Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kastljós fjölmiðla „Fjölmiðlar skapa jyrirmyndir og skortur á fyrirmyndum er einmitt talinn ein veigamesta ástæðan fyrir miklu brottfalli stúlkna úr íþróttum. Þeir sem telja að íþróttakarlar geti verið stúlkum fyrirmyndir engu síður en íþróttakonur lifa í draumakeimi. “ AHUGAVERÐ um- fjöllun um konur, íþróttir og fjölmiðla var í Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag. Tilefnið var hávær- ar raddir um skort á umfjöllun um konur í íþróttum og rætt var við fjölmarga sem láta sig málið varða. Eins og gjamt er þegar um er að ræða margslungin mál- efni voru færð sannfærandi rök á báða bóga, þ.e. bæði fyrir því að fjölmiðlar stæðu sig í stykk- inu og því að VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen þeir gerðu það ekki, að umfjöllun um íþróttir kvenna væri hvorki nægilega mikil né nægi- lega góð. Hér má minna á að í skoðanakönnun sem IM Gallup vann fyrir umbótanefnd ISI í kvennaíþróttum árið 1995 kom fram að um 70% aðspurðra töldu að of lítið væri fjallað um íþróttir kvenna í íslenskum fjölmiðlum. Fulltrúar íþróttafrétta- manna sem rætt var við töldu ekki við fjölmiðla að sakast. Aratuga hefð væri í íslensku þjóðfélagi fyrir karlaíþróttum og því væru þær vinsælli en kvennaíþróttir. Þessa stað- reynd endurspegluðu íþrótta fréttamenn, enda væri það hlutverk þeirra að fylgja eftir breytingum í þjóðfélaginu en ekki að skapa þær. Þeir endur- spegluðu það sem áhugi væri á og fjölluðu mest um það sem væri í sviðsljósinu. Þetta er allt gott og blessað og full ástæða er til þess að taka undir það sjónarmið að það sé fyrst og fremst verk íþróttahreyfmgarinnar að efla íþróttir kvenna. Iþróttakonur bera hér líka ábyrgð. Þær þurfa að bera sig eftir björg- inni, eða eins og Guðríður Guð- jónsdóttir, fyrrverandi lands- liðskona í handknattleik, segir í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag: vera duglegri við að koma sér á framfæri. Burtséð frá þessu er það staðreynd að fjölmiðlar, jafnt hér á landi sem annars staðar, hafa að eigin frumkvæði tekið ákveðin mál upp á arma sína af einni eða annarri ástæðu og nýtt krafta sína í að veita þeim brautargengi. Með öðrum orð- um, reynt að skapa breytingar. Nýjasta dæmið er ef til vill gjörbreytt afstaða fjölmiðla til umhverfisverndar þar sem þeir voru samstiga almenningi. Eins og svo oft þegar tekist er á um atriði sem varða aukna hlutdeild kvenna í átt til jafn- ræðis í ákveðnum málaflokk- um, snýst málið í reynd meira um hagnýt atriði og minna um þau málefnalegu. Þau eru hvort eð er borðleggjandi. Staðan er svona: Fjölmargar kannanir, jafnt innlendar sem erlendar, hafa sýnt fram á já- kvætt gildi íþróttaiðkunar barna og unglinga. Nægir þar að nefna þætti eins og aukna sjálfsvirðingu, betri líkams ímynd og námsárangur sem fylgir íþróttaiðkun og líkams- æfingum barna og unglinga auk þess sem minni líkur eru á þunglyndi, kvíða og notkun fíkniefna. Aðrar kannanir hafa sýnt að brottfall ungra stúlkna er mun meira en drengja. Þar skipta ekki minnstu máli þættir eins og skortur á fyrirmyndum og skortur á hvatningu, auk þess að stúlkum er að jafnaði búin lakari aðstaða en drengjum. Óréttlætið