Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bráðabirgðavegur lagður fram hjá skriðunni yfír Siglufjarðarveg Lítil hætta talin á fleiri skriðum SKRIÐAN er 50-60 metrar á breidd og er umfang hennar 4-5.000 rúmmetrar. LÍTIL hætta virðist vera á því að fleiri aurskriður falli á Siglufjarð- arveg að svo stöddu því ekki er spáð að rigni að ráði á næstu dög- um. Siglfirðingar sitja þó uppi með tæplega 60 metra breiða skriðu sem féll fímmtán mínútum eftir miðnætti aðfaranótt laugardags úr svokölluðu Kóngsnefi og þvert yfír veginn til Siglufjarðar. Umfang hennar er um 4-5.000 rúmmetrar sem er svipað efnismagn og er í snjóflóðagarðinum á Siglufirði. Þetta er stærsta skriða sem fallið hefur á veg á Norðurlandi vestra að sögn Gunnars Helga Guð- mundssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar. Gerður var bráðabirgðavegur framan við skriðuna og var umferð hleypt um hann upp úr klukkan níu á laugardagskvöldinu. Þá höfðu bæjarbúar og gestkomandi verið innilokaðir í bænum í tæpan sólar- hring. Mikil hlýindi voru á Siglufirði fyr- ir rúmri viku og fór hitinn upp fyrir 20 gráður. Vorið hefur verið kalt og því var talsverður snjór í fjallinu. Grunnvatnið í fjallinu jókst af þess- um sökum. Þetta er líklegasta skýr- ingin á því að aurskriðan féll að sögn Gunnars Helga. Hámarkshraði um bráðabirgða- veginn er 50 km og því minni en á Siglufjarðarvegi. Siglfirðingar eru þó vanir að þurfa að aka gætilega þarna um. Vegurinn rifnar oft og sé ekið of hratt er því auðveldlega hægt að sprengja dekkin á hvössum sprangunum í veginum, að sögn Guðna Sveinssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Siglufirði. Svo framarlega sem ekki rignir mikið er óliklegt að fleiri skriður falli úr fjallinu í bili að minnsta kosti. Veð- urstofan spáir lítilsháttar rigningu í dag en þurra að mestu fram yftr helgi. Næstu daga mun starfsfólk vegagerðarinnar meta hvemig best sé að ganga frá veginum og hver verði kostnaður við framkvæmdir. Siglufjarðarbær var lokaður fyrir umferð landleiðina vegna skriðunn- ar. Því þurfti að flytja knattspyrnu- liðið Létti úr Reyýavík sjóleiðina til Siglufjarðar því þeir léku við knatt- spyrnulið Siglufjarðar á laugardeg- inum. Eitthvað virðast Léttismenn hafa verið eftir sig eftir volkið því þeir töpuðu fyrir heimamönnum með engu marki gegn einu. Einnig urðu liðsmenn hljómsveit- arinnar Karma innlyksa í bænum. Þeir léku fyrir dansi á föstudags- kvöldinu en voru bókaðir annars staðar á laugardagskvöldið og því fegnir þegar bráðabirgðavegurinn var opnaður. Sá svarta tungu renna yfir veginn Hugi Olafsson, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu, var fyrstur til að koma að skriðunni því að hún féll rúma 100 metrum fyrir framan bif- reið Huga. Hann var ásamt fjöl- skyldu sinni á leið til Siglufjarðar þegar hann sá skriðuna falla. