Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 15 AKUREYRI Samningur um veitingasölu í safnaðarheimili Beinist ekki að Bautanum Blómin vökvuð SYSTKININ Harpa og Davíð Kári Kárabörn voru í heimsókn hjá ömmu sinni á Grenivík nú á dögunum. í sólinni sem hefur verið á Norðurlandi undanfarið þornar moldin og blóm og tré þurfa á vætu að halda. Harpa tók sig því til og vökvaði fyrir ömmu sína og Dagur Kári að- stoðaði eftir þörfum. Þess má geta að húsið í baksýn heitir Sólgarðar og virðist bera nafn sitt með rentu nú um stundir, að minnsta kosti meðan sólin skín. Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Arnfinnsson hjá Veislubakstri segir að gagnrýni sín á samning sóknarnefndar Akureyr- arkirkju og Bautans um veitinga- þjónustu í safnaðarheimili Akureyr- arkirkju beinist alls ekki að Bautan- um. Sigurður og fleiri veitingamenn á Akureyri hafa gagnrýnt fram- kvæmd samningsins, ekki hafi verið rætt við fleiri aðila í veitingaþjón- ustu í bænum þegar samningurinn var gerður. „Eg hef ekkert út á Bautann að setja, fyrirtækið veitir góða þjónustu og starfsfólkið er af- bragðsgott. Gagnrýni mín beinist einungis að sóknamefnd og því hvernig vinnubrögð voru viðhöfð við gerð samnings um veitingaþjónustu í safnaðarheimilinu," sagði Sigurð- ur. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar Andstaða við sölu hluta- bréfa bæjarins í UA FULLTRÚRAR minnihlutans í bæjarstjóm Akureyrar, Framsóknar- flokks og Lista fólksins, eru andvígir því að Akureyrarbær selji hluta- bréf sín í Útgerðarfélagi Akureyringa. Bæjarráð samþykkti á fimmtu- dag að vísa tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra þess efnis að bréfin verði seld til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem kemur saman til fund- ar 20. júlí næstkomandi. Akureyrarbær á um 20% hlut í félaginu að nafnvirði 183,6 milljónir króna og er andvirði þeirra um 1,2 milljarðar um þessar mundir. Sigfríður Þorsteinsdóttir, Fram- sóknarflokki, sagði að sér fyndist tímasetningin einkennileg, það væri skrýtið að taka ákvörðun um svo stórt mál þegar bæjarstjóm væri í sumarfríi. „Mér finnst þessi tillaga sýna fram á að fjármálastjórn meiri- hlutans er ekki í nægilega góðu horfi, hann hefur keyrt framúr áætl- unum meira en góðu hófi gegnir," sagði Sigfríður. Hún sagði að það væri ekki bara að skorti fé til fram- kvæmda, heldur myndi sú staða sem uppi væri hjá lífeyrissjóði bæjarins koma mönnum í koll síðar. Þess sæj- ust nú þegar merki að sjóðurinn ætti ekki fyrir sínum skuldbindingum. Kjölfesta í bæjarfélaginu Sigfríður benti einnig á að 6 mán- aða uppgjör ÚA væri væntanlegt innan tíðar og spurning væri hvaða áhrif það hefði á gengi hlutabréfa. „Svo þykir mörgum nauðsynlegt að bærinn hafi einhver áhrif í félaginu, eigi einhvem hlut til að tryggja hagsmuni sína, því þetta fyrirtæki er ein af kjölfestunum í bæjarfélaginu,“ sagði Sigfríður. Þá sagði hún að ekki lægi fyrir hvað gera ætti við það fé sem fengist með sölunni, en það myndi vissulega skipta einhverju máli. Oddur Helgi Halldórsson á Lista fólksins kvaðst alltaf hafa verið á móti því að selja hlutabréf bæjarins í ÚA og fyrir því væru margar