Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 42

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dótturfyrirtæki Ríkissjóðs Islands, með formann fjáröfl- unamefndar Flokks- ins í broddi fylkingar, hafa keypt sex millj- arða hlut erlendra fjárfesta í íslenskri jírfðagreiningu. Með því hefur ríkið haslað sér völl á enn einu sviði atvinnulífsins, meinerfðarannsókn- um, í þeirri stórfelldu ríkisvæðingu atvinnu- lífs sem stjórnvöld beita sér fyrir. Kaupin eru eðlilegur þáttur í þeirri þróun, en at- hygli vekur sú stefna að draga úr erlendri fjárfestingu í áhættusöm- um þekkingariðnaði. Ríkisvæðing atvinnulífsins hófst fyrir alvöru þegar fjánnála-, fjar- skipta- og hermangsfyrirtækjum ríkinsins var breytt í hlutafélög undir yfirskini einkavæðingar. Síð- an hafa ríkishlutafélögin keypt hvert einkafyrirtækið á fætur öðru og lagt undir ríkið heilu atvinnu- greinarnar. Frægast dæmi þar um voru kaup ríkishlutafélagsins FBA á öllum helstu matvöruverslunum landsins. Við hrun Svétríkjanna var það trú flestra að hugmyndin um ríkisreknar mat- vöruverslanir hefði lið- ið undir lok. En hún reyndist lifa góðu lífi í Sjálfstæðisflokknum. Verjendur þessara ríkisafskipta segja að hér hafi ríkið beitt sér fyrir breytingum á eignarhaldi, en ekki yfirtekið matvöru- verslunina nema tíma- bundið. Það eru sömu röksemdir og fyrir kaupunum á Islenskri erfðagreiningu. En í lýðræðislegu mark- aðssamfélagi er það ekki hlutverk ríkisins að vera stærsti gerandinn á verð- bréfamarkaði. Það eru ríkisaf- skipti sem stríða gegn frjálsri verslun. Það er sovésk einkavæð- ing sem hefur ekki samkeppni, frelsi og valddreifingu að mark- miði, heldur hitt að færa gæðing- um flokksins fyrirtæki þjóðarinn- ar. Þannig hefur Flokkurinn notað almannafé til að draga úr sam- keppni, skapa fyrirtæjasamsteypu með einokunaraðstöðu og skakkað leikinn í valdabaráttu verðbréfa- markaðarins með ríkisafskiptum. Þannig notar Flokkurinn ríkissjóð til að tryggja sínum viðskipta- kommisörum völdin í atvinnulífínu. Sjóðasukk og miðstýringariíkn Flokksins í atvinnulífinu er ekki ný af nálinni. En nú hefur verið lappað upp á ímynd þess með því að kalla sjóðina hlutafélög. Þannig hefur Flokkurinn leyst af hólmi átök milli ríkisrekstrar og markað- ar með eftirtektarverðri nýjung á alþjóðamælikvarða, ríkisreknu markaðskerfi. Eftir þetta hefur ríkishlutafé- lagið FBA keypt næststærstu Ríkishlutafélög Ef svo heldur fram sem horfír, segir Helgi Hjörvar, kæfa ríkis- hlutafélögin frjálst framtak og afnema frjálsa samkeppni með öllu. bókaútgáfu landsins og haslað sér völl á tímaritamarkaði með kaup- um þeirrar útgáfu á Iceland Revi- ew. Ríkishlutafélagið Islenskir aðal- verktakar var háeffað undir yfir- skini samkeppni og einkavæðing- ar. Ríkið minnkaði við það hlut sinn í 40%, en er langstærsti hlut- hafinn og algerlega ráðandi því næsti hluthafi á innan við 4%. I gegnum eignarhald sitt á því hefur ríkissjóður keypt tvö burðug fyrir- tæki á verktakamarkaði, Alftárós og Armannsfell. Þannig er ríkið orðið ráðandi aðili í byggingariðn- aði en fyrirtæki í einkaeigu og frjálst framtak víkja. Ríkishlutafélagið Landssíminn, með framkvæmdasjóra samtaka atvinnurekenda í fararbroddi, hef- ur hins vegar ákveðið að leggja tölvu- og hugbúnaðargeirann und- ir ríkissjóð. Þetta ríkishlutafélag hefur þannig keypt stóran hlut í Margmiðlun hf. og Gagnalind hf., á helming hlutafjár í Grunnur - gagnalausnir og 100% hlut í Skímu Miðheimum hf. Ríkishlutafélagið Landsbankinn hefur rutt ríkinu rúm á vátrygg- ingamarkaði með kaupum á VIS. Með kaupum á tryggingafélaginu hefur þetta. ríkishlutafélag síðan tryggt stjórnvöldum áhrif á tveggja milljarða eignarhlut VÍS í yfir 40 fyrirtækjum, m.a. Olíufé- laginu, Fjárvangi og Samvinnu- ferðum-Landsýn. Þá hefur ríkis- stjórnin í gegnum Landsbankann tekið frumkvæði á byggingarlóða- markaði og sprengt upp verð byggingarlóða með 700 milljón króna landakaupum í Garðabæ. Eftir þau ríkisafskipti eiga ein- staklingar og einkafyrirtæki erfið- arra uppdráttar á markaðnum vegna yfirboðs ríkisins. Nýsköpunarsjóður á hlut ríkis- ins í 25 fyrirtækjum og það