Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sveitahátíðin á Selfossi fór fram
í þéttum hátíðarúða
Kleopatra þótti
fegurst kvíga
Selfossi - Kleopatra frá Kirkju- jN.
vv
HVORT er svo Kleópatra, litli minn???
Sagði sig
úr vöktun-
arnefnd
ÓLAFUR Magnússon, for-
maður Samtakanna óspillt
land (SÓL) í Hvalfirði hefur
sagt sig úr nefnd um vöktun í
Hvalfirði. Samtökin eiga tvo
menn í nefndinni og hefur
Ólafur í bréfí til Sivjar Frið-
leifsdóttur umhverfisráð-
herra óskað eftir að annar
maður verði skipaður í sinn
stað.
I bréfi til ráðherra segist
Ólafur vera óánægður með að
niðurstöður forrannsókna,
sem liggja áttu fyrir í desem-
ber 1998 og kynna átti fyrir
almenningi, skuli enn ekki
vera tilbúnar. Hann kveðst
einnig óánægður með að
rannsóknaráætlun skuli hafa
verið samþykkt áður en þessi
forrannsókn lá fyrir. Seina-
gangur einkenni vinnubrögð í
þessu máli.
Bundið slitlag á vegum
á virkjanasvæði
Þjórsár- og Tungnaár
Unnið sumarið 1999
Sultartanga-
lón,
Sultartanga-
virkjun
Bundið slitlag virkjun • Virkjun
j fyrir 1999 V Stífla
— Skurður
0 5 10 km c %' — Göng
Bundið slitlag á
Sprengisandsleið
VEGAGERÐ ríkisins og Lands-
virkjun eru í sameiningu að leggja
bundið slitlag á um 30 km vegkafla
á Sprengisandsleið, að sögn Por-
steins Hilmarssonar, upplýsinga-
fulltrúa Landsvirkjunar.
Að sögn Þorsteins nær kaflinn,
sem nú er verið að leggja, frá Sult-
mWSTARLIGHT
Stigar frá Starlight og
áltröppur írá Beldray
fást í öllum stærðum
í byggingavöruverslunum
um allt land
DREIFINGARAÐILI
I.GUÐMUNDSSON ehf.
Sími: 533-1999, Fax: 533-1995
artangavirkjun, vestur um og
norður fyrir Hrauneyjarlón og að
Vatnsfellsvirkjun, en framkvæmd-
imar hófust í júní.
Það er Verkfræðistofa Suður-
lands sem sá um hönnun, en Rækt-
unarsamband Flóa og Skeiða sér
um framkvæmdirnar, sem eru vel
á veg komnar. Búið er að ljúka við
um 20 km kafla af þeim 30 sem eru
á framkvæmdaáætlun í sumar, en
búist er við að framkvæmdum
ljúki seinniparts sumars og er
kostnaður við þær talinn vera um
65 milljónir króna, að sögn Þor-
steins.
-----------------
Þrefaldur vinn-
ingur í Víkinga-
lottóinu
ÞAÐ er til óvenjumikils að vinna í
Víkingalottóinu í kvöld þar sem
fyrsti vinningur verður þrefaldur.
Aætlað er að vinningurinn muni
nema um 140 milljónum króna en
svo há upphæð er að jafnaði ekki í
pottinum nema tvisvar ári.
Sölukössum verður lokað kl. 4 en
útdráttur fer fram í Sjónvarpinu
klukkan korter íyrir átta. Þá kem-
ur í ljós hvort íslendingur hefur
heppnina með sér en það hefur
gerst sex sinnum frá því á árinu
1993.
Breiðafjarðarferjan Baldur 75 ára
Ferjar um 30.000
farþega á ári
Breiðafj ar ðarferj an
Baldur á 75 ára af-
mæli á þessu ári.
Guðmundur Lárusson er
framkvæmdastjóri ferj-
unnar.
„Breiðafjarðarferjan
Baldur er eitt af elstu
ferðaþjónustufyrirtækj-
um landsins. Saga Bald-
urs hófst á vordögum árið
1924 með því að Guð-
mundur Jónsson frá
Narfeyri kaupir gamlan
bát til flutninga á farþeg-
um og vörum. Baldur var
með áætlunarferðir frá
Stykkishólmi, inn á
Hvammsfjörð og Gils-
fjörð og einnig á úthafn-
irnar Grundarfjörð og
Ólafsvík."
- Hversu oft var farið á
þessa staði?
„Ætli það hafi ekki verið hálfs-
mánaðarlega en farið var eftir
sjávarföllum. I ferðaáætlun sem
gerð var árið 1933 er talað um
Langeyjames, Skarðsstöð,
Króksfjarðames og Reykhóla
sem viðkomustaði á Gilsfjarðar-
leið, svo dæmi séu tekin.“
Guðmundur segir að nafni
hans hafi gert þennan bát út til
ársins 1929 en þá ferst Baldur.
