Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Landslag- yrði lítils virði... Grafarvoffsbúum bauðst að fara í gönguferð um voginn í vikunni. Erla Skúladóttir skellti sér í gönguskóna og gekk í góðum hópi undir líflegri leiðsögn Jóhanns Pálssonar. Grafarvogur JÓHANN Pálsson, garð- yrkjustjóri Reykjavíkur, tók upp á því fyrir nokkrum ár- um að ganga með Grafar- vogsbúum og veita þeim leið- sögn um voginn. Gönguferð- irnar hafa yfirleitt verið fam- ar einu sinni á ári og fjöldi göngumanna verið frá þrem- ur upp í hundrað, að sögn Jó- hanns. Síðastliðið fimmtu- dagskvöld slógust sautján manns í för með Jóhanni sem gæddi hverja þúfu lífi með frásögnum sínum. Göngu- ferðin var þáttur í dagskrá átaksins Reykjavík í spariföt- in sem nú stendur yfir í Graf- arvogi. Grafarvogur samanstend- ur af sex gömlum bújörðum; Gufunesi, Eiði, Korpúlfs- stöðum, Keldum, Lamþhaga og Grafarholti, sem áður hét Gröf. í göngunni var farið um svæði þar sem áður voru jarðirnar Keldur og Grafar- holt. „Þetta eru eiginlega mínar bernskustöðvar," sagði Jóhann. Páll, faðir hans, fæddist á Lambhaga en ólst upp á Keldum. Hann var vinnumaður á Gröf á sínum yngri árum. Páll keypti Keldur og reisti þar steinbæ sem enn stendur. Hann seldi síðar jörðina og byggði sér sumarbústað í landi Keldna og Grafarholts. Þar dvaldi Jóhann öll sumur sem barn. „Þá voru sveitabæir bæði á Keldum og í Grafarholti. Maður var þar mikið að snigl- ast og vinna þannig að maður kynntist fólkinu sem bjó þama og búsiðum á bæjun- um,“ sagði Jóhann. Hann seg- ir að ömefni og sögur sem fylgja þeim hafi síast inn og gaman sé að deila þeim með því fólki sem er svo hamingju- samt að fá að búa við Grafar- vog. Gönguhópurinn lagði af stað frá Grafarvogskirkju og gekk með voginum í átt að botni hans. A leiðinni rakti Jóhann sögu búsetu við Graf- arvog allt frá því jarðimar vora í eigu Viðeyjarklausturs til dagsins í dag. Jóhann segir jarðimar umhverfis Grafar- voginn hafa verið búsældar- legar en liðið fyrir að þær vora lengi vel byggðar fátæk- um leiguliðum. Gengið var fyrir botninn á voginum fram hjá Krónni, gamalli laxakró. Laxagengd hefur löngum verið mikil í Grafarvogi og veiði nokkur. Dýralíf í voginum er afar fjöl- breytt. Elsta þjóðleiðin til Reykja- víkur lá fyrir botni Grafar- vogs og enn má sjá minjar um hana. Úr botninum var farið upp á Guddumóa og þaðan í Nónholt. í Nónholti átti Ágúst, sem rak kexverksmiðjuna Frón, sumarbústaðinn Brekku ásamt Isafold konu sinni. Hjónin hófu gróðurrækt þar sem fyrir voru örfoka melar á Morgunblaðið/Erla GÖNGUHÓPURINN í Nónholti, þar sem gróð- urfar hefur tekið stakkaskiptum á stuttum tíma. JÓHANN Pálsson sýnir hópnum höskoll, asíska plöntu sem hefur tekið sér bólfestu við Grafarvog. sjötta áratug þessarar aldar og unnu ötullega að því að rækta landið hátt á annan áratug. Gróðurinn óx svo hálf- villtur áratugum saman áður en borgin fór að hirða um hann iyrir nokkra. Jóhann segir að á Nónholti megi finna allar gróðurtegundir sem vora í ræktun þegar hjónin sinntu gróðurræktinni og borgin hafi bætt við teg- undum á síðustu árum. Flór- an er því afar fjölbreytt og gróskan mikil. „Gróðurfar hef- ur breyst svo mik- ið á stuttum tíma að enginn myndi trúa því,“ sagði Jó- hann. Mikil veður- sæld ríkir í Graf- arvogi og góðar aðstæður fyrir gróður að vaxa. Til marks um fjöl- breytni gróðursins við voginn má nefna að hávaxinn greniskógur er í svonefndu Grafar- gili og rósir og jarðarber þrífast á Nónholti. Jóhann sýndi göngumönnum jurt sem á heimkynni að rekja til Asíu og finnst óvíða annars staðar. Schierbeck, sem var landlæknir 1888 til 1896, ræktaði plöntuna í gamla kirkjugarðinum við Aðal- stræti og sendi víða um land. Hún hefur tekið sér bólfestu á íslandi, meðal annars við Grafarvoginn. Jóhann gaf plöntunni nýlega nafnið höskollur. Næst var gengið að gamla bæjarstæði Grafar og minjar skoðaðar. Jóhann sagði bæj- arstæðið dæmigert fyrir land- námsöld. Gamalla tíma sér einnig stað í Grafargilinu sem er skemmtilegt náttúrulegt fyrirbrigði sem myndaðist á ísöld. Frá bæjarstæðinu var gengið upp Harðhaus á Smiðjuhól. Þaðan var Klofningur, lægðin milli Grafarholts og Keldnaholts, genginn. Jóhann vakti athygli göngufólks á þeirri sérstöðu Keldna að frá bænum er engin fjallasýn. Farið var upp á Keldnaholt og á leiðinni gengið yfir gömlu konungsleiðina til Þingvalla. Við Keldnakot vora mann- virkjaminjar skoðaðar. Jó- hann greindi frá því að hús vora nýtt á