Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SIGRIÐUR BJARNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Bjarn- veig- Guðmunds- dóttir fæddist í Ólafsfirði 6. janúar 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 30. júní síðastliðinn. Sigríður var dóttir hjónanna Guðmund- ar Aðalsteins Sig- urðssonar, f. 24.8. 1889, d. 28.6. 1963, og Kristínar Jóns- dóttur, f. 21.10. 1892, d. 18.2. 1971. Systkini Sigríðar eru: 1) Sigmar Magnús, f. 10.8. 1911, d. 29.6. 1917. 2) Hólmfríð- ur Steinunn, f. 25.7. 1913, d. 7.1. 1944. 3) Þorsteinn Gísli, f. 23.5. 1915, d. 25.11. 1920. 4) Guð- mundur Kristinn, f. 23.7. 1916, d. 27.7. 1916. 5) Baldvina, f. 13.11.1917, d. 5.3. 1918. 6) Bald- vina, f. 16.3. 1919, d. 14.2. 1995. 7) Jón Þorsteinn, f. 27.2. 1921. 8) Sigríður Bjarnveig, f. 6.1. 1923, d. 30.6. 1999. 9) Emil Guðmund- ur, f. 6.12. 1925. 10) Ragnar Ólafur, f. 17.9. 1927. 11) Mar- grét, f. 25.7. 1929. 12) Stefanía Guðný, f. 25.9. 1931, d. 28.3. 1962. 13) Sigurður Kristinn, f. 23.2. 1935. 14) Guðdís Sæunn, f. 1.11.1937. Haustið 1944 giftist Sigríður Garðari Björnssyni bakara. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Birna, f. 24.1. 1945, gift Jóni Helgasyni. Þeirra börn eru: a) Hrafn- hildur Björk, f. 26.4. 1964 í sambúð með Einari Jónssyni, börn hennar eru fímm. b) Sigurbjörg Kristín, f. 27.8. 1967, gift Axel Wi- um. c) Helgi, f. 28.7. 1969, sambýliskona hans er Kristbjörg Ingimundardóttir. d) Garðar, f. 28.7. 1969. e) Linda Mar- ía, f. 25.12. 1971. Hún á eina dóttur. 2) Kristinn Guðmundur, f. 22.8. 1949, kvæntur Hrefnu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: a) Guðlaug, f. 15.3. 1971, sambýlismaður hennar er Sæ- mundur Jónsson. Þau eiga eina dóttur. b) Berglind, f. 11.8.1974, unnusti Þorsteinn Orri Magnús- son. Berglind á einn son. c) Alda Marín, f. 24.9. 1986. 3) Brynja Fríða, f. 11.10. 1950, gift Arna Rúnari Kristjánssyni. Börn þeirra eru: a) Iða Brá, f. 25.2. 1973, maki Árni Krisljánsson. Þau eiga þijá syni. b) Elfa Rún, f. 13.1. 1979, unnusti Guðjón Emilsson. c) Arni Björn, f. 8.3. 1984. Útför Sigríðar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Nú hefur hún amma mín fengið hvfldina, en eftir eru minningar um yndislega góða konu. Allt frá því ég man eftir mér höf- um við amma verið mjög samrýnd- ar. Einhvern tímann komumst við að því að það hlyti að vera af því að við værum báðar Steingeitur og al- veg rosalega líkar. Þær voru marg- ar nætumar sem ég gisti hjá ömmu á Fossöldunni. Hún bauð mér svo oft í mat, kjúkling eða annað góðgæti, og svo horfðum við saman á Nágranna í sjónvarpinu. Þrátt fyrir að hún flytti á Lund hittumst við oft. Ég fékk meira að segja að gista hjá henni eina nótt- ina eftir að ég kom frá Danmörku og þá fannst okkur eins og við vær- um ennþá á Fossöldunni. Síðastliðin ár urðu veikindin sí- fellt meiri, en þrátt fyrir þau sat amma oft klukkutímunum saman og prjónaði sokka, vettlinga og peysur á allan skarann, en amma var einstaklega fær að sauma og prjóna. Amma hafði einnig mjög gaman af tónlist. Ég minnist þess alltaf þegar hún lá á sjúkrahúsinu veik og við settum diskinn hennar Ellýjar Vilhjálms í tækið og sung- um lög eins og „í grænum mó“ og „Ég veit þú kemur“. Stundum þeg- ar ég leggst niður á kvöldin heyri ég okkur syngja saman. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt, allar peysurnar og sokk- ana. Allar yndislegu samveru- stundimar okkar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. 0, elsku amma, hvað ég sakna þín, en ég veit að nú ertu hjá góðum Guði sem passar þig og ég veit að nú hefur þú hitt mömmu þína og pabba sem þér þótti svo vænt um og ég veit að þegar mitt kall kemur muntu taka á móti mér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þín Elfa Rún. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt Nú saman leggja blómin blðð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvfla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja og bjóða góða nótt. Það er sárt en jafnframt léttir, léttir að vita að nú ertu laus við veikindin sem hafa hrjáð þig síðustu árin. Minningar frá því ég var barn og allt fram á síðustu vikur hafa kom- ið upp í hugann síðustu daga. Ég man þegar ég gisti einu sinni hjá ykkur afa og lék mér að plast- dýrum í rúminu. Þegar þú komst að gá að mér skreið ég undir sæng- ina og þóttist sofa. Þegar þú lyftir upp sænginni og sást öll dýrin viss- irðu að ég hafði verið að leika mér og var vakandi og ísköld á fótun- um. Þá komstu upp í, fjarlægðir dýrin og við kúrðum saman. Ég man eftir lopapeysunum sem þú prjónaðir á okkur systkinin, all- ar með perluprjóni og köðlum. Þetta voru miklar uppáhaldspeys- ur og voru notaðar þar til þær voru orðnar alltof litlar. Prjónarnir þínir voru aldrei langt undan og eftir að þú hættir að geta prjónað, fórstu að vefa og síðast að búa til jólakúl- ur. Það var ótrúlegt hve þrjóskan kom þér alltaf áfram, bæði í veik- indunum og við handavinnuna. Ferðin okkar norður á Lödunni gleymist aldrei. Þetta var sannköll- uð ævintýraferð; bflinn bilaði, hlið- arspegillinn var keyrður af en við þrjóskuðumst við að halda áfram. Við hlustuðum á Gylfa Ægisson og Stóru bflakasettumar á leiðinni og MINNINGAR sungum hástöfum með. Við heim- sóttum systkini þín og ættingja og fórum að leiði foreldra þinna á Dal- vík. Þessi ferð gaf okkur báðum mikið og ekki er langt síðan við rifjuðum hana upp saman og skoð- uðum myndir. Mannstu þegar þú hálfbannaðir okkur, barnabömunum þínum, að kalla þig ömmu Sísí vegna þess að önnur böm í þorpinu vom líka far- in að kalli þig ömmu Sísí. Þetta angraði þig um tíma og ekki varstu ánægð þegar Grýlumar gáfu út lagið Sísí fríkar út. Þetta gekk nú allt saman yfir og ennþá ertu amma Sísí. Þegar ég fluttist að heiman gafstu mér heilmikið af eldhúsá- höldum, pottum og ílátum sem em enn í fullri notkun. Þú tókst vel á móti Axel frá því þú sást hann fyrst og gast sjaldan stillt þig um að skjóta aðeins á okkur, hvort hann væri enn hræddur við gamla hexið, eins og þú orðaðir það, eða hvort við þyrftum ekki að grenna okkur. Það var glettni sem við höfðum gaman af og gerðum yfir- leitt grín til baka. Þú fylgdist vel með okkur og lést óspart vita ef þér þótti líða of langt á milli þess sem við sáumst eða heyrðumst. Þær voru ófáar vikumar sem þú dvaldir á sjúkrahúsum síðustu árin og oft leið stuttur tími á milli. Þú sagðir stundum að ekki tæki því að vera að koma þér heim því fyrir kom að fáir dagar liðu þar til þú komst aftur. Allar heimsóknirnar til þín á sjúkrahúsið vom erfiðar. Þó létti mér alltaf þegar þú baðst mig að snyrta og lakka á þér negl- urnar, nudda á þér fætuma, lita augabrúnimar og plokka hökuna; þá vissi ég að þér leið betur. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir að gefa mér svo margar og góðar minningar. Þú áttir erfitt með að sætta þig við veikindin og allar þær takmarkanir sem þeim fylgdu. Þú hélst lengi í vonina um að eitthvað væri hægt að gera og síðustu mán- uðir voru þér erfiðir. Nú hefur þú fengið hvfld írá þjáningum og viss- an um að þér líði betur léttir á sorginni. Hvfl þú í friði. Þín, Sigurbjörg. „Er amma Sísí þá orðin engill uppi hjá Guði og hjálpar honum að passa okkur?“ spurðu Þórir Freyr og Amar Daníel, litlu strákamir mínir, þegar ég sagði þeim að þú værir dáin. Ég hugga mig við þessi orð þeg- ar ég hugsa til þín. Eftir sitja minningamar um góða ömmu. Ég minnist þess þegar við frænkumar (ég, Linda, Gulla og Berglind) vor- um hjá þér, þú áttir fullt af litabók- um og litum og vom því háðar keppnir um það hver litaði flott- ustu myndina. Þér fannst allar myndirnar nú jafn flottar, þú vildir ekki gera upp á milli. Voru þá mömmur og pabbar spurð, fannst þeim að sjálfsögðu myndin best hjá sínu barni en vissu ekki að við vor- um búnar að skiptast á myndum, og þótti okkur það rosa fyndið. Þú prjónaðir