ástæð- ur, m.a. tilfinningalegar. Fyrirtækið væri sprottið upp úr öðmm jarðvegi en önnur félög í bænum, þetta væri stór vinnustaður og mikilvægt að bærinn hefði mann í stjórn þess. Fjölmargir Akureyringar ættu hlut í félaginu og ætti bærinn að hugsa um þeirra hagsmuni með því að eiga bréfin áfram. Hlutur bæjarins hefúr vaxið Hann taldi betra fyrir Akureyrar- bæ að taka lán til framkvæmda en að selja hlutabréfin. „Við sjáum hvað hlutur bæjarins hefur vaxið frá því við seldum síðast. Nú fáum við meira fyrir 20% hlut í félaginu en við feng- um fyrir þau 30% sem við seldum fyrir fáum misserum," sagði Oddur. Hann bjóst jafnvel við að gengi bréf- anna myndi hækka enn frá því sem nú er. Oddur Helgi kvaðst ekki hræddur við að Burðarás næði meirihluta í ÚA. „Félagið er stórt og öflugt og það verður ekkert rifið upp með rót- um héðan. Umræður af því tagi eru bara í líkingu við Rússagrýluna," sagði hann. Ef til sölu bréfanna kemur vildi Oddur fá að hafa áhrif á hvað gert yrði við peningana og taldi nauðsyn- legt að þeir yrðu notaðir í tengslum við atvinnulífið. „Eg óttast hins veg- ar að meirihlutinn muni nota pening- ana í rekstur, byggingar skólamann- virkja og annað slíkt,“ sagði Oddur. Islenski safnadag- urinn í Eyjafírði í TILEFNI af íslenska safnadeginum hafa söfn í Eyjafirði tekið höndum saman og ætla að bjóða upp á fjöl- breytta dagskrá. Islenski safnadagur- inn er ætlaður til þess að vekja áhuga á íslenskum söfnum og þeirri starf- semi sem fer þar fram, segir í frétta- tilkynningu. Safnadagurinn verður næstkomandi sunnudag, 11. júlí. Meðal þess sem söfnin bjóða upp á er að Skralli trúður kemur í heimsókn í Nonnahúsið á Akureyri kl. 13:30. í Minjasafninu mun Eyþór Ingi Jóns- son sjá um orgelleik og Hadda sýnir vefnað í kljásteinavefstað milli 14 og 16. Þá verða einnig sýndir þjóðdansar milli 16 og 17. I gamla bænum á Laufási verða bakaðar lummur í tilefni dagsins og þar verður þjóðdansaflokkur á ferð kl. 15. Við byggðasafnið Hvol á Dalvík verður bryddað upp á ýmsu og kaffi og pönnukökur verða á boðstólum. A Sigurhæðum, Húsi skáldsins, verður opið frá kl. 13.30 til 17.30 á morgun. Á heila tímanum, kl. 14, 15, 16, og 17, verður flutt dagskrá um ,Akureyrarskáld“ lífs og liðin. Önnur söfii sem taka þátt í saftia- deginum eru Iðnaðarsafnið á Akur- eyri, Listasafnið á Akureyri og Safna- safnið á Svalbarðsströnd. TILKYNNING TIL HLUTDEILDARSKÍRTEINISHAFA ÆVISJÓÐSINS HF. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um kaup eða sölu verðbréfa. Athygli eigenda hlutdeildarskírteina Ævisjóðsins hf. er vakin á því að á aðalfundi félagsins þann 24. mars 1999 voru gerðar breytingar á samþykktum félagins. Breytingarnar snúa að því að fjárfestingastefnum Innlendra skuldabréfa - löng og Innlendra skuldabréf - skammtíma var breytt á þann veg að eingöngu skuli fjárfest í innlendum verðbréfasjóðum sem starfa skv. lögum númer 10/1993. Frekari upplýsingar og afrit af samþykktum félagins má nálgast hjá Fjárvangi hf., Laugavegi 170,105 Fteykjavík. F.h. Ævisjóðsins hf. Lífvörður ehf. fJIP- FJÁRVANGUR löCCIlT VEHÐBHÉFAFYRIHTAKI Laugavegur 170, sími 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.