Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 HESTAR Landsliðið í hestaiþróttum - liðsmenn og hestar SIGURÐUR Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli. LOGI Þór Laxdal og Freymóður frá Efstadal. AUÐUNN Kristjánsson og Baldur frá Bakka. Tíu manna liðáHM * Ljóst er hvernig landslið Islands í hestaíþróttum, sem keppa mun á heimsmeistaramótinu í Kreuth í Þýskalandi, verður skipað. Valdimar Kristinsson tók saman ýmsar upplýsingar um liðsmenn og hesta þeirra og annað er varðar þátttöku liðsins í mótinu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÁSGEIR Svan Herbertsson og Farsæll frá Ási. SPENNAN í kringum val á landsliði hefur líklega aldrei verið meiri en nú enda heitir kandídatar aldrei verið fleirl en nú og keppnin um sætin í flestum tilvika jöfn. Þá hefur ekki síður verið spenna í kringum þá tvo liðsmenn sem ein- valdurinn Sigurður Sæmundsson valdi. Liðið sem valið var er myndað af fjórum nýliðum og þremur fyrr- um landsliðsmönnum og allt eru þetta kunnir keppnismenn sem búa yfir mikilli reynslu. Þá bætast við þrír heimsmeistarar frá síðasta HM. En við kynningu á liðinu fer vel á , að byrja á fyrsta kvenmanninum sem vinnur sér sæti í íslenska lands- liðinu síðan 1983, en svo skemmti- lega vill til að um er að ræða sömu konuna í báðum þessum tilvika. Olil Amble hefur nú loksins endurheimt sæti í landsliðinu eftir 16 ára fjar- veru. Hún er fædd í Noregi 1963 en fyrir löngu orðin íslensk og á að baki litskrúðugan feril í keppni hér á landi. Verið með hross í fremstu röð á fjórðungs- og landsmótum gegn- um tíðina. Má þar nefna sigur í B- flokki og tölti á FM ‘85, tvöfaldur sigur í A-flokki á FM ‘92 og B-flokki á FM ‘97, íslandsmeistari í tölti ‘82 og ‘86, Islandsmeistari í fími og fjór- gangi svo eitthvað sé nefnt. Olil fer með Kjark frá Horni í Skorradal til Þýskalands en hann er 10 vetra und- an Reyk frá Hoftúni og Blesu frá Homi. Olil á hestinn ásamt norskri konu og sagði hún að annaðhvort keypti sú hlut hennar í hestinum eða hann yrði seldur á mótinu ef viðun- andi boð fengist. Olil og Kjarkur keppa í tölti, fjórgangi og fimi og taka þar með þátt í keppninni um samanlagðan sigurvegara mótsins. Til skýringar má geta þess að Hulda Gústafsdóttir keppti á HM í Sviss ‘95 en hún kom inn sem varaknapi en vann sér ekki beint sæti í úrtök- < unni. Einar Öder Magnússon er sá liðs- manna sem yfír mestri reynslu býr. Hann er 37 ára gamall og hefur keppt á þremur heimsmeistaramót- um; 1989 í Danmörku, 1991 Svíþjóð, 1993 í Hollandi og 1995 í Sviss og var liðsstjóri á mótinu í Austurríki 1987. Þá hefur Einar keppt á fímm 4 Norðurlandamótum og unnið þar 9 gullverðlaun. Hann hefur verið með efsta hest í A-flokki á landsmóti ‘86, fjórðungsmóti ‘85 og íslandsmeist- ari í tölti ‘84. Þá hefur Einar sýnt fjölda þekktra kynbótahrossa með góðum árangri. Hestur Einars að þessu sinni er stóðhesturinn Glampi frá Kjarri, hann er 7 vetra, undan Orra frá Þúfu og Ertu frá Krögg- ólfsstöðum. Glampi hlaut á síðasta ári 8,18 í kynbótadómi og þar af 8,49 fyrir hæfileika og meðal annars 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið. Glampa hefur ekki verið teflt mikið fram í keppni, þeir félagar kepptu í B-flokki gæðinga og töltkeppni á síðasta ári og eina töltkeppni fóru þeir félagar í á þessu ári fyrir utan úrtökuna. Glampi, sem nú hefur verið seldur til Danmerkur, var 90% í eigu Ein- ars og 10% í eigu ræktandans Helgu Pálsdóttur. Logi Laxdal keppir nú öðru sinni á HM, sigraði eftirminnilega í 250 metra skeiði á síðasti móti í Seljord í Noregi. Logi, sem er ?? gamall, er án efa einn fremsti skeiðreiðarmað- ur landsins ef ekki sá fremsti. Hann vakti fyrst á sér athygli er hann sigraði sér eldri og reyndari knapa í skeiðmeistarakeppni á Gaddstaða- flötum fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur hann verið með skeiðhesta í fremstu röð og náði frábærum ár- angri á Gráblesu frá Efstadal í 150 metra skeiði í fyrrahaust. Náðu þau tíma undir gildandi meti en árang- urinn fékkst ekki viðurkenndur sem met. Logi var á síðasta móti með hest frá Efstadal í Laugarvatns- hreppi og enn heldur hann sig við sama bæinn. Síðast var það Sprengi-Hvellur en nú er það Frey- móður en báðir eru þeir undan Kjarval frá Sauðárkróki. Logi og Freymóður voru með feiknagóða seríu á úrtökumótinu. Fóru fjóra spretti og voru einn sprettinn undir 22 sekúndum og tvo undir 23 sek- úndum. Þá hefur Freymóður fai-ið einn sprett þar fyrir utan undii’ 22 sekúndum. Asgeir Svan Herbertsson stígur nú sín fyrstu skref sem landsliðs- maður. Hann er 34 ára gamall og hefur verið viðloðandi hesta- mennskuna frá blautu bamsbeini, keppt öðru hvoru en ekki verið í fremstu röð fyrr en hann eignaðist stórgæðinginn Farsæl frá Arnar- hóli. Saman eiga þeir að baki ein- stæðan feril, hafa orðið Islands- meistarar í fjórgangi fímm ár í röð, unnu fimmta titilinn nú síðast á Gaddstaðaflötum. Þá hafa þeir átt góðu gengi að fagna í keppni B- flokks gæðinga. Farsæll er óseldur en ýmsir hafa sýnt hestinum áhuga og sagðist Ásgeir selja fengi hann viðunandi tilboð. Sigurður Sigurðarson hlaut náð fyrir augum einvaldsins eftir góða frammistöðu á íslandsmótinu á Gaddstaðaflötum á dögunum og er þetta frumraun hans í landsliði. Hann er 30 ára gamall og hefur á síðustu þremur árum tryggt sig í sessi sem einn fremsti knapi lands- ins, var til dæmis útnefndur knapi ársins ‘98. Það ár var hann með sig- urhrossið í B-flokki og tölti á lands- mótinu á Melgerðismelum, íslands- meistari í tölti ‘97, íslandsmeistari á Prins í fímmgangi ‘98 og Islands- meistari á Prins í gæðingaskeiði og skeiðtvíkeppni ‘99. Sigurður keppir á Prins frá Hörgshóli og hafa þeir átt samleið frá ‘95 er Prins keppti í fyrsta sinn. Hann er 11 vetra undan Skuggabaldri