Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 27 Ný verslunarskeyti og rafrænt fylgibréf Af starfí nefndarinnar á síðasta ári er einkum ástæða til að geta nýrrar útgáfu þeirra EDI-skeyta sem í daglegu tali eru kölluð versl- unarskeyti eða almenn viðskipta- skeyti, og nú síðast útgáfa á raf- rænu fylgibréfi. Sú útgáfa verslun- arskeyta sem í notkun hefur verið hér á landi, nú í tæpan áratug eða frá upphafí EDI-samskipta hér innanlands, byggir á EDI-skeyta- grunni frá árinu 1990 og er því orð- in nokkuð gömul. Síðan þá hafa nýjar alþjóðlegar útgáfur staðals- ins komið fram með mismiklum breytingum. Nýjasta útgáfan kom út árið 1997. í kjölfar þeirrar út- gáfu var samþykkt að gefa út ný skeyti til notkunar innanlands. Megin ástæður þess að farið er í endurnýjun skeytanna eru eftirfar- andi: Að mæta þörf fyrir samræmingu og geta staðið jafnfætis nágranna- löndum okkai’ með skeytaútgáfur, m.a. í ljósi aukinna samskipta við útlönd. Að gera skeytin aldamótahæf, þ.e. að skeytin vinni með fjórar töl- ur í ártölum. Að samræma eldri skeyti við út- gáfu nýrra skeyta sem atvinnulífið hefur sýnt þörf fyrir. Að gera skeytin auðveldari og einfaldari í notkun. Þá voru gefnar út nú 1. júlí leið- beiningar við rafrænt íylgibréf, en vinna við gerð þeirra hefur staðið yfir á vegum Flutningahóps ICEPRO frá síðasta hausti. Góð samvinna hefur verið við helstu fyrirtæki á sviði vöruflutninga. Á einu ári eru gefin út vel á aðra milljón farmbréfa við vöruflutninga innanlands. Nú standa vonir til að hið hefðbunda fylgibréf vöi-u eins og flestir þekkja í dag, verði fyrr en síðar almennt orðið að rafrænu skjali, og að þar með verði komið á miklu hagræði við flutning vöru al- mennt. Islenskar útgáfur skeytanna er öllum frjálst að nýta sér, en skeyt- in sjálf, og leiðbeiningar við þau er að finna á vef ICEPRO, www.chamber.is/icepro. Fjölbreytt verkefni Aðrir hópar sem starfa á vegum ICEPRO gegna einnig þýðingar- miklu starfi. Innan raða Heilbrigð- ishóps hefur undanfarin misseri verið í undirbúningi verkefni er lýtur að rafrænum viðskiptum inn- an heilbrigðiskerfísins. í hópnum eru fulltrúar allra helstu stofnana í íslenska heilbrigðiskerfinu. Tækninefnd ICEPRO hefur það verkefni að fylgjast almennt með þróun mála á sviði rafrænna við- skipta í víðu samhengi, gagnaflutn- ingsmálum, öryggismálum, og kannski sérstaklega um þessar mundir á 2000-vandanum. Innan Lagahóps ICEPRO eru mikilvæg mál framundan. Ber þar hæst vinnu við undirbúning laga- setningar um rafræna undirskrift, en framkvæmdastjóri ICEPRO á sæti í nefnd iðnaðar- og viðskipta- ráðherra um það málefni. ICEPRO mun koma að því máli líkt og að til- urð reglugerðar um rafrænt bók- hald. Erlent samstarf Auk innlenda starfsins er nauð- syn að fylgjast með því sem er að gerast erlendis. ICEPRO átti full- trúa við stofnun ISSS, Information Society Standardization System, á síðasta ári. ISSS, sem heyrir beint undir Staðlastofnun Evrópu, er sameiginlegur vettvangur vinnu- nefnda á sviði rafrænna viðskipta. Frá ISSS berst mikið magn upp- lýsinga um það sem nýjast er á döfinni hverju sinni og skiptir miklu máli að fylgjast vel með þessari stai’fsemi. Þá átti ICEPRO og fulltrúa í sendinefnd íslands á ráðherraráðstefnu OECD í Kanada sl. haust. ICEPRO er aðili að EUROPRO sem er samstarfs- vettvangur systurnefnda