mikið og fengum við því reglulega nýja sokka, vett- linga og peysur. Það vom góðar gjafir því ekki er hægt að segja að ég sé mikil prjónamanneskja, þetta vissir þú og varst því iðin við að senda strákunum mínum nýja sokka, sérstaklega Árna Rúnari, því hann var fljótur að komast í gegnum sína og ekki var hægt að hafa greyin með kaldar tær. En svona varstu nú amma mín, alltaf að hugsa um hag annarra. Ég kveð þig elsku amma, með þessari fallegu bæn. Vertu nú yfir og allt um kring með eilíri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jóns. frá Presthólum) Hvíl í friði. Þín Iða Brá. LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 41 Elsku amma. Nú ert þú komin til Guðs og þér líður ömgglega vel þar. Þú varst alltaf svo góð við mig og passaðir mig þegar ég var lítill. Eg kom oft til þín og fékk þá alltaf kex og mjólk og auðvitað að horfa á teiknimyndir eða torfæm. Láttu nú ljósið mitt, logaviðrúmiðmitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Sig. Jónss.) Takk fyrir allt, elsku amma Sísí. Þinn Ámi Rúnar. Elsku amma Sísí. Nú ertu dáin og farin frá okkur. Ég sakna þín, en ég veit: „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn.) Ég gleðst líka því nú líður þér vel. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét) Vertu sæl, amma mín, og takk fyrir allt. Þín María Hödd. Mig langar með fáeinum orðum að minnast hennar Sísíar. Ég kynntist þessari heiðurskónu fyrir þremur áratugum, þegar ég varð heimagangur á heimili hennar í kjölfar þess að við Brynja dóttir hennar bundumst vináttuböndum sem aldrei hafa slitnað né skugga borið á. Mér er ljúft að minnast stund- anna við eldhúsborðið hjá henni, þar sem ég þáði margan bita og sopa, svo ekki sé minnst á skemmtilegt spjall í félagsskap þeirra mæðgna og annarra fjöl- skyldumeðlima. Ég held að seint verði fullþakkað né metið hversu mikils virði þetta var mér á Hellu- árunum mínum. Hún Sísi var ein af þessum hljóð- látu, lítillátu konum, sem alltaf var sívinnandi og hjá henni var fjöl- skyldan í fyrirnimi. Ég minnist hennar við saumavélina, bæði á - saumaverkstæðinu hjá Rúdý og einnig heima. Löngu áður en búta- saumur varð algengur hér á landi, þá framleiddi hún listilega unnin teppi og dregla úr afgöngum. Af þessu sáum við sem yngri erum hvernig mikið er hægt að gera úr litlu efni. Og ekki eru mörg ár síðan ég hitti hana hjá Brynju, þar sem hún var að sauma gardínur af sama listfenginu og einkenndi allt hennar handbragð. Sjálfsagt hefur lífsbaráttan oft verið erfið hjá Sísí, en aldrei minn- ist ég þess að hafa heyrt hana kvarta. Hún tók mótlæti af styrk og gladdist með sínum í meðbyr. Seinni árin hefur hún átt við veik- indi að stríða, sem hún tók með sama jafnaðargeðinu og öðru. Alltaf var andinn hress og stutt í gaman- semina. Mér finnst oft að minningar um samferðamenn séu perlur, sem við söfnum á band. Perlan hennar Sísí- ar er bæði björt og tær. Elsku Brynja, Kiddi, Bima og fjölskyldur, við Halli sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góða mömmu, ömmu og langömmu lifir. Pálína. + Ástkær sonur okkar og bróðir, ÓLAFUR DAGUR ÓLAFSSON, Fífutjörn 8, Selfossi, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 6. júlí síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 10. júlí, kl. 11.00. Ólafur Ingi Sigurmundarson, Anna Gísladóttir, María Ósk Ólafsdóttir, Guðbjörn Már Ólafsson, Rúnar Geir Ólafsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS KARLS SIGURÐSSONAR fyrrverandi útgerðarstjóra, Valsmýri 1, Neskaupstað. Kristín Steinunn Marteinsdóttir, Marteinn Már Jóhannsson, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún S. Jóhannsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigurður Karl Jóhannsson, Birna Rósa Gestsdóttir, Magnús Jóhannsson, Jónína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR fyrrum húsmóður á Leiti í Suðursveit. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.