Morgunblaðið - 04.07.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 17 ÍÞRÓTTIR manns. Það segir alla söguna. Hér eru alltof fáir vellir byggðir. Akur- nesingar eru vissulega að stækka sinn völl í átján holur og Selfyssing- ar voru að vígja skemmtilegan völl eftir miklar breytingar. Það er nýr og skemmtilegur völlur í Þorláks- höfn og þar hafa menn hug á að fjölga um níu holur í átján. En það er lítið byggt á höfuð- borgarsvæðinu. Golfklúbbur Reykjavíkur, Keilir, Oddur og Golfklúbbur Setbergs eru nánast allir orðnir fullir. Þeir geta vart tekið við fleirum. Einhverjum er hægt að bæta við hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hugs- anlega komast fimmtíu til hundrað manns enn fyrír í Keili. Annars er enn laust hjá Kili í Mosfellsbæ, á Suðurnesjum og hjá Leyni á Akra- nesi. Þangað er náttúrlega mun styttra að fara með tilkomu Hval- fjarðarganganna. Menn eru líka fljótir að skjótast í Hveragerði og á Selfoss. Það má þó segja að þetta sé jákvætt vandamál. Hér vantar fleiri holur," segir Frímann. Eru einhverjar viðhætur fyrir- hugaðar á höfuðborgarsvæðinu? „Því hefur heyrst fleygt að þeir ætli að bæta við níu holum í viðbót hjá Oddi. Stutt er síðan GR vígði Korpúlfsstaðavöll. Beiðni Kjalar- manna í Mosfellsbæ um stækkun vallar var hafnað en ég er ekki nógu kunnugur málum í Mosfells- dal gagnvart Bakkakoti. Þá er fyr- irhugað að bæta öðrum níu holum við í Leirdal í landi Kópavogs ein- hvern tíma á næstu árum, sem við- bót við átján holur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Þá verð- ur sá klúbbur orðinn fullur en hann er að verða það nú þegar.“ Vantar kennara og vallarstarfsmenn Frímann segir að þótt sala á vallargjöldum og boltum á æfinga- svæðin hafi verið lítil það sem af er sumri, hafa leiðbeinendur haft í nógu að snúast. „Kennararnir hafa feikinóg að gera. Stærsti hluti við- skipta þeirra kemur frá byrjend- um. Ef námskeið er haldið fyllist það alveg í hvelli. Þeir geta auð- veldlega búið sér til vinnu og þetta virðist vera orðin starfstétt sem vert er að mæla með. Hér vantar mikið af kennurum. Klúbbarnir á landsbyggðinni eru líka að auglýsa eftir leiðbeinendum. Fleiri vallarstarfsmenn vantar líka. Við höfum orðið vitni að mik- illi framför í allri umhirðu og rækt- un á golfvöllum landsins eftir að menn fóru að koma með þekkingu þess efnis frá Skotlandi á undan- förnum árum. Það er mjög jákvætt og við sáum í vor, þegar hér var haldin ráðstefna á vegum Knatt- spyrnusambandsins og félags golf- vallastarfsmanna á íslandi, að hér er mikill áhugi á ræktun grasvalla, hvort sem það er fyrir knattspyrnu eða golf. Ráðstefnuna sóttu um sextíu manns sem báru saman bækur sínar og það er auðvitað af hinu góða,“ segir Frímann. BARMMERKI BIKARAR VERÐLAUNAPENINGAR FANNAR LÆKJARTORGI S:551-6488 ® mbl.is —ALLTAf= GITTH\SA£) NÝTT ÍSKI I IN SÍflsyHULA 35 uýdue uuuá e, is Á GÚUU VIIII r verðskrá kr. Sýnishorn Barnaís 80 Miðstærð 110 kr Stór 150 kr Sháke l/till 150 Shake fniðstærð 250 kr Shake stór 300 kr. kr. 230/34 . / ís í boxi og ísréttir nammi og dýfur og bragð sem hrífur BMW Z3 roadster ■ Grjótháls 1 söludeild 575 1210 Sólskinsskap allt árið! Þú upplifir nýja vídd í akstri í þessum sígilda tveggja sæta sportbíl. Frábærir aksturseiginleikar og einstök hönnun koma þér f sólskinsskap. Sumir bílar eru einfaldlega engu líkir. Sérstakur búnaður: • Hraðastýrð hljómflutningstæki (hækkar við aukinn hraða) • M-leðurklætt stýri • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn • 15” álfelgur • Krómlistar • Rafdrifnar rúður • Þokuljós BMW ánægja og öryggi: • ABS og ASC+T spólvörn • Tveir loftpúðar • Armpúði milli framsæta • Hraðatengt vökva- og veltistýri • Frjókornasía verðfrá 2.968.000 kr. Engum líkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.