Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 39fc + Ólafur Dagur Ólafsson fædd- ist á sjúkrahúsi Suðurlands 14. des- ember 1989. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 6. júlí 1999. Ólafur Dagur var sonur Ólafs Inga Sigur- mundssonar, f. 18.2. 1961 og Önnu Gísla- dóttur, f. 5.1. 1961. Föðurforeldrar Ólafs Dags eru Sig- urmundur Guð- björnsson, f. 25.1. 1934 og Þórfríður Soffía Har- aldsdóttir, f. 22.2. 1937. Móður- Elsku litli bróðir okkar. Við systkinin erum mjög þakklát fyi-ir að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig hjá okkur í þessi ár. í okkar augum ertu hetjan okkar fyrir allt sem þú gekkst í gegnum í veikindum þínum. Alveg sama hvað bjátaði á var alltaf grunnt á fallega brosinu þínu sem bræddi hjörtu allra sem voru nálægt þér. Við eigum svo margar góðar minningar um þig sem við munum geyma í hjörtum okkar alla tíð. Það er frá svo mörgu að segja. Það var gaman að vera með þér í sveitinni þegar við bjuggum í Björnskoti og sjá þig sinna sveita- störfunum, þau voru þitt yndi. Þér fannst svo gaman að keyra heyið í kýrnar á hjólastólnum þínum og það var ótrúlegt hve mikið þú gast tekið í einu. Kúnum fannst heyið svo gott sem þú gafst þeim. Þú hafðir svo mikinn áhuga á vélum og öllu sem þeim viðkom. Það mátti varla koma bfll í heimsókn án þess að þú fengir að skoða vélina í hon- um. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum og lést ekki snúa þér. Þegar við keyptum nýjan traktor í fyrra, sagðir þú að það yrði að vera traktor með aukasæti svo þú gætir farið út á tún með pabba. Þú hafðir gaman af því að tefla skák og stóðst þig vel og talaðir oft um hvað þér fannst gaman að fara á skákmótið í fyrra þegar þú hittir hr. Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Síðan breyttust aðstæður og við fluttumst búferlum hingað á Sel- foss. Þú kveiðst ekkert fyrir flutn- ingunum né að byrja í nýjum skóla. Bekkurinn sem þú fórst í var æðis- legur og kennarinn frábær og þar eignaðist þú marga góða vini, krakkarnir hópuðust að þér því það geislaði svo mikið af þér. Eitt sinn þegar kom til tals hvað þú ættir marga vini varstu snöggur að svara foreldrar Ólafs Dags eru Gísli Rún- ar Guðmundsson f. 9.7. 1938 og Unnur Guðmundsdóttir, f. 12.2. 1943. Ólafur Dagur var íjórða barn for- eldra sinna. Systk- ini hans eru 1) Mar- ía Ósk Ólafsdóttir, f. 26.7 1982, 2) Guð- björn Már Ólafsson, f. 25.5 1984, 3) Rún- ar Geir Ólafsson, f. 2.1. 1988. Ólafur Dagur verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju í dag klukkan 11. og sagðir: „Hvað get ég að því gert að ég er svona vinsæll?“ Þetta varst bara þú, sagðir bara hreint og beint hvað þér fannst og það var alltaf hægt að spyrja þig álits. Eftir að þú byrjaðir í bekknum vaknaði mikill fótboltaáhugi. Ar- senal var þitt lið og þú áttir orðið bol og trefil og varst kominn í fé- lagið hér á Selfossi. Félagsskírtein- ið hékk uppi á ísskáp svo allir gætu séð með hverjum þú hélst. Elsku litli Óli Dagur okkar, við munum sakna þín meira en orð fá lýst og þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar, þín systkini, María Ósk, Guðbjörn Már og Rúnar Geir. Að morgni þriðjudagsins 6. júlí barst okkur sú hörmulega fregn að hann Ólafur Dagur, frændi okkar, væri látinn. Og maður spyi- sig þeirrar spurningar af hverju þú varst tek- inn svona fljótt frá okkur. Það er fátt um svör en einhvern tilgang hlýtur Guð að hafa með þessu. Þegar litla frænka þín, hún Mar- grét Rún, fékk þessa frétt tók hún utan um mömmu sína og sagði: „Mamma, nú er Óli Dagur hjá Guði og langafa og þeir passa að honum líði vel“. En Óli