er stefna hans að ríkið skuli eiga stjómarmann og þannig mætti áfram telja. Hér hafa aðeins verið tilfærð nokkur dæmi eftir minni um hina stórfelldu ríkisvæðingu atvinnulífsins. Hringamyndun kol- krabbans er hjóm eitt hjá þeirri gríðarlegu samþjöppun valds sem miðstýringaröflin í Flokknum hafa staðið fyrir á undanförnum árum. Spyrja verður hvort lög um bauga- myndun eigi ekki við eignarhalds- félagið Ríkissjóð Islands eins og önnur eignarhaldsfélög. Það er kaldhæðnislegt að Samkeppnis- stofnun, sem gæta á almannahags- muna gagnvart hringamyndun, fá- keppni og einokun, þarf fyrst og síðast að halda aftur af fulltrúum almannavaldsins og misbeitingu ríkisins á markaðsráðandi stöðu sinni. Því ef svo heldur fram sem horfir kæfa ríkishlutafélögin frjálst framtak og afnema frjálsa samkeppni með öllu. Milljarða- kaup Ríkissjóðs í íslenskri erfða- greiningu eru skýrt dæmi um þetta. Enn hefur ríkisstjórnin ekki ákveðið hvaða umsækjandi fær að þróa gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. En nú á ríkissjóður milljarða hagsmuni undir því að ekki slitni upp úr viðræðum ríkisins og Is- lenskrar erfðagreiningar rhf. Jafnvel kommúnistaríki á borð við Kína og Kúbu hafa gert sér ljóst mikilvægi þess að laða að er- lenda fjárfestingu í atvinnulífi og draga úr umsvifum ríkisins þar. En hér kaupir í-íkið erlenda fjár- festingu út og leggur undir sig hverja atvinnugreinina á fætur annarri. Sovét-Island óskalandið er loks komið. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavfk. Ríkisvæðing atvinnulífsins Helgi Hjörvar Fitubrennsla ■/elina Fegurðin kemur innan fró Laugovegi 4, sími 551 4473 UNDANFARIN misseri hefur borið mikið á alls kyns „úrræðum“ fyrir fólk sem langar til að missa umframfitu. Lofað er fyrirhafnar- lausu þyngdartapi, bót allra kvilla og ótal mörgu öðru, en því miður fyrir fólk er í flestum tilfellum, þegar um slík boð er að ræða, verið að hafa af fólki fé, því skyndilausn- ir í þessum málum eru ekki til. Ef þig langar til að grennast þá er það í sjálfu sér enginn galdur, aðferðin er einfóld og margreynd, en fram- kvæmd hennar krefst þolinmæði, skynsemi og aga. Fullyrða má að það sé aðeins ein leið til að grenn- ast og hér á eftir verður þessi leið útlistuð í helstu aðalatriðum. Það fyrsta sem maður þarf að átta sig á er hvað er átt við með því að grennast. Við tölum um að grennast þegar við missum líkams- fitu sem við þurfum ekki á að halda. Það að grennast er ekki endilega það sama og að léttast, nokkuð sem skiptir mjög miklu máli í baráttunni við „aukakílóin". Þannig er, að líkamsþyngd okkar samanstendur af ótal mörgum þáttum fyrir utan líkamsfituna. Við erum að stærstum hluta vatn og vatnsmagn líkamans getur sveifl- ast frá degi til dags sem endur- speglast á vigtinni, við erum t.d. Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiöstorgi, sími 552 3970. 1». HBfiBlHSSBH &CD martuTLAND ■■ ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29. SÍMI 553 8640 léttari eftir áreynslu en fyrir hana og mataræði hefur áhrif á vatnsbú- skapinn. Vöðvamassi er líka stór þáttur og ef við aukum hann eykst þyngdin og öfugt ef við missum vöðvamassa. Það sem tískumegr- unarkúrarnir í dag ganga óopin- berlega út á, er fyrst og fremst að auka vökvatap líkamans (oft með ýmsum náttúrulegum, vatnslosandi efnum) ásamt því að ganga á vöðvamassa líkamans. Þetta út- leggst að sjálfsögðu sem þyngdar- tap og talsmenn þessara megrun- Megrun Fullyrða má, segir Haukur Skúlason, að það sé aðeins ein leið til að grennast. arkúra leggja það að jöfnu við að grennast. Þetta er að sjálfsögðu kolrangt og erlendar rannsóknir hafa sýnt það og sannað margoft að tímabundið þyngdartap af þess- um toga veldur aukinni fitusöfnun í allt að ár eftir að megruninni lýkur og líkamsþyngdin fer oftar en ekki upp fyrir það sem hún var í byrjun. Líkaminn missir nefnilega vökva og vöðvamassa án nokkurrar áreynslu eða fyrirhafnar og því er auðvelt að telja fólki trú um að þyngdartap sé ávallt hið sama og fitutap, sem er að sjálfsögðu ekki rétt fullyrðing. Megrunarkúra má skilgreina sem sjálfskipað svelti - við borðum of lítið og