Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Strandamenn gera út á galdrahefð Á JÓNSMESSUNÓTT næsta sum- ar verður opnaður fyrsti áfangi yfir- litssýningar um galdra á fyrri öld- um á vegum héraðsnefndar Strandaýslu. Sýningin, sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, verður á fjórum stöðum í Stranda- sýslu, og gera menn sér miklar von- ir um að hún muni laða að bæði inn- lenda og erlenda ferðamenn. Strandamenn ætla þar með að gera út á sterka galdrahefð í sýslunni, en um fimmtungur þeirra galdra- manna sem brenndir voru á Islandi voru úr sýslunni. Jón Jónsson, framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar, sem unnið hefur að undirbúningi sýningarinnar, seg- ir að á hverjum sýningarstað verði þema sem tengist göldrum, og er það valið með tilliti til sögu hans. Á Bæ í Hrútafirði verður fyrsti áfanginn opnaður, og er þema hans „yfirvaldið og almúginn" í tengslum við galdra. Þar bjó á 17. öld Þorleif- ur Kortsson lögmaður, sem hafði forgöngu í galdraofsóknum og lét brenna fjölda manna á Vestfjörðum. Galdrar sem hjálpartæki við búreksturinn Á Hólmavík verður sýning með sögulegu yfirliti um galdra, og fræðasetur í tengslum við það. I Bjamarfirði verður sýning um „bú- andkarlagaldra“, um galdra sem hjálpartæki við búreksturinn. Þar bjó Svanur bóndi á Svanshóli sem sagt er frá í Njálu. Hann var fjöl- kunnugur mjög, ódæll og illur viðureignar. í Trékyllisvík verður sýning helguð einu galdramáli, „Trékyllis- víkurundrunum", sem olli þrjátíu ára málaferlum, Þar lét Þorleifur Korts- son brenna þijá menn á báli árið 1654, og er það talið upphaf galdra- aldar á íslandi, þó að vísu hafi einn maður verið brenndur fyrir galdra árið 1625. „Hugmyndin er sú að menn þræði sýninguna, fari alla sýsluna á enda og skoði staði sem tengjast göldrunum,“ segir Jón. ,Á- öllum þessum stöðum verður varanleg sýning. Textar og myndir eru aðalsýn- ingargripimir, en við ætlum einnig að reyna að endurskapa þennan hugarheim með allra handa uppstillingum og leikmyndum.“ Jón segir að ýmist verði eldri hús nýtt, eða ný reist undir sýning- una. „I Bjamarfirði, öðrum áfanga hennar, verður reist torfhús með því lagi sem Strandamenn notuðu til að reisa sér útihús. Það var nokkuð sérstakt, því þeir höfðu nógan reka og vom því ekki í neinum vandræð- um með viðinn." Fjármögnun hefur gengið vel Stefnt er að því að allir sýningar- staðimir verða komnir í gagnið inn- an 3-5 ára, og fer framkvæmdahrað- inn eftir því hvemig til tekst með fjármögnun. „Hún hefur reyndar gengið ágætlega hingað til,“ segir Jón. „Við höfum fengið styrki frá Byggðastofnun, Átald til atvinnu- sköpunar, Nýsköpunarsjóði náms- manna og menntamálaráðuneytinu og auk þess höfum við verið í samstarfi við Menningarborgina Reykjavík árið 2000.