Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 47^ ISIMIIS Kramnik og Kasparov efstir í Frankfurt þegar mótið er hálfnað SKAK Frankfurt FRANKFURTSKÁKMÓTIÐ 29. júní - 2. júlí KASPAROV og Karpov mætt- ust öðru sinni á skákmótinu í Frankfurt í fjórðu umferð. Ka- sparov hafði hvítt að þessu sinni, en niðurstaðan varð sú sama og í fyrri skák þeirra og þeir sömdu um jafntefli. Mótið er nú hálfnað, en tefld er fjórföld umferð. Þrátt fyrir að hart sé barist á skákmótinu enduðu allar skákim- ar á öðrum degi mótsins með jafn- tefli, nema skák Anands og Kar- povs í fimmtu umferð. Karpov, sem hafði svart, vann skákina. Þar með hefur Anand tapað tveimur skákum á mótinu og er í neðsta sæti að loknum sex umferðum með 2 vinninga. Karpov er með 50% eða þrjá vinninga, en þeir Kramnik og Kasparov eru efstir með 3?4 vinning. Kasparov var ekki ánægður með taflmennsku sína á öðrum degi keppninnar. Hann sagðist hafa ruglast á leikjaröð í afbrigði sem hann hafði undirbúið fyrir skákina við Karpov og hefði allt eins getað tapað skákunum gegn Kramnik og Anand. Andstæðing- ar sínir hefðu að vísu einnig gert mistök, en það væri lítil ástæða til að gleðjast yfir því. Fimm leikjum er nú lokið í skák Kasparovs gegn heiminum: l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rc6 Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.simnet.is/hellir. Skákþing Garðabæjar hefst í kvöld Skákþing Garðabæjar hefst í kvöld, en það er hluti af Bikar- keppninni í skák. Fyrst eru tefld- ar þrjár atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma og síðan verða fjórar kappskákir tefldar. Fyrsta umferð hefst í kvöld kl. 19:30. Teflt verður í Garðaskóla í Garðabæ. Öllum er heimil þátt- taka í mótinu. Þátttaka tilkynnist í tölvupósti (pall@vks.is) með titlinum „Skráning" og nafni viðkomandi í texta, eða í síma 861 9656 (Páll Sigurðsson). Einnig er hægt að skrá sig við upphaf móts á móts- stað. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 2.7. Skákþing Garðabæjar kl. 19:30 5.7. Hellir. Atkvöld kl. 20 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson llmsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélag Kópavogs LAUGARDAGINN 3.7. koma^ F æreyingar frá Klaksvíkur Bridgefélagi í vinabæjarheimsókn til Bridgefélags Kópavogs og dvelja í góðu yfirlæti hjá vinum sínum í Kópavogi til sunnudagsins 11.7.99. Spilaðar verða tvær tvímenn- ingskeppnir við Færeyingana, sú fyrri verður spiluð þriðjudaginn 6.7. 99 og er Joað opinn tvímenning- ur þar sem Islendingar og Færey- ingar etja kappi saman. Seinni tvímenningur þar sem ís- lendingar og Færeyingar mynda pör saman. Þessar keppnir eru öllum opnar og hvetjum við sérstaklega velunn- ara félagsins og gamla færeyjafara til að mæta. Spilamennska hefst kl. 19.45 og spilað verður í Þinghól, Hamraborg. Stjórnin R A Ð AUGLÝSI IM G A ATVIIMINIU- AUGLÝSINGAR Kennari í handmennt Laus er staða kennara í handmennt (hannyrðir og fl.) við Grunnskólann í Þorlákshöfn næsta skólaár. í skólanum stunda um 260 nemendur nám og um 30 starfsmenn vinna við skólann. Á staðn- um er glæsilegt íþróttahús og mikið íþróttalíf. Sveitarfélagið Ölfus útvegar ódýrt húsnæði. Boðið er upp á heilsdagsvistun í leikskólanum. Laun greidd eftir viðbótarsamningi milli kennara og bæjarstjómar. