Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 KRISTINN RÚNAR INGASON + Kristinn Rúnar Ingason fæddist í Keflavík 3. febrúar 1974. Hann lést hinn 11. júh' siðastliðinn. Móðir hans er Rósa Sigríður Sigurðar- dóttir, sjúkraliði, f. 2.11. 1955. Faðir hans er Ingi Rúnar Ellertsson, skip- stjóri, f. 21.1. 1954. Hálfsystir Kristins er Þrúða Sif Einars- dóttir, f. 1985, og hálfbróðir hans er Marteinn Jón Inga- son, f. 1978. Unnusta Kristins er Indíana Þorsteinsdóttir. Móður- amma hans er Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir. Kristinn gekk í Laugamesskóla og síðar í Hólabrekku- skóla. Hann fór á ýmis tónlistamám- skeið og lærði sjó- kokkinn fyrir örfá- um ámm. Hann, ásamt nokkrum vin- um sínum, stofnaði hljómsveitina Virdi- an-Green. Aðal starfsvettvangur Kristins var við matreiðslu á sjó og landi og við tónlist. Utför Kristins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Kiddi minn. Eg vil þakka þér fyrir alla gleðina sem þú færðir mér. Þú varst alltaf svo jákvæður og notalegur á allan máta við ömmu. Allir dagar okkar saman voru gleðidagar í mínum huga. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég fel þig í hendur Guðs almátt- ugs og bið Guð að styrkja okkur öll. Astarkveðja, Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis ryóta. (Ur 23. Davíðssálmi.) Elsku hjartans drengurinn minn. Mér finnst óbærileg kvöl að hugsa um það að þú sért farinn frá okkur. Þegar þú komst úr meðferðinni í febrúar sl. fannst mér þú svo bjart- sýnn og þegar við töluðum saman last þú stundum upp fyrir mig ritn- ingu dagsins úr AA bókinni. Þótti mér mjög vænt um það. Alltaf hélt maður í vonina að þér tækist að komast út úr þessu. Ég bað Guð um að vera alltaf með þér og gæta þín. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar td þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson.) Ég er þakklát fyrir þann tíma, sem við áttum saman í ágúst sl. þegar þú varst fyrir austan hjá mér, þá nýhættur störfum á ferjunni Norrænu. Þú naust þín svo vel í eld- húsinu, enda snilldar kokkur. Einn daginn komstu með uppskriftarbók- ina mína og sagðir mér að velja hvaða köku í bókinni sem mig lang- t VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON fyrrv. húsvörður og verkstjóri, Álftamýri 2, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 19. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ráðhildur Ingvarsdóttir, Sigmundur Heiðar Valdimarsson, Sigurjón Hafberg Valdimarsson. t Fósturfaðir minn og afi okkar, HUGI VIGFÚSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést laugardaginn 10. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Þórunn Jóhannsdóttir, Hugi, Rósa og Karen. t Elskuleg móðir mín, ÓLÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Efstasundi 11, lést aðfaranótt laugardagsins 17. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Baldvin B. Sigurðsson. IW MINNINGAR aði í og þú skyldir baka hana með kaffinu. Og það tókst frábærlega vel hjá þér. Tónlist var í miklu uppáhaldi hjá þér. Er mér sérstaklega minnis- stætt lagið ykkar í hljómsveitinni Virdian green, „Singing in the sun“. Ég komst alltaf í svo gott skap við að hlusta á það. Ég gleymi aldrei deginum sem þú fæddist, þrem mánuðum fyrir tím- ann. Það var tvísýnt um líf þitt, en þú braggaðist svo ótrúlega vel. Mamma þín lét skíra þig þessu fal- lega nafni eftir Jesú Kristi og mikil var gleðin þegar mamma þín fékk að koma