Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 25

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 25 ERLENT Þíða í samskiptum Rússlands og Bandarikj anna eftir leiðtogafund í Köln Jeltsín og Clinton boða sættir milli ríkjanna Köln. Reuters, AFP. Reuters GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagnar Borís Jeltsín Rúss- landsforseta við komu þess síðarnefnda til Kölnar á sunnudag. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti ræddi við Bill Clinton Bandaríkja- forseta í Köln á sunnudag og sagði að ríkin þyrftu að sættast eftir deilu þeirra um loftárásir NATO á Júgóslavíu sem höfðu valdið mikilli spennu í samskiptum ríkjanna. Clinton tók í sama streng og spáði því að samband ríkjanna myndi styrkjast á ný og verða jafnvel betra en nokkru sinni fyrr. „Við þurfum að sættast eftir átök okkar. Það er aðalatriðið," sagði Jeltsín skömmu fyrir fundinn með Clinton. Þeir ræddust við í klukkustund og þetta var fyrsti fundur þeirra í tíu mánuði. Jeltsín var í Köln á lokadegi þriggja daga leiðtogafundar G-8 hópsins, sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands. Leiðtogamir ræddu aðgerðir til að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðunum og létta skuldabyrði þróunarríkja en bætt tengsl Vesturlanda og Rússiands vom helsta umræðuefnið. Afvopnunarviðræður í sumar Fyrstu merkin um þíðu í sam- skiptum Bandaríkjanna og Rúss- lands komu fram í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna tveggja eft- ir fundinn í Köln. I yfirlýsingunni sagði að ríkin myndu hefja viðræð- ur í sumar um hugsanlegar breyt- ingar á gagnflaugasamningi ríkj- anna frá 1972, ABM, og um frekari fækkun langdrægra kjamavopna. Sandy Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem Rússar léðu máls á því að breyta gagn- flaugasamningnum, sem fjallar um flugskeyti til að granda langdræg- um kjamorkuskotflaugum, til að greiða fyrir því að Bandaríkja- menn gætu eflt kjamorkuvamir sínar. í staðinn féllust Bandaríkja- menn á að hefja á ný viðræður um START 3-samninginn um fækkun langdrægra kjamavopna, en þeir höfðu áður krafist þess að rúss- neska þingið samþykkti fyrst START 2-samninginn. Markmiðið með START 2-samningnum var að fækka kjarnaoddum hvors ríkis í 3.500 en í viðræðunum um START 3 er gert ráð fyrir því að hvort ríki geti haldið 2.000 kjamaoddum. Bandaríkjaþing staðfesti START 2 árið 1996. Engin loforð um afskriftir lána Rússum tókst hins vegar ekki að tiyggja vemlegar afskriftir lána á leiðtogafundi G-8 hópsins. Rússar hafa átt í miklum erfiðleikum með að standa í skilum við erlenda lán- ardrottna sína frá því fjár- málakreppan í Rússlandi hófst í ágúst. Erlendar skuldir Rússa nema nú andvirði 10.300 milljarða króna og endurgreiðslur þeirra í ár eiga að nema rúmum 1.000 millj- örðum króna. Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Italíu og Kanada sögðu að Rússar yrðu fyrst að ná sam- komulagi við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn (IMF) áður en þeir gætu gert sér vonir um breytingar á skuldum þeirra. Jeltsín sagði við Clinton að A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og Sergej Stepashín, forsætisráð- herra Rússlands, þyrftu að hefja reglulega fundi á ný sem allra fyi-st. Clinton kvaðst hlynntur þeirri hugmynd. Stepashín, sem sat fundinn fyrstu tvo dagana í stað Jeltsíns, kvaðst ætla að fara til Washington í ágúst til að ræða við Gore. „Ég er á meðal vina núna“ „Ég er á meðal vina núna,“ sagði Jeltsín þegar hann faðmaði Ger- hard Schröder, kanslara Þýska- lands, á leiðtogafundinum. Leið- togar iðnríkjanna sjö vora ánægðir með sáttatóninn í rússneska for- setanum og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að ný „brú samkomulags“ hefði verið reist á milli Rússlands og vestur- veldanna. Jeltsín virtist fremur vel á sig kominn og afslappaður á fundinum þrátt fyrir veikindi hans síðustu misserin. „Hann virtist líkamlega sterkur ... hann getur ekki hlaupið mai-aþon en er vel á sig kominn," sagði Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada. Jeltsín færði Clinton óvenjulega gjöf á fundi þeirra, bunka af skjöl- um frá sovésku Íeyniþjónustunni KGB um morðið á John F. Kenn- edy. Berger sagði þetta „mjög áhugaverða gjöf‘ sem yrði rann- sökuð, þýdd og gefin út síðar. Jeltsín hafði gefið rússneskum stofnunum fyrirmæli um að safna saman öllum rússneskum gögnum um morðið, meðal annars leynileg- um skjölum um Lee Harvey Oswald, sem var sakaður um morð- ið á Kennedy og bjó um tíma í Sov- étríkjunum. «• Jj, , hiiiHTÍíí , ■" > ý't »-í4!# lis SSiitSr* Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR- V rétti ferðafélaginn. Honda CR-V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bllver sf.. simi 431 1985. Akureyri: Höldur hf., slmi 4813000. EgilsstaBlr. Bíia- og búvélasalan hf„ sími 4712011. Kefíavlk: BG Bllakringlan ehf., síml 4211200. Vestmannaeyiar: BilaverkstæðiO Bragginn, slmi481 1535.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.