í Evrópu þar sem menn bera saman bækur sínar og reyna að hafa áhrif og ýta undir einföldun viðskipta, t.d. með EDI. EUROPRO hefur meðal ann- ars haft til umfjöllunar ýmsar ákvarðanir og stefnumið ESB í við- skiptum og tekur skipulega til um- fjöUunar ákvarðanir og stefnu ESB er varða vöruviðskipti. Þessi sam- skipti eru einnig til umfjöllunar í vinnuhópi á vegum EFTÁ um ein- földun viðskipta, en Karl Fr. Garð- arsson, formaður ICEPRO, er for- maður hans. ICEPRO, nefnd um rafræn við- skipti, hefur nú starfað í áratug. Alla tíð hafa samskipti við hið opin- bera, sem og hin ýmsu samtök at- vinnulífsins, fyrirtæki og einstak- linga, verið með miklum ágætum og er það von undirritaðs að svo megi verða áfram. Höfundur er fráfarandi fram- kvæmdastjóri ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti. gátu selt þá fyrir á þessu eina ári. Framseljanlegir kvótar hafa nú verið í gildi í 10 ár, en of mikið væri etv. í lagt að tífalda þessar fjár- hæðir til að finna núvirði þessarar blóðtöku af Vestfirðingum, jafnvel þótt reiknað væri með vöxtum. Það væri verðugt verkefni að fá upp- lýst, hversu mikið fjármagn sjóðir, bankar og aðrar lánastofnanir hafa lagt fram til að greiða fyrir þessum kaupum á kvótum, og með því að leggja landsbyggðina í auðn, svo sem nú er að sannast á Vestfjörð- um. Lánastofnanir hafa sótt það fast að fá heimild til veðsetnigar á framseldum kvótum, en nú er væntanlega runninn upp sá tími að slíkt fæst ekki, því að kvótakerfið fær ekki staðist lengur, og stóðst reyndar aldrei. Framsóknarflokk- urinn gaf þó út þá yfirlýsingu, að ef kvótakerfið stæðist ekki stjórnar- skrána, þá myndi stjórnarskránni breytt. Ámælisverðir þingmenn Þessar upplýsingar eru mikill áfellisdómur yfir þingmenn Vest- fjarða á þessu tímabili. Þeir hafa brugðist kjósendum sínum og sýnt of mikla þjónslund við yfirboðara sína innan flokkanna. Nú er verið að reyna að krafsa í bakkann. Þriggja manna nefnd á að finna nýja atvinnuvegi fyrir Þingeyri, svonefnd Þingeyrarnefnd. Sig- hvatur, nýkominn að vestan, segir að Vestfirðingar verði að snúa sér enn frekar að ferðamálum. Gunn- laugur stakk af og lét Kristni H. Gunnarssyni eftir að leysa vand- ann. Nýr sjávarútvegsráðherra hefir skipað nýja nefnd til að tefja tímann. Meðan á þessu aðgerðar- leysi stendur, flytja menn burtu úr öllum fiskiþorpum á Vestfjörð- um. Sótt er nú hart að öflugasta útgerðarbænum, Isafjarðarkaup- stað, sem er í mikilli hættu, kannske næsta fórnarlambið. Breyting á kvótakerfinu þolir ekki bið fram að því að Alþingi komi saman í haust. Málið er augljós- lega mjög aðkallandi og verður að leysa með bráðabirgðalögum. Höfundur er fv. forstjóri Olís. Internet á Islandi STAÐREYNDIN er sú að þróunin á Inter- netinu er hröð alls staðar í heiminum, reglur um notkun og aðgang eru mismun- andi og þó að ákveðnar grunnreglur gildi eru þær ekki viðurkenndar sem slíkar af öllum löndum heimsins. Líta má á Intemetið sem land þar sem landamæraskil eru óljós, ekki ósýnileg eins og margir gætu haldið. Ég veit til þess að allir geta fengið hvaða nafn sem þeir vilja á almennum vefj- um, svo sem .com, .net og .org, ef þau nöfn eru ekki þegar frátekin það er að segja. Nú þegar ég er að sækja um lén á Islandi fer ég að velta fyrir mér hvaða reglur gilda um umsókn á léni á Islandi, ég komst að eftirfarandi. I reglum INTIS segir: „Léni er aðeins úthlutað til einstaklinga bú- settra á Islandi, félaga, stofnana og fyrirtækja með starfsemi hér á landi. Til fyrirtækja teljast einstak- lingar með rekstur. Umsækjandi skal vera löglega skráður í fyrir- tækjaskrá eða þjóðskrá hjá Hag- stofu Islands með eigin kennitölu og nafn. Umsækjandi sem fær úthlutað léni er handhafi viðkomandi léns. Úthlutun felur ekki í sér eignar- rétt.