Hefðirðu áhuga á að snúa aftur í leikhús. „Já,“ svarar hún. „Mér hafa borist nokkur tilboð, en það er mun meiri skuldbinding tímalega séð að leika í leikhúsi en í kvikmyndum. Ég hef áhuga á því en leikhúsin verða alltaf til staðar og ég einbeiti mér að kvikmyndum um þessar mundir. Ég hefði gaman af því að leika í gamansöngleik við tæki- færi.“ Af hverju heldurðu að svona margir breskir leikarar séu að hasla sér völl í Hollywood. „Mér hefur einkum fundist áber- andi hversu margar breskar leikkonur eru að ná frama þar. Ég held að reynslan af leikhúsi hafi mikið að segja. Leikhúshefðin er lík í New York en hún er hverfandi í kvikmyndaborginni Los Angeles." Þú segist hafa fengið mörg tilboð eftir Zorró. Já, ég var að ljúka við mynd- ina Haunting þar sem ég leik á móti Liam Neeson undir leikstjóm Jan de Bont. Ég var einnig að klára ódýrari og smærri mynd, High Fidelity með Stephen Érears. Það er gott að blanda saman stórum og litlum verkefnum til að tapa ekki áttum. Eftir stórmyndirnar er tilvalið að nota tækifærið og fjármunina sem gefast til að vinna að smærri mynd- um, þar sem allt er minna í sniðum, einfaldara og samheldnara.“ Af hverju tókstu að þér hlutverk- ið í Svikamyllu? „Bara það að fá að leika á móti Sean Connery gerði það að verkum að ég ákvað að taka tilboðinu. Handritið var mjög frábrugðið lokaútgáfunni, mun meiri hasar og sprengingar, sem var nokkuð sem heillaði hvorki mig né Sean. Það sem gerði útslagið í mínum huga var að fá að leika sterka persónu á móti Sean Conneiy, deila með hon- um hvíta tjaldinu og vinna náið með honum í fimm mánuði. Mér fannst þetta heiður, sérstaklega þar sem Sean hafði stungið upp á mér.“ Hvernig var að vinna svo náið með Sean Connery? „Þetta var stórkostlegt," segir Zeta-Jones. „Við unnum saman á hverjum degi í hálft ár og urðum mjög góðir vinir. Sambandið varð aldrei þannig að við fengjum nóg hvort af öðru. Hann er auðvitað stórt nafn en það stígur honum ekki til höfuðs. Við hlógum og skemmtum okkur og ég hef aldrei átt í betra samstarfi." Hefðirðu kosið hann í kosningun- um í Skotlandi? „Jahá,“ segir hún og hlær. „Sean Connery í forsetastól! Lengi lifi konungurinn!“ Það var eftir því tekið á Bretlandseyjum þegar þú fluttist þaðan til Hollywood. „Ég var að verða of fræg fyrir eigin smekk,“ svarar hún einlæg. „Þegar það fór að hafa áhrif á leik- ferilinn ákvað ég að flytja mig um set og hverfa af vettvangi um tíma. Þegar ég lít til baka snerist þetta meira um að hafa unnið í leikhúsi frá sextán ára aldri. Ég fékk hlut- verk í sjónvarpsþáttum átján ára, þurfti að takast á við frægðina sem því fylgdi og var einfaldlega ekki undir það búin. Það hvernig frið- helgi einkalífsins hverfur og maður verður almenningseign. Ég var aló- viðbúin öllu fjaðrafokinu og leysti ekki eins vel úr því og ég geri núna. Lygarnar og persónunjósnirnar gengu alveg fram af mér svo ég CATHERINE Zeta-Jones og Sean Connery í leðri. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LEIKSTJÓRINN Jon Amiel, Catherine Zeta-Jones og Sean Connery á kvikmyndahátíðinni f Cannes. kvaddi og hélt vestur á bóginn.“ Margar leikkonur hafa kvartað yfír því að góð hlutverk fyrir konur séu ekki á hverju strái. „Jodie Foster fær auðvitað góðu bitana fyrst og við hinar afgang- ana. En að mínum dómi hefur þró- unin verið jákvæð undanfarin 20 ár. A tímum Hitchcoeks leyfðist konum að vera fallegar, greindar, með skopskyn og á sama tíma að vera teknar alvarlega. Svo tók við tímabil í Bandaríkjunum þar sem fallegar konur voru annað hvort í vændi eða hjákonur einhven-a stórbokka. s þeim tveimur bandarísku myndum sem ég hef leikið í, Zorró og Svikamyllu, hef ég leitast við að gera persónurn- ar eins sterkar og mögulegt hefur verið, án þess þó að gera þær harð- neskjulegar. Ég geri bara það besta úr því sem að mér er rétt. Karlmenn og konur hafa ekki sömu völd í Hollywood. Þar er goggunar- röð og aðeins lítið brot kvenna þén- ar eins og Julia Robert.“ Zeta-Jo- nes tekur sér kúnstpásu, setur upp stór augu, heimskusvip og segir með hátíðniröddu: „En það er sko allt í lagi.