Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 11 FRETTIR Morgunblaðið/Jim Smart HLAUPAKONURNAR voru allt frá því að vera nokkurra vikna gaml- ar upp í níræðar. Metþátttaka í tíunda kvennahlaupinu RÚMLEGA tuttugu þúsund konur hlupu frá níutíu stöðum á landinu á laugardaginn. Einnig var hlaupið frá tíu stöð- um erlendis og voru það um 4-500 konur sem hlupu ís- Ienskt kvennahlaup ytra. Þetta er tíunda árið í röð sem konur hlaupa saman á kvenréttinda- daginn. Markmiðið með hlaup- inu er að hvetja konur á öllum aldri til að taka þátt í íþrótt- um. Einnig er lögð áhersla á að þetta sé ekki keppnisíþrótt og því eru allir þátttakendur sig- urvegarar, að sögn Helgu Guð- mundsdóttur, framkvæmda- stjóra Kvennahlaups ISI. Keppendur voru allt frá nokkurra vikna gamlir upp í nírætt. Sumir keppendanna voru ófæddir því að nokkuð var um ófrískar konur í hlaup- inu. Helga sagði að hlaupið hefði alls staðar gengið mjög vel fyr- ir sig og keppendur verið ánægðir. Kvennahlaupið var fyrst haldið árið 1990 og var þá einungis hlaupið í Garðabæ. Þá voru þátttakendur um 2.600 talsins. ALMENN ánægja var meðal þátttakenda með kvennahlaupið. Samgönguráðherra um álitsgerð Samkeppnisstofnunar Lekinn ekki úr sam- gönguráðuneytinu STURLA Böðvarsson samgönguráðherra neitar því að Landssíminn hafi fengið álitsgerð Samkeppnisstofnunar um málefni Landssímans frá sam- gönguráðuneytinu áður en álitsgerðin var birt Landssímanum formlega eins og Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofriunar heldur fram. Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar Samkeppnisyfir- völdum skylt að upp- lýsa almenning GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að Samkeppnisstofnun eða sam- keppnisráði sé í samkeppnislög- um gert skylt að upplýsa al- menning á fullnægjandi hátt um úrskurð sinn. Þórarinn V. Þór- arinsson, stjórnarformaður Landssíma íslands hf., hefur á hinn bóginn gagnrýnt Sam- keppnisstofnun íyrir að taka fullan þátt í opinberri umræðu um úrskurð samkeppnisráðs frá 9. júní sl., en þá afgreiddi ráðið kæru Tals hf. vegna GSM-þjón- ustu Landssímans. Guðmundur bendir á 19. gr. samkeppnislaga máli sínu til stuðnings og hljóðar hún svo: „Ef samkeppnisráð eða Sam- keppnisstofnun telur að ákvæði laga eða stjómvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiðum laga þessara og torveldi frjálsa sam- keppni í viðskiptum skal vekja athygli ráðherra á því áliti. Slíkt álit skal einnig birta almenningi á fullnægjandi hátt, til dæmis með fréttatilkynningu til fjöl- miðla eftir að það hefur verið kynnt ráðherra." Að sögn Guðmundar telur Samkeppnisstofnun það því hlutverk sitt að fylgja eftir áliti stofnunarinnar með því að upp- lýsa almenning um málavexti ekki síst þegar í ljós kemur að málsaðilar hafi misskihð úr- skurðinn að veralegu leyti. í frétt Morgunblaðsins sl. sunnu- dag er haft eftir Guðmundi að áUts- gerðin hafi verið birt ráðherra kl. 16 á miðvikudag en málsaðilum Lands- símanum og TaU hf. kl. 14 daginn eftir. „Eg er mjög undrandi á þessu útspili forstöðumanns samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar," sagði Sturla. „Ég velti því fyrir mér hvaða tilgangi þetta þjóni en stað- reyndir málsins era þær að bréf Samkeppnisstofnunar var bókað inn í ráðuneytið um lokun miðviku- daginn 9. júní og ég sá það ekki fyrr en á fimmtudegi og náði ekki að kynna mér bréfið fyrr en eftir hádegi fimmtudaginn 10. júní. Þá strax byijuðu hringingar frá