Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 49
Brendan Fraser leikur í The Mummy
KALDIR ævintýramenn í steikjandi hita.
Afslappaður
ævintýramaður
HANN sveiflaði sér fímlega milli
trjánna í George of the Jungle,
þeytti flösu í Airheads og var frekar
vankaður í The Encino Man en í The
Mummy er hann svalur ævintýra-
maður í heitri eyðimörk Egypta-
lands. Brendan Fraser hafði sam-
band við Universal-kvikmyndaverið
er hann heyrði að þeir ætluðu að
gera ævintýramynd um múmíu.
„Mig langaði að fara til Norður-Af-
ríku. Við vorum við tökur í tvo og
hálfan mánuð í Marokkó og það var
mikið ævintýri. Eftir að hafa leikið í
George of the Jungle er ég orðinn
mikill aðdáandi tölvutækni í kvik-
myndum. Þeir koma mér stanslaust
á óvart þessir tæknimenn! Ég er al-
veg hugfanginn af leikmunum og öllu
því sem fylgir kvikmyndagerð."
Lendir stöðugt
í vandræðum
I Múmíunni leikur Brendan Rick
O’Connell sem er ekki ósvipuð
manngerð og Indiana Jones. „Hann
lendir stöðugt í vandræðum en veit
ekki alltaf hvernig hann á að komast
úr þeim. Hann þykist samt alltaf vita
það. Þótt hann sé svalur og afslapp-
aður ævintýramaður er hann líka
heppinn og það bjargar honum
stundum." I myndinni þurftu leikar-
arnir að eyða nokkrum klukkustund-
um á baki úlfalda í 40° hita. „Þeir
bitu mig ekkert eða spíttu á mig eins
og ég bjóst við. Þeir slefuðu samt
mikið og það var hræðileg lykt af
þeim. En hvað um það, þeir líta frá-
bærlega vel út á hvíta tjaldinu."
Brendan Fraser bjó ekki lengi á
sama stað í æsku og var því oft í
hlutverki „nýja stráksins" í hverfinu.
„Ég var feiminn krakki en ég varð
að venja mig af því vegna aðstæðn-
anna,“ segir Brendan sem fæddist í
Kanada en bjó meðal annars hluta
ævinnar í Hollandi. „Eg held að per-
sónuleiki fólks sé samsafn af lífs-
reynslu þess. Búferlaflutningamir
hafa styrkt mig. Ég varð opnari fyrir
nýjum hlutum og kann að meta þá. I
Hollandi kynntist ég fjölda farand-
leikhúsa og fjölleikahúsa sem heill-
uðu mig og seinna meir ákvað ég að
verða leikari."
Flökkueðlið víkur
Brendan hefur verið kvæntur
Afton Smith síðan haustið 1998 en
þau hafa verið saman í mörg ár.
„Flökkueðlið í mér hefur minnkað
eftir að ég giftist. Nú er „hreiður-
eðlið“ orðið allsráðandi." Brendan
hlær er hann rifjar upp hvemig þau
Afton kynntust. „Það er í rauninni
allt hundinum hennar að þakka.
Hann valdi mig, býst ég við. Eg var í
veislu og stóð inni í eldhúsi því ég
þekkti svo fáa. Allt í einu kom hund-
urinn hlaupandi inn og flaðraði upp
um mig. Svo kom Afton og ég stein-
lá. Við töluðum saman allt kvöldið og
ég fékk símanúmerið hennar."
Brendan segist vera mun hamingju-
samari eftir að þau giftust. „Ég elska
hana meira með hverjum deginum
sem líður. í hvert sinn sem ég hugsa
um hana.“
Næsta mynd sem kvikmyndahúsa-
gestir fá að sjá með Brendan Fraser
verður Dudley-Do-Right sem er í
svipuðum stíl og George of the
Jungle. „Mér eru boðin færri en
betri handrit núna en áður. En þar
sem ég er nú giftur getur verið að ég
leiki ekki í þremur myndum á ári
eins og áður. Þær verða færri en
betri,“ sagði hann. „Hins vegar hef
ég engan áhuga á því að yita hvað
framtíðin ber í skauti sér. Ég vil að
framtíðin komi mér á óvart. Vonandi
kemur hún mér bara þægilega á
óvart.“
Fína kryddið 1 beinni
HÚN Geri Haliwell er að gera
það gott þrátt fyrir hrakspár
er hún yfirgaf stuðsveitina
Spice Girls fyrir nímu ári. Hún
kom um síðustu helgi fram í
þýska sjónvarpsþættinum
„Wetten Das...“ sem sýndur
var í beinni útsendingu frá
Palma de Mallorca-naulaats-
leikvanginum á Spáni.