Dagur, mikið eigum við eftir að sakna þess að sjá þitt hlýja bros og spjalla við þig um allt mögulegt því þú hafðir mjög gaman af að spjalla við fólk. Þú hafðir mikinn áhuga á fót- bolta og hélst mikið með Arsenal- liðinu. Mikil synd var að þú fékkst aldrei að prófa sjálfur að spila fót- bolta vegna fötlunar þinnar því ég veit að þú hefðir orðið góður leik- maður ef marka má þinn mikla áhuga. Elsku Anna, Óli, María Ósk, Guðbjörn Már og Rúnar Geir, ykkar missir er mikill og við biðj- um þess að góður Guð styrki ykk- ur á erfiðri stundu og vaðveiti drenginn ykkar, hann Óla Dag. „Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Ur spámanninum e. Kahlil Gibran.) Kveðja, Sigríður (Sirrý) og fjölskylda. Elsku vinur. Þegar þið fluttuð í Fífutjömina um áramótin síðastlið- in vorum við svo heppin að fá að kynnast þér og bróður þínum Rún- ari Geir. A þessum stutta tíma höf- um við átt margar og góðar sam- verustundir. Þessar stundir munu lifa í hjarta okkar. Við fundum fljótt að við áttum margt sameiginlegt. Þar stóð fótboltinn upp úr. En við vorum ekki öll á sama máli um hvaða lið væri best. Rúnar Geir og Gunnar Sturla voru Manchester United-aðdáendur, en þú og Val- gerður Rut voru einlægir Arsenal- aðdáendur og ætlar Valgerður Rut að halda því merki uppi og við vitum að þú styður við bakið á henni í því. Við spiluðum fótbolta saman í göt- unni, lékum okkur í fótboltaleikjum í tölvunni og horfðum saman á fót- boltaleiki í sjónvarpinu og sérstak- lega þegar liðin okkai’ voru að keppa. Þetta voru frábærar stundir sem lifa í minningunni. Þegar við spiluðum fótbolta í götunni voru þú og bróðir þinn í markinu og við í sókninni. Okkur fannst mjög skemmtilegt að fara með þér upp í Eyði-Sandvík þar sem foreldrar þínar voru með bú. Þar tíndum við þúfur þegar ver- ið var að slétta túnið og horfðum á þegar foreldrar þínir mjólkuðu kýrnar. Þar spiluðum við líka fót- bolta og þar fékk hundurinn ykkar hún Táta að spila með okkur, en oft- ast var hún þó bara fyrir. Hún kunni ekki reglurnar í fótboltanum. Það er mjög sárt fyrir okkur öll að missa þig. Við vorum búin að plana að gera ýmislegt saman í sumar, t.d. að halda götugrill. Við ætluðum saman í bíó að sjá Wild, Wild West. Við ætluðum líka saman í keilu. Þótt við sjáum þig ekki vit- um við að þú verður alltaf með okk- ur hvað sem við gerum. Það er sárt fyrir fjölskyldu þína að missa þig og sérstaklega er miss- ir Rúnars Geirs mikill. Þið voruð svo nánir og mikið saman. Þú fórst svo snöggt frá okkur, en minningin um yndislegan dreng fylgir okkur áfram. Kæra fjölskylda í Fífutjöm OLAFUR DAGUR ÓLAFSSON + Laufey Eysteins- dóttir fæddist í Tjarnarkoti í Aust- ur-Landeyjum 22. desember 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 4. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. júlí Það er nótt í Vatns- firði, sumamótt eins og hún getur fegurst verið á Islandi. Allt um kring er friður og ró. Þetta er sá tími er náttúran, dýr og menn taka sér hvfld á vit svefnsins. En ég get ekki sofið. Er að hugsa um þig er nú hef- ur hlotið hina hinstu hvfld eftir langa ævi. Hugsanir um svo margt sem þú sagðir mér streyma fram í hugann. Eg sé fyrir mér gamla bað- stofu á Suðurlandi árið 1912. Þar komstu í heiminn eftir mjög erfiða fæðingu, vart hugað líf. En þú varst seig eins og öll þau mörgu ár tilveru þinnar. Eg sé fyrir mér ungling við störf og leik. Eg sé fyrir mér unga fallega Ijóshærða stúlku, er finnur einu ástina sína á Korpúlfs- stöðum á fyrri hluta þessarar aldar. Árin þín á Reyðarfirði með fyrrverandi tengdaföð- ur mínum sem ég þekkti aldrei. Sá mikli