“ I tengslum við und- irbúning sýningarinnar hefur verið gerð um- fangsmikil grannrann- sókn á heimildum um galdra, enda tekur Jón fram að hún sé fræði- lega unnin. Hann segir að stefnt sé að því að gera rannsóknimar að- gengilegar á tölvutæku formi á sýningunni. Jón og Magnús Rafnsson bókmennta- fræðingur, sem búsett- ur er í Bjamarfirði, hafa unnið hvað mest að undirbúnmgi sýn- ingarinnar. Ami Páll Jóhannsson hönnuður hefur verið fenginn til að hanna hana. Auk þeirra þriggja er í undirbúningsnefnd sýningar- innar Þór Öm Jónsson sveitarstjóri. Aðspurður segist Jón ekki hafa fengið leyfi frá kirkjunni fyrir sýn- ingunni. „Við voram reyndar að spá í hvort við gætum styrk frá Kristni- hátíðamefnd, úr því opnunin verður á kristnitökuárinu. Kirkjan hefur Morgunbiaðið/Ami Sæberg JÓN Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sögu- smiðjunnar, sem unnið hefur að und- irbúningi galdrasýn- ingarinnar. Norðurfjörður íí/r Bjamar- fförur . Drangsnes '----'lv 0\\ufí6rð«r GALDRASYNINC í STRANDASÝSLU Galdrastafurinn Uýfwjsft+f Ægishjálmur er —merki Strandasýslu }fFs C " 'ytTljikjaldabjarmrvík Húna- x • ^Biamarfjorður ,, ,fy/ ........ floi lÆinga- ^Drangavík m Ingólfsfjörður 4 ^ -*■' * Norðurfjörður Trékyllisvík leykiarfj. 'eiðileysa ýmislegt að svara fyrir í sambandi við galdramálin, þannig að hún ætti auðvitað að sjá sóma sinn í styðja við svona uppákomur." Friðarhlaupinu lýkur á Ingólfstorgi í dag MARGIR hafa tekið þátt í friðarhlaupinu. Morgunblaðið/Pétur Blöndal 2.800 kílómetrar á tveimur jafnfljótum Hálendiseftir- lit fjalla- lögreglu hafið LÖGREGLUEMBÆTTIN í Vík í Mýrdal, á Hvolsvelli og Selfossi hafa með tilstyrk frá embætti ríkislög- reglustjóra og í samstarfi við Um- ferðarráð hafið eftirlit á öllu hálend- inu sunnan jökla. Hér er um nýmæli að ræða í lög- reglueftirliti og mun það fara fram allar helgar í sumar um aðalferða- mannatímann. Mega vegfarendur því eiga von á lögreglu á ferða- mannastöðum s.s. í Veiðivötnum, Landmannalaugum, Kerlingarfjöll- um og á leiðum milli þeirra, um hverja helgi það sem eftir lifir sum- ars. Eftirlitið hófst í gær þegar lög- reglan í Vík hóf fyrstu yfirreið sína en tveir lögreglumenn og einn lækn- ir verða í hverri för á lögreglujeppa. Verður m.a. haft eftirlit með ölvun- ar- og utanvegaakstri og önnur að- stoð veitt sem kostur er. Með því að hafa lækni með í för verður unnt að taka blóðsýni úr ökumönnum á staðnum þegar upp koma tilvik þar sem grunur leikur á ölvunarakstri. Um næstu helgi tekur lögreglan á Selfossi við hálendisvaktinni og því næst lögreglan á Hvolsvelli uns röð- in kemur aftur að lögreglunni í Vík í Mýrdal. Að sögn lögreglunnar í V£k er full þörf á eftirliti fjallalögreglu á þeim slóðum sem ætlunin er að fara á, þar sem fréttir af ölvunar- og utanvega- akstri á hálendinu hafa borist á liðn- um árum. FRIÐARHLAUPINU lýkur í dag klukkan 14.20 á Ingólfstorgi þar sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, tekur á móti hlaupurum. Farnir voru 2.800 kflómetrar með- fram strönd landsins og tók á ann- að þúsund manns þátt í hlaupinu. Staðið er fyrir friðarhlaupi í flest- um ríkjum Sameinuðu þjóðanna í ár og það alla daga ársins. Á þessu siðasta ári aldarinnar ber það yfirskriftina „Hlaupið inn í nýtt árþúsund" og í framhaldi af þessu hlaupi umhverfis landið verður hlaupið frá Þingvöllum til Reykjavíkur síðasta dag ársins, 31. desember. Niu manna hópur hlaupara fylgdi hlaupinu frá upphafi, þar á meðal þrír frá Austurríki. Iþrótta- og ungmennafélög um allt land sáu að miklu leyti um þátttöku al- mennings en mestan hluta leiðar- innar var hlaupið í bh'ðskapar- veðri. „Það er búið að ganga á ýmsu þjá okkur,“ sagði Stefán Ingi Stefánsson, einn hlauparanna. „Bflarnir sem fylgdu hlaupinu hafa bilað nokkrum sinn- um og endaði með því að annar þeirra dó á Hólmavík. En þrátt fyrir ýmis dramatísk augnablik hefur þetta verið mjög skemmti- legt.