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði brugðið ansi illa en jafn- framt þótt óraunveralegt þegar skriðan féll því hann hefði ekki heyrt til hennar áður heldur hefði þetta verið eins og að sjá „svarta tungu renna hljóðlaust yfir veginn“. Vegurinn, sem er malbikaður, var spranginn á nokkrum stöðum og höfðu flekamir sigið um nokkra tugi sentimetra. Hugi og fjölskylda vora á einum fiekanum. Hugi sagði að skriðan hefði fallið mjög snögg- lega á veginn. Um leið og hann átt- aði sig á hvað hefði gerst flýtti hann sér að bakka af flekanum ef ske kynni að hann færi á hreyfingu. Hrakfarir Léttis á leið til Siglufjarðar Oku á hest og stöðvuð- ust við aurskriðu KNATTSPYRNULIÐ Léttis í Reykjavík lék á móti KS á Siglufirði í 2. deildinni sl. laguardag. Ferðin var hreint ekki tíðindalaus eins og fram kemur hér á eftir. Lagt var af stað til Siglufjarðar kl. 6 á laugardagsmorguninn og upphaf- lega átti leikurinn að fara fram kl. 14. Ferð Léttismanna til Siglufjarð- ar gekk vel þar til um ein og hálf klukkustund var á leiðarenda. Þá komu tveir hestamenn ríðandi á móti rútunni. Hestur annars þeirra fældist og hljóp í veg fyrir rútuna. Bflstjóranum tókst ekki að sveigja frá og hesturinn hafnaði framan á rútunni. Hún hoppaði og skoppaði á veginum, sem liggur utan í fjalls- hlíð, þar til bflstjórinn náði aftur stjórninni. Engin meiðsl urðu á mönnum og hesturinn lifði óhappið af. Þegai- rútan hafði ekið í hálftíma eftir óhappið kom hún að aurskriðu sem lokaði veginum. Þá var bátur Slysavamafélagsins á Siglufirði sendur eftir hópnum. Báturinn gat hins vegar ekki lagt að í fjörunni svo flytja þurfti leikmennina út í hann í hópum með litlum gúmmíbát. Hrakfarirnar urðu til þess að leiknum seinkaði um tvo tíma. Létt- ismenn hafa sjálfsagt ekki verið í toppformi þegar þeir loksins mættu á völlinn og töpuðu 5:1. Wm |j Vinstri hreyfíngin grænt framboð um Fljótsdalsvirkjun Andlát Yilja að fram fari lög- formlegt umhverfismat ÁSGEIR Þ. ÁSGEIRSSON STEINGRIMUR Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, segir að Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra hafi í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu- dag vitnað til þess að þegar lög um umhverfismat voru sett hafi það orðið niðurstaða á Alþingi að virkj- anir sem búið var að gefa út virkj- analeyfi fyrir samkvæmt eldri lög- um skyldu ekki ganga inn í lög- formlegt umhverfismat. „Menn hafa á móti bent á að síðan era liðin sex ár og miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum í þessum efn- um,“ segir Steingrímur. Framlengd greiðslustöðv- un kærð til Hæstaréttar RAGNAR Baldursson hdl., lögmað- ur nokkurra kröfuhafa á hendur Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, hefur kært framlengingu greiðslu- stöðvunar fyrirtækisins til Hæsta- réttar. Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að kæra hefði verið send til héraðsdóms Norðurlands eystra, sem sjái um að koma henni á fram- færi við Hæstarétt. Þegar greiðslustöðvunin var framlengd um þrjá mánuði á þing- haldi í héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudag í síðustu viku mætti Ragnar fyrir hönd kröfuhafa, sem eiga 55 miiljóna króna kröfur á hendur kaupfélaginu, og mótmælti framlengingunni, m.a. á grandvelli þess að tilvist Kaupfélagsins væri óljós í framtíðinni og stefnt væri að því að selja allar eigur félagsins og hætta starfsemi þess. „Það kann vel að vera að við höf- um ekki gert athugasemdir við breytingartillöguna á sínum tíma. Þetta gerist þegar lögin um um- hverfismat eru að fara í gegn. Okkar afstaða er hins vegar alveg skýr hjá Vinstrihreyfingunni- grænu framboði. Við teljum að þessar framkvæmdir eigi að sjálf- sögðu nú að fara í lögformlegt um- hverfismat og fluttum um það