Morgunblaðið - 04.07.1999, Side 2

Morgunblaðið - 04.07.1999, Side 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ævintýraferð ofurhuga til Islands Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson ROY Karlsen (t.h.) og Ove Herlogsson um borð í bátnum í Reykjavík- urhöfn en hann á að fleyta þeim umhverfis hnöttinn. Fyrsta hnattsigl- ingin í opnum báti TVEIR ofurhugar frá Noregi og Svíþjóð hafa nú stutta viðdvöl í Reykjavíkurhöfn á leið sinni um- hverfís hnöttinn. Er það ætlun þeirra að verða fyrstir manna til að ljúka slíkri siglingu á opnum báti. Mennirnir tveir, þeir Roy Karl- sen og Ove Herlogsson, lögðu af stað frá smábænum Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar 5. júní siðastliðinn og áætla þeir að ferðin taki i heild um níu mánuði. Hefúr gengið á ýmsu hjá þeim þennan fyrsta mánuð og koma þar til bæði tæknilegir örðugleik- ar og veðurofsi. Þannig datt GPS-tæki þeirra út á leiðinni frá Bergen til Shetlandseyja og urðu þeir að notast við kíki í staðinn. Þá hefur blásið ansi hressilega á þá og segja þeir félagar vind- hraðann aldrei hafa farið undir 15 metra á sekúndu fyrr en á leiðinni frá Höfn til Reykjavíkur. Þeir láta þó engan bilbug á sér fínna og segja þetta mótlæti raunar aðeins hafa hert sig. Hægt að fylgjast með á Netinu Þeir Karlsen og Herlogsson munu hafa nokkurra daga við- dvöl í Reykjavík til að safna kröftum og undirbúa næsta áfanga ferðarinnar, sem felur í sér siglingu til Ammasalik á Grænlandi. Segja þeir það verða erfíða ferð þar sem þeir verða lengi úti á rúmsjó og vilja þeir því gjarnan komast í samband við íslensk skip sem sigla munu þessa leið, svo hægt sé að hafa samflot. Frá Grænlandi munu þeir síð- an sigla til Nýfúndnalands og þaðan suður með austurströnd Bandaríkjanna uns komið er f Karíbahafíð. Þá fara þeir um MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Míru, „Spennandi hugmyndir fyrir heimilið þitt“. MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir 52 blaðsíðna ferðahandbók, Sumar- ferðir ‘99. í handbókinni er fjallað um ferðaleiðir, ferðaþjónustu, náttúrufar og fleira sem lýtur að ferðamennsku hringinn í kringum landið. Panamaskurðinn og svo norður eftir vesturströnd Bandaríþjanna og Kanada, allt að Aljútaeyjum. Þaðan liggur leiðin að Japan og svo meðfram strandlengju Asíu uns komið er í Rauða hafíð, en þá fara þeir um Súez-skurðinn yfír í Miðjarðarhafið og sigla að Iokum heimleiðis norður eftir vestur- strönd Evrópu. Gera þeir ráð fyrir að verða komnir aftur til Lysekil um miðjan febrúar á næsta ári, en þá munu þeir hafa lagt að baki um 55.000 sjómflur. Hægt er að fylgjast með ferðum Karlsens og Herlogssons á Net- inu og er slóðin http://www.adventurearound- world.com. Hvetja þeir einkum Þórsmörk Rólegt fyrstu nóttina UM 3.000 manns eru í Þórs- mörk um helgina, aðallega ungt fólk. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Hvolsvelli gekk föstudags- nóttin mjög vel íyrir sig og ekkert stórmál kom upp þótt ölvun væri nokkuð almenn. Engin fíkniefnamál komu upp aðfaranótt laugardags og enginn var tekinn fyrir ölvun- arakstur. Að sögn lögreglu er reynslan sú að föstudags- kvöldin séu yfirleitt róleg en seinna færist fjör í leikinn. Á laugardögum sé vanalegast komin ákveðin drykkjuþreyta í mannskapinn og menn orðn- ir úrillir. Búist er við þungri umferð í dag Að sögn lögreglu var gífur- lega mikil umferð upp í Þórs- mörk á fóstudaginn og stóð hún fram yfir miðnætti. í gær var hins vegar lítil umferð, en búast má við að umferð fari að þyngjast þegar líða tekur á sunnudaginn og fólk heldur heim á leið. skólabörn til að fylgja sér eftir og vona að ferð þessi geti orðið þeim hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérútbúinn bátur Sem fyrr segir er ferð Karl- sens og Herlogssons fyrsta hnatt- siglingin í opnum báti. Er um að ræða bát af gerðinni Utter 5412 og er hann útbúinn ýmsum tækninýjungum til að auðvelda ferðina. Þannig eru sérstakir ál- teinar, s.k. Speed Rails, á skut bátsins og þrýsta þeir vatninu niður frekar en til hliðar og lyfta bátnum þannig betur upp. Minnkar það mjög eldsneytis- notkun og eykur hraða bátsins. Radeplein í Njarðvík- urhöfn NÝTT flutningaskip