Morgunblaðið - 10.07.1999, Side 9

Morgunblaðið - 10.07.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Grunnskóla Yesturbyggðar Akvörðun væntan- leg í næstu viku TVÆR umsóknir um skólastjóra- stöðu hins nýja Grunnskóla Vestur- byggðar bárust áður en umsóknar- frestur rann út 3. júlí. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur fjallað um um- sóknirnar og og vísaði þeim til skóla- nefndar. Skólanefnd tekur svo ákvörðun um að mæla með umsækj- anda og vísar málinu aftur til bæjar- ráðs, sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Sameining tilkynnt í maí Haukur Már Sigurðsson, formað- ur bæjarráðs Vesturbyggðar, segir að stefnt sé að því að skólanefnd komi saman laust eftir helgi til að fjalla um umsóknirnar. „Við vonum að ákvörðun bæjarráðs geti legið fyi'ir á miðvikudaginn,“ segir hann. Umsækjendur voru Ragnhildur Einarsdóttir, starfandi kennari við skólann, og Rannveig Vigfúsdóttir, kennari í Hafnarfirði. I maí var tilkynnt að allú' grunn- skólar í Vesturbyggð yrðu sameinaðir í einn skóla, Grunnskóla Vestur- byggðar. Því voru stöður skólastjóra skólanna lagðar niður og blossaði upp nokkur óánægja með þá ráðstöfun. Alls var staða skólastjóra auglýst sex sinnum, áður en umsóknir bár- ust. ,Ástæðan fyrir því að svo oft var auglýst var einfaldlega skortur á umsóknum. Neikvæð umfjöllun um skipulagsbreytingar okkar í skóla- málum virðist hafa dregið kjark úr fólki sem hafði í byrjun hug á að sækja um. Þegar bæjarstjórn hafði komið sínum sjónarmiðum að, og gefið þær skýringar að um faglega og fjárhagslega endurskipulagningu hefði verið að ræða, kveikti fólk fyrst á perunni," segir hann. Haukur Örn segir að samþykkt Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambandsins, sem hafi gert kleift að tilnefna fráfarandi skóla- stjóra aðstoðarskólastjóra í sínum gömlu skólum, hafi skipt sköpum í lausn þessara mála. „Sú samþykkt opnaði okkur þá leið sem við ætlum að fara í endurskipulagningu skóla- mála,“ segir hann. Samningafundur ídag Að sögn Hauks Arnar fer fram samningafundur með þremur af frá- farandi skólastjórum í dag. Þar muni verða rædd staða þeirra innan skól- ans, sem aðstoðarskólastjórar í sín- um gömlu skólum. „Við erum komin vel af stað með samningaviðræður um stöðuheiti og launakjör," segir hann. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kostnaður SHR vegna 2000 vandans 129 milljónir ÁÆTLAÐUR kostnaður Sjúkra- húss Reykjavíkur vegna 2000-vand- ans er 129 milljónir að því er fram kemur í nýlegri áfangaskýrslu SHR. Þar af er áætlaður kostnaður á rekstrar- og tæknisviði 70 milljón- ir króna og kostnaður á upplýsinga- sviði áætlaður 59 milljónir króna. Þetta kemur fram í Spítalapóstin- um, blaði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Einnig kemur fram að 23 tölvu- kerfi munu ekki geta tekið við 2000- vandanum og þarf að endumýja þau. Þar á meðal rannsóknarstofu- kerfi sem notað er tO að skrá göngudeildarsjúklinga, birgða- og afgreiðslukerfi apóteks og birgða- kerfi eldhúsa. Auk þess eru 412 tæki á upplýsingasviði sem þarf að huga að og um 60 tölvur sem ekki verður hægt að lagfæra. Þess utan ríkir enn óvissa um ýmis atriði. Buslað í blíðunni AUÐVELT var að njóta veður- blíðunnar á Héraði á dögunum og undi Kristján Kristjánsson sér vel með bát sinn í lauginni á Hallormsstað. Þar var þá 16 til 18 stiga hiti og kyrrt veður og þá gengur allt mannlífið að sjálf- sögðu út á það að njóta sólar- innar. B j örgunarsveitarmenn framtíðarinnar hittast LANDSMÓT unglingadeilda slysavarnafélaganna stendur nú yfír, en mótið, sem haldið er á tveggja ára fresti, er að þessu sinni haldið í Skálavík á Vest- fjörðum og það eru deildirnar í Bolungarvík og Hnífsdal sem hafa yfirumsjón með mótshald- inu. Ragnar Magnússon, æsku- lýðsfulltrúi Slysavarnafélags ís- Iands, sagði að alls myndu 40 unglingadeildir taka þátt í mót- inu. Um 400 manns eru nú í Skálavík og voru flestir þeirra komnir á staðinn í gærkvöld. Af þessum 400 eru um 300 ung- menni á aldrinum 14 til 18 ára ogum 100 umsjónarmenn. Á mótinu verður farið yfir flest það sem ungmennin hafa lært í vetur og þau undirbúin fyrir starf í björgunarsveit, að sögn Ragnars. Hann sagði að m.a. yrði farið yfir atriði í skyndihjálp og fjallabjörgun og þá yrði einnig áttavitanámskeið á staðnum. Mótið stendur í þrjá daga og lýkur því á sunnudaginn. http://www.rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit Glntil^úsgögn í Kolaportinu tyd ÍQagneu d síórlœl&uðu verði. íaiorð, stólar, sl^dpar, ból^alpllur o.fl. Sími 869 5727 Antikhúsgögn GUi, Kjalamesi, s. S66 8963 Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Útsala Mikil verðlækkun hj&QtfjufíthiUi ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. 15% sumarafsláttur af öllum vörum verslunarinnar Tískuverslun«Kringlunni 8-12«Sími 5533300 Taufóður befro viðkomu, einangrar Breiðir Stamur sóli Reim til að þrengja Endurskin Verð fró kr. 3.995, stærðir 21-50 Þekktu finnsku gæða gúmmístígvélin frá Nokia eru handgerð úr 18 mismunandi hlutum DOMIIS MEDICA við Snorrabraut Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN PÓSTSENDUM SAMDÆGURS KRINGLAN Kringlunni 8-12 Reykjavík Sími 568 9212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.