til- lögu hér á sumarþinginu sem fékkst ekki afgreidd en var rædd. Eg held að núverandi umhverfis- ráðherra komi sér ekki úr sinni vandræðalegu stöðu með því að ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur fólksbifreiðar og vörubif- reiðar með tengivagn á Víkurvegi skammt frá Húsasmiðjunni á laug- ardaginn. Meiðsli hinna slösuðu voru ekki talin alvarleg. draga aðra með inn í það mál með þessum hætti og fara langt aftur í fortíðina. Við erum að taka afstöðu til umhverfismála út frá ríkjandi aðstæðum dagsins í dag og þeim viðhorfum sem nú eru uppi sem hafa breyst mjög mikið,“ segir Steingrímur. Steingrímur kveðst spá mjög illa fyrir þeirri ríkisstjórn sem ætlar að þverskallast við og neita að taka mið af gjörbreyttum að- stæðum og breyttu almenningsá- liti í þessum efnum, ekki einvörð- ungu hér á landi heldur í umheim- inum. Þijár sjúkrabifreiðar og tækja- bifreið Slökkviliðs Reykjavíkur komu á vettvang og þurfti að beita klippum til að ná ökumanni og far- þega út úr fólksbifreiðinni, sem var flutt á brott með kranabifreið. ÁSGEIR Þór Ásgeirs- son skipulagsverk- fræðingur og fyrrver- andi forseti Skáksam- bands Islands er lát- inn, 75 ára að aldri. Ásgeir fæddist 31. maí 1924 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjón- in Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofustjóri í Reykjavík, og Kar- ólína Sveinbjörg Sveinsdóttir. Ásgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944 og lauk B.S.-prófi í skipulagsverk- fræði frá MIT í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1948. Eftir að Ásgeir kom heim frá námi starfaði hann sem verkfræðingur á teiknistofu Skipu- lags bæja, kauptúna og sjávar- þorpa til ársins 1951. Hann var verkfræðingur Metcalfe-Hamilton- byggingafélagsins á Keflavíkur- flugvelli 1951-52 og starfaði hjá Wyatt C. Hedricks, Architects & Engineers-ráðgjaf- arfyrirtækinu á Kefla- víkurflugvelli 1952-55. Ásgeir var umferðar- verkfræðingur Reykjavíkurborgar frá 1955-1994 og starfaði síðast hjá Bílastæða- sjóði Reykjavíkur- boiyar. Asgeii- gegndi fjöl- mörgum félags- og trúnaðarstörfum og var heiðursfélagi Skáksambands Islands. Hann var gjaldkeri Taflfélags Reykjavíkur um tíma og forseti Skáksambands íslands 1957-66. Þá var hann far- arstjóri á Olympíuskákmótið í Leipzig 1960. Ásgeir var varamað- m’ fyrir Reykjavíkm’borg í Um- ferðarráði á árunum 1969-84. Ásgeir lætur eftir sig dóttur og tvö barnaböm. BENEDIKT GRETAR RAGNARSSON BENEDIKT Grétar Ragnarsson, spari- sjóðsstjóri í Vest- mannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur síðastliðinn sunnu- dag. Hann var 56 ára gamall. Benedikt Grétar var fæddur í Vestmanna- eyjum, sonur Ragnars Benediktssonar verk- stjóra og Guðmundu Jónsdóttur. Fljótlega að loknu gagnfræðaprófi árið 1962 hóf Benedikt Grétar störf í Sparisjóði Vest- mannaeyja. Hann var ráðinn sparisjóðsstjóri 1974 og gegndi því starfi óslitið til dauða- dags. Benedikt Grétar tók virkan þátt í félaginu Akoges í Vestmanna- eyjum og Bridsfélagi Vestmannaeyja. Hann átti sæti í stjórnum á vegum Sambands ís- lenskra sparisjóða. Benedikt Grétar var kvæntur Sigrúnu Þor- láksdóttur og áttu þau saman tvö börn. Sig- rún átti fyrir tvö böm. Morgunblaðið/Ingvar Þrír á slysadeild eftir árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.