fjöl- miðlum og þá fyrst ríkisútvarpið, sem hringdi og hafði þá upplýsing- ar um þetta mál. í millitíðinni óskaði ég eftir að starfsmenn ráðu- neytisins myndu undirbúa skoðun á málinu og ég leit svo á að það væri ekki um trúnaðarapplýsingar að ræða. Enda var þetta bréf sem sent er inn í ráðuneytið og slíkir pappír- ar era ekki lokaðir inni. Starfsmenn ráðuneytisins leituðu að minni ósk strax til formanns stjómar Lands- símans til að afla frekari upplýs- inga fyrir mig. Þannig að allt tal um leka er fjarri lagi og ég vísa því al- gerlega á bug að ráðuneytið standi fyrir einhveijum leka til aðila í þessu sambandi. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að verið er að vinna að málinu.“ Umhverfísáhrif virkjunar Jökulsár á Brú Afleiðingin yrði breytt ásýnd Dimmugljúfra Hvert er hið rétta nafn gljúfranna undir Kárahnúkum? EKKI era aUir á eitt sáttir um hvaða nafn gljúfur Jökulsár á Brú undir Kárahnúkum skuU bera, en nöfnin Dimmugljúfur og Hafra- hvammagljúfm- hafa verið notuð á víxl í umræðunni undanfarið. Nafn gljúfranna er ekki merkt inn á kort LandmæUnga Islands, en í Is- landshandbókinni og ritinu Landið þitt, sem bæði eru nýleg uppfletti- rit um íslenska náttúru, eru þau nefnd Hafrahvammagljúfur. Aðalsteinn Sigurðsson, sem áð- ur var bóndi á Vaðbrekku í Jökul- dal, telur nafnið Dimmugljúfur vera mun eldra nafn en Hafra- hvammagljúfur. Hann segir að sér hafi verið sagt að gljúfrin hétu Dimmugljúfur þegar hann var lítill drengur, en hann er nú á sjötugsaldri. Segir hann að nafnið Hafrahvammagljúfur hafi komið til eftir að jarðfræðingar skoðuðu svæðið fyrir um 30 árum. Þeir hafi nefnt það eftir hvömmum við vestanverð gljúfrin sem lengi hafi borið nafnið Hafrahvammar. Aðalsteinn segir að bændur sem smöluðu úr hvömmunum við gljúfrin hafi sjaldnast nefnt gljúfrin sjálf á nafn í daglegu tali, enda hafi þeir ekki þurft að sækja fé þangað. Hins vegar hafi hvammamir og fellin í kring heit- ið ýmsum nöfnum sem flestum beri saman um. Gljúfrin lengi nafnlaus Margt bendir til að gljúfrin hafi einungis nýlega hlotið nafn. í bókinni Á hreindýraslóðum" sem gefin var út árið 1945 og skrifuð er af Helga Valtýssyni sem fór um svæðið era þau kölluð „gljúfrin“. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur tekur undir þetta, en hann hefur nýlega lokið rannsókn á nöfnum gljúfranna. „Gljúfrin voru nafnlaus langt fram á þessa öld. Svo kemur til sögunnar Hafrahvammanafnið, en það kom fyrst fram í grein Pálma Hannessonar, jarðfræð- ings og fyrrverandi rektors Menntaskólans í Reykjavík. Hann skrifar það nafn 1938 þótt greinin hafi ekki verið gefin út fyrr en 1958. Þetta nafn er ríkj- HUGMYNDIR um virkjun Jökulsár á Brú hafa verið uppi um nokkurt skeið. Reiknað er með að afl virkjunarinnar verði 500 MW og yrði hún langstærsta virkjun landsins ef hún yrði að veruleika. Áhrif virkjunarinnar á umhverfið yrðu töluverð og má þar meðal annars nefna breytingu á ásýnd Dimmugljúfra. Syðri hluti Dimmugljúfra er fyrir- hugað stíflustæði Hálslóns, miðlunar- lóns fyrir Kárahnúkavirkjun. Megin- stífla lónsins verður við Innri-Kára- hnúk, þar sem Dimmugljúfur eru um 90 metra djúp. Miðað við núverandi áætlanir um miðlunarþörf verður að- alstífla lónsins ein sú hæsta í Evrópu eða 185 m á hæð, þar af 95 metrum yfir gljúfurbarminum. Stíflan nær hátt upp í Innri-Kárahnúk og yfir í hjalUnn hinum megin við gljúfrin. Að auki þarf að reisa tvær minni stíflur sem verða um 50 og 30 m háar. Fyrirhuguð