Morgunblaðið - 10.07.1999, Page 38

Morgunblaðið - 10.07.1999, Page 38
p38 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Islenski safna- dagurinn ÍSLENSK söfn halda safnadaginn há- tíðlegan sunnudaginn 11. júlí. Saíhadagurinn á rætur að rekja til al- þjóðasafnadagsins, sem víða um heim er haldinn hátíðlegur hinn 18. maí að frumkvæði ^ICOM - alþjóða safna- ráðsins. Þessi dagur hentar illa íslenskum aðstæðum því flest byggða- og minjasöfn landsins eru lokuð á þessum árstíma. Því var gripið til þess ráðs að færa safnadaginn og halda hann annan sunnudag í júlí. Það er Islandsdeild ICOM í samvinnu við Félag ís- lenskra safnamanna sem stendur að safnadeginum með það að leið- arljósi að vekja athygli á söfnum landsins og þeirri fjölbreytilegu starfsemi sem þar fer fram. Að þessu sinni taka rúmlega 30 ^söfn um allt land þátt í safnadegin- um og í tilefni dagsins bjóða mörg safnanna upp á sérstaka dagskrá sem endurspeglar sérstöðu hvers safns fyrir sig. Það er athygli vert hversu fjölbreytileg safnaflóra landsins er og hversu mikil gerjun er í safnastarfinu. Það er ekki síst að þakka þeim metnaði og krafti sem safnafólk leggur í störf sín. Á undangengnum árum hafa ný og áhugaverð söfn opnað dyr sínar iyrir almenningi og önnur hafa a*aukið starfsemi sína og fært í nú- tímalegri búning. Gagngerar endurbætur fara nú fram á Þjóðminjasafni Islands sem gera mun safninu kleift að takast á við verkefni nýrrar aldar og eitt stærsta listasafn landsins, Lista- safn Reykjavíkur, mun á næsta ári flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði við Reykjavíkurhöfn. Svo virðist sem safnaheimsókn sé virkur þátt- ur í lífi stöðugt fleiri íslendinga, hvort sem er hér heima eða á ferðalögum erlendis. Fyrr á öldinni var ímynd safna sú, að þau væru hátíðlegar og svo- lítið rykfallnar stofnanir, þar sem fólk talaði í hljóði og bömun var ^afnvel meinaður aðgangur. í dag er ímynd safna gjörbreytt, án þess að virðingu fyrir safngripum og rannsóknarhlutverki safna hafi á nokkum hátt verið ýtt til hliðar. Það er einkum miðlunarþáttur safnastarfsins sem tekið hefur stakkaskiptum. Safnafólk leitast við að gera sýningar sínar áhuga- verðar og aðgengilegar fyrir alla aldurshópa. Safnaheimsókn er til þess fallin að sameina fjölskylduna, brúa kynslóðabil, dveljast og upp- lifa. Ný viðhorf í miðlun endur- speglast í dagskrá safnadagsins. Byggða- og minjasöfn landsins leggja á það áherslu að gera söfn ^sín lifandi, meðal annars með því að sýna vinnubrögð liðins tíma. Á þennan hátt öðlast safngripir nýtt líf og safngestir nýja innsýn. Á safnadaginn verður meðal annars hægt að kynnast heyverkun með gamla laginu, tóvinnu, mjöltum, síldarsöltun og saltfiskverkun. Allt eru þetta vinnubrögð sem stór hluti núlifandi íslendinga hefur aldrei kynnst og slík upplifun fær okkur til að horfast í augu við for- tíðina. Það verður áþreifanlega ljóst hversu stórfelldar breytingar ^á atvinnuháttum og lífsmunstri Wiafa átt sér stað hér á landi síðari hluta aldarinnar. Samtímis endur- speglast hverfulleiki samtímans, því hvað verður langt þangað til okkar dag- lega umhverfi eða vinnustaðir verða orðnir að safngripum? Á safnadaginn bjóða mörg safna landsins upp á safnaleiðsögn, sem reyndar er fastur þáttur í starfsemi margra safna. Safna- leiðsögn er mikilvæg- ur þáttur í þeirri við- leitni að miðla þekk- ingu til safnagesta. Safnagestir geta spjalla við leiðbein- endur eða fræðimenn og fengið nánari út- skýringar á því sem fangar hug hvers og eins. Það hefur sýnt sig, ekki síst á listasöfnunum, að góð Leiðsögn Það er athygli vert, segir Kristín G. Guðnadóttir, hversu fjölbreytileg safnaflóra landsins er og hversu mikil gerjun er í safnastarfínu. leiðsögn er mjög gagnleg. Enn