„Mikill leki kom að bátnum við
Búlandshöfða og hann brotnaði
og fórst. Formaðurinn, Svein-
björn Bjamason, dmkknaði, en
þrír skipverjar komust til lands
heilu og höldnu. Um veturinn og
vorið smíðaði Guðmundur ásamt
Rögnvaldi Lárussyni lítinn bát
sem hann nefndi Baldur. Litli
Baldur var bráðabirgðaráðstöfun
og fijótlega var keyptur nýr bát-
ur frá Kaupmannahöfn. Þetta var
þriðji báturinn með nafni Bald-
urs og um var að ræða 12 tonna
plankabyggðan bát. Sá tók upp
áætlunarferðir um Breiðafjörð
og litli báturinn var aðallega not-
aður í læknisferðir og til að flytja
ferðamenn á sumrin.“
- Hversu lengi var Baldur
þriðji í rekstri?
„Hann var í rekstri til ársins
1947. Þá var keyptur nýr bátur
sem smíðaður var á Fáskrúðs-
firði. Sá bátur fékk nýtt þjón-
ustusvið. Þessi bátur var fjórði
Baldurinn. Hann tók upp áætlun-
arferðir til Reykjavíkur og sótti
vörar og farþega. Það fyrirkomu-
lag hélt allt til ársins 1980. Árið
1953 var íyrirtækið sem stóð að
bátnum gert að hlutafélagi og
fleiri komu að rekstri þess, m.a.
ríkissjóður og kaupfélögin við
Breiðafjörð. Fyrirtækið hlaut
nafnið Flóabáturinn Baldur hf.
og reksturinn gekk nokkuð
þokkalega fram að þeim tíma
sem hlutafélagið var stofnað."
Guðmundur segir að þegar far-
ið hafi að halla undan fæti með
reksturinn hafí ríkis- ________
sjóður sett Baldur á
svokallaðan flóabáta-
styrk.
„Árið 1953 er fjár-
fest í fimmta bátnum
með nafni Baldurs. “
„Sá er keyptur gamall. Skipið hét
áður Þorsteinn RE og var frægt
síldarskip. Skipið var dæmt ónýtt
eftir tíu ár og þá var útgerðin
með leigubáta í nokkur ár uns
hún fékk nýjan bát frá Stálskipa-
smiðjunni í Kópavogi árið 1966.
Það var sjötti báturinn sem
nefndur var Baldur.“
Guðmundur segir að þessi bát-
ur sé líklega þekktastur meðal
nútímamanna. Eftir 25 ár hjá út-
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Guðmundur Lárusson
► Guðmundur Lárusson er fædd-
ur í Stykkishólmi árið 1945.
Hann lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum árið 1967
og var í siglingum með skóla og
eftir að námi lauk. Hann fluttist
til Stykkishólms árið 1973 og tók
þá við rekstri Breiðafjarðarferj-
unnar Baldurs.
Eiginkona hans er Aðalheiður
Steinunn Sigurðardóttir og eiga
þau tvær dætur.
Ferja yfir
7.000 bíla
á ári yfir
fjörðinn
gerðinni var Baldur seldur og
heitir nú Árnes og heldur uppi
veisluferðum í Reykjavík.
-Ferjan Baldur kom þá til
sögunnar?
„Já, eftir tíu ára baráttu fyrir
málinu og hönnun á skipinu fær
útgerðin nýja ferju árið 1990.
Hún var smíðuð á Ákranesi og er
fyrsta nútímaferjan sem var
hönnuð frá grunni hér á landi og
smíðuð líka. Ferjan, sem er sjö-
undi Baldurinn, hefur reynst
mjög vel í alla staði, en hún hefur
verið of lítil frá upphafi þrátt fyr-
ir að skipið hafi verið stækkað frá
fyrstu teikningum."
Guðmundur segir að farþega-
fjöldi sé allt að 30.000 á ári og
ferjan flytur árlega yfir 7.000
bíla. Á sumrin fer nýtingin á bfla-
þilfari yfir 70%.
-Siglið þið ekki daglega yfir
Breiðafjörðinn ?
„Við eram með ferðir alla daga
ársins nema á stórhátíðisdögum.
Á veturna föram við einu sinni á
dag en á sumrin tvisvar.“
Guðmundur segir að alltaf sé
farið sömu leiðina frá Stykkis-
hólmi og yfir í Brjánslæk. Komið
er við í Flatey.
- Er algengt að ferðamenn
komi við í Flatey?
„Það er nokkuð um það og þá
dvelja þeir stundum á meðan far-
ið er að Brjánslæk og koma með í
bakaleiðinni eða þeir dvelja allan
daginn. Það hefur farið í vöxt að
dvelja yfir nótt í Flatey og taka
þá í land tjaldvagn
eða fellihýsi en láta
bílinn halda áfram
ferðinni og við sjáum
um trygga geymslu á
honum.“
~~~~~~ - En er Baldur
númer átta nokkuð á leiðinni?
„Árið 1997 var ferjan seld ríkis-
sjóði og útgerðin er því háð hinu
opinbera. Það er á hinn bóginn
kominn tími til að skipta um skip.
Þegar við fengum ferjuna árið
1990 var sú tækni sem er í dag
ekki fyrir hendi. Núna era ferjur
orðnar miklu hraðskreiðari en
áður og þær geta farið yfir fjörð-
inn á klukkustund í stað þriggja
klukkustunda."