stærð Hálslóns er um 1.880 Gl. Flatarmálið yrði 48 km, sé miðað við 624 m.y.s., og er það á við hálft Þingvallavatn. Við þessa vatns- hæð fara um 35 km gróðurlendis undir vatn, miðað við loftlínu og mun lónið nó frá jökulrönd Brúarjökuls og að Innri-Kái’ahnúk. Ahrif Kárahnúkavirlqunar á um- hverfið hafa ekki verið metin til fulls þótt margvíslegar rannsóknir hafi ver- ið gerðar á svæðinu, og standi enn yfir. Ljóst er að syðsti hluti Dimmugljúfra fer undir vatn, malarhjaUamir þar í kring og einnig fossar í Kringilsá og Sauðá. Þijú megingróðursvæði eru umhverfis lónið. Það eru Kringils- árrani, SauðafeU að vestan og Vesturöræfi að austan. Á KringUs- árrana eru menjar um framhlaup Brú- arjökuls 1890, fjölbreytileg botnurð og bæði eldri og yngri jökulgarðar, auk þess sem það er friðland hreindýra. Tólf eða þrettán fuglategundir verpa á svæðinu sem Hálslón mun ná yfir, og er heiðagæs þar langalgengust andi þangað til Dimmugljúfra- nafnið kemur upp, en það er ekki fyrr en á síðustu árum. Ég sá það fyrst á prenti hjá Hjörleifi Gutt- ormssyni í árbók Ferðafélags Is- lands 1987, en hann hefur það eft- ir Bessa Aðalsteinssyni úr ritgerð hans um jarðfræði Brúaröræfa sem skrifuð var á svipuðum tíma. Hann notar fyrstur þetta nafn en ritgerðin var aldrei gefin út,“ seg- ir Helgi Hallgrímsson um helstu niðurstöður rannsóknar sinnar. Helgi segist jafnframt hafa komist að því að Hrafnkelsdæl- ingar, bæði á Aðalbóli og Vað- brekku hafi notað Dimmugljúfi’a- nafnið allt frá því um 1940, en bara um miðhluta gljúfranna, þar sem þau eru þrengst og dýpst. Dimmugljúfur sem heildarnafn hafi hins vegar fyrst verið notað af fréttamönnum undanfarið. Að sögn Helga hafa gljúfrin verið kölluð fleiri nöfnum. Hann segist hafa heyrt þau kölluð Kárahnúkagljúfur en sjálfur leggur hann til að þau verði köll- uð nýju nafni: Miklugljúfur. Áhrif á upplifun ferðamanna Auk áhrifa sem virkjunin mun hafa á fugla, hreindýr og gi-óður mun hún koma til með að breyta ásýnd Dimmugljúfra töluvert og hafa áhrif á upplifun ferðamanna sem skoða gljúfrin og næsta nágrenni. í skýrslu samstarfsnefndar iðnaðarráðuneyt- isins og náttúruverndarráðs um orkumál frá 1993, segir að virkjun við Kárahnúka muni koma til með að hafa stórfelld eða mjög mikil áhrif á ferðamennsku. Þar segir að verði stíflað við Innri-Kárahnúk skerðist gljúfrin veralega og verði ennþá dimmari en nú, auk þess sem vatnið mun ekki koma til með að renna þar lengur í gegn. Áhrif virkjunar við Dimmugljúfur á ferðamennsku_ eru einnig metin í skýrslunni ,Áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku“. Skýrsluhöfundur kemst að þeirri nið- urstöðu að áhrifin yrðu bæði jákvæð og neikvæð. Bætt aðgengi að Dimmugþúfrum hefði jákvæð áhrif á útivistargildi svæðisins, þar sem hægt yrði að komast inn í gljúfrin og skoða þau neðan frá, eða af toppi einnar hæstu stíflu í Evrópu. Framkvæmd- irnar hefðu hins vegar mikil neikvæð áhrif á útivistargildi svæðisins fyrir þann hóp ferðamanna sem sækist eft- ir að upplifa ósnortna náttúru. Að lok- um segir að víst sé að ef ráðist verði í framkvæmdimar, verði skrefið stigið til fulls, og gildi svæðisins í náttúrunni ekki aftur endurheimt. Kárahnúkavirkjun er skyldug til að fara í gegnum formlegt ferli mats á umhverfisáhrifum, en vegna stærð- ar virkjunarinnar verður líklega ekki ráðist í framkvæmd hennar nema samningar um orkusölu til stóriðju náist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.