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoð- arskólast. í símum 483 3621,483 3499, 483 3820 og 895 2099. Einnig eru ýmsar upplýsingar um skólann á vef hans, slóðin er http://rvik.ismennt.is/~thorlaks/ Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Fjármálastjóra vantar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt náms- og starfsferli berist skrifstofu skólans fyrir 26. júlí nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð- um. Laun samkvæmt kjarasamningum. Upplýsingar veita Kristín Arnalds í síma 557 2505 og 854 4095 og Stefán Benediktsson í síma 587 4567. Skólameistari. Blaðbera vantar á Snorrabraut |ý Upplýsingár gefnar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Blaðbera vantar í Hvassaleiti. Einnig vantar blaðbera í afleysingar á Arnarnesi og Ásum. ^ Upplýsingar gefnar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Garðplöntusala ísleifs Sumarliðasonar Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir: Runnarog rósir. Tilboð: Himalajaeinirfrá kr. 590, gljámispill frá kr. 150, birkikvistur kr. 290, skriðmispill kr. 480 o.fl. Ath. breytturopnunartími, frá kl. 10.00—19.00. Sími 566 7315. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Miðstræti 18, Neskaupstað, þriðjudaginn 6. júií 1999 kl. 14.00 á eftirfarandi eign: Piljuvellir 27, efri hæð og bílskúr, Neskaupstað, þingl. eig. Bergljót Bjarkardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, 1. júlí 1999. TILBOÐ / ÚTBOÐ Sléttaland Ásahreppi Tilboð óskast í húsið sem er gamalt samkomu- hús, en var endurbætt og breytt í iðnaðar- húsnæði árið 1984. Húsið er 163,4 m2 eða 700 m3 með hitaveitu og því fylgir einn hektari af afgirtu landi þarsem plantað hefurverið trjá- gróðri. Askilinn er rétturtil að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 487 5076. Tilboðum þarf að skila skriflega fyrir 20. júlí 1999 til skrifstofu Ásahrepps. f.h. Ásahrepps, Jónas Jónsson, oddviti. LANDS SÍMINN Útboð Varaaflsvélar 70501-1081-A og -B Landssími íslands hf. óskareftirtilboðum í varaaflsvélar og uppsetningu þeirra víðsvegar um landið. Um er að ræða tvö aðskilin tilboð, A- og B- hluta. í A-hlutanum eru 8 vélar á stærðarbilinu 20 tíl 120 kVA. B-hlutinntekurtil 700 kVAvélar sem mun þjóna Múlastöð. Verkhluta A skal vera lokið eigi síðar en 30. nóvember 1999, en B-hlutanum hinn 15. nóv- ember 1999. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu hjá Fast- eignadeild Landssímans, Landssímahúsinu v. Austurvöll frá og með fimmtudeginum 1. júlí. Hvor hluti gagnanna kostar 2.500 kr. Vakin er athygli á því að gögnin eru á ensku. Tilboðin verða opnuð í Landssímahúsinu föstudaginn 23. júlí 1999 kl. 13.30 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Landssími íslands hf. FÉLAGSLÍF Dagskrá helgarinnar 3.-4. júlí Laugardagur 3. júlí Kl. 13.00 Barnastund. Farið frá þjónustumiðstöð, litað og leikið í Hvannagjá og náttúran skoðuð í um 1 klst. Ætluð börn- um á aldinum 5—12 ára. Kl 13.00 Hrauntún. Gengið frá þjónustumiðstöð eftir Leiragötu í Hrauntún, Lambagjá og að Sleðaásrétt. Á leiðinni verður fjallað um náttúrufar og sögu og tekur gangan 2—3 klst. Gott er að vera vel skóaður og að hafa nestisbita. Sunnudagur 4. júlí Kl. 13.00 Lambhagi. Farið verður frá bílastæði við Lamb- haga, gengið niður í Lambhaga og lífríkið skoðað. Þetta er létt 2—3 klst. ganga en gott að vera vel skóaður og hafa nestisbita og sjónauka meðferðis. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Allar frekari upplýsingar veita landverðir i þjónustumiðstöð þjóðgarðsins, s. 482 2660. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI e - SlMI 568-2533 Næturganga í Heklu. Brottför kl.18.00 í kvöld. Helgar- ferð í Landmannalaugar 2.-4. júlí. Brottför kl. 19.00. Næstu ferðir eru kynntar á textavarpi^—. bls. 619 og á fókus (dv.is) og á heimasíðu: www.fi.is. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.