“ Lén er íslensk þýðing á doma- in sem á einfaldan hátt stendur fyr- ir nafn á vefnum, vísun í svokallaða ip-tölu sem er eins og heimilisfang vefsíðu eða véla á vefnum. Þegar litið er síðan á reglur INTIS um skráningu léna er sagt: „Lén skal vera nafn umsækjanda, stytting nafnsins, skammstöfun eða stílfæring nafns.“ Ennfremur er sagt: „Lén má einnig vera heiti á vöru eða þjónustu, sem umsækjandi sýnir fram á að hann veiti eða hygg- ist veita í atvinnuskyni, enda upp- fylli það að öðru leyti skilyrði skrán- ingar. Berist umsóknir um sama lén frá fleiri en einum aðila fær sá út- hlutað sem fyrr sækir um að því til- skildu að umsókn teljist gild.“ Hagstofa Islands hefur sent út þessar reglur í bréfi til INTIS sem ég fékk afrit af. I því segir: „Þessar reglur koma ekki í veg fyrir að einstaklingar sæki um til INTÍS að hafa eigið lén. INTÍS hef- ur í reynd ekki hafnað slíkum um- sóknum heldur beint umsækjendum til fyrirtækjaskrár Hagstofu ís- lands. Þangað hafa umsækjendur um lén leitað og óskað skráningar til þess að skilyrði INTÍS yrðu upp- fyllt.“ Frekar er gripið á þessu í bréf- inu í þessari málsgrein: „Eftir því sem næst verður komist mun þess- ari reglu INTÍS vera ætlað að tryggja að heiti léna séu völduð á formlegan hátt þannig að síður sé hætta á ágreiningi um heiti. Vera má að þessi regla ná tilgangi sínum hvað varðar fyrir- tæki/félög í atvinnu- rekstri en alls er óvíst að hún geri það hvað snertir önnur félög. Ástæðan er einfald- lega sú að skráning á heiti áhugamannafé- lags eða viðlíka aðila í fyrirtækjaskrá felur ekki í sér óskoraða helgun á því heiti sem skráð er. Slíkt gerist að jafnaði aðeins við skráningu í firma- skrá.“ Þess má geta að INTÍS segist ekki hafa bent fólki á að skrá nafnið sem félag, því Hagstofan má ekki skrá félag nema starfsemi liggi þar að baki. Nýlega sótti ég um skráningu á léni, en var hafnað vegna þess að ekki var hægt að tengja nafn mitt við það nafn sem ég sótti um, INTÍS benti mér þá á Lén Nauðsynlegt er, segir Björn Leví Gunnars- son, að tala um þróun Internets á Islandi. Einkaleyfastofuna og ráðlagði mér að skrá nafnið sem vörumerki eða því um líkt, en þar kemst ég að því að það eru til margir flokkar í svo- leiðis skráningu, þannig að þó að eitthvert fyrirtæki sé til í firma- skrá gæti ég samt skráð sama nafn hjá einkaleyfastofu nema hvað það væri flokkað undir annan flokk. Þessar upplýsingar gæti ég síðan farið með til INTÍS og fengið lén á því nafni sem ég skráði hjá einka- leyfastofu því núna hef ég sönnun fyrir því að kennitala mín sé tengd þessu nafni, en það fyrirtæki sem bar nafnið undir öðrum flokk getur þá ekki farið til INTÍS og fengið lén með sínu nafni því það er frá- tekið, þarna gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær sem aðeins er hægt að hnekkja með dómsúr- skurði. Einkaleyfastofan hefur skráð vörumerki fyrir vörur/þjón- ustu á Internetinu