“ Hafðir þú ekki áhyggjur af ald- ursmuninum á þér og Connery? „Við gáfum vissulega færi á okk- ur vegna þess að Sean er fjörutíu árum eldri en ég. Þegar við hitt- umst fyrst í Róm hugsaði ég með mér hvort það væri mögulegt að sambandið gæti orðið trúverðugt. Það varð hins vegar deginum ljós- ara fyrir mér eftir aðeins tíu mín- útna fund, auðvitað," segir hún, lít- ur til mótleikara síns á næsta borði og hlær. „Við höfum svipaða kímnigáfu sem skilar sér á hvíta tjaldið og við náum virkilega vel saman. Það er eitthvað sem ekki verður bjargað á tökustað eða klippiborðinu, annað hvort er það til staðar eða ekki. Bestu leikarar geta unnið saman og samt vantar alltaf eitthvað upp á tráverðugleikann í sambandinu. Það var ekki spennan eða hasarinn sem ég hreifst af í handritinu held- ur samband okkar Seans.“ Hvernig var í Malasiu? „Frábært,“ svarar Zeta-Jones og blaðamaður veltir því fyrir sér hvort allt sé frábært og stórkost- legt í lífi þessarar leikkonu. „Það var rakt,“ heldur hún áfram. „Ég svitnaði enn klukkan ellefu á kvöld- in. Og það er af hinu góða að ferð- ast til nýs lands þegar tökum er að Ijúka á mynd því þá er þreytan far- in að segja til sín. Manni líður eins og síðasta skóladaginn og fær auk- inn kraft við það að skipta um um- hverfi. Það var vel hugsað um okk- ur í Malasíu, við fengum næði og gátum lokið við myndina.“ Nú geturðu slakað aðeins á? „Ég bara verð,“ svarar hún. „I gærkvöldi fór ég í nudd þegar klukkan var að nálgast sex og sofn- aði klukkan 7. Ég bað um að vera ekki trufluð og vaknaði í dauðans ofboði: „Guð minn góður, klukkan er tíu. Ég verð að fara aftur að sofa! Ég svaf alla nóttina á meðan alls staðar annarsstaðar voru veisluhöld. Tónlistin var í botni rétt fyrir utan gluggann á hótelinu og ég hugsaði með sjálfri mér: „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að sofna.“ Hún þagnar og smellir fingrum til að sýna hversu fljótt hún sofnaði. S g er nýkomin hingað frá Chicago og hef farið tvisvar yfir Atlantshafið á þremur vikum. Við vor- um að kynna myndina í Bandaríkj- unum og héðan fer ég til Munchen, Madrid, Buenos Aires, Rio de Jan- eiro, Sao Paolo og loks aftur Los Angeles. Síðan þarf ég að fara aftur til London að kynna myndina Haunting í ágúst og mig hryllir við tilhugsuninni. En ég fæ frí í júlí og er hvíldinni fegin.“ Hvernigmynd er „Haunting"? „Þetta er risamynd úr Drauma- smiðju Spielbergs þar sem Liam Neeson leikur sálfræðing sem er að gera tilraunir með minnisleysi. Húsið draugalega er stjarna mynd- arinnar." A hún eftir að verða ógnvekj- andi? „Bíddu bara,“ segir Zeta-Jones og hlakkar í henni. „Þetta er eins - - og að leika í ástaratriði. Það er aldrei erótískt meðan tökur fara fram en þegar maður sér upptök- una er það virkilega kynæsandi. Það sama á við um hrollvekju eða sálfræðitrylli þar sem maður hugs- ar með sér: „Þetta er nú ekkert hryllilegt." En þegar maður sér upptökuna rísa hárin á höfðinu á manni. Ég fer sko ekki á svona myndir.“ Nú er algengt á netinu og víðar að þú sért sögð suður-amerísk. Fer það í taugarnar á þér? „Eftir að ég lék í Zorró og gekk eftir rauða dreglinum á óskarsverð- launaafhendingunni mætti ég blaðamönnum frá Suður-Ameríku sem byijuðu að spyrja mig á spænsku. „Ég er velsk,“ volaði ég. Ég tók þessu samt sem hrósi því það þýðir að framburðurinn hafi verið sannfærandi. Ég hef leikið Bandaríkjamann í undanfömum þremur myndum og verð að fara að leika samlanda minn aftur áður en ég týni niður hreimnum." Ætlarðu að koma hingað aftur til Cannes? „Ég væri til í að koma hingað aft- ur, vera í dómnefndinni og horfa á T - myndir daginn út og daginn inn; þurfa ekki að ræða um hvað sé á döfinni hjá mér,“ segir Zeta-Jones og hlýnar augsýnilega á sálinni við tilhugsunina. „Það væri hin full- komna hvíld." Þú ættir að reyna að verða þér úti um vinnu á dagblaði, segir blaðamaður sposkur. „Get ég sótt um vinnu hjá ykk- ur,“ svarar hún og brosir, - að sjálf- sögðu. Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4300-0022-4237 4507-4500-0026-7523 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og visa á vágest VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.