Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 49 Brendan Fraser leikur í The Mummy KALDIR ævintýramenn í steikjandi hita. Afslappaður ævintýramaður HANN sveiflaði sér fímlega milli trjánna í George of the Jungle, þeytti flösu í Airheads og var frekar vankaður í The Encino Man en í The Mummy er hann svalur ævintýra- maður í heitri eyðimörk Egypta- lands. Brendan Fraser hafði sam- band við Universal-kvikmyndaverið er hann heyrði að þeir ætluðu að gera ævintýramynd um múmíu. „Mig langaði að fara til Norður-Af- ríku. Við vorum við tökur í tvo og hálfan mánuð í Marokkó og það var mikið ævintýri. Eftir að hafa leikið í George of the Jungle er ég orðinn mikill aðdáandi tölvutækni í kvik- myndum. Þeir koma mér stanslaust á óvart þessir tæknimenn! Ég er al- veg hugfanginn af leikmunum og öllu því sem fylgir kvikmyndagerð." Lendir stöðugt í vandræðum I Múmíunni leikur Brendan Rick O’Connell sem er ekki ósvipuð manngerð og Indiana Jones. „Hann lendir stöðugt í vandræðum en veit ekki alltaf hvernig hann á að komast úr þeim. Hann þykist samt alltaf vita það. Þótt hann sé svalur og afslapp- aður ævintýramaður er hann líka heppinn og það bjargar honum stundum." I myndinni þurftu leikar- arnir að eyða nokkrum klukkustund- um á baki úlfalda í 40° hita. „Þeir bitu mig ekkert eða spíttu á mig eins og ég bjóst við. Þeir slefuðu samt mikið og það var hræðileg lykt af þeim. En hvað um það, þeir líta frá- bærlega vel út á hvíta tjaldinu." Brendan Fraser bjó ekki lengi á sama stað í æsku og var því oft í hlutverki „nýja stráksins" í hverfinu. „Ég var feiminn krakki en ég varð að venja mig af því vegna aðstæðn- anna,“ segir Brendan sem fæddist í Kanada en bjó meðal annars hluta ævinnar í Hollandi. „Eg held að per- sónuleiki fólks sé samsafn af lífs- reynslu þess. Búferlaflutningamir hafa styrkt mig. Ég varð opnari fyrir nýjum hlutum og kann að meta þá. I Hollandi kynntist ég fjölda farand- leikhúsa og fjölleikahúsa sem heill- uðu mig og seinna meir ákvað ég að verða leikari." Flökkueðlið víkur Brendan hefur verið kvæntur Afton Smith síðan haustið 1998 en þau hafa verið saman í mörg ár. „Flökkueðlið í mér hefur minnkað eftir að ég giftist. Nú er „hreiður- eðlið“ orðið allsráðandi." Brendan hlær er hann rifjar upp hvemig þau Afton kynntust. „Það er í rauninni allt hundinum hennar að þakka. Hann valdi mig, býst ég við. Eg var í veislu og stóð inni í eldhúsi því ég þekkti svo fáa. Allt í einu kom hund- urinn hlaupandi inn og flaðraði upp um mig. Svo kom Afton og ég stein- lá. Við töluðum saman allt kvöldið og ég fékk símanúmerið hennar." Brendan segist vera mun hamingju- samari eftir að þau giftust. „Ég elska hana meira með hverjum deginum sem líður. í hvert sinn sem ég hugsa um hana.“ Næsta mynd sem kvikmyndahúsa- gestir fá að sjá með Brendan Fraser verður Dudley-Do-Right sem er í svipuðum stíl og George of the Jungle. „Mér eru boðin færri en betri handrit núna en áður. En þar sem ég er nú giftur getur verið að ég leiki ekki í þremur myndum á ári eins og áður. Þær verða færri en betri,“ sagði hann. „Hins vegar hef ég engan áhuga á því að yita hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vil að framtíðin komi mér á óvart. Vonandi kemur hún mér bara þægilega á óvart.