missum þar með vöðvamassa og vökva en hlutfalls- lega lítið af fitu. Við þetta minnkar líkamsþyngdin, ónæmiskerfið fer að bila og andlegt þrek þverr. Hægt er að slá tímabundið á þreytueinkenni og hungurtilfinn- inguna sem óumflýjanlega fylgir þessum megrunarkúrum með óteljandi efnum, lífrænum sem ólíf- rænum, en þó svo að maður finni ekki einkennin er ekki þar með sagt að vandamálið sé ekki til stað- ar. Þegar svo megrunarkúmum lýkur og við tekur fyrra mataræði erum við fljót að blása út aft- ur. En af hverju er svona slæmt að missa vöðvamassa? Jú, það er vöðvamassinn sem fyrst og fremst sér um fítubrennslu í líkaman- um. Þetta er gríðar- lega orkufrekur vefur sem útheimtir mikið magn næringarefna - og það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli að eftir því sem vöðvamassinn minnk- ar því hægari verður brennslan (og hraðari eftir því sem hann er aukinn). Með því að gæta þess að missa ekki vöðvamassa við fitubrennslu, eða jafnvel auka hann þó ekki sé nema 1-2 kg, má grenn- ast mun hraðar en ella og minnka líkurnar á því að fitna aftur til mik- illa muna. Við þurfum að gæta þess að missa ekki vöðvamassann þegar við ætlum að grennast og það ger- um við að hluta til með réttu mataræði. Margir þeirra sem telja sig eiga við nokkur umframkíló að stríða eru í raun að borða of lítið magn fæðu á dag, en ekki of mikið eins og tilhneigingin er að halda fram. Dæmigert mynstur er að sleppa morgunmat og borða ekki neitt fyrr en í hádeginu, narta í eitthvað í kaffinu og belgja sig svo út á kvöldin. í hitaeiningum talið er þetta magn fæðu yfirleitt of lítið, en það að borða of lítið getur leitt til þess að líkamanum verður mjög umhugað um að geyma sem hæst hlutfall þeirra hitaeininga sem neytt er á formi fitu og þess vegna getur maður fitnað án þess að borða of mikið að jafnaði. Hins vegar hefur fólk tilhneigingu að bæta þetta upp með reglubundnum „átfylleríum“. í þessu ástandi leit- ar líkaminn helst í vöðvamassa eft- ir orkuforðanum en ekki í fituvef- inn og knýr okkur áfram með pró- tíni, sem er aðaluppbyggingarefni vöðvanna og hægir þar með á brennslunni eftir því sem vöðvamassinn minnkar. Með því að borða 5-6 litlar máltíðir yfir daginn borðar maður jú meira magn hita- eininga, en líkaminn vinnur mun jafnar úr þeim og hann fitnar því síður, auk þess sem hegðun í kringum mat breytist. Með því að borða oftar getum við hlíft vöðvamassanum, en best er að auka við hann örlítið til að auð- velda brennsluna. Þetta verður eingöngu gert með styrktar- þjálfun, t.d. í tækjasal í líkamsræktarstöð. Með réttu æfingakerfi er hægt að koma brennslunni í gang svo um munar, en hafa þarf á bak við eyrað að fitutap er ekki alltaf það sama og þyngdartap og maður getur því grennst án þess að léttast svona í byrjun. Helsti munurinn á þessari aðferð og megrunarkúr er sá að fólki líður mjög vel ef það stundar reglulega líkamsrækt á.réttan hátt, og tekur eftir breytingum á líkama sínum án þess að svelta sig eða ganga út í aðrar öfgar. Hafa ber í huga að ekki er hægt að auka við vöðvamassa heilbrigðra einstak- linga án þess að leggja stund á reglulega þjálfun. Ekkert af ofangreindu virkar til þess að losa okkur við umframlík- amsfitu ef ekki kemur til einhvers konar þolþjálfun, sem er hin eigin- lega fitubrennsla. Slíka þjálfun er hægt að stunda hvar sem er, t.d. er hægt að fara í „spinning“-tíma, „body pump“, hjóla, skokka, synda og þar fram eftir götum. Breytt mataræði og styrktarþjálfun leggja ómissandi grunn fyrir fitu- brennslu, en hin eiginlega brennsla fer fram með þolþjálfun- inni, en hún virkar síður og jafnvel ekki neitt ef ekki er til staðar áð- urnefndur grunnur. Ef þetta þrennt er gert á réttan hátt eftir tilsögn fagaðila nær fólk yfirleitt þeim árangri sem það ósk- ar sér, en án þess að líða illa, ganga í gegnum svelti eða borga fúlgur fjár fyrir gagnslítið megrunarduft. Eg vil að lokum hvetja fólk til að ganga vel um líkama sinn og taka ekki mark á gylliboðum um skyndi- lausnir - þær eru ekki til. Höfundur starfar sem þjálfari i lik- amsræktarstöðinni Þokkabót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.