heim með þig af spítalan- um. Elsku vinur, þig prýddu svo margir mannkostir. Ég hefði viljað óska að við hefðum getað haft þig lengur hjá okkur. Ég leit alltaf á þig eins og litla bróður, sem ég þyrfti að passa og gæta. Það var svo gaman þegar þú komst austur í ferminguna hans Arons og sást alveg um hárgreiðsl- una á honum áður en farið var í kirkjuna. Ég hugga mig við allar góðu minningamar, sem ég á um þig. Ég trúi að nú sért þú laus frá ölllum þjáningum og sért umvafinn kærleika Guðs. Elsku hjartans Kiddi minn. Ég kveð þig með virðingu og djúpum söknuði. Þakka ég fyrir allar góðu stundirnar bæði í Reykjavík og heima á Eskifirði. Ég unni þér. Elsku systir mín. Mikil sorg er nú lögð á herðar þínar. Ég bið Guð um að styðja þig og styrkja svo og Þrúðu litlu og elsku mömmu mína og alla sem þóttu svo vænt um Kidda. Ég bið góðan Guð um að gæta Indíönu bamsmóður Kristins og ófædda bamsins þeima. og fallega brosið. Sorgin er ólýsan- leg, full af vanmætti og vantrú. Kiddi var fyrsta bamabamið í fjölskyldunni og átti alveg sérstakt pláss í hjörtum okkar. Hann fædd- ist þremur mánuðum fyrir tímann, pínulítill en ótrúlega kraftmikill. Frá fyrstu stundu kölluðum við hann krflið okkar og hann var strax einn af systkinahópnum. Kiddi var einstaklega ljúfur og janflyndur drengur, hann var gæddur sérstökum persónutöfrum sem laðaði fólk að honum. Kímni- gáfa hans og frásagnargleði skilja eftir minningar um margar skemmtilegar samvemstundir sem aldrei gleymast. Kiddi hafði mikinn áhuga á tón- list og þótti góður trommuleikari. Hann samdi einnig töluvert af lög- um ásamt vinum sínum. Frá unga aldri hafði hann einnig mikinn áhuga á öllu sem viðkom matargerð og gat galdrað fram ótrúlegustu rétti úr næstum þvi engu. Farinn er burt góður drengur og skarð hans verður aldrei fyllt. Elsku systir, missir þinn og Þrúðu er mikill og við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Elsku mamma, þú hefur misst elsta bamabam þitt og biðjum við Guð einnig að styrkja þig. Kæra Indíana, það er sárt að missa ástvin sinn þegar lífið er rétt að byrja. Hugur okkar er allur hjá ykkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mérverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Dóra og Kristján. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ástarkveðja elsku systursonur minn. Þín Bára Elsku frændi okkar er farinn frá okkur. Krílið okkar með rauða hárið í Otfararstofa OSWALDS s.mi 551 3485 ÞJÓMJSTA ALLAN SÓLARHRINGINN j ADAI.STR/KTI ill • 101 Kl.YKJAVÍK í I IKIvISI HVINNl S IOI A ;; HYVINDAR ÁRNASONAR 1 „Dáinn, horfinn!" - harmafregn! Hvflíkt orð mig dynur yfir! Enégveitaðlátinnlifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku Kiddi, það er ótrúlegt að við vinimir séum hér saman komnir til að skrifa til þín okkar hinstu kveðju. Einn af okkar góðu vinum er reyndar aðeins hér í huganum, vegna þess að hann er staddur er- lendis en vildi svo gjaman geta ver- ið hér til að ganga með þér síðasta spölinn. Kæri vinur, þegar við lítum um farinn veg þá koma margar góðar minningar upp í hugann og hvernig er annað hægt þegar hugsað er til þess hversu lífsglaður og kátur þú varst alltaf? Tónlistin átti hug þinn allan og þú varst ótrúlega fær á trommusettinu, það var ósjaldan sem við félagarnir lögðum leið okk- ar niður í æfingarhúsnæði til ykkar strákanna sem stofnuðuð hljóm- sveitina Virgin Green, það var frá- bært að hlusta á ykkur spila saman