Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 35f ; I | Foxafeni 8 Dðmupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn NÝJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU Opið. Mán - Fs 10-18 Fö 10-18 Lau 10-18 Su 12-17 VERÐI Málverkasýn- ing á Mokka BJARNI Bemharður Bjamason heldur málverkasýningu á Mokka dagana 8. júlí til 5. ágúst. Þetta em akrýlmyndir sem Bjarni hefur málað á undanfómum ámm. Bjami er Selfyssingur að upprana og hefur stundað hin ýmsu störf, þó aðallega sjómannsstörf. Hann er sjálfmenntaður málari og hefur einnig fengist við ljóðagerð. Bjarni hefur haldið eina einkasýningu áður á Mokka, árið 1988. Allar myndirnar era til sölu. ♦ ♦♦ Gluggasýning í Sneglu NÚ stendur yfir gluggasýning í Sneglu listhúsi. Bryndís Kondrap sýnir myndir mál- aðar með olíu á striga. Snegla listhús er á horni Klappar- stígs og Grettisgötu. MY]\DLIST Hat'narborg SÓLEY EIRÍKSDÓTTIR Opið frá 14 til 18 nema þriðjudaga. Til 16. júlí. MYNDLISTARKONAN Sóley Ei- ríksdóttir lést árið 1994, þá aðeins 37 ára gömul. Sýningin á verkum henn- ar í Hafnarborg er yfirlitssýning á ferli sem varð alltof skammvinnur. Sólveig var fædd og uppalin í Hafnar- firði, dóttir hjónanna Eiríks Smiths, listmálara, og Bryndísar Sigurðar- dóttur. Það er vel við hæfi að Hafnar- borg heiðri minningu hennar með veglegri sýningu og sýningarskrá. A sýningunni era 26 skúlptúrar, 12 leirlistarverk og 57 teikningar og grafxkverk. Elstu verkin era frá 1984 en þau yngstu frá 1992. Þegar litið er yfir sýninguna þá átt- ar maður sig fljótt á því að hér hefur farið hæfileikarík listakona sem bjó yfir hispurslausri sköpunargleði ásamt ögun í vinnubrögðum. Sóley nam leirlist í Myndlista- og handíða- skóla íslands og útskrifaðist þaðan 1981. Elstu verkin á sýningunni era myndskreyttar skálar frá 1984, sem sýna glögglega hversu góðum tökum hún náði á handverkinu. En upp úr því verður veigamikil stefiiubreyting á list hennar, þegar hún færir sig meira yfir í skúiptúr, en tekur með sér tækni og þekkingu úr leirlistinni. Meginþorri verkanna er frá 1988 Orkuveita Reykjavíkur og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hafa gert með sér samning um frí afnot félagsmanna af golfvellinum í Hvammsvík. Völlurinn er 9 holu völlur í um 50 km fjarlægð frá borginni. í Hvammsvík er veitingaaðstaða og ýmsir útivistarmöguleikar svo sem veiði og siglingar. Allar nánari upplýsingar fást hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í síma 588 2111 og hjá Hvammsvík ehf. í síma 566 7023. Yfírlitssýn- ing* Sóleyjar Eiríksdóttur Ókeypis golf i Hvammsvik til ‘90, en á þessum tíma hélt hún m.a. tvær einkasýningar á Kjarvals- stöðum. Þungamiðja sýningarinnar era stórar myndir sem hún vann m.a. í steinsteypu. Formin era ein- földuð og stílfærð út frá grannform- um, en fígúran er aldrei langt undan, og það sem tengir öll hennar verk saman er tilfinningin fyrir hinu lík- amlega, jarðneska og áþreifanlega. Ekkert form er algerlega abstrakt, það hefur ávallt einhveija líkamlega skírskotun. Þetta gerir verkin sér- staklega lífleg og stundum launfynd- in, því það er stutt í karíkatúrar á kroppslegum formum. Keilur um- breytast í brjóst fyrir framan augun á manni, þríhymingar í sköp, og kassalaga búkur vegur salt á sívölum afturenda. Allar grafíkmyndirnar og teikn- ingarnar á sýningunni eru frá 1988, og má segja að þær myndi sam- fellda myndröð. Sýningargestir skyldu ekki gleyma sér svo í skúlpt- úranum að þær fá ekki sinn skerf af athyglinni. Ætingamar sýna per- sónulegri og erótískari hlið á verk- um hennar, sem nýtur sín ekki eins Orkuveita Reykjavíkur SKRIN, frá 1992, eftir Sóleyju Eiríksdóttur. í stærri verkunum. List Sóleyjar var náttúrlega bam síns tíma og hún fann sig auðsýnilega vel í þeirri stemmningu sem myndaðist í kring- um „nýja málverkið" á níunda ára- tugnum, með sínum afmyndunum og ummyndunum á fígúram og kynjaveram, ásamt beinskeyttri og ákafri tjáningu. í síðustu verkunum sneri hún sér aftur að hefðbundnari viðfangsefn- um leirlistarinnar. Sjö leirker eða skrín (frá 1992), brennd í jarðleir, era með fallegustu verkum sem hún gerði, og í þeim sameinast allir henn- ar bestu kostir sem listamaður, þar sem saman fara vandað handbragð og hugmyndarík formræn útfærsla. Fengur er að sýningarskránni sem hefur að geyma fjölda litprentaðra mynda. Þar sem um látinn listamann er að ræða, hefði verið eðlilegra að hafa yfirlit yfir ævi hennar, frekar en einfalda ferilskrá, eins og í veryulegri sýningarskrá. Agætur og persónuleg- ur inngangur Aðalsteins Ingólfssonar bætir þetta upp að nokkra leyti. Það er óneitanlega dapurleg til- hugsun að ímynda sér hvað hefði getað orðið ef örlögin hefðu ekki gripið inn í, en verk Sóleyjar standa enn fyllilega fyrir sínu og það er síð- ur en svo einhver drangi yfir sýning- unni, því lífsgleðina er hvarvetna að finna í verkum hennar. Gunnar J. Árnason O1 GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 æða flísar i^jiyæða parket ÖP óð verð þjónusta Veldu fallegasta markið www.simi.is 0 v < LANDSSÍMA DEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.