Morgunblaðið - 10.07.1999, Side 42

Morgunblaðið - 10.07.1999, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 <------------------------- ÁRNI SIGURJÓNSSON ■d. + Árni Sig-urjóns- son fæddist í Reykjavík 22. febr- úar 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. júlí. Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; , þúhelduruppihlutmínum. Mér féllu að erfðahlut in- dælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel. Eg lofa Drottin, er mér hefir ráð gefíð, jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra. Eg hefí Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðn- ar mér ekki fótur. Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og Kkami minn hvílist í friði, því að þú oíúrselur Helju eigi líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina. Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Davíðssálmur 16,5-11) Þessi orð hafa verið mikið í huga mínum undanfama daga þegar ég hef verið að heimsækja Árna, mág minn, á sjúkrahúsið. Þegar við Svana systir hans vorum hjá hon- um klukkutíma áður en hann skildi við las ég þessi orð fyrir hann. Hann hafði svo oft lesið þau fyrir okkur heima hjá mér. Eitt sinn spurði ég hann hvort hann héldi mikið upp á þennan sálm. Hann svaraði því játandi. Kynni mín af Áma em löng eða allt frá því ég giftist Gunnari bróð- ur hans árið 1950. Lengi bjuggum við í sama húsi á Þórsgötu 4. Seinna keypti hann íbúð á Laugarásvegi 1 og fluttist þangað ásamt Bjama Eyjólfssyni, fóstbróður þeirra bræðra. Eftir að Bjami lést kom hann alltaf í kvöldmat til okkar. Þannig tengdist hann bömunum okkar sérstaklega. „Addi frændi“ var ávallt til staðar og gott að þeita til hans og fá ráðleggingar. Ámi kom einnig í hádegismat á sunnu- dögum til skiptis hjá systram sín- um og okkur. Þessar stundir eiga líka sérstakan sess í huga mínum. Nítján ár era liðin síðan Gunnar, *■ maðurinn minn, veiktist snögglega nótt eina í nóvember. Árni kom strax og fór með mig á eftir sjúkrabílnum upp á sjúkrahús. Þar beið hann með mér uns læknirinn kom fram og tilkynnti okkur að Gunnar væri látinn. Við stóðum þar tvö við dánarbeðinn og fóram með versið úr 25. passíusálminum: En með því að út var leiddur alsærður lausnarinn, gjörðist mér vegur greiddur í Guðs náðarríki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. Svo fóram við með blessunar- orðin. Á leiðinni heim sagði hann: „Eg vil veita þér alla þá hjálp sem ég get.“ Og það stóð hann við. Hann studdi líka bömin okkar, og bama- börnin hændust mikið að honum. Var hann þeim eins og afí. Árni var mjög kirkjurækinn maður. Sunnudaginn 25. apríl, þremur dögum áður en hann fór á t sjúkrahúsið, kom hann í hádegis- mat til okkar. Hann var þá orðinn mjög þjáður. Eg vissi að Árni sótti messur víða um borgina, svo ég spurði hann: „Hvert fórst þú núna í messu? Eða varstu e.t.v. að fylgj- ast með setningu kirkjuhátíðar á Akureyri í sjónvarpinu?“ * „Nei,“ sagði hann. „Ég fór í Neskirkju.“ Ég varð eitt spum- ingarmerki. „Fórst þú, Valsmaðurinn, í KR-messu?“ „Já. Það var nefni- lega einn af drengjun- um sem vora hjá mér í yngri deild KFUM sem hafði hugvekjuna. Þeir vora flest allir KR-ingar, því að mitt svæði var í Vestur- bænum. Þessi maður hefur alltaf sýnt mér svo mikla tryggð og sendir mér alltaf jóla- kort, svo að ég fór að hlusta á hann og heilsa upp á hann.