í flokki númer 38 sem nær yfir fjarskipti, og í flokki númer 42 fyrir til dæmis „veittan aðgang að upplýsingum á alheimsnetinu“. Er talið að reglur auðkennaréttarins nái yfir réttinn til lénnafna eins og rétturinn til firmanafna og vörumerkja. Má sjá það sjónarmið í dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli Trygg- ingamiðstöðvarinnar gegn Tölvu- miðlun. En þegar staðreyndin er sú að til eru margir flokkar vöru og þjónustu, þannig að fleiri aðilar en einn getur notað sama heiti sem vörumerki svo lengi sem það er ekki fyrir vörur eða þjónustu sem falla í sama flokk eða eru svipaðs eðlis, en Björn Leví Gunnarsson aðeins einn aðili getur notað heitið sem lén, geta komið upp deilur. í of- angreindu dómsmáli hafði Tölvu- miðlun fengið úthlutað léninu tm.is og Tryggingamiðstöðin fór í mál gegn þeim þar sem þeir töldu sig eiga vörumerkjarétt á merkinu TM, og aðrir gætu þar af leiðandi ekki fengið það merki skráð sem lén- nafn. I dómi þessum var viðurkennt að reglur auðker.naréttarins tækju til léna, en réttur Tryggingamið- stöðvarinnar vai’ þó ekki viður- kenndur með þeim rökum að Tryggingamiðstöðin hefði aðeins notað vörumerkið TM í stílfærðri útgáfu, en þeir hefðu ekki öðlast vörumerkjarétt á stöfunum TM í óstflfærðri útgáfu. INTÍS athugar ekki hvort skráning á eldra vöru- merki sé til við umsókn um lén. Þegar komið er út í skráningu ein- staklinga á lénum, til dæmis ingv- ar.is eða agust.is, gætu eldri ein- staklingar með þessi nöfn lögsótt handhafa þessara léna á þeim grundvelli að þeir voru skírðir á undan? INTIS vinnur eftir ákveðnum grundvallareglum sem miðast við það að allir hafi jafnan rétt til léna, INTIS setur sér reglur sem miðast út frá því að umsækjandi verði að vera með skráð nafn í fyrirtækja- skrá eða þjóðskrá og vinnur eins vel með þær reglur og það getur, þess má geta að INTÍS hefur stað- ið sig með ágætum varðandi út- hlutun á lénum, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að aðilar safni að sér lénum til endursölu, en án stuðnings frá íslenskum lögum. Hægt væri að breyta vörumerkja- löggjöfinni á þann hátt að bætt sé við einum flokki sem heitir Inter- net eða eitthvað því um líkt, þar sem íslensk fyrirtæki eða einstak- lingar geta skráð nafn sitt með ein- hverri endingu, ekki endilega .is, sem þeir eiga eða eru að sækja um, þar með eru til íslensk lög um eign á nettengdu nafni með því væri bú- ið að breyta fyrirkomulaginu þannig að íslensk lög gilda um skráningu nafna og INTÍS gæti unnið eftir eða með þeim lögum. Einnig væri hugsanlegt að skeyta fyrir framan endinguna auðkenni á tegund lénsins, t.d. .ft.is sem gæti verið fyrirtæki á Islandi, eða .vs.is sem væri verslun á Islandi. Þetta eni einungis vangaveltur um Inter- netið á Islandi og skrifaðar í þeim tilgangi að skapa umræður sem stuðla að þróun Internetsins í rétta átt. Þess má geta að allir sem ég talaði við í þegar ég var að leita mér upplýsinga voru á allan hátt hjálpsamir og staðfestu þá vit- neskju að nauðsynlegt sé að tala um þróun Internets á íslandi. Höfundur er tölvufulltrúi LÍN. Randalín ehf. v/ Kaupvang yoo Egilsstöðum sími 471 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði UTSALA - UTSALA Enn meiri verðlækkun Dragtir - kjólar blússur og sportfatnaður Diraarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.