Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR Íjaæhjgl Hafnaríjörður S. 565-5970 Gleraugnaverslanir SJÓNARHÓLS Glæsibær S. 588-5970 Líklega hlýlegustu og ódýrustu gleraugnaverslanir norðan Alpafjalla XX SJÓNARHÓLL er frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Spurðu um tilboðin Strákar í golfi UNGIR sem aldnir stunda golf af miklum þrótti yfir sumarið. Áhug- inn hjá þessum ungu piltum leynir sér ekki. KRINGLUNNI SÍMI 553 7355 Sjúkraflutningaráð fór í kynnisferð til Pittsburg í Bandaríkjunum Viltu verða rík/ur... ...og auðga líf þitt með því að kynnast nýrri menningu? I LOK AGUST ERU VÆNTANLEGIR 37 ERLENDIR SKIPTINEMAR TIL ÍSLANDS. HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ OPNA HEIMILI ÞITT FYRIR SKIPTINEMA í 5 EÐA 10 MÁNUÐI? Þú þarft: • Hús- og hjartarými. • Opinn huga og víðsýni. • Áhuga á að sjá ísland með augum útlendings. Þú þarft ekki: • Að kunna ensku. • Að elda mat í öll mál. • Að vera með stanslausa skemmtidagskrá. Sjúkraflutninga- mál standa vel hér Toppurinn i sandölum Herra- undirföt Höggdeyfandi sóli með grófum botni. Níðsterkir og ótrúlega þægilegir skór. Það er Sjúkraflutningaskólinn, sem sér um menntun sjúkraflutn- ingamanna á íslandi, en skólinn var stofnaður árið 1996. Fyrir tíð skólans voru haldin sérstök nám- skeið af Borgarspítalanum, Rauða krossinum og Slökkviliðinu fyrir verðandi sjúkraflutningamenn. Að sögn Kristins er námið nokkuð vin- sælt hér á landi, en frá 1996 hafa um 738 nemendur stundað nám við skólann. Að sögn Kristins var rætt um það úti að stofnuni myndi gera út- tekt á ástandinu hér á landi, en hann bætti því við að ekkert hefði verið neglt fast í þeim efnum, enda væri slík úttekt mjög kostnaðar- söm. S JÚKRAFLUTNIN GAMÁL standa mjög vel hérlendis, að sögn Kristins Guðmundssonar, yfir- læknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og formanns sjúkraflutningaráðs. Kristinn fór ásamt þremur öðrum til Pittsburg í Bandaríkjunum í lok júní til að kynna sér sjúkraflutn- ingastarfsemi í borginni, þ.e. kennslu og nám sjúkraflutninga- manna, skýrslugerð o.fl. Hann sagði að góð samvinna hefði verið á milli Sjúkraflutninga- skólans hér og þess í Pittsburg og því hefði sjúkraflutningaráð, sem starfað hefur frá 1987, ákveðið að fara út og kynna sér málin, en ráð- ið samanstendur af þremur mönn- um, þ.e. Kristni, sem skipaður er af landlækni, Þóri Sigurbjörnssyni, sem skipaður er af Rauða krossi Islands og Knúti Halldórssyni, sem er frá Landssambandi sjúkraflutn- ingamanna. Auk þeirra þriggja fór Lárus Pedersen, sjúkraflutninga- maður einnig með út, en hann er þar öllum hnútum kunnugur, þar sem hann hefur sjálfur verið við bráðatækninám í borginni. Greinilega á réttri leið hér í Pittsburg er það sérstök stofn- un (Center for Emergency Medicin Paramedic Education) sem sér um kennslu sjúkraflutningamanna og hefur umsjón með öllum neyðar- flutningum í borginni. „Við skoðuðum þetta, við ókum þarna með sjúkrabílum, heimsótt- um sjúkraflutningastöðvar, spítala og bráðamóttökur. Sumir okkar tóku þátt í sjúkraflutningum, bæði í sjúkrabifreiðunum og þyrlum,“ sagði Ki-istinn. „Þetta er ólíkt ís- landi að því leyti að þarna er allt í miklu stærra formi, en kerfið, reksturinn, meðferðin og með- höndlunin var hins vegar mjög svipuð því sem hér gerist. Við er- um greinilega á réttri leið með þessa hluti hér.“ Enginn læknir í neyðarbflum í Pittsburg sjá sjúkraflutninga- menn eða nánar tiltekið bráða- tæknar (Emergency Medical Technician Paramedics) alfarið um bráðaþjónustu, þ.e. í hverjum neyðarbíl þar eru tveir sjúkraflutn- ingamenn, en enginn læknir líkt og hér tíðkast, þar er læknir aðeins kallaður til eftir þörfum. Að sögn Kristins má búast við því að hér á landi verði þróunin í þessa átt, þ.e. að sjúkraflutninga- menn sjái alfarið um bráðaþjón- ustu, en hann sagði að líklega yrði þróunin mjög hæg m.a. þar sem bráðatækninám væri ekki kennt hérlendis og því yrðu sjúkraflutn- ingamenn að fara út til að læra. Hann sagði að ekki væri á döfunni að bjóða upp á bráðatækninám hérlendis á næstunni, þar sem samvinnan við stofunina í Pitts- burg hefði gengið sérlega vel. Skipun for- manns og varaformanns útvarpsráðs MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur með vísun til 19. gr. útvarpslaga m. 68/1985 skipað Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson framkvæmdastjóra formann útvarpsráðs og Gissur Pét- ursson framkvæmdastjóra varafor- mann á því kjörtímabili ráðsins sem nú er nýhafið. Snorrabraut 60 • Reykjavfk • Sími 51 1 2030 Fax 51 1 2031 • www.skatabudin.is Til sölu BMW 318i Touring árg/96 Bíllinn er ekinn 32 þús km. Fluttur inn nýr af umboði, einn eigandi. Sjálfskipting, ABS bremsur, spólvörn, 1800 vél með beinni innspýtingu. Toppbogar, 3 höfuðpúðar að aftan, rafmagnsrúður og speglar. Litur dökkblár. Verð kr. 2.100.000. Upplýsingar í síma 562 3135 og 893 0280 (Björn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.