Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 25 ERLENT Þíða í samskiptum Rússlands og Bandarikj anna eftir leiðtogafund í Köln Jeltsín og Clinton boða sættir milli ríkjanna Köln. Reuters, AFP. Reuters GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagnar Borís Jeltsín Rúss- landsforseta við komu þess síðarnefnda til Kölnar á sunnudag. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti ræddi við Bill Clinton Bandaríkja- forseta í Köln á sunnudag og sagði að ríkin þyrftu að sættast eftir deilu þeirra um loftárásir NATO á Júgóslavíu sem höfðu valdið mikilli spennu í samskiptum ríkjanna. Clinton tók í sama streng og spáði því að samband ríkjanna myndi styrkjast á ný og verða jafnvel betra en nokkru sinni fyrr. „Við þurfum að sættast eftir átök okkar. Það er aðalatriðið," sagði Jeltsín skömmu fyrir fundinn með Clinton. Þeir ræddust við í klukkustund og þetta var fyrsti fundur þeirra í tíu mánuði. Jeltsín var í Köln á lokadegi þriggja daga leiðtogafundar G-8 hópsins, sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands. Leiðtogamir ræddu aðgerðir til að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðunum og létta skuldabyrði þróunarríkja en bætt tengsl Vesturlanda og Rússiands vom helsta umræðuefnið. Afvopnunarviðræður í sumar Fyrstu merkin um þíðu í sam- skiptum Bandaríkjanna og Rúss- lands komu fram í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna tveggja eft- ir fundinn í Köln. I yfirlýsingunni sagði að ríkin myndu hefja viðræð- ur í sumar um hugsanlegar breyt- ingar á gagnflaugasamningi ríkj- anna frá 1972, ABM, og um frekari fækkun langdrægra kjamavopna. Sandy Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem Rússar léðu máls á því að breyta gagn- flaugasamningnum, sem fjallar um flugskeyti til að granda langdræg- um kjamorkuskotflaugum, til að greiða fyrir því að Bandaríkja- menn gætu eflt kjamorkuvamir sínar. í staðinn féllust Bandaríkja- menn á að hefja á ný viðræður um START 3-samninginn um fækkun langdrægra kjamavopna, en þeir höfðu áður krafist þess að rúss- neska þingið samþykkti fyrst START 2-samninginn. Markmiðið með START 2-samningnum var að fækka kjarnaoddum hvors ríkis í 3.500 en í viðræðunum um START 3 er gert ráð fyrir því að hvort ríki geti haldið 2.000 kjamaoddum. Bandaríkjaþing staðfesti START 2 árið 1996. Engin loforð um afskriftir lána Rússum tókst hins vegar ekki að tiyggja vemlegar afskriftir lána á leiðtogafundi G-8 hópsins. Rússar hafa átt í miklum erfiðleikum með að standa í skilum við erlenda lán- ardrottna sína frá því fjár- málakreppan í Rússlandi hófst í ágúst. Erlendar skuldir Rússa nema nú andvirði 10.300 milljarða króna og endurgreiðslur þeirra í ár eiga að nema rúmum 1.000 millj- örðum króna. Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Italíu og Kanada sögðu að Rússar yrðu fyrst að ná sam- komulagi við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn (IMF) áður en þeir gætu gert sér vonir um breytingar á skuldum þeirra. Jeltsín sagði við Clinton að A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og Sergej Stepashín, forsætisráð- herra Rússlands, þyrftu að hefja reglulega fundi á ný sem allra fyi-st. Clinton kvaðst hlynntur þeirri hugmynd. Stepashín, sem sat fundinn fyrstu tvo dagana í stað Jeltsíns, kvaðst ætla að fara til Washington í ágúst til að ræða við Gore. „Ég er á meðal vina núna“ „Ég er á meðal vina núna,“ sagði Jeltsín þegar hann faðmaði Ger- hard Schröder, kanslara Þýska- lands, á leiðtogafundinum. Leið- togar iðnríkjanna sjö vora ánægðir með sáttatóninn í rússneska for- setanum og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að ný „brú samkomulags“ hefði verið reist á milli Rússlands og vestur- veldanna. Jeltsín virtist fremur vel á sig kominn og afslappaður á fundinum þrátt fyrir veikindi hans síðustu misserin. „Hann virtist líkamlega sterkur ... hann getur ekki hlaupið mai-aþon en er vel á sig kominn," sagði Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada. Jeltsín færði Clinton óvenjulega gjöf á fundi þeirra, bunka af skjöl- um frá sovésku Íeyniþjónustunni KGB um morðið á John F. Kenn- edy. Berger sagði þetta „mjög áhugaverða gjöf‘ sem yrði rann- sökuð, þýdd og gefin út síðar. Jeltsín hafði gefið rússneskum stofnunum fyrirmæli um að safna saman öllum rússneskum gögnum um morðið, meðal annars leynileg- um skjölum um Lee Harvey Oswald, sem var sakaður um morð- ið á Kennedy og bjó um tíma í Sov- étríkjunum. «• Jj, , hiiiHTÍíí , ■" > ý't »-í4!# lis SSiitSr* Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR- V rétti ferðafélaginn. Honda CR-V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bllver sf.. simi 431 1985. Akureyri: Höldur hf., slmi 4813000. EgilsstaBlr. Bíia- og búvélasalan hf„ sími 4712011. Kefíavlk: BG Bllakringlan ehf., síml 4211200. Vestmannaeyiar: BilaverkstæðiO Bragginn, slmi481 1535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.