Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ § I l l ANNA Richards dansar í og við listaverkið. Gjörning- urinn Þrá á Gáseyri STÖLLURNAR Kerstin Jofjell listamaður frá Svíþjóð og Anna Richards dansari standa fyrir gjörningi á Gáseyri í kvöld, laug- ardagskvöldið 10. júlí og hefst hann kl. 22. Kerstin hefur útbúið umgjörð gjörningsins, listaverk í íjörunni sem nefnist Þrá og hefur hún ásamt fleirum unnið að því að reisa það nú í vikunni. Anna mun svo sýna spunadans í og við verk- ið. Kerstin hefur dvalið hér á landi frá því í október síðastliðnum. „Mig langaði til að gera eitthvað úti í náttúrunni og þegar við kom- um hingað og sáum þessa dásam- legu fjöru fór hugmyndin að þró- ast. Við höfúm unnið að þessu í sameiningu og verkið hefúr tekið miklum breytingum frá því hafist var handa,“ sagði Kerstin. „Þetta er mjög ögrandi verkefni. Eins og nafn verksins ber með sér langaði Morgunblaðið/Ásdís WOLFGANG Frosti Sahr, Anna Richards, Kerstin Jofjell og George Hollanders við Iistaverkið Þrá í fjörunni á Gáseyri, en þar verður gjörningur framinn í kvöld. mig að búa til eitthvað um þrána, allir menn eiga einhveija þrá og ég vona að þessi gjömingur muni snerta fólk.“ Hyómlistarmenn munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að auka enn á áhrif áhorfenda í fjöruborðinu á Gáseyri. Þeir Wolfgang Frosti Sahr og George Hollanders leika á ástralska fmmbyggjahljóðfærið „didger- idoo“ og Jacqueline FitzGibbon á flautu. Strætisvagnaferð verður á staðinn frá Umferðarmiðstöðinni og verður lagt af stað þaðan kl. 21.15. Gjörningurinn tekur um hálftíma í flutningi, en verði veð- ur gott stendur til að kveikja varðeld og áhorfendur geta tekið með sér pylsur eða önnur mat- væli á grillið. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. á morgun, sunnudag. Þátttakendur á Sumartónleikum í Akureyrar- kirkju taka þátt í messunni. Ferðafólk velkomið og æskilegt að sjá sem flest safnaðarfólk. Sumartónleikar verða kl. 17 í kirkjunni, Christian-Markus Raiser, orgelleikari frá Þýska- landi, leikur. Morgunbæn í kirkjunni kl. 9 á þriðjudags- morgun. GLERÁRKIRKJA: Kvöld- messa verður í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 21 annað kvöld. HVITASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20-21 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa. G. Theodór Birgisson sér um kennsluna. Léttur hádegisverð- ur á vægu verði kl. 12.30. Vakn- ingarsamkoma sama dag kl. 20. Fjalar Freyr Einarsson predik- ar. Mikill og líflegur söngur, fyr- irbænaþjónusta. Barnapössun fyrir böm yngri en 6 ára. Bæna- stundir alla morgna kl. 6.30. HRISEYJARPRESTAKALL: Helgistund og hátíðardagskrá á Hávarðsstöðum í Þorvaldsdal þar sem 1000 ára kristni á Is- landi verður minnst. Dagskráin hefst kl. 14 á morgun, sunnudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 11 á morgun, sunnu- dag í kirkjunni við Eyrarlands- veg 26. Fjölskylduhátíð kirkjunnar í Kjarnaskógi Undirbúningur hátíðar- innar kominn vel á veg KRISTNITÖKUNEFND Eyja- fjarðarprófastdæmis stendur fyrir fjölskylduhátíð kirkjunnar í Kjama- skógi 25. júlí næstkomandi. Hátíðin er hluti af hátíðahöldum Eyjafjarð- arprófastdæmis í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á Islandi. Aðstand- endur hátíðarinnar ásamt Kristni- tökunefnd era söfnuðir í héraðinu. Morgunblaðið hitti framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, Gunnar Ama- son, menntaskólakennara, og Ömu Yrr, guðfræðing, og grennslaðist fyrir um hvemig undirbúningur há- tíðarinnar gengi fyrir sig og hvað bæri þar hæst. Að sögn þeirra Gunnars og Ömu gengur undirbúningurinn mjög vel og verður mikið um að vera í Kjamaskógi þegar hátíðin fer fram. Meðal annars verður framsýnt nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson sem ber nafnið „Nýir tímar“. Leik- ritið fjallar um hvemig kristni komst á í Eyjafírði. Það er leikhóp- urinn Sýnir, undir stjóm Harðar Sigurðssonar, sem flytur verkið. Auk þessa verður ýmislegt annað á boðstólum, s.s. leikþættir, tónlistar- flutningur og leikir. „Þetta er úti- vistardagur og við geram ráð fyrir að fólk komi klætt til þess,“ sagði Ama. Ekki verða settir upp stólar eða bekkir heldur getur fólk komið Morgunblaðið/Margrét Þóra FRAMKVÆMDASTJÓRAR há- tíðarmnar, þau Ama Ýrr Sig- urðardóttir og Gunnar Árnason. með teppi með sér eða setið á gras- inu. „Fólk getur gert úr þessu skóg- arferð og komið með nesti með sér, en