virðist eima eftir af því viðhorfi, að samtímalist sé einungis fyrir fáa innvígða. Það hefur komið á daginn að leiðsögn um sýningar, sem í fyrstu virðast torræðar, hefur breytt viðhorfi safnagesta, opnað hug þeirra gagnvart undrum listar- innar og gert þeim kleift að njóta hennar á nýjan hátt. Safnaleiðsögn er einnig mikilvægur þáttur í menningaruppeldi skólanema en ekki síður áhugavert tækifæri til símenntunar þeirra sem víkka vilja sjóndeildarhring sinn. Því má ekki gleyma, að forsend- an fyrir fræðslustarfi og sýninga- gerð safnanna er hið fræðilega starf safnamanna og sú rannsókn- arstarfsemi sem þar fer fram. Það er sá drifkraftur sem gerir söfn landsins að virkum og síkvikum menningarstofnunum en samtímis vettvangi endurmats og endur- skoðunar. Rannsóknamiðurstöðum er gjarnan fylgt eftir með sýning- um sem varpa nýju ljósi á menn- ingu okkar og umhverfi. Enginn veit enn, hvað fræðimenn samtím- ans og framtíðarinnar eiga eftir að grafa úr jörðu eða finna í skjala- söfnum. En þar leynist án efa sitt- hvað, sem til lengri tíma mun breyta og dýpka skilning okkar á menningu, sögu og náttúru lands- ins. Á tímum margmiðlunar og sýndarveruleika bjóða söfnin gest- um sínum að skoða og nálgast safn- gripina milliliðalaust. Þó svo að margmiðlunartækni geri það kleift að skoða safngripi heimsins á Intemetinu getur sú nálgun aldrei komið í stað þess að upplifa hinn upprunalega hlut í umhverfi sínu; að finna ilminn af grasinu á þaki torfbæjarins eða sjá hvernig síkvik birta breytir lit og formi listaverks- ins. Safnaheimsókn er í raun ein- stakur máti til að skynja andrúms- loft aldanna og menningarinnar, til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa samtímis af því góða skemmt- un. Það er von Islandsdeildar ICOM og Félags íslenskra safna- manna, að sem flestir gefi sér tíma til að staldra við á safni á sunnu- daginn, njóti þess ríkidæmis og fjölbreytileika sem íslenska safnaflóran hefur upp á að bjóða. Höfundur er forstöðumaður Lista- safns ASÍog formaður íslandsdeild- arlCOM. Kristin G. Guðnadóttir + Guðríður Magn- úsdóttir fæddist í Stykkishólmi 3. október 1911. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans 23. júní siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 2. júlí. Legg ég nú bæði líf og önd, Ljúfi jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofiia fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Elskuleg móðir æskuvinkonu minnar er látin. Minningar um ynd- islega konu streyma fram í huga mér. Eg kynntist Guðríði, eða Guju eins og ég kallaði hana, alltaf þegar ég og Dagný, dóttir hennar og Magnúsar vorum litlar stelpur í Stykkishólmi. Þegar ég var sex ára gömul flutt- ist ég til Reykjavíkur og fannst mér mjög erfitt að vera án vinkonu minn- ar, en það var ekki vandamál fyrir Guju, mér var einfaldlega boðið að eyða smnrinu fyrir vestan svo að við gætum verið saman, og það var mik- ið leikið heima hjá þeim hjónum og aldrei var það neitt mál að leika hvar sem væri í húsinu, meira að segja var aðalleikstaðurinn hjónarúm þeirra hjóna, þar sem mörgum stundum var eytt í dúkkuh'suleik og húsaleik. Guja var einstaklega góð við mig, alltaf svo jákvæð og hláturmild og þegar hún og fjölskyldan fluttust suður til Reykjavíkur þá var maður auðvitað enn meira inn á heimilinu, og var þetta raun mitt annað heimih. Síðan þá eru nú hðin mörg ár, en við Dagný höldum enn okkar vin- skap, og alltaf hef ég fengið fréttir af Guju og Magnúsi og Önnu, systur Guju, í gegnum tíðina. Meira að segja fékk ég upphringingu á stóraf- mæh mínu nú á dögunum og var það Guja, hún mundi eftir því og gladdi það mig mjög mikið og spjölluðum við saman í þó nokkra stund. Með þessum orðum kveð ég þessa yndislegu konu, og bið guð að styrkja ástvini hennar. Guð geymi ykkur. Kristín Katla Árnadóttir. Kær vinkona fjölskyldu minnar, Guðríður Magnúsdóttir, er látin. Mamma og Guðríður ásamt Önnu, systur Gauju, voru vinkonur. Þetta var einstök vinátta, sem einkenndist af kærleika og fómfýsi og aldrei bar skugga á. Við systur fórum heldur ekki var- hluta af kærleika þeirra systra. Aldrei gleymd- ust afmælis- eða tylh- dagar hjá fjölskyldum okkar. Gauja var ein- stök kona. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Margar minningar á ég frá heimili þeirra hjóna, Gauju og Magnúsar. Jólaboðunum í Hólmin- um, þegar ég var tekin með i kvöldboð, fékk að vaka frameftir og borða „frómasí" hjá Gauju. Við Kristín Dagný, dóttir þeirra, spiluðum á spil þar til við gátum ekki vakað lengur. Þetta var hámark samkvæmislífsins á þeim árunum. Síðar þegar þau fluttu til. Reykjavíkur var heimili þeirra Gauju og Magnúsar mér ávallt opið, móttökur jafnan höfðing- legar. Þegar ég var komin í skóla hér í Reykjavík, en foreldrar mínir bjuggu enn fyrir vestan, íylgdust þau alltaf með mér, hvort mig van- hagaði um eitthvað eða þau buðu mér í mat, ég var alltaf velkomin. Mér er minnisstæð fyrsta útsending Ríkissjónvarpsins. Ekki sökum þess hve merkileg hún var heldur vegna þess að Gauja og Magnús buðu mér í mat til þess að horfa á sjónvarpið. Þetta var hátíðarstund. Þannig var Gauja. Hjá henni voru allir jafnir. Hún bar virðingu fyrir æskunni. Hún gladdist þegar vel gekk og fann til með þeim sem áttu erfitt. Minn- ingarnar eru ótalmargar og ekki nauðsyn að tína þær allar fram hér. Langri vegferð er lokið og fyrir hana vil ég flytja þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar. Eg veit að Gauja hvílir nú í faðmi Frelsarans, sem hún átti svo einlæga trú á. Þar hefur nú verið tekið á móti henni á þann hátt sem hún tók ávallt á móti mér. Með kærleika og ást. Elsku Magnús, Kristín Dagný og fjölskylda og elsku Anna mín, Guð styrki ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. Blessuð sé minning Guðríðar Magnúsdóttur. María Ásgeirsdóttir. Kveðja úr Hólminum Það má ekki minna vera en ég minnist þessarar góðu og hjarta- hlýju vinkonu minnar nú þegar leiðir skilur. Þegar ég kom í Hólminn fyrir 57 árum var hún ein af þeim sem ég kynntist fljótlega. Hún barst ekki mikið á, en ósjálfrátt urðu sterk kynni milli okkar sem alltaf voru ný og entust vel og lengi. Þá var hann ekki síðri maðurinn hennar hann Magnús Sigurðsson, sem aldrei mátti vamm sitt vita og m.a. gerði hann mér það gott að ég gleymi því aldrei og honum á ég margt að þakka. Allt sem hann vann var af sérstakri árvekni og loforð hans þurfti ekki að skjalfesta. Þau hjón settu mikinn svip á bæinn okkar á þeim árum sem ég var þeim sam- ferða en því miður voru þau ár alltof fá. En þegar leiðin lá til Reykjavíkur hitti ég þau oft og eins þegar þau komu í Hólminn fóru þau varla þar um að ég fengi ekki að sjá þau. Sem bindindismanna minnist ég þeirra alla tíð og þar var engin hálfvelgja. Guðríður var einnig organisti í kirkj- unni þegar ég kom í bæinn og það starf var rækt af alúð og trú- mennsku. Þá má ekki gleyma því að þegar stúkan Helgafell var stofnuð árið 1952 var Guðríður einn af stofn- endum hennar og lífgaði fundina upp með sínum hljóðfæraslætti. Þessar stundir eru mér svo kærar að ég geymi þær vel og minnist þeirra oft. Þá var líf í bindindishreyfingunni í Stykkishólmi og var tekið til þess hversu reglusamur bærinn var, meira að segja þurfti ekki lögreglu til að stilla til friðar, eins og nú til dags. Barnastúkan sem þá blómstraði vel, með hjálp skólastjóra og kenn- ara, naut starfs Guðríðar sem lék oft undir söng á fundum og aldrei var spurt um greiðslu, þetta var svo sjálfsagt að hennar mati. Þær