“ Á heimili okkar Gunnars höfðum við þá venju að lesa guðspjall eða pistil sunnudagsins eða eitthvert vers úr Biblíunni á undan máltíðinni. Eftir að Gunnar féll frá kom þetta oftast í hlut Árna. Þegar ég rétti honum Biblíuna og bað hann að gefa okk- ur orð á undan máltíðinni las hann úr sjötta kafla Jesaja: ,Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæf- andi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn." Síðan beygði hann höfuðið í auðmýkt og bæn til Drottins með þakklæti til hins Heilaga sem lítur niður til okkar syndugra manna og frelsar okkur. Hann bað um blessun yfír alla þá sem áttu að flytja orð Guðs á þessum sunnudegi, bæði hér á landi og úti á meðal heiðingjanna, og þakkaði síðan fyrir máltíðina. Þessi minning er í huga mínum sem heilög stund. Nú er sætið hans Árna autt og söknuðurinn mikill. Ég þakka Guði fyrir Arna og allt það sem hann var mér og mínum. Ég bið Guð að blessa minningu hans. Vilborg Jóhannesdóttir. Einhvem tímann upp úr 1970 sitja nokkrir unglingspiltar í rútu fyrir framan aðalstöðvar KFUM og K við Amtmannsstíg. Hópurinn er á leið upp í Vatnaskóg, vinnu- flokkur vorsins er þar að leggja af stað. Allt í einu snarast snaggara- legur formaður skógarmanna upp í rútuna og tilkynnir að hann muni fljúga upp í skóg á forláta jeppa sem skógarmenn áttu. Formaður- inn snaggaralegi var Ami Sigur- jónsson og með þessum orðum hans var tónninn gefinn fyrir afslöppuð samskipti á komandi ár- um, krydduð sérstakri kímni. Þessi vinnuflokkur í skóginum markaði upphafið að ævarandi vin- áttu og tryggð milli þessa stráka- hóps og Árna. Næstu árin varð til öflugur kjami í unglingadeildinni á Amtmannsstíg þar sem Ami sner- ist óþreytandi í kringum strákana. Svo uppátektasamur var hann að við höfðum vart roð við honum en í öllu sem brallað var sýndi Árni af sér þolinmæði og gæsku. Þegar unglingadeildir KFUM eignuðust skála við rætur Úlfars- fells vora famar lengri og styttri ferðir þangað og ævinlega var Ami þar í forystu. Skálinn við Úlfars- fellið tapaðist síðar í brana en þá var safnað fyrir öðrum slíkum og nú við Hafravatn. Sú söfnun fór fram með þeim hætti að efnt var til hjól- reiðakeppni ofan úr Mosfellssveit að Hafravatni, þeirrar fyrstu að því er ég best veit. Þriðji skálinn hefur nú risið og nefnist hann Ámavík, Áma Siguijónssyni til heiðurs. Líklega hefur unglingadeildin á Amtmannsstígnum verið ofvirk á þessum áram. Ámi studdi okkur strákana með ráðum og dáð í hverju því sem fundið var upp á. Þegar einhver fékk þá flugu í hausinn að innrétta sérstakt fund- arherbergi fyrir deildina fengum við frjálsar hendur við málningar- vinnu og annað snurfus og til að MINNINGAR setja punktinn aftan við fóram við Árni á húsgagnasölu og mubleruð- um upp með fínum sófasettum. Þarna í Z-stofunni, sem svo var nefnd, vora fundir deildarinnar haldnir, oft kryddaðir með tónlist- arkvöldum og ýmsum skringileg- um uppákomum. Þessir fáu punktar lýsa vel hvað Árni átti gott með að vinna með unglingspiltum, hann var ætíð sem einn úr hópnum því stutt var í strákinn í honum. Hann var glað- lyndur, frjálslegur og gamansam- ur en alltaf fágaður í framkomu. Tónlistarmaður var Árni af guðs náð. Indælt er að ylja sér við minningar ofan úr Vatnaskógi á kvöldvökum þar sem Árni lék und- ir söng á gamalt fótstigið orgel svo undir tók í skóginum og ekki skal þess látið ógetið er þeir bræður Árni og Gunnar spiluðu á samkom- um á Amtmannsstígnum, Gunnar á flygilinn vinstra megin en Árni