Morgunblaðið - 04.07.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.07.1999, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1999 3r---------------------- HÁSKÓLABÍÓ ★ ★ HASKOLABIO lOTERi Hagatorgí, sími 530 1919 rosie perez fovier bardem fré höfundum Wild At Heart „Adrenalín kikk" moxim „þú mótt ekki missa <rf þessari" Emprie mynd ég hef $éð" Baróninn undirtónum ráfe Sýnd kl. 6.40, 9 og 11.15. B.i. I6ára. $ ★★ Í/ýSkjárf plunkett ri madeanc Þeir ræna þá riku.punklur! M UfVf M w Sfókus Frábær ævintýrainynd uppfull af spennii, grini og lygilegum tæknibrellmu. Forsýning kl. 9. b. í. 12. Sýnd kl. 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5 og 7. www.haskolabio.is Sýnd kl. 5 og 7 WOODY 61 L LY PATRICIA HARRELSON CRUDUP 00 ARQtJETTE lUAUr SiljUiCSiþ UÍMNK jVWK KlSlU UUKSnoK* A kVIKMV NUAIiA I (WNM 1 BLRLiN STEPHEN FREARS Cftm iMFTSKH tr; MW>Ck(H.Zi IMSOf\S> HI^LO COUNTRY HÁSLÉTTAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. b.í. 16. Sýnd kl. 11.15. FYRIR 990 PUNKTA FERÐU I BlÓ iSWirtjÍH -ywiðAi .swi&Ht! MMBéMt Álfabfikkn 8, sirni 587 8900 og 587 8905 Hroð. skemmtilog, i f spennaiuli og frjo .Affjrpröa spennumynd ★★★> kvikmyndir.is Drew Barrymore David Arquette HÚN HEFUR ALDREI TOLLAÐ í TÍSKUNNI... FYRR EN NÚNA. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í. 16 ára. S33DIGITAL Sýnd kl. 2.30, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. www.samfilm.is Kveðjutónleikar Botnleðju á Gauknum í kvöld A leið til Bretlands * I kvöld er síðasta tækifæri aðdáenda Botn- leðju að berja sveitina augum áður en tveir meðlimir hennar leggja af stað í víking. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti Heiðar, söngvara og ^ gítarleikara sveitarinnar, og spáði í spilin. SÓLIN skín í heiði þegar blaðamaður gengur til fundar við Heiðar Om Kristjánsson niðri á Austurvelli. Fólk gengur um í skærlitum sumarfötum og allir eru í góðu skapi í íslenska sumrinu sem er að vísu nýkomið hingað á suð- vesturhomið. Þegar sest hefur ver- ið niður fyrir utan Café París og sítrónutei hellt í bolla er Heiðar spurður um tónleika kvöldsins. „Þetta verða örugglega síðustu tónleikarnir okkar héma heima á þessu ári,“ segir Heiðar, enda er hann ásamt Kristni Gunnari Blön- ■ dal að fara til Bretlands næstkom- andi fimmtudag og er áætlað að búa þar í haginn fyrir hljómsveitina á komandi mánuðum. Botnleðja kom fram í Kaffileikhúsinu á fimmtudag- inn var en þar á undan var sveitin á Norðurlandi og spilaði m.a. á Húsa- vík og Akureyri. Utanferðin til Bretaveldis er ekki sú fyrsta sem hljómsveitin tekur sér fyrir hendur því þeir spiluðu með hljómsveitinni Blur á nokkmm tón- leikum fyrir tveimur ámm undir nafninu Silt. „Það er ekkert á dagskránni að Tvera í frekara samstarfi með Blur núna, en sú reynsla kemur okkur vissulega til góða.“ Þrjár íslenskar sveitir á Redding - Verðið þið kannski að spila meira með Bellatrix? „Það getur vel verið að við spilum eitthvað með þeim,“ segir Heiðar og gleðiglampi kemur í augun því kærastan Elísa er söngkona sveit- arinnar og mikill spenningur kom- inn í kappann að hitta hana. „Við verðum að spila á Redding síðustu helgina í ágúst og þar koma Bellatrix og Gus Gus einnig fram, þannig að þessi hátíð er vel þess virði að heimsækja fyrir íslendinga enda sjaldan sem jafn margar ís- lenskar sveitir em samankomnar á svona hátíð.