mannkostamaður lést aðeins 37 ára gamall. Eg sé fyrir mér nýbýlingsárin ykkar í Kópavogi. Þú sagðir mér margt um mannlífið á þeim tíma. Börnin sem lifðu urðu þrjú. Ham- ingja, vinna og hin unga fjölskylda var þér allt. En allt of snemma stóðstu uppi, ung móðir, ein. Á þeim tíma var félagsleg aðstoð önnur en hún er í dag. En stóðstu ein? Nei, því við hlið þér stóð sonur þinn, Haukur, eins og klettur og aðstoðaði þig við að koma yngri systkinunum til manns. Við tók vinna á ýmsum stöð- um. Vinna við að hafa í og á litlu fjöl- skylduna. Sá vinnudagur var langur. En uppskeran sú að nú kveður þig hópur af mannvænlegu fólki. Síðustu árin í Sunnuhlíð vai-stu sátt. Sátt við lífið og umhverfið. Sátt við lífshlaup þitt. Þakklát íyrir góða umönnun ættingja og starfsfólks. Ég sá þig síðast á laugardaginn og sá að brátt mundi draga að leiðarlokum. Ég vissi að þú heyrðir þau orð er ég hvíslaði í eyra þér, þau orð mun ég reyna að standa við. Við áttum ekki alltaf skap saman en vinátta okkar hélst alltaf óbreytt. Ég flyt þér kveðju Hafdísar, sonar- dóttur þinnar, er flutti af landi brott daginn fyrir andlát þitt. Einnig kveðju Gunnhildar, dóttur minnar. Nú kveð ég þig í hinsta sinn og vona að áframhaldið sé eins og trú okkar kennir. Þá stendur þú einhver staðar ung, ljóshærð stúlka og heldur í höndina á ungum brúneygum manni með bros á vör. Sigríður Magnúsdóttir. LAUFEY EYSTEINSDÓTTIR 8, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveður og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Gegnum tárin geisli skín, gleði og huggun vekur. Göfugandansáhrifþín enginn frá mér tekur. (Erla) Þínir vinir, Gunnar Sturla og Valgerður Rut. í dag kveðjum við bekkjarfélaga, nemanda og vin. Við kveðjum Ólaf Dag. Það er sárt að kveðja. En þeg- ar við skoðum hug okkai- betur, þá vitum við að sorgin kemur vegna þess sem var gleði okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Óla Degi. Þegar við frétt- um andlát hans komu fram í hugann myndir úr skólastarfinu síðastliðinn vetur. Brosandi og glaðlegur dreng- ur sem brunar inn í skólastofuna í stólnum sínum um leið og hann býð- ur góðan dag. Óli Dagur tók þátt í öllu skólastarfinu af jákvæði og eljusemi. Glaðlyndi hans og þraut- seigja verður okkur öllum eftir- minnileg og lærdómsrík. Við minn- umst drengs sem færði bekkjar- systur sinni svolítið af namminu sínu á öskudaginn þegar hann frétti að hún væri veik. Við minnumst gleðinnar sem fylgdi því að taka þátt í leikritum á árshátíð og bók- menntahátíð. Við minnumst ákafans við að komast nógu fljótt út í fót- bolta í frímínútum. Við minnumst gáskans við að spóla á svellinu og prófa stólinn í sköflunum. Við minn- umst sjálfstæðisins við að bjarga sér með sem minnstri hjálp. En fyrst og síðast minnumst við ánægjulegra stunda í samheldnum og góðum bamahópi. Við erum öll svo ótrúlega miklu ríkari eftir að hafa kynnst Óla Degi. Við í 4. J.H. ræddum oft saman um óskir okkar og drauma á nota- legum stundum í heimakróknum. Við vissum öll hver var stærsta óskin hans Óla Dags. Hún var að geta hlaupið og leikið sér. Við trú- um því að nú hafi sú ósk ræst. Við sendum fjölskyldu Óla Dags inni- legar samúðarkveðjur. Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Fyrir hönd okkar í 4. J.H. Inga og Jóna. Það var bjartur, sólríkur sumar- dagur og allt virtist svo fagurt en skyndilega breyttist allt. Mér barst andlátsfregn lítfls drengs, Ólafs Dags Ólafssonar frá Bjömskoti. Það leita ótal spurningar á hugann um lífið, tilveruna og dauðann. Ég finn engin svör. Hver er tilgangur- inn? Eitt veit ég þó; Ólafur Dagur hefur verið mikill gleðigjafi foreldr- um sínum og systkinum, svo og öll- um þeim sem hann hefur verið sam- ferða á sinni stuttu ævi. Minningin um hann er Ijós í myrkrinu sem ávallt mun skína. Leiðir okkar Óla Dags lágu sam- an síðastliðið haust þegar ég tók til starfa við skólann hans, Brautar- holtsskóla á Skeiðum. Óli Dagur gekk ekki heill til skógar en það lét hann ekki hafa áhrif á jákvæðni sína og góða skapið. Hann var hlýr í við- móti, glaður og fullur bjartsýni. Oft þegar Óli Dagur hafði lokið við verkefni sitt spjölluðum við saman um óteljandi hluti sem hann hafði áhuga á. Hann hafði svo ótrúlega sterkan vilja til þess að vera með í öllu og láta sig allt varða. Þrátt fyrir ungan aldur var Óli Dagur mjög ábyrgur, hann þekkti sínai’ sterku og veiku hliðar. Óli Dagur var vinsæll meðal skólafélaga sinna og naut þess að vera með þeim í leik og starfi. Það var gaman að sjá þegar hópurinn hljóp niður á fótboltavöll til leikja, þá hoppuðu einn eða tveir vinir aft- an á hjólastólinn og völdu að aka með vini sínum um hlaðið, ýmist í leik eða hrókasamræðum. Ég minnist haustferðar okkar í september síðastliðnum, um Hval- fjarðargöngin upp á Akranes. Ég)| gleymi ekki hve hrifinn Óli Dagur var í Steinasafninu. Þar var svo margt að skoða og margt sem hann vildi fá svör við. Okkur þótti leitt þegar þeir Óli Dagur og Rúnar Geir fluttu með fjölskyldu sinni á Selfoss en við vissum að þannig varð það að vera. Við söknuðum þeirra öll og vorum ákveðin í að halda sambapdinu áfram. Nú, við fráfall Ólafs Dags, er saknaðartilfinningin enn sterkari. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og við verðum að trúa því að til- gangur sé með því sem á okkur eU lagt; Guð hefur kallað Ólaf Dag til annarra starfa á æðri stigum. Elsku Anna, Ólafur, Rúnar Geir, Guðbjörn og María, við í Brautarholti biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk til þess að vinna úr þessari þungu sorg. Minningin um Ólaf Dag Ólafsson mun lifa í hjörtum okkar. Rut Guðmundsdóttir. Kveðja frá Sólvallaskóla Sú harmafregn barst okkur að morgni 6. júlí síðastliðins að Ólafur Dagur Ólafsson, 9 ára að aldri, hefði _ látist á sjúkrahúsi í Reykjavík þá’"' um nóttina. Hér má með sanni segja að skjótt hafi sól brugðið sumri. Ólafur Dagur kom til okkar í Sól- vallaskóla um síðustu áramót ásamt tveimur bræðrum sínum. Enda þótt Ólafur Dagur væri fatlaður og bundinn hjólastól vakti það strax at- hygli mína hve glaðlegur og hiklaus hann var í allri framkomu. Hann bar það þannig með sér við fyrstu kynni að hann hafði notið afar þroskavænlegra skilyrða, bæði ÍJM skóla og á heimili. Enda gekk það og eftir að Ólafur Dagur varð afar vinsæll meðal bekkjarsystkina sinna í nýja bekkn- um, 4. JH. Þau studdu hann af al- hug þar sem þau fundu hann veikan fyrir, fylgdu honum eftir í frímínút- um, á göngum eða leikvelli og einnig í íþróttasal. En Ólafur Dagur hafði hins vegar fulla einurð til að taka forystu þar sem hann fann sig sterkan fyrir. Hann hafði t.d. framsögn fyrir hópnum á bekkjarskemmtunum og í skákíþróttinni bar hann af öðrum. Glaðværðin og bjartsýnin voru þau einkenni sem hann bar með sér hvert sem hann fór og með þeirrig^ lyndiseinkunn var hann öðrum sönn fyrirmynd. Ekki síst þess vegna mun nú margur sakna vinar í stað við skyndilegt fráfall hans. Sárastur harmur er þó kveðinn að foreldrum hans og systkinum. Fyrir hönd Sólvallaskóla sendi ég þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur um leið og við biðjum minn- ingu Ólafs Dags Ólafssonar bless- unar Guðs. Óli Þ. Guðbjartsson. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.