Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Frönsk stjórnvöld þrengja möguleika Elf Aquitaine að komast undan yfírtöku STUTTERLENT 3.760 milljarða króna gagntilboð í TotaiFina Krafa um að eignarhald verði áfram franskt Philippe Jaffre Thierry Desmarest stjórnarformaður stjórnarformaður Elf Aquitane TotalPina París, London. Reuters. FRANSKA olíufélagið Elf Aquitaine hefur gert gagntilboð í fransk-belgíska keppinautinn TotalFina, upp á 50,3 milljarða evra sem samsvarar 3.760 mOIjörðum ís- lenskra króna. TotalFina gerði til- boð í Elf 5. júlí sl., upp á 42 millj- arða evra eða um 3.240 milljarða ís- lenskra króna. Litið var á tilboð TotalFina fyrir tveimur vikum sem óvinveitt og einsetti stjórn Elf sér að verjast því. Nú hefur Philippe Jaffre, stjórnarformaður Elf, látið hafa eftir sér að franska ríkisstjórnin hafi takmarkað varnarmöguleika Elf með því að gera kröfu um að eignarhald á fyrirtækinu yrði áfram franskt og því væri samruni við TotalFina eini möguleikinn í stöðunni. Peningagreiðsla auk hlutabréfaskipta Gagntilboð Elf var talið síðasti varnarmöguleiki fyrirtækisins við fyrra tilboði TotalFina. Sérfræð- ingar töldu annars vegar hugsan- legt að Elf sæktist eftir aðstoð er- lendis frá, hins vegar að Elf keypti annað fyi-irtæki til að þrýsta á TotalFina um að hækka tilboð sitt. Þriðji möguleikinn var að stjórn Elf semdi við TotalFina á sáttanótun- um. Gagntilboðið hefur því komið nokkuð á óvart. Stjórn Elf hefur ákveðið að bjóða þrjá hluti í Elf og 190 evr- ur til viðbótar fyrir hverja fimm hluti í TotalFina. Tilboð TotalFina fól í sér að hluthafar í Elf fengju fjóra hluti í TotalFina fyrir hverja þrjá í Elf. Ef tilboði Elf verð- ur tekið hyggst stjórn fyrirtækisins halda starfsemi nýs stórfyr- irtækis tvíþættri. Annars vegar fjórða stærsta orkufyrirtæki í heimi og hins vegar sérstakri efnaverk- smiðju sem yrði sú fimmta stærsta á heimsvísu. „Með tilboði okkar getur orðið til orkufyrirtæki með skýr markmið og mikla vaxtarmöguleika,“ sagði Philippe Jaffre í yfirlýsingu. Hann sagði að með væntanlegum sam- runa yrði 6.000 störfum fórnað, þar af 2.000 í Frakklandi. Jaffre vonast til að tilboðið verði álitið vinveitt. Haft hefur verið eftir Thierry Desmarest, stjórnarformanni TotalFina, að hann sjái nú meiri möguleika á samruna TotalFina og Elf með samþykki beggja aðiia og sátt. Hann er ánægður með að stjómir fyrirtækjanna hafi báðar sama markmið, þ.e. samruna fyrir- tækjanna. Elf fær 18 milljarða evra lán Desmarest lýsti aftur á móti yfir mótmælum við þá áætlun Elf að bjóða peningagreiðslu samhliða hlutabréfaskiptum og sagði það veikja fjárhagsstöðu sameinaðs fyr- irtækis. Desmarest er heldur ekki sammála þeim áformum Elf að skipta fyrirtækinu í tvær deildir. Elf hefur nú tryggt sér 18 millj- arða evra lán til að fjármagna tO- boðið, að því er fram kemur í Fin- ancial Times í gær. Fjögur fjárfest- ingarfyrirtæki hafa verið Elf til ráðgjafar í málinu og leggja þau 4,5 milljarða evra fram hvert. Elf olíufélagið áætlar að sparnað- aráhrif af samruna fyrirtækjanna verði að upphæð 2,5 milljarðar evra fyrir skatta, innan þriggja ára frá samrunanum. Upphæðin samsvar- ar 192,5 milljörðum íslenskra króna og er meira en tvöföldun á því sem TotalFina gerði ráð fyrir í tilboði sínu fyrir tveimur vikum. Elf hefur einnig tilkynnt um sölu á 15% af eignarhlut sínum í franska lyfjafyrirtækinu Sanofi-Synthelabo en þau 20% sem eftir eru verða hluti af væntanlegri efnaverk- smiðju sameinaðra fyrirtækja. Hlutabréf í Elf hafa hækkað um 20,6% síðan TotalFina gerði tilboð vegna tiltrúar fjárfesta. Mark- aðsvirði Elf hækkaði um 8,55 millj- arða evra í kjölfarið. Eftir að tUboð Elf kom fram hefur hækkaði hluta- bréfaverð í TotalFina nokkuð, en verð bréfa í Elf aftur á móti lækk- aði. í kjölfar yfirlýsingar Desmarest um hugsanlegan vinveittan samruna fyrirtækjanna lækkaði hinsvegar hlutabréfaverð beggja í gær, TotalFina um 3,6% og Elfum 1,2%. Stjórnvölcl vilja ekki meiri- hluta í Hydro • LARS Sponheim, atvinnumálaráð- herra og starfandi forsætisráðherra í norsku