“ Smáskífa er væntanleg frá Botn- leðju á svipuðum tíma og Redding- hátíðin stendur yfir og er lagið á A- hliðinni Ég dmkkna en á ensku heitir lagið Something New. I kjöl- far smáskífunnar verður farin tón- leikaferð um Bretland þar sem sveitin kemur fram í klúbbum víðs vegar um landið. „Það verður ör- ugglega mjög gaman því hvergi er betra að spiia en í þessum litlu klúbbum þar sem gott samband myndast milli áheyrenda og hljóm- sveitarinnar." íslenska á íslandi Þegar sólin skín í heiði finnst manni óhugsandi að nokkur maður vilji yfirgefa þessa sæluparadís sem ísland er í góðu veðri. En Heiðar lætur sér fátt um finnast. „Ég er bara að fara í ennþá betra sumar og hlakka til að hitta Elísu." - Hvaða væntingar hefurðu til ferðarinnar miðað við fyrri ferð ykkar í Botnleðju? „Ég held að það sé langbest að vera ekki með neinar væntingar. Fara með því hugarfari að hafa gaman og spila tónlist og sjá hvem- ig málin þróast." - Hvemig líst þér á að fara inn í þennan enskumælandi heim og semja allt efni á ensku? „Bara mjög vel. Það verður ör- ugglega lærdómsríkt." - En hvað finnst þér um íslenskar hljómsveitir sem syngja hérna á ensku? „Mér finnst að hljómsveitir eigi að syngja íslensku ef þær em á ís- landi. Það er frekar hallærislegt ef hljómsveitir byrja ferilinn á því að syngja á ensku með það í huga að slá í gegn. Enda hefur það sýnt sig að flestar hljómsveitir sem tekið hefur verið eftir erlendis hafa byrj- að hérna heima á því að syngja á ís- lensku.“ Á svæði Arsenal Heiðar segist vera orðinn svo snenntur að fara að hann eeti vart andann'kvö,dá beðið. Eini gallinn á gjöf Njarðar er að svæðið sem hann flytur til er eyrnamerkt fótboltaliðinu Arsenal, en Heiðar styður Manchester United. „Ég ætla ekkert að vera að ljóstra upp um mitt lið þarna í hverfmu," segir Heiðar sem segist ekki ætla að mæta á hverfisleikina með United-trefil um hálsinn. „Ég mun auðvitað styðja mitt hverf- islið," segir Heiðar og brosir út í annað. „En þegar United kemur í bæinn verð ég fyrstur á völlinn.“ - Fékk United ekki Evrópubikar- inn gefíns? „Nei,“ segir Heiðar með þunga, hneykslaður á spumingunni. „Þeir em að vinna þetta mest á góðum og breiðum mannskap. Þeir era með ótrúlega sterkan varamannabekk og valinn mann í hverju rúmi.“ Þegar Heiðar er spurður um upp- áhaldsspilarana í United segir hann að Giggs sé alltaf góður. „En ég er ótrúlega hrifinn af Jaap Stam, af því þegar ég spila fótbolta er ég þessi vamarbolti og ég „fíla“ svoleiðis leikmenn í tætlur.“ Eftir að hafa rætt fótboltann um stund er Heiðar spurður hvort ein- hverjar sérstakar uppákomur verði á kveðjutónleikunum á Gauknum. „Það verður auðvitað rosaleg veisla. Við munum spila okkar efni af mikl- um krafti og leggja mikið í að kveðja landann með glæsibrag um leið og við brennum allar brýr að baki okkur. I leiðinni höldum við auðvitað upp á þjóðhátíðardag þeirra Bandaríkjamanna og aldrei að vita nema það verði flugeldasýn- ing af því tilefni.“ - Kvatt með tár í auga? „Jú, jú. En það verður lítið og vart merkjanlegt," segir Heiðar brosandi að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.