einnig verður veitingasala á svæðinu," sagði Ama. Þau lögðu áherslu á að um fjöl- skylduhátíð væri að ræða þar sem allir ættu að geta notið sín. „Þetta verður svona heldur léttara en venjuleg guðsþjónusta," sagði Gunnar. Dagskrá fyrir almenning hefst með skrúðgöngu kl. 12:45 og eftir það hefst skipulögð dagskrá. Ama og Gunnar komu einnig inn á að nú stendur yfir gerð bænarjóð- urs í Kjamaskógi. „Þetta á að vera hljóður staður þangað sem fólk leit- ar til að eiga rólega stund með sjálfu sér og Guði, bæði í gleði og sorg,“ sögðu þau að lokum. Gamlir ísfírðingar gera víðreist Hetjurnar hans Spessa komnar til Finnlands ísafirði - Ljósmyndarinn Spessi er kominn til Finnlands með mynda- flokkana sína tvo sem hann nefnir einu nafni Hetjur. Hann er einn fjögurra ljósmyndara sem taka þátt í samsýningu í menningarmið- stöð í borginni Oulu, en hinir þrír eru frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Það var leitað til Nýlistasafnsins í Reykjavík eftir ábendingum um íslenska ljósmynd- ara sem hefðu einbeitt sér með ein- hverjum hætti að fólki - og ég varð fyrir valinu.“ Sýningin var opnuð í gær og stendur í rúman mánuð. Þemu ljósmyndaranna fjögurra eru ólík en snúast þó öll um fólk. Þegar blaðið hitti Spessa á Isafirði í síð- ustu viku, daginn áður en hann hélt utan, kvaðst hann mjög ánægður með þann heiður sem ís- firsku hetjunum hans væri sýnd- ur. „Það er allt borgað fyrir mig, ferðirnar og dvölin úti og allur kostnaður við sýninguna og það er gaman að hetjurnar mínar skuli komast á erlenda grund.“ Hetjur Spessa era roskið eða aldrað fólk á Isafirði og í nálægum byggðum. Upphaflega var um tvær sýningar að ræða; fýrir þremur og hálfu ári hélt hann sýningu á myndum af karimönnum en tveim- ur árum síðar sýndi hann myndir af konum. Þetta er fólk sem hefur lokið farsælu ævistarfi, staldrar framan við vélina hjá Spessa og lít- ur yfir farinn veg - fólk sem stund- um er nefnt hversdagshetjur. Spessi er Isfirðingur og verður það alltaf, þótt hann hafi flust brott fyrir um tuttugu áram. Hér á hann sínar rætur og kemur oft vestur. „Þegar ég var að taka myndirnar fyrir fáum áram hitti ég aftur þetta fólk sem var á besta aldri þegar ég var að alast upp og var svo stórt og mikið þegar ég var krakki.“ Hugsanlegt er að ísfirsku hetj- urnar fari miklu lengi’a en til Finnlands áður en langt um líður. Árið 2000 efna Sameinuðu þjóð- irnar til ljósmyndasýningar sem fer um öll Bandaríkin og voru til- nefndir þrír Ijósmyndarar frá hverju ríki innan SÞ. Spessi er einn af þeim íslensku en síðan velja aðstandendur sýningarinnar einn af þeim. „Hvort það verður ég kemur í ljós í haust. Þetta er dálítið spennandi hvort hetjurnar mínar komast líka vestur um haf,“ sagði Spessi. Morgunblaðið/Ingimundur STEFÁN Kalmannsson bæjarstjóri Borgarbyggðar, tekur fyrsta sendi Tals í Borgarfirði í notkun. Þórólfur Árnason, forsljóri Tals, og Harald Pétursson sölufúlltrúi fylgjast ánægðir með. Nýr Talsendir í Borgarfírði Borgarnesi - Stefán Kalmanns- son, bæjarstjóri Borgarbyggð- ar, tók á fimmtudaginn 8. júlí í notkun fyrsta GSM-sendi Tals í Borgarfirði. Var þetta eitt af fyrstu opinbera embættisverk- um hins nýráðna bæjarstjóra. Dagurinn markar tímamót í sögu fjarskipta í Borgarfirði þar sem Borgfirðingum stend- ur í fyrsta sinn til boða val um fleiri en einn GSM-þjónustuað- ila. Tal hefur sett upp sendi á eigin mastri við Þórólfsgötu sem er í miðju Borgarnesi og hefur boðið öðrum aðilum í fjarskiptarekstri og fjölmiðlum aðstöðu. Að sögn forráðamanna Tals var unnið að verkefninu í góðri samvinnu við bæjaryfír- völd sem lögðu áherslu á að eitt fjarskiptamastur þjónaði byggðinni. Sendirinn í Borgarnesi þjón- ar stærstum hluta Borgar- byggðar og nær m.a. vestur á Mýrar. Á næstunni mun Tal setja upp fleiri senda í Borgar- firði sem þjóna munu uppsveit- um Borgarfjarðar og sumar- húsabyggðum á því svæði. Að sögn forráðamanna Tals hefur fyrirtækið náð þeim áfanga að ná til 80% landsmanna. I rekstrarleyfi Tals, sem gefið var út 1997, voru sett skilyrði um að dreifisvæði Tals nái til 80% landsmanna í síðasta lagi árið 2001. Tal er því tveimur áram á undan áætlun í upp- byggingu dreifisvæðis síns. Skilyrðin í rekstrarleyfinu þóttu mjög ströng á sínum tíma, en viðtökur neytenda við samkeppni í GSM-þjónustu hafa verið mjög góðar að sögn Tals-manna. Eru viðskiptavinir Tals nú um 20 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.