“ Fína kryddið 1 beinni HÚN Geri Haliwell er að gera það gott þrátt fyrir hrakspár er hún yfirgaf stuðsveitina Spice Girls fyrir nímu ári. Hún kom um síðustu helgi fram í þýska sjónvarpsþættinum „Wetten Das...“ sem sýndur var í beinni útsendingu frá Palma de Mallorca-naulaats- leikvanginum á Spáni. FÓLK í FRÉTTUM iii m mi 111 m 11»i iinrrTTTinrriiiimn innmmmn VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI Nr. var; vikur; Mynd ; Framl./Dreifing i Sýníngarstaður 1. 1. : 2 ; TheMummy (Múmíon) : uip : Bíóhöilin, Hóskólobíó 2. NÝ : Ný : Wing Commander 1 Independent : Bíóhöllin, Bíóborg, Kringlubíó, Nýjo Bíó Akureyri 3. 2. 1 4 í The Matrix (Draumoheimurinn) 1 Worner Bros j Bíóhölllin, Kringlubíó, Bíóborg, Nýja Bíó Akureyri, ísafj. 4. 3. 1 5 i Austin Powers: The Spy... (Njósnorinn sem negldi...) 1 New Une Cinemo j Laugarósbíó, ísafj., Hornofj., Borgarbíó 5. 4. ! 3 í Never Been Kissed (Tollir ekki í tískunni) ; Fox j Reqnboginn, Bíóhöllin, Borqorbíó Akureyri 6. NÝ j NÝ j The Thirteenth Floor (Þrettóndo hæðin) ; Independent ; Stjörnubíó 7. 9. 17. 18. 19. 20. 8. i 7 ; 10 Things I Hate.. (10 hlutír sem ég hoto við þig); Wolt Disney, Pixar Anim.: Bíóhöllin, Kringlubíó, Patreksfj., Borgarif : Regnboginn 6. ; 7 ; Entrapment (Svikamylla) ! Fountoinbridge Films i : (olumbio Tri-Stor 10. 16. 1 9 ; She's All That (Ekki öll þor sem hún er séð) j Miromox Rlms j Regnboginn 11. 7. j 23 j Bug's Life (Pöddulif) j Wolt Disney Prod. j Kringlubíó, Bíóhöllin, Nýja Bíó Aki 12. 10. j 19 j LaVitaéBella (Lffið er follegt) j Melompo Cinemot. j Regnboginn Á 13. 9. j 5 j Lolita j Independent i Bióborg M 14. 19. j 8 j ED TV (Ed í beinni) j Universol Pictures i Laugarósbíó 15. 27. j 17 j Payback ; lcon Enlertoinm. 1 Bíóhöllin 16. 15. ; 8 ; Cruei Intentions (lllur ósetningur) I Columbio Tri-Star : Stjörnubíó rí 4 ; Perdita Durango : Vine tnternotionol I Hóskólabió 11 i True Crime j Worner Bros i Nýja Bíó Akureyri : Lokeshore j Hóskólabíó i Bíóhöllin, Nýja Bíó Akureyri iTtrii ...................... II11 ■ 1111III i ■ i nniiirninri 13. 25. 28. 11. 12 j Arlington Road 8 : My Favorite Martian (Uppóhalds Morsbúinn minn) j Wolt Disney Prod. VIÐ TÖKUR The Mummy í eyðimörkinni. Múmían enn á toppnum KVIKMYNDIN The Mummy er enrf í fyrsta sæti listans þessa vikuna. I öðru sætinu er ný mynd á lista, Wing Commander, sem gerist árið 2564 en hún er byggð á samnefndum tölvu- leik. Draumaheimur, eða The Mat- rix, fellur um eitt sæti í það þriðja og sömuleiðis hrapar njósnarinn bljúgi Austin Powers um eitt sæti. í sjötta sæti er önnur ný mynd á lista. Það er myndin The 13th Floor sem fjallar um mann sem lendir í vandræðum er hann vaknar einn morguninn með besta vin sinn látinn í íbúðinni. 1 KiftR bitar • Franskar • Maís Viennetta isterta 995" f ,<K> L ' i m Kentucky Fried Chicken HAFNARFIRÐI • REYKJAVIK • SELFOSSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.