sem hér er á ferð er hróplegt og raunverulega hef ég ekki heyrt neinn reyna að mæla því bót. Skárra væri það líka. Þáttur fjölmiðla hér er aug- ljós, þótt því fari víðsfjarri að þeir beri ábyrgð á stöðu mála. Þeirra ábyrgð er hins vegar fólgin í þeirri staðreynd að þeir geta leikið umtalsvert hlutverk í því að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar skapa fyrir- myndir og skortur á fyrir- myndum er einmitt talinn ein veigamesta ástæðan fyrir miklu brottfalli stúlkna úr íþróttum. Þeir sem telja að íþróttakarlar geti verið stúlk- um fyrirmyndir engu síður en íþróttakonur lifa í drauma- heimi. Sú spurning vaknar hins vegar, hvort þegar upp er stað- ið sé hér ekki um að ræða hina gömlu baráttu um skiptingu kökunnar illræmdu. Þar sem hlutur kvenna eykst, minnkar hlutur karla - og yfirleitt eru það karlmenn sem halda á kökuspaðanum. Með öðrum orðum, ef kastljósi íþróttafréttamanna verður í ríkari mæli beint að konum og íþróttaiðkun þeirra, er hætt við að hlutskipti einhverra íþrótta- karla verði að lenda stundum í skugganum nema fleiri dálksentímetrar eða ljós- vakamínútur verði lagðar undir íþróttir. Þetta gera stjómendur hvers fjölmiðils auðvitað upp við sig. Það er hins vegar full ástæða til þess að benda á tækifæri viðskiptavinanna, í það minnsta viðskiptavina frjálsra fjölmiðla, til þess að hafa hér áhrif. Sú undiralda í þjóðfélaginu sem orðið hefur vart að undanförnu og gerir kröfu um aukinn hlut kvenna í íþróttaumfjöllun íslenskra fjöl- miðla mun á endanum leiða til þess að stjórnendur fjölmiðla hafa hagsmuni fyrirtækja sinna í huga þegar þessi mál eru skoðuð. Líklegast er það eðlilegasta þróunin. Vaknið! Vaknið! í BRÉFI mínu til blaðsins 22. júní síð- astliðinn talaði ég um hið svokallaða „há- lendismál". Það er að segja um þær áætlanir helstu ráðamanna Is- lands að sökkva nátt- úruperlum þess fyrir virkjunarframkvæmd- ir og stóriðju. Stuttu seinna fékk ég svar frá Jakobi Björnssjmi, fv. orkumálastjóra, í grein sem hann skreytti með fyrir- sögninni „Að berjast við ímyndanir“. I þeirri grein gerði hann lítið úr áhyggjum mínum og lýsti mér sem hálfpartinn ímyndunar- veikri yfir þessu öllu saman. Ég gat nú varla varist því að brosa út í annað þegar ég las þessa grein því án þess að vita það sjálfur staðfesti hann rök mín. Hann segir það sjálfur án þess að blikna að það sé allt í lagi að sökkva Eyjabakka- svæðinu vegna þess að fýrir því hafi fengist samþykki Alþingis! Hann vísar til heimildarlaga um Fljótsdalsvirkjun sem voru sett ár- ið 1981. Má ég vekja athygli ykkar á því að þessi lög eru 18 ára gömul. Framfarir í rannsóknum á sviði umhverfismála hafa orðið miklar síðan þá og forsendur til þessara framkvæmda breyst sömuleiðis. Jakob vísaði svo aftur til laga um umhverfísmat sem sett voru 1993, sem hann sagði hafa staðfest íyrri lagasetningar. Ég spyr: Voru þess- ar virkjanaframkvæmdir í umræð- unni meðal almennings á þessum tíma? Nei! I greininni segir Jakob meðal annars: „Þótt raforkuvinnsla á Is- landi væri næstum áttfölduð frá því sem hún var 1998 myndi hún aðeins leggja hald á tæplega 4% af miðhá- lendinu. Jafnvel þótt við tvöföldum þá tölu eru það tæplega 8% af miðhálendinu. Atta hundraðshlutar, eða minna, geta með engu móti talist „stór hluti“. Ég spyr á móti: Hvað mörg prósent hálend- isins eru gróin svæði með fjölbreyttu dýra- lífí líkt og Éyjabakka- svæðið? 