á stórt orgel hægra megin. Spila- mennska þeirra bræðra var ætíð þróttmikil og tilfinning þeirra fyrir þeim söng sem fluttur var var ein- stök. Árna Sigurjónssyni þakka ég góða samfylgd með kvöldsöngnum fallega: Ó, vef mig vængjum þínum til vemdar, Jesú, hér, og ljúfa hvfld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín einka speki og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. (Þýð. Magnús Run.) Hilmar Einarsson. Það var eitthvað, sem spurðist með leifturhraða um hverfið þetta haustkvöld, vestast í vesturbæn- um, þar sem voru Selbúðir, Sel- brekkur og Sel og enn Ánanaust. ,ýkddi er kominn," sagði mér einn af stærri strákunum, og ég tók við því úr röddinni, að það var eitt- hvað mikið, eins og uppfylling vona. Hver var þessi Addi? Þetta voru mín fyrstu kynni af þeim vini, sem við í dag kveðjum um stund. Þegar ég kom heim og stóð í kjall- aratröppunum, opnaði fóstra mín dyrnar og sagði að það væri komið bréf. Mitt nafn og heimilisfang. Hún hjálpaði mér að stauta í gegn- um þetta. Þarna stóð ég níu ára með fundarboð frá KFUM, þar sem mín var vænst. Það er eitt- hvað, sem segir mér, svona eftir á, að drengnum hafi fundist hann vera til. Þetta voru vinnubrögð Adda. Ég mætti á þennan fund - og marga aðra. Söngvar og sögur og skuggamyndir og glaðvært samfélag, varð dýrmæt næring ungum dreng. Einn vordag, tveimur áram seinna, er hann enn á ferð um Vesturbæinn og gaukar að mér dvalarskrá Skógarmanna í Vatna- skógi. Og enn stend ég með blað í höndum frá þessum Adda, sem nú var mér vel kunnur. Vatnaskógar- dvölin var mér opinberan. Kynni mín af þessum óvenjulega manni héldu áfram gegnum ung- lingsárin á fundum í KFUM, í dvalarflokkum í Vatnaskógi og vinnuflokkum þar, einnig á heimili hans um nokkur ár. Fastur fyrir, hlýr, alvarlegur og glettinn - og hann var alltaf til staðar í sínu verki fyrir Drottin. Honum var gefið að auðga líf og hann sinnti því af mikilli trúmennsku. Ég er aðeins einn af þeim þúsundum stráka sem nutu hans ... og flestir strákar verða feður og afar... Já, hver var hann þessi duli verka- maður í víngarðinum, þessi Addi? Ef til vill þekkti ég hann aldrei, en verka hans nýt ég og mitt fólk. Drottni sé þökk fyrir þennan gengna vin. Karl Ben. og íjölskylda. Kveðja frá Skógar- mönnum KFUM Árni Sigurjónsson sat í stjóm Skógarmanna KFUM í 38 ár, þar af 25 ár sem formaður. Á þeim tíma risu í Vatnaskógi „gamli“ skáli, kapella, bátaskýli, matskáli og Laufskálar, auk þess sem íþróttasvæðið var byggt upp og skógrækt hófst. Állar þessar framkvæmdir hafa þokað Skógar- mönnum „áfram að markinu". Skógarmenn eiga Árna mikið að þakka og ætli það megi ekki skrif- ast að hluta til á Vatnaskóg að Árni kvæntist aldrei. Vatnaskógur var mér „ástríða" sagði hann eitt sinn. Við vígslu Birkiskála hinn 2. júlí sl. voru þrír menn sæmdir gullmerki Skógarmanna og var Arni einn þeirra. Hann lá þá fár- veikur á sjúkrahúsi og lést skömmu eftir að bróðursonur hans veitti gullmerkinu viðtöku fyrir hans hönd. Árni vissi hvað til stóð og það er erfitt að trúa því að þetta hafi verið tilviljun. Það er Skógarmönnum gleðiefni að hafa náð að heiðra Árna með ofan- greindum hætti áður en hann dó, því það átti hann svo sannarlega skilið. Guð blessi minningu Arna Sig- urjónssonar. Fyrir hönd Skógarmanna KFIJM, Ólafur Sverrisson formaður. + Guðný Kristín Hartmannsdótt- ir fæddist á Kolku- ósi, Viðvíkurhreppi í Skagafirði 15. jan- úar 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Sauðár- króks 30. