Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson Flakkarar á ferð um Flateyri Flateyri - Misjafnii- að stærð og lengd, sumir með glugga báðum megin og aðrir með stakan glugga, óku þeir um götur Flateyrar og íbúarnir innandyra skimuðu for- vitnir út um regnvota glugga á mannlífið á götunni. Hér voru á ferð aðeins örfáir meðlimir húsbíla- félagsins Flakkarar á ferð um Flat- eyri, en í allt eru 45 húsbflar á ferð á vegum félagsins um Vestfirði þetta árið. Ekinn var dágóður rúntur um bæinn og menn gáfu sér tíma til að virða fyrir sér hina gríðarlegu vam- argarða sem óneitanlega setja svip á umhverfið. Að lokum var stillt upp fyrir myndatöku áður en haldið skyldi tfl Isafjarðar þar sem dvalið var næturlangt. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÓLAFUR Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði og aðdáandi núm- er eitt, tók létta sveiflu á dansgólfinu en hann var meðal þeirra sem stigu á svið. Rolling Stones í Hnífsdal Flateyri - Eftir vel heppnað Roll- ing Stones-kvöld í Vagninum á Flateyri fyrir skemmstu, þar sem margir þurftu frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar, kom upp sú hugmynd að halda annað, stærra og veglegra Rolling Stones-kvöld seinna í sumar. Sú hugmynd varð að veruleika 17. júlí þegar á sviðið stigu ekki ómerkari menn en aðdáandi núm- er eitt, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði, keflvíska poppgoðið Rúnar Júlíusson og lcstina rak síðan Ólafur Páll Gunn- arsson, dagskrárgerðarmaður á Rás tvö. Það var siðan hljómsveitin COR frá Flateyri, undir dyggri handleiðslu læriföður hljómsveit- arinnar, Kristins „Keith“ Níelsson- ar, sem framkallaði allar helstu perlur Rollinganna. Að sögn aðstandenda kvöldsins var aðsóknin með ágætum en talið var að hátt í 250 manns hefðu verið þegar leikar stóðu sem hæst. Margt aðkomufólk sótti kvöldið víða að. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson STEFÁN Benediktsson þjóðgarðsvörður, Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra, Ragnar F. Kristjánsson, settur þjóðgarðsvörður, og vaskur hópur landvarða, þau Björk Bjarnadóttir, Ólafur A. Jónsson, Marta Birgisdóttir, Þorsteinn M. Björnsson og Elín Bergsdóttir. Gestastofa, móttaka og upplýsingamiðstöð Hnappavöllum - Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnaði 17. júlí sl. Gestastofu í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli þar sem veitingasalimir voru áður. Þar er nú móttaka og upplýsingamiðstöð, salur sem sýnd eru í myndbönd, t.d. um náttúru- hamfarir í Vatnajökli 1996 og afleið- ingar þeirra. Svo er sýning á spjöld- um í máli og myndum um sögu Öræfa, til dæmis um mannlíf, eld- gos, þróun jökla, gróðurfars og samgangna. Náttúruvemd ríkisins sá um uppsetningu stofunnar og rekur hana. Eftir opnun Gestastofunnar var gestum boðið í stutta gönguferð um nágrennið. Skaftafell skartaði sínu fegursta í blíðskaparveðri þennan dag en um 60 þúsund ferðamenn heimsækja Skaftafell árlega. Einlit áklaeði JVleð óhreinindavörn SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100 ehí. Hornsófatilboð 295 cm 79.700 St.gr 69.900 St.gr 84.500 | St.gr 77.700 St.gr ..Við viljum að 25% - 30 % Afsláttur aðeins í skamman tíma... ...nú er ástæðulaust að draga lengur að eignast vandað IŒFOX FJALLAHJÓL. Mikið úrval hjóla fyrir "stóra menn" Allt að 23 tommu stell - fyrir stóra menn allir geti hjólað ..fyrir þig lækkum við verðið # Ál í hnakkröri # ryðgar ekki # ál gjarðir 0Þ #21 gír # V-bremsur # öruggari # léttari fyrir hendur # meira átak á gjörð # Shimano Altus # Grip Shift gírar # þægilegra # Dempari ^ # minni högg á hendur # aukið öryggi BUUbiWlEHF. Smiðjuvegi 4c - Sími 587-9699 afsláttur á barnahjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.