voru ekki fáar skemmtanir unga fólksins þar sem hún leiddi sönginn og gerði allt svolítið hátíðlegra. Þessara stunda minnist margur nú þegar Guðríður er ekki lengur til að taka þátt í lífi fólksins hér. Vinsældir hennar komu kannski einna gleggst fram á útfai-ardegi hennar sl. föstudag, þar sem stór hópur Hólmara mætti til að votta henni þökk og fjölskyldu hennar samúð. Það var heilög stund. Ég veit ekki hvort hún var nokkum tímann svo kær Reykjavík að Hólmurinn var ekki fyrir ofan og ég man svo vel að þegar þau hjónin heimsóttu gamla bæinn sinn, töldu þau sig komin heim. Það var sjónarsviptir að þeim er þau fluttu héðan og oft var þeirra minnst í Hólminum. Þau voru hepp- in með kjördóttur sína og mann hennar og bömin sem voru miklir gleðigjafar þegar þau komust á legg. Ég sendi ástvinum hennar innileg- ar kveðjur úr Hólminum. Ég veit hve mikils er misst og eins líka að drottinn leggur líkn með þraut. Honum treysti Guðríður og hann brást aldrei. Guð blessi þig, kæra vinkona, og þökk fyrir öll árin sem ég mun lengi muna eftir. Árni Helgason, Stykkishólmi. GUÐRIÐUR MAGNÚSDÓTTIR ÓLAFUR HALLDÓRSSON + Ólafur Hall- dórsson fæddist á ísafirði 16. 1929. Hann lést í Sjúkrahúsi ísafjarð- ar 19. júní og fór út- för hans fram frá Isafjarðarkirkju 26. júní. Eftirfarandi minningargrein átti að birtast 26. júní en það fórst fyrir og er beðist velvirðing- ar á því. Elsku afi, þó er göngunni þinni meðal okkar lokið og eru þær á enda þess- ar þjáningar þínar, sem hafa staðið núna síðastliðið ár. Sárt er að missa og sakna en margar em minning- arnar um þig. Loks ertu kominn til ömmu sem þú saknaðir mjög, eins og við öll. Ég veit að hún tekur á móti þér ásamt Guðjóni og hugsar vel um þig. Alltaf var jafn gott að koma til ykkar ömmu í sveitina og er ég feg- inn þeim tíma sem ég fékk að eyða með ykkur þar. Sumar næturnar er ég átti erfitt með svefn var bara far- ið og bankað hjá ömmu og afa og fengið að skríða á milli. Þú kenndir mér líka að spila og í Skálholtinu var oft setið langt fram á nótt að spila Kana og alltaf var ég að læra eitthvað nýtt af þér. Er ég varð eldri gat ég samt alltaf leitað til þín ef mig vantaði ein- hvern að tala við og alltaf varstu tilbúinn að hlusta á okkur, afa- börnin þín, og varst þú og verður alltaf besti vinur minn. Þú studdir mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og virtist hafa óþrjótandi trú á mér, henni Dóru Lóu þinni, eins og þú kallaðir mig alltaf og varstu sá eini sem ég leyfði það. Þegar ég fékk bílprófið mitt varst þú fyrstur til að lána mér bílinn þinn þótt hann væri aðeins nokkurra mánaða gamall, enda sagðirðu oft í gríni að þú hefð- ir keypt hann fyrir mig. Og þegar ég eða Gummi þurftum einhvern bfl til að fara í ferðalag þá gátum við alltaf fengið „pela“. Svo mikið traust barstu til okkar afabarnanna þinna. Laugardaginn 12. júní var ég að klára sveinsprófið mitt í hárgreiðslu og var það mjög erfitt þar sem ég vissi af þér svona veikum heima, en ég ákvað að fara í prófið og ná því fyrir þig, afi minn, enda studdir þú mig áfram í náminu eins og öllu öðru. Þegar amma dó var svo gott að koma í þennan stóra faðm þinn og láta þig hugga mig. Núna er ég sat hjá þér stuttu áð- ur en þú fórst frá okkur og hélt í hönd þína þá fann ég að það var komin einhver ró í þig og þá vissi ég að amma og Guðjón væru að koma bráðum að taka á móti þér. Núna eru þið loksins saman eftir langan aðskilnað og ég veit að þið passið öll hvert annað. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Nú kveð ég þig, afi minn, með þessum fátæklegu orðum, sem sýna aðeins brot af öllu sem þú hefur gert fyrir mig. Þín verður sárt saknað. Þín afastelpa, Halldóra (Dóra Lóa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.