15%?, 20%?, 25%?. Eru 4% alls há- lendis ekki 25-35% af því svæði? Ég held að ég geti sagt án þess að blikna að það er svo sannarlega „stór hluti“. Til að sýna okkur enn Hálendið s Gera Islendingar sér grein fyrir því, spyr Hrafnhildur Ýr Viglundsdóttir, að framkvæmdir sem þessar er aldrei hægt að afturkalla? betur hversu snautt af framtíðar- sýn viðhorf hinna hæstvirtu ráða- manna okkar er endar Jakob grein sína á einu algengasta vopni þeirra. Þar segir hann: „Eyjabakkar fara því undir vatn nema Alþingi afturkalli virkjunar- heimildina með nýjum lögum. Það getur Alþingi gert en það kynni að vísu að kosta ríkissjóð, þ.e. skatt- greiðendur, einhverja milljarða í skaðabætur." Skaðabætur íyrir hvað? Hafa einhverjir samningar verið undirritaðir þess efnis? Hverju gætum við hugsanlega tap- að á því að taka landið okkar fram yfír græðgina? Ég sé Jakob hvergi minnast á þær milljónir sem skattgreiðendur tapa á launahækkunum dómara og þingmanna daginn eftir kosningar! Hvað ætlum við að láta þá komast lengi upp með brenglaða forgangs- röðun sína? Það sem gerir þeim þetta svona auðvelt er kannski sú staðreynd að það eru ekki þeir sem sitja að völdunum nú sem þurfa að taka afleiðingum gerða sinna held- ur eftirmenn þeÚTa. Lýsir það sjálfum okkur ekki best hvernig við bregðumst við öll- um þeirra ákvörðunum? Þetta endalausa sinnuleysi gagnvart öll- um hlutum. Er okkur virkilega al- veg sama? Hættum að sitja í ímynduðu góðærismóki og taka við öllu því sem í okkur er troðið! Ég held að það sem þessi þjóð þurfi hreinlega að gera sé að sýna þessum ráðmönnum fram á að okk- ur er alvara. Góðir Islendingar, gerið ykkur grein fyrir að framkvæmdir sem þessar eru nokkuð sem aldrei og ég endurtek ALDREI er hægt að afturkalla? Hvað þarf að gerast til þess að við, ekki síður en þeir, sjá- um að það er landið okkar sem ger- ir okkur sérstök? Þetta land býður okkur upp á óteljandi möguleika. Ef við leyfum þeim að sökkva Eyjabökkunum núna, hvað gerist þá eftir 20-30 ár? Þeir munu ganga á lagið. Næst eru það Þjórsárver, Hvannalindir og Herðubreiðarlind- ir. Látum það ALDREI gerast! Segjum STOPP á meðan við get- um. Höfundur er ferðaráðgjafí. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir STUNDUM velta menn því íyrir sér hvemig þeir eiga að fara að því að ná at- hygli almennings á ís- landi. Þeir telja sig hafa mikilvæg skilaboð fram að færa. Þeir telja að það sem þeir eru að segja geti haft jákvæð áhrif á hag fólksins í landinu. Þeir reyna ýmsar aðferðir, en viti menn; þegar upp er staðið virðast alltof fáir hafa tekið eftir því sem þessir menn hafa haft fram að færa. Það er ekki það að skilaboðin eigi ekki mikið erindi við fólk. Það er ekki vegna þess að fólk sé ósammála því sem viðkomandi einstaklingar eru að segja. Það er af því að fólk er orðið samdauna einhverju ástandi, sem því finnst næstum því sjálfsagt að sé fyrir hendi. Bara að það snerti ekki það sjálft. Við sem erum dags daglega að fjalla um umferðarmálin upplifum