og þú naust þess alveg í botn að vera í sviðsljósinu, hvort sem það var með þeim eða bara einn og sér. Það rifjaðist líka upp fyrir okkur hvað þér þótti spegillinn merkilegt fyrirbæri, fyrir framan hann gast þú staðið þess vegna tímunum sam- an og oft var þolinmæði okkar á + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR L. ÞORGEIRSSON húsasmíðameistari frá Helgafelli Helgafellssveit, Hlaðhömrum Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 23. júlí kl. 13.30. Hulda Þ. Ottesen, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Halldór Kristinsson, Hildigunnur Sigurðardóttir, Jónas Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðrún Skúladóttir, Þráinn Sigurðsson, Hrönn Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. þrotum þegar við vorum á leiðinni út saman, því þú gast ekki farið út fyrir hússins dyr fyrr en allt var í góðu lagi, hárið, fötin og skómir, og það gat tekið þig óratíma að koma þessu öllu í samt lag, spegillinn var svo sannarlega þarfaþing fyrir þig. Það var oft gaman að hlusta á þig segja frá ævintýrum helganna og alltaf var eitthvað að gerast í kring- um þig. Þess vegna er enn ótrú- legra að við skulum vera hér að kveðja þig, þig sem elskaðir lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. En þó árin séu ekki mörg þegar þú skilur við okkur hin þá er óhætt að segja að þú lifðir lífinu lifandi öll þau ár sem þú staldraðir við á þessu jarðríki. Elsku Kiddi, við þökkum þér fyrir allar góðu stund- imar sem við áttum saman og minningin um þig mun lifa í hjört- um okkar allra, allt þar til við hitt- umst á ný. Við sendum móður þinni, systur, ömmu og öðmm að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi góður guð vera með þeim og styrkja þau í þessari miklu sorg. Með þessi fátæklegu orðum kveðjum við þig með sorg í hjarta og biðjum Guð að taka vel á móti þér og vemda þig þar til við kom- um saman aftur. Þínir vinir, Brynjar, Guðni, Vífill, Sigurður og Ómar. Kæri vinur, ég veit núna að mað- ur hefur aldrei of lítinn tíma fyrir vini sína og hvað ég vildi að ég hefði gefið mér slíkan síðast þegar við hittumst og ætluðum á kaffihús að spjalla eins og við höfum svo oft gert, talað um allt, við þig gat ég verið eins og opin bók. Undanfarið ár hef ég verið svo upptekin að samskipti okkar dvínuðu en stund- unum sem við áttum uppi í Fellum inni í herberginu þínu gleymi ég aldrei. Manstu eftir okkur? Allir myndu halda okkur geggjuð ef ein- hver vissi hvað þar fór okkur á milli og allar, alltof fáu, stundimar okk- ar þegar við urðum rosalegir Ijós- myndarar eða þegar þú kenndir mér á trommur og ég var prinsess- an þegar við fómm að elda tacoið, ég hef svo oft hugsað til þessara stunda okkar saman. Ég á ennþá öll Ijóðin, bréfin, kortin og lagið frá þér og mun alltaf geyma það. Ég sakna þín meir en þig grunar. Ég bað þig fyrir mánuði að koma í heimsókn og spjalla, af hverju komstu ekki? Við hefðum fundið leið út úr þessu. Ég hef alltof marg- ar spurningar sem þú getur ekki svarað mér núna en manstu, það sem þú sagðir mér kvöldið sem við villtumst skil ég, en þetta var samt sárt. En ég vona, Kiddi, að þú hafir fundið það og þér líði vel hvar sem þú ert núna. Mér finnst líka mjög vænt um þig og vildi að ég hefði sagt þér það aftur. Ég sakna þín Kiddi. Þín, Þóra Dungal. ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, slmi 565 5892 SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.