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hart- mann Magnússon, bóndi á Melstað í Óslandshlíð, Skaga- firði, og kona hans Gunnlaug Pálsdótt- ir. Systkini hennar voru Magnús Hof- dal, Ásta Pálína, Guðrún, öll látin, og eftirlifandi er Sigrún Hartmannsdóttir, f. 8.8. 1926. Guðný Kristín ólst upp með foreldrum sínum á Melstað í Óslandshlíð frá fjögurra ára aldri og gegndi siðan hús- Elsku amma mín, okkur systkin- in langar til að kveðja þig með örfá- um orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að við skulum ekki fá að sjá þig aftur en við vitum að þú ert á góðum stað þar sem þér líður vel. Það era margar minningar sem koma upp í huga okkar núna og þá sérstaklega hvað það var gott að koma til þín á Melstað. Alltaf var tekið vel á móti okkur og ekkert mál var að taka á móti svona stórri fjölskyldu, það var alltaf pláss. Ekki vantaði bakkelsið og hafrakökumar sem þú gerðir vora svo góðar. Þú munt ætíð verða mikilvæg í lífi okkar og skilur eftir margar góðar minningar í hjarta okkar. Þín er sárt saknað, en við vitum að þú ert í góðum höndum núna og þér líður vel. Guð blessi þig og varðveiti þig, elsku amma. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, freyjustarfinu á Mel- stað frá 1936. Hún giftist Halldóri Bjarnasyni, f. 8. júní 1904, d. 22. apríl 1941, bónda á Mel- stað, en hann lést af slysförum. Eignuðust þau einn son, Hart- mann Hofdal, en kona hans er Guðný St- urludóttir. Eiga þau sex börn, sem eru: Ólöf Herborg, Hall- dóra Kristín, Gunn- laug, Elín Huld, Guð- mundur Óli og Elva. Seinni maður Kristínar hét Guðmundur Helgi Guðnason, f. 9. september 1918, d. 17. desem- ber 1979, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Dóra Gunnrún Guðmundsdóttir, maki hennar er Einar Kristjánsson og böm gjörðu svo vei og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf.ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Ragnheiður D., Kristín H., Jóhanna E., Pétur G., Anna M., Ingi B., Karen R. og Katrín R. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Það era orðin 38 ár síðan ég kynntist þér og vora það mín gæfu- spor þá, aðeins fimm ára gömul. Þú þeirra em Jóni'na Kristín, Anna Helga og Guðrún Björk. 2) Loftur Guðmundsson, kona hans er Ólöf Ásdís Kjartans- dóttir og eiga þau tvö börn saman, Guðnýju Kristínu og Guðmund Helga. Fósturbörn Lofts og börn Olafar frá fyrra hjónabandi em Kjartan Hallur, Rúnar Már og Freyja Rós. 3) Ragnar Gunnsteinn Guðmunds- son, kona hans er Anna Kristín Pétursdóttir og em börn þeirra Ragnheiður Dagný, Kristín Helga, Jóhanna Elva, Pétur Guðni, Anna Margrét, Ingi Björn, Karen Rut og Katrín Rós. Barnabörn Guðnýjar Kristín- ar em 22 og barnabarnabörn 24. Guðný Kristín eyddi ævi sinni að mestu leyti á Melstað, að undanskildum þeim ámm sem hún dvaldi á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Útför Guðnýjar Kristínar fer fram frá Viðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14:00. varst yndisleg kona og gafst mér mikið af sjálfri þér og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælt eraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Börnum hennar og öðram að- standendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Með ást og virðingu, Þín Kristjana (Kiddý). GUÐNÝ KRISTÍN HARTMANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.