okkur alltof oft í þessari sérkenni- legu stöðu sem lýst er hér í byrjun þessarar greinar. Fólk virðist ekki vilja bregðast við þeirri staðreynd að fólk er að deyja með reglulegu millibili í umferðarslysum. Fólk virðist alltaf álíta að þessi slys séu mál einhverra annarra, þangað til að einn góðan veðurdag stendur það frammi fyrir þeim sem hluta af sínu nánasta umhverfi. Sem hluta af sinni tilveru. Fólk virðist telja sjálfsagt mál að samfélagið, og þá er átt við alla sem taka þátt í því, greiði milli 15 og 20 milljarða króna á ári vegna umferðarslysa. Veist þú lesandi góður að meira en tveir létust í umferð- arslysi í hverjum mán- uði á síðasta ári? Veistu að stór hluti þessa fólks lést hugs- anlega vegna þess að það hlustaði ekki á þau skilaboð sem svo margir hafa verið að leggja áherslu á und- anfarin misseri? Veistu að stóran hluta þeirra má rekja til þessa að ökumenn og farþegar í bílum töldu ekki ástæðu til að spenna bílbelti áður en þeir lögðu af stað? Umferðaröryggi Þeir einu sem geta breytt þessu ástandi eru vegfarendurnir sjálfír, segir Sigurður Helgason, þeir sem leið eiga um vegi landsins. Um þessar mundir er stór hluti íslensku þjóðarinnar á ferð um þjóðvegi landsins. Þetta fólk telur sig vera öruggt. Það heldur að það sé sjálfsagður hlutur að það komist heilu og höldnu alla leið. En er það þannig? Nei, því miður ekki. Við vitum ekki hverjum við mætum handan við næstu beygju. Við vit- um ekki nema við mætum bíl á öf- ugri akrein, jafnvel þar sem heil óbrotin lína gefur til kynna að ekki megi aka fram úr. En hvað þarf að gerast? Það er ekki hægt að reikna með að stjórn- völd taki á þessu máli. Þau hafa enga möguleika á því. Þeir einu sem geta breytt þessu ástandi eru vegfarendurnir sjálfir, þeir sem leið eiga um vegi landsins. Fyrsta atriðið er að vakna. Ég segi vakna, af því að stór hluti ökumanna virð- ist vera steinsofandi og fljóta að feigðarósi ef þeir hrista ekki dug- lega upp í sjálfum sér. Það er ekki of seint að hugsa sinn gang í dag iyrir okkur sem enn höfum komist hjá því að lenda í slysi. Það er hins vegar of seint fyrir þá sem þegar eiga um sárt að binda. Fyrir okkur hin gæti orðið of seint að gera eitt- hvað í málinu á morgun. Þess vegna verðum við að vakna í dag til vitundar um hvað líf okkar og heilsa er mikils virði, bæði fyrir okkur sjálf, fjölskyldur og vini. Við þurfum að átta okkur á þvi hvað lítið þarf til að halda lífi okkar og heilsu í lagi. Stór hluti þeirra sem þjást vegna umferðarslysa er ungt fólk. Það á það allt sameiginlegt að telja sig eiga allt lífið framundan. Það á eftir að gera svo margt. Það á eftir að skrifa sína lífsbók. Alltof oft verður sú bók dapurlega stutt. En það á svo sannarlega skilið að hún verði lengri. íslenska þjóðin þarf öll að leggj- ast á árar tÖ að koma í veg fyrir þá skelfilegu sóun sem á sér stað í umferðinni. Allir þurfa að leggja sig fram til að takast megi að snúa við öfugþróun undanfarinna miss- era. Ökum eins og við viljum að aðrir aki. Munum, að við vitum aldrei hver gæti verið næstur. Höfundur er upplýsingafuUtrúi Um- ferðarráðs. Þið sem eruð sofandi - vaknið! Sigurður Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.