Atlants- skipa, M/S Radeplein, lagðist að bryggju í Njarðvíkurhöfn í fyrsta skipti í fyrrinótt. Skipið, sem tek- ur 294 gámaeiningar, kom frá Norfolk í Virginíu-ríki í Banda- ríkjunum. Það sér um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Skipið er skráð í Hollandi og eru átta menn í áhöfn. Radeplein fer frá íslandi nk. miðvikudag. Landsmót harmoniku- unnenda á Siglufírði Fólk skemmti sér kon- unglega UM 800 manns hafa verið á Siglu- firði um helgina í tengslum við Landsmót harmonikuunnenda og að sögn Theodórs Júlíussonar mótsstjóra hefur mótið gengið mjög vel og fólk skemmt sér kon- unglega. Mótið hófst á fimmtudaginn með aðalfundi Sambands íslenskra harmonikuunnenda en átti að ljúka í nótt með lokadansleik í íþrótta- húsinu. I gærdag skemmtu rúss- neskir tvíburar gestum með harm- onikuleik, þar sem þeir sýndu ýms- ar kúnstir, m.a. spiluðu þeir með hauspoka og fullt rauðvínsglas á harmonikunni. Þá var einnig sam- spil íslenskra harmonikusveita á Ráðhústorginu um kvöldið áður en lokadansleikurinn hófst. Á föstudaginn voru stórhljóm- leikar í íþróttahúsi staðarins þar sem tíu sveitir komu fram og spil- uðu í þrjá tíma fyrir um 500 áhorf- endur, að sögn Theodórs. Hann sagði að eftir það hefði fólk skemmt sér á Síldarminjasafninu, þar sem harmonikuleikarar létu gamminn geisa. Um kvöldið var síðan dansað á þremur stöðum við harmonikuundirleik fram á nótt. -----*-M----- Risaskip í Sundahöfn á þriðjudag EITT stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Arcadia, kemur til Reykjavíkur næstkomandi þriðju- dagsmorgun en það er 63 þúsund tonn að stærð. Skipið kemur hing- að frá Akureyri og staldrar við til miðnættis á þriðjudag. Umboðs- þjónusta Eimskips sér um af- greiðslu skipsins. Skipið er í eigu alþjóðaskipafé- lagsins P&O og er það 245 metra langt, tekur 1.500 farþega og í áhöfn eru 650 manns. Ráðgert er að skipið leggist að Kornbakka í Sundahöfn, en verði of hvasst verð- ur skipið að halda kyrru íyrir á ytri höfninni. Meðan skipið staldrar við verður farþegum gefinn kostur á að fara í ferðir að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og fleira og sér ferðaskrifstof- an Atlantik um þá hlið málsins. Umboðsþjónusta Eimskips tekur í sumar á móti 13 skemmtiferðaskip- Vandinn á sér djúpar rætur ► Miklir erfiðleikar í rekstri vest- firskra sjávarútvegsfyrirtækja síðasta áratuginn eru í kastljósinu þessa dagana. /10 Umdeilt hérað á krossgötum Asíu ► Ekkert bendir til annars en að deilur um Kasmír muni halda áfram um ókomna tíð. /14 Réttarstaða einstak- linga orðin sterkari ►Sólveig Pétursdóttir, nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, í viðtali. /20 Frá olíutönkum í öryggisbúnað ►Viðskiptaviðtalið er við Gunn- laug Steindórsson og Steindór Gunnlaugsson í Dynjanda. / 26 B ►1-20 í bráðri neyð ► Merkilegt samstarf hefur tekist milli aðila hér á höfuðborgarsvæð- inu og aðila í Pittsburgh í Banda- ríkjunum um menntun bráðtækna til sjúkraflutninga. /1&10-13 „Litrík“ tilvera ► Fæstir eru háðir litum í sama mæli og Lind Völundardóttir, lit- unarsérfræðingur Nederlands Dans Theater. /4 Búksorgir hverfa á golfvellinum ►Þrátt fyrir að Gissur Ó. Erl- ingsson sé orðinn níræður lætur hann sig ekki muna um að fara níu holurnar. /6 C FERÐALÖG ► l-4 Húsið hennar Önnu Frank ► í Amsterdam er safn Onnu Frank í húsinu þar sem hún leyndist og skrifaði rómaða dag- bók sína. /2 Þjóðráð handa lestar- ferðalöngum ►Varist að stinga höfðinu út um gluggann. /4 D BÍLAR ► l-8 Hraði, afl og hemiun í Porsche ► Porsche 911 Carrera 4 prófaður á Egilsstaðaflugvelli /2 Reynsluakstur ►Flaggskipið Volvo S80 með ríkulegum þægindum. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMA ► l-20 Tölvuökuskírteini á ísiandi í augsýn ►Evrópsk staðfesting á tölvu- og upplýsingafærni. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/2M/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjömuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavíkurbréf 28 Hugvekja 44 Skoðun 31 Fólk í fréttum 48 Viðhorf 33 Utv/sjónv. 46,54 Minningar 33 Dagbók/veður 55 Myndasögur 42 Mannlífsst. 15b Bréf til blaðsins 42 Dægurtónl. 16b ídag 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.