staðnum fram á miðja þessa öld og tún nytjuð fram eftir öldinni þótt ekki hafi verið búið þar þetta ár- hundrað. Frá Keldnakoti var farið niður í Kotmýri og end- að við Helgutóft sem er inni í Grafarvogshverfi miðju. Helgutóftin skar sig upp úr holtinu og sást alls staðar frá. Hún var milrið kennileiti, að sögn Jóhanns. Hann lauk líf- legri leiðsögn um Grafarvog- inn á þjóðsögu um Helgu, dóttur Bárðar Snæfellsáss, sem talið var að búið hefði á tóftinni. Uppbygg'ing í fullum gangi við Kópavogshöfn Loks orðin alvöruhöfn Kópavogur VERULEG uppbygging á sér nú stað við Kópavogs- höfn. Framkvæmdir hófust fyrir um tveimur árum, en fram að þeim tíma hafði höfnin ein- göngu verið fyrir smábáta. Fyrsta vöruflutningaskip- ið lagðist að nýjum bakka 4. júní sl. og gekk af- greiðsla skipsins snurðu- laust fyrir sig, að sögn Jó- hannesar Guðmundssonar hafnarvarðar. Þetta er allt á byijunarstigi, segir Jó- hannes, sem telur öll teikn á lofti um að töluverð um- svif verði í náinni framtíð við Kópavogshöfn. í dag er Jóhannes eini starfsmaður hafnarinnar. Hann er nýlega fluttur inn í nýtt rúmgott húsnæði við höfnina og segir að það sé mikill munur. Skrifstofan sem hann flutti úr var ekki stór í fermetrum talið og „maður varð að fara út til að skipta um skoðun", segir Jóhannes. Sem eini starfsmaður hafnarinnar sér Jóhannes um allt sem til fellur, þ.á m. almennt eftirlit við höfnina, fylgj- ast með hafnargjöldum og þjónusta skip og sjá um tollafgreiðslu. I framtíð- inni kemur hann einnig til með að sjá um vigtun og lóðsun skipa inn í höfnina. Lóðir eftirsóttar á hafnarsvæðinu „Nú hafa augu manna opnast fyrir því að Kópa- vogshöfn er orðin alvöru höfn,“ segir Jóhannes og er bjartsýnn á framtíðina. Verið er að keyra miklu magni af uppfyllingarefni á hafnarsvæðið sem kem- ur m.a. frá austurhluta bæjarins þar sem verið er að byggja ný hverfí. „Eg held að enginn geti svarað því í dag, a.m.k. ekki ég, hve stækkun hafnarsvæðisins verður umfangsmikil, en menn hafa séð það strax að það vantar meira landsvæði," segir Jóhannes. Eftirsókn hefur verið í lóðir á svæðinu og mikið Morgunblaðið/Halldór Kolbeins HORFT út yfir höfnina í Kópavogi. Smábátahöfnin næst en fjær grillir í nýja hafnarbakk- ann þar sem nú er komið viðlegurými fyrir vöruflutningaskip. Á innfelldu myndinni er Jó- hannes Guðmundsson hafnarvörður. er um byggingarfram- kvæmdir umhverfis höfn- ina. Húsið sem hafnarvörð- ur hefur meðal annars að- stöðu í er nýbyggt og á að stækka það um 1.200 fer- metra til viðbótar. Verið er að byggja 5.000 fermetra skemmu undir fóðurblöndu sem dælt verður beint úr skipi í land. Ofan við hús hafnarvarðar á að byggja tvö fiskvinnsluhús og frystigeymslur. Vélaverk- stæði og smiðjur hafa ver- ið að stækka við sig á svæðinu og stutt er síðan byggð var rúmgóð aðstaða fyrir smábátaeigendur. I dag er eingöngu hægt að taka á móti einu vöru- fiutningaskipi í einu. Þar að auki segir Jóhanncs að nú sé takmarkað hvaða varningi höfnin geti tekið við. Höfnin sé ekki orðin tollhöfn ennþá en það standi til bóta. Skipin sem hafa verið af- greidd hafa verið tollskoð- uð í samvinnu við tollgæsl- una í Hafnarfirði. Jóhann- es segir að til standi að reisa afgirtar vöruskemm- ur undir tollvarning fljót- lega, þannig að hægt verði að taka á móti skipum með hvers kyns varning. Góð höfn frá náttúrunnar hendi Kópavogshöfn er stað- sett fremst á Kársnesinu með þétta íbúðabyggð að baki. Jóhannes segir að menn hafi velt fyrir sér þeim vandamálum sem skapast vegna aðflutnings- leiða að höfninni. Sérstak- lega þegar gámaflutningar og aðrir þungaflutningar aukast í framtíðinni. Hann sagðist ekki hafa neina lausn á því vanda- máli í dag en taldi að það yrði hægt að leysa, t.d. með vegarlagningu með- fram ströndinni. Flestar hafnir eru í miðjum bæjar- félögum, segir Jóhannes, og telur að í framtíðinni verði þetta ekki aðalhöf- uðverkurinn sem fylgi auknum umsvifum við höfnina. Jóhannes segir að frá náttúrunnar hendi sé höfn- in í Kópavogi alveg geysi- lega fín höfn. Hann segir það nokkuð sérkennilegt við innsiglinguna, að sker- in fyrir utan, sem gera innsiglinguna varhuga- verða og öllum hafí verið heldur í nöp við, séu frá náttúrunnar hendi góðir hafnargarðar. Það komi aldrei úthafsbára inn í höfnina, einungis vind- bára, og sjórinn sé mjög kyrr inni í höfninni. Þar að auki myndist lítið sog í höfninni sem eigi til að gera hafnir erfiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.