ríkisstjórninni, segir í samtali við norska blaðið Dagens Nær- ingsliv að norsk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að ná aftur meirihlutaeigu í Norsk Hydro. í tengslum við yfirtöku Hydro og Statoil á fyrirtækinu Saga Petroleum, sem fram fór í júní, fór hlutafjáreign norska ríkisins í Hydro niöur í tæplega 44%. Sponheim seg- ir að enda þótt Stórþingið hafi gefiö ríkisstjórinni heimild til að ná meiri- hluta á ný með hlutabréfakaupum muni hún ekki nýta sér þá heimild. Talið er að ummæli Sponheims, sem er formaður Venstre, geti valdið óróa innan norsku ríkisstjórnarinnar þvt vitað er að stjórnarflokkarnir eru ekki á eitt sáttir f málinu, aö því er segir í Dagens Næringsliv. Samsung áætl- ar að hagnaður aukist um 700% Seoul. Reuters. • BÚIST er viö að Samsung raf- eindavöruframleiöandinn í S-Kóreu sýni um eins milljarðs dollara hagn- að síðustu sex mánuði, en það er 700% hækkun frá sama tíma T fyrra. Sala á fjarskiptabúnaöi og flötum tölvuskjáum er talin eiga mestan þátt í hagnaöinum. Hlutdeild fyrir- tækisins á alþjóðamarkaði fýrir tölvuminni var 18,6% árið 1998. Hlutabréf í Samsung hafa hækk- að um 116% á þessu ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun. Bú- ist er við milliuþpgjöri frá fyrirtækinu um miöjan næsta mánuð. Daewoo berst við gjaldþrot Seoul. Reuters. LANARDROTTNAR suður- kóresku samsteypunnar Daewoo hafa samþykkt að veita fyrirtækinu ný lán í stað eldri lána sem voru í þann veginn að leiða til gjaldþrots Daewoo. Fundur fulltrúa 69 lána- stofnana í S-Kóreu stóð yfir í þrjár klukkustundir í gær en þar var beiðni forsvarsmanna Daewoo sam- steypunnar rædd og samþykkt. Stjórn Daewoo hafði boðið lánar- drottnum 8,6 milljarða dollara eign- ir til að freista þess að fá skamm- tímalánum skuldbreytt. Stjórnar- formaður Daewoo, Kim Woo-Jong, ætlar sjálfur að leggja fram 1,06 milljarða dollara sem veð. Hrun Daewoo, annars stærsta fyrirtækis S-Kóreu, gaéti haft þau áhrif að traust á áframhaldandi bata efnahags landsins færi rýrn- andi, eins og fram kemur á frétta- vef BBC. Fyrirtækið stendur höll- um fæti vegna fjármálakreppunnar í Asíu á síðasta ári og talsmenn þess segja lengri tíma nauðsynleg- an til að fyrirtækið nái sér aftur á strik. Tilkynnt hefur verið að Daewoo muni endurskipuleggja starfsemi þannig að bflaframleiðsla og bygg- ingarframkvæmdir verði í fyrir- rúmi en starfsemi af öðru tagi seld til erlendra aðila. Stjórnarformað- urinn hyggst svo segja af sér þegar endurskipulagning er komin á veg. 30 ára reynsla Hleðslugler Speglar GLERVERKSMIÐJAN Sawvepk Eyjasandur 2 • 8SO Hella e 487 5888 • Fax 487 5907 RYMINGARSALA E0-50% afsláttur Göngutjald eða hjólatjald Vandað, tvöfalt og vatnshelt 2 manna, aðeins 2 kg. Tilboð kr. 8.900, verð áður kr. 9.900. BS* SUPEB M0UKTAIN Svefnpokar, margar gerðir Verð frá kr. 3.200 -10°C verð kr. 4.800, áður 6.900, -20°C verð kr. 5.900, áður 9.200. 2 manna tjald í felulitum nú kr. 1.950, áður 3.900. 2 manna kúlutjald nú kr. 2.400, áður 3.900. 5 manna ristjald tvöfalt tilboð kr. 12.900, áður 18.900. Buslulaugar og útileiktæki Buslulaug, 120 x 180 sm, kr. 4.500 Bakpokar, stórir og smáir Dagpokar verð frá kr. 990 Buslulaug, 120 x 240 sm, mynd, kr.7.800 Mittistöskur frá kr. 490 Róla einföld, nú kr. 4.900, áður kr. 6.900. Róla á mynd, kr. 10.400, áður kr. 13.900. Vandaðir 65 I pokar frá kr. 4.900 Vandaðir 75 I pokar frá kr. 5.400. Hlíf á bakpoka kr. 900 Armúla 40 Símar 553 5320, 568 8860 ÍEIn stærsta sportvðruverslun landalns I Ferslunin 7H4RI D FERÐAVÖRUR Mjög vandaðir gönguskór. Frontera 5, Gore-Tex, kr. 7.900, áður 11.900 Leður gönguskór. Authentic 6, Gore-Tex, kr. 11.900, áður 18.300 Gönguskór verð frá kr. 2.900. GÖNGUSTAFIR margar gerðir, verð frá kr. 1.300 stk. ÚTIVISTARFA TNAÐUR Vandaður útivistarfatnaður frá SCANDA, VANDER, LOADSTONE og fleirum. Fleece peysur, nærföt, sokkar, hanskar, legghlífar og fleira. svampdýna, verð frá kr. 690 Vindsæng, verð frá kr. 1.440 Dýna, sjálfuppblásin verð frá kr. 6.200 Pumpur, verð frá kr. 690 SALOMON GONGUSKOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.