Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 23 Nýtt • • Oryggisbúnaður fyrir börn Einungis til að auðvelda eftirlit MARGIR foreldrar gera sér far um að kaupa þvottaefnisbrúsa með ör- yggislæsingu svo bamið gleypi ekki eiturefni, þeir kaupa öryggishlið svo bam detti ekki niður stiga og læs- ingu á eldhússkápana svo uppþvotta- lögurinn fái að vera í friði. Slíkur ör- yggisbúnaður auðveldar foreldrum eftirlit með litlum bömum en hann tryggir ekki að börn geti ekki farið sér að voða. Að sögn Herdísar Storgaard fram- kvæmdastjóra Verkefnisstjórnar um slysavarnir bama og unglinga eru kröfur til öryggisbúnaðar á þann veg að þegar 70% barna sem látin eru prófa búnaðinn ráða ekki við hann telst varan ömgg. „Þá era alltaf 30% barna sem sjá við öryggisbúnaðin- um.“ Herdís segir að þetta þýði að foreldrar eða þeir sem eru að gæta lítilla barna geti ekki treyst blint á þessar öryggisráðstafanir. Hún segir það hafa komið fyrir að börn hafi náð að bíta öryggistappa af umbúðum, þau hafi náð að hrinda öryggishliði fram af stigaskör og svo framvegis. Aukin spínatneysla hérlendis Prjóna- uppskriftir ÍSTEX hefur gefið út fjórar nýjar prjónauppskriftir fyrir grófan Bulky-lopa. I fréttatilkynningu frá Istex segir að þær sé hægt að prjóna á tveimur dögum, en flík- urnar eru einlitar og einfaldar. Uppskriftirnar eru seldar í hann- yrðaverslunum. ---------- Vínarbrauð og snúðar HALLDÓR Kvaran ehf. hóf ný- lega innflutning affrystum vínar- brauðum, kardimommu- og kanilsnúðum frá Findus. í frétta- tilkynningu frá Halldóri Kvaran efh. kemur fram að bakkelsið er fullbakað og einungis þarf að láta vöruna þiðna áður en hennar er neytt. Þá er hægt að hita hana í örbylgjuofni eða í skamman tíma við vægan hita í ofni. Járnríkt og auð- ugt að A- og B- vítamínum SPÍNATNEYSLA hefur verið að aukast hérlendis undanfarna mán- uði, um allt að 25% segja kaupmenn. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, segir að spínat sé mjög járnríkt og innihaldi mikið af fólasíni og A-vítamíni. Hún segir þó varasamt að gefa ungböm- um spínat, hvort sem það er ferskt eða frosið, vegna nítratsins sem það hefur að geyma. Þetta segir hún að komi fram í flestum ráðlegg- ingum um fæði ungbarna. Spínat er gjama uppistaða í bökum, notað í lasagne og stund- um í kartöflu- stöppu eða með pastaréttum. Spurt og svarað um neytendamál Munurinn á Tab og Tab extra Hver er munurinn á Tab og Tab- Xtra gosi? Er koffeinmagnið það sama? Að sögn Péturs Helgasonar gæðastjóra hjá Vífilfelli er um að ræða tvo mismunandi drykki með ólíkum bragðefnum. „Þó báðir beri nafnið Tab og flokkist sem sykur- lausir kóladrykkir þá er kraftmikið kólabragð af Tab-Xtra, sem er nokkuð ólíkt bragði Tabsins, sem hefur sitt sérstaka bragðeinkenni.“ Pétur segir að sætuefnasamsetning- in sé ólík að því leyti að Tab inni- heldur sýklamat og aspartam en Tab-Xtra inniheldur asesúlfam-K og aspartam. Þá bendir Pétur á að lítill munur er á koffeininnihaldi í þess- um drykkjum, sem er hámark 13 mg í 100 ml. NEYTENDUR Nýjar vörur frá Fróni Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson RÍSBRAUÐ. Spínat þykir frábært í salöt með beikoni og sveppum og síðan er hægt að vefja laxaflök með fersku léttsoðnu spínati. Fyrst er þá stráð á flakið hökkuðum lauk, salti, pipar og múskati. Bætt er við smávegis af hvítvíni eða rjóma og rétturinn er síðan látinn malla í um hálftíma í ofni. Skjávari fyrir PC-tölvur SNERRUÚTGÁFAN hefúr sent frá sér nýjan skjávara fyrir PC-tölvur með völdum Ijósmyndum frá íslandi. Tvær diskettur era í pakkningu, for- rit og Ijósmyndir. Skjávarinn gengur með Windows 95/98 eða NT 4.0. Leið- beiningar era á íslensku og ensku. Sokkabuxur KOMIN er á markað ný tegund af Oroblu-sokkabuxum, Master 20 den. Sokkabuxurnar era þunnar á tám og henta í bandaskó. Þær veita stuðn- ing og nudd yfir magasvæðið og fást í fjórum litum. Master 70 den era væntanlegar fyrir haustið. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson PRÓTÍNDRYKKURINN „Fuel“. Rísbrauð og prótíndrykkur KEXVERKSMIÐJAN Frón hef- ur hafið sölu og dreifingu á tveimur nýjum vörutegundum, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Er þar annars vegar um rísbrauð að ræða, en það er framleitt úr hrísgrjónum og sjávarsalti og mun þykja mjög hollt og gott. Hin vörutegundin er prótíndrykkur sem nefnist yFuel". Hann er framleiddur á Irlandi og kom fyrst á markað- inn árið 1998. Hlaut drykkurinn verðlaun á SIAL, sem er ein stærsta drykkjar og matvöru- sýning heims. Drykkurinn mun enda vera góður fyrir líkama og sál, en hann er með appelsínu- bragði og hver flaska hefur að geyma um 12% af ráðlögðum dagskammti af prótíni. Báðar þessar vörutegundir fást nú í matvöruverslunum og Heilsu- húsinu. Verslun á Netinu Ymsar brotalamir á þjónust- unni AÐ versla á Netinu er ekki eins þægilegt og margur hyggur, ef marka má nýlega könnun sem Al- þjóðlegu neytendasamtökin stóðu fyrir. Þar kom m.a. í ljós að pantað- ar vörar skila sér stundum alls ekki til viðskiptavina, eða ná til þeirra fyrst eftir langa bið, og að oft getur reynst erfitt að skila vöra og fá hana endurgreidda. Könnunin náði til 11 landa, þeirra á meðal Astralíu, Bandaríkj- anna, Bretlands, Japans og Þýska- lands, og alls vora 150 hlutir keypt- ir frá 17 löndum. I 11 tilvikum komst varan aldrei til þeirra sem framkvæmdu könnunina og í önnur 8 skipti var biðin eftir henni lengri en einn mánuður. Þá bauð aðeins rúmur helmingur þeirra fyrirtækja sem verslað var við upp á skil á vöru og í tveimur tilvikum var end- urgreiðslu enn beðið fjórum mán- uðum eftir að vörunni var skilað. Auk þessa sýndi könnunin að fyr- irtæki sem bjóða upp á verslun á Netinu láta oft undir höfuð leggjast að geta um þau flutningsgjöld sem leggjast ofan á verð vörannar sjálfrar og bregður því mörgum í brún þegar heildarreikningurinn berst þeim í hendur. Einnig má nefna að aðeins 13% fyrirtækjanna tryggja að upplýsingar um við- skiptavini berist ekki til þriðja að- ila. Segir Louise Sylvan, varafor- seti AJþjóðlegu neytendasamtak- anna, þvi' að helsta niðurstaða könnunarinnar sé sú að þróa þurfi verslun á Netinu frekar svo neyt- endur geti óhikað nýtt sér þessa þjónustu. Merkileg merkivél brother p-touch 200 Nýja merkivélin hefur sannarlega slegið í gegn. Þessi frábæra vél er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa allt í röð og reglu í kringum sig. „ v Hún hentar jafnt atvinnulífinu og heimilinu. .Aj' þíslenskir stafir ► 5 leturstærðir ► 8 mismundandi leturútlit ► 6, 9 og 12 mm prentborðar ► Prentar í tvær linur ► Prentborðar í mörgum litum & Nýbýlavegi 14 (Ath. nýtt heimilisfang), Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. Umboðsmenn: Volti ehf., Vatnagörðum 10. Raftækjav. Skúla Þórssonar, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Bókabúð Keflavíkur. Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Straumur, ísafirði. Húsasmiðjan raf- | lagnadeild, Akureyri. Öryggi ehf., Húsavík. Geisli, Vestmannaeyjum. Árvirkinn hf., Selfossi. ” * Meðan birgöir endast. aðeins fyrir konur r. framleiðir ekki bara venjuleg fjallahjól heldur líka sérstakar útgáfur af hjólum fyrir konur á öllum aldri með sérhönnuðum hnakkog stýri.Ævilöng ábyrgð á stelli og gaffli. cairsHier klein cateye SMimnna-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.