“ Hann heldur áfram: „Okkur hefur allsstaðar verið mjög vel tekið og þátttaka mjög góð. Við vonum að boðskapur hlaupsins: „Friðurinn byrjar hjá mér“ veki fólk til umhugsunar." Annar hlaupari, Elva Björnsdóttir, sagði að ekki hefði verið óalgengt að er- lendir ferðamenn næmu staðar til að taka myndir og spjalla við hlauparana. I dag verður hlaupið eftir Vest- urlandsvegi, Miklubraut, Lækjar- götu og Austurstræti inn á Ing- ólfstorg og verða hlauparar við Ártún klukkan 13.25 og Grensás kiukkan 13.52. Allir geta hlaupið með. Bv-yaEBSl Fjörkippur í Elliðaám FJÖRKIPPUR hljóp í Elliða- árnar í gærmorgun og veidd- ist þar 21 lax fyrir hádegi. Veiðin í Elliðaánum hófst 15. júní. Á hádegi í gær höfðu komið 142 laxar á land og þar af veiddist 21 á hálfum degi, eins og fyrr sagði. Veitt er á sex stangir í án- um í einu. Helmingur laxanna í gærmorgun fékkst á flugu og um 60% veiddust á efri veiðisvæðum. Samkvæmt upplýsingum Stangaveiðifélags Reykjavík- ur vora laxamir í gærmorgun flestir 5-8 pund. Kostnaður tal- inn 5-7 millj- ónir króna KOSTNAÐUR vegna óhapps- ins þegar fugl lenti í einum hreyfli breiðþotu Atlanta- flugfélagsins í fyrradag er tal- inn nema 5-7 milljónum króna, en nákvæmur kostnað- ur liggur ekki fyrir fyrr en flugfélagið fær endanlega reikninga. Þotan komin í gagnið Að sögn Hafþórs Hafsteins- sonar flugrekstrarstjóra Atl- anta er gert ráð fyrir óhöpp- um sem þessum hjá flugfélög- um og í því skyni er rekinn sérstakur hreyfilssjóður, sem sótt er í þegar tilvik sem þessi koma upp. Breiðþotan er komin í gagnið á ný og verður henni flogið til Dyflinar á sunnu- dagsmorgun. Lögreg-lan í Hafnarfirði leitar vitna LÖGREGLAN í Hafnarfirði leitar að vitnum að líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á milli klukkan 1 og 3 aðfara- nótt 18. apríl sl. á Hverfisgötu í Reykjavík, utan við skemmtistaðinn Spotlight. Sérstaklega er óskað eftir því að komast í samband við tvær ungar stúlkur sem aðstoðuðu þann sem varð fyrir árásinni við að komast burt frá árásar- mönnum sínum. Biður rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði vitni um að gefa sig fram hjá Hafnarfjarðarlögreglunni. Einn til við- bótar í gæslu- varðhald MAÐUR, sem handtekinn var síðdegis á fimmtudag vegna gruns um aðild að ráni á tösku með verðmætum frá mynd- bandaleigu í Ofanleiti, var í gær úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 15. júlí næstkomandi, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. I fyrrakvöld vora tveir aðr- ir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna grans um aðild að ráninu, en þrír menn veittust að eiganda myndbandaleig- unnar og tóku af honum tösku með 50 til 60 þúsund krónum. Taskan er komin í leitimar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.