FÓLK í FRÉTTUM
iii m mi 111 m 11»i iinrrTTTinrriiiimn innmmmn
VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI
Nr. var; vikur; Mynd ; Framl./Dreifing i Sýníngarstaður
1. 1. : 2 ; TheMummy (Múmíon) : uip : Bíóhöilin, Hóskólobíó
2. NÝ : Ný : Wing Commander 1 Independent : Bíóhöllin, Bíóborg, Kringlubíó, Nýjo Bíó Akureyri
3. 2. 1 4 í The Matrix (Draumoheimurinn) 1 Worner Bros j Bíóhölllin, Kringlubíó, Bíóborg, Nýja Bíó Akureyri, ísafj.
4. 3. 1 5 i Austin Powers: The Spy... (Njósnorinn sem negldi...) 1 New Une Cinemo j Laugarósbíó, ísafj., Hornofj., Borgarbíó
5. 4. ! 3 í Never Been Kissed (Tollir ekki í tískunni) ; Fox j Reqnboginn, Bíóhöllin, Borqorbíó Akureyri
6. NÝ j NÝ j The Thirteenth Floor (Þrettóndo hæðin) ; Independent ; Stjörnubíó
7.
9.
17.
18.
19.
20.
8. i 7 ; 10 Things I Hate.. (10 hlutír sem ég hoto við þig); Wolt Disney, Pixar Anim.: Bíóhöllin, Kringlubíó, Patreksfj., Borgarif
: Regnboginn
6. ; 7 ; Entrapment (Svikamylla)
! Fountoinbridge Films i
: (olumbio Tri-Stor
10. 16. 1 9 ; She's All That (Ekki öll þor sem hún er séð) j Miromox Rlms j Regnboginn
11. 7. j 23 j Bug's Life (Pöddulif) j Wolt Disney Prod. j Kringlubíó, Bíóhöllin, Nýja Bíó Aki
12. 10. j 19 j LaVitaéBella (Lffið er follegt) j Melompo Cinemot. j Regnboginn Á
13. 9. j 5 j Lolita j Independent i Bióborg M
14. 19. j 8 j ED TV (Ed í beinni) j Universol Pictures i Laugarósbíó
15. 27. j 17 j Payback ; lcon Enlertoinm. 1 Bíóhöllin
16. 15. ; 8 ; Cruei Intentions (lllur ósetningur) I Columbio Tri-Star : Stjörnubíó
rí
4 ; Perdita Durango : Vine tnternotionol I Hóskólabió
11 i True Crime j Worner Bros i Nýja Bíó Akureyri
: Lokeshore j Hóskólabíó
i Bíóhöllin, Nýja Bíó Akureyri
iTtrii ...................... II11 ■ 1111III i ■ i nniiirninri
13.
25.
28.
11.
12 j Arlington Road
8 : My Favorite Martian (Uppóhalds Morsbúinn minn) j Wolt Disney Prod.
VIÐ TÖKUR The Mummy í eyðimörkinni.
Múmían enn
á toppnum
KVIKMYNDIN The Mummy er enrf
í fyrsta sæti listans þessa vikuna. I
öðru sætinu er ný mynd á lista, Wing
Commander, sem gerist árið 2564 en
hún er byggð á samnefndum tölvu-
leik. Draumaheimur, eða The Mat-
rix, fellur um eitt sæti í það þriðja og
sömuleiðis hrapar njósnarinn bljúgi
Austin Powers um eitt sæti. í sjötta
sæti er önnur ný mynd á lista. Það er
myndin The 13th Floor sem fjallar
um mann sem lendir í vandræðum er
hann vaknar einn morguninn með
besta vin sinn látinn í íbúðinni.
1
KiftR
bitar • Franskar • Maís
Viennetta isterta
995" f ,<K>
L ' i
m
Kentucky Fried Chicken
HAFNARFIRÐI • REYKJAVIK • SELFOSSI