Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 23 Hinzta flug Johns F. Kennedys yngra, eiginkonu hans og mágkonu Sagt að honum sjálfum hafí verið um oar 6 ERLENT Reuters BANDARISKI fáninn blaktir í hálfa stöng yfír óðalssetri Kennedy-ættarinnar í Hyannisport á Cape Cod í Massachusetts, þangað sem för Kennedy-hjónanna var heitið er þau fórust. Washington, Martha’s Vineyard. AP, Daily Tele ÞAÐ var orðið heldur áliðnara en áformað hafði verið og meira mistur í lofti en æskilegt var, þegar John F. Kennedy yngri lagði upp frá Fairfield-flugvelli í New Jersey, skammt frá New York, í sitt hinzta flug sl. föstudagskvöld, en sam- kvæmt öllum fyrirliggjandi upplýs- ingum gekk það að óskum unz um 27 km voru eftir til áfangastaðar á flugvellinum á eyjunni Martha’s Vineyard, undan strönd Massachu- setts-ríkis. I Daily Telegraph er haft eftir David Heymann, vini Kennedys sem skrifað hefur ævisögur bæði Jacquelin Kennedy Onassis og Ro- berts Kennedy, að Kennedy hafi tjáð sér í síðustu viku að sér litist ekkert á að lenda á Martha’s Viney- ard á leiðinni í brúðkaup frænda síns í Hyannisport á Cape Cod. Að sögn Heymanns hafði Carolyn, eig- inkona Kennedys, heimtað að þau flygju með systur hennar, Lauren Bessette, til Martha’s Vineyard í leiðinni. „Mig langar ekki einu sinni að fara til Martha’s Vineyard," segir Heymann Kennedy hafa sagt. „Eg flýg minni eigin flugvél og konan mín er ekki hrifin af að fljúga með mér. Og nú verð ég að lenda á Martha’s Vineyard auk Hyannis. Því miður neyðist ég til að taka mágkonu mína með okkur. Hún þarf að komast til Martha’s Viney- ard og konan mín heimtar að við fljúgum með hana þangað. Þetta þýðir að ég þarf að lenda tvisvar. Eg er satt að segja ekki svo reynd- ur flugmaður.“ Hrapaði 1.100 fet á 14 sekúndum Samkvæmt flugturnsupplýsing- um steyptist Piper Saratoga-vél Kennedys á 14 sekúndum um 1.100 fet (330 metra) og hvarf niður fyrir ratsjársvið flugturnsins, kl. 21:34 að staðartíma á föstudagskvöld. Bandaríska strandgæzlan telur að vélin hafi steypzt í hafið skammt undan strönd Martha’s Vineyard. Opinber rannsókn á tiidrögum slyssins er skammt á veg komin, en flugkennarar og rejmdir flugmenn hafa sínar kenningar um hvað gerð- ist. Einn möguleikinn er sá að hreyfillinn hafi stöðvazt, annar að einhver stjómtæki hafi gefið sig. Þriðja tilgátan er sú að vélin hafi einfaldlega orðið eldsneytislaus. En sú sem sérfróðum þykir sennilegust er að flugmanninum hafi orðið á í messunni, og því hafi tvennt valdið: Að hann hafi misst sjónar á sjón- deildarhringnum í kvöldhúmi og mistri og að hann hafi skort reynslu af því að stjóma flugvélinni, sem hann var nýlega búinn að festa kaup á og var hraðskreiðari en þær vélar sem hann hafði áður flogið. „Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem flugmaður missti stjóm á flugvél vegna þess að hann týndi sjóndeild- arhringnum," hefur AP eftir Larry Gross, prófessor í flugmálafræði við Purdue-háskóla í Indiana. Flug- menn geta tapað áttum með því að jafnvægisskynið í innra eyranu get- ur farið að villa um fyrir þeim þegar engan sjóndeildarhring er að sjá, og haldið að þeir séu að fljúga beint þegar þeir em í raun að sveigja upp eða niður eða til hliðar. Sé flugmað- urinn undir slíkum kringumstæðum ekki vel þjálfaður í að fljúga ein- göngu eftir mælum, m.ö.o. að fljúga blindflug, getur hann byrjað að stefna vélinni niður á við - jafnvel mjög skarpt - án þess að taka eftir því. Flugreynsla Kennedys var enn það lítil, að hann var ekki búinn að taka blindflugspróf. Hefði ekki átt að reyna sjónflug „Þetta var einfaldlega slæm ákvörðun [hjá Kennedy]. Hann hefði ekki átt að reyna að fljúga sjónflug við þessar aðstæður. Á kvöldi eins og þessu, þegar flugleið- in liggur yfir sjó er það því líkast að fljúga inn í svarthol. Maður sér ekk- ert. Maður hefur enga tilfinningu fyrir því hvar maður er. Manni er mjög hætt við að tapa áttum. Flest- ir bregða þess vegna strax á það ráð að fljúga blindflug og treysta bara á mælana," sagði Suzie ConnoEy, ílugkennari á Fairfield-flugvelli. Vas Patterson, flugkennari við ATC-flugskólann í Fort Was- hington í Maryland, tjáði AP að Kennedy gæti hafa tapað áttum með þessum hætti og viðbrögð hans verið of hæg fyrir hina hraðskreiðu flugvél, sem hann var óvanur að stýra. Þessi nýja Piper Saratoga:vél Kennedys var skráð 30. apríl síðast- liðinn. Hún nær 320 km hraða, en sú vél sem hann hafði flogið frá því hann fékk einkaflugmannsprófið í fyrravor var Cessna 182, sem þykir mun auðveldari í meðföram og nær 240 km hámarkshraða. Á síðustu árum mun það hafa færzt mjög í aukana, að efnaðir Bandaríkjamenn verði sér úti um flugskírteini og fljúgi sjálfir í einka- flugvélum þangað sem þeir eiga er- indi, hvort sem er í frístundum eða í tengslum við vinnu. Að sögn vina munu Kennedy- hjónin, John og Carolyn, og systir hennar, Lauren Bessette, hafa ætl- að að leggja upp frá Fairfield snemma á föstudagskvöld, en hafi tafizt í umferðinni í New York og vegna þess að Lauren losnaði ekki úr vinnu eins snemma og hún hafði vonazt til. Þarftu að skipta um olíusíu? Komdu í skoðun 5 gerðir - margir litir 60 ára l'rábær reynsla. ///■ Einar _______Farestveit&Co.hf. Borgartúni 20 - sfmi 562 2901 og 562 2900 KitchenAid Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Isaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ^mb l.i is ALLTAf= eiTTH\SA€} NÝTl l-Ki'jii-ir oy ailii=Jni--i'h^™‘íl!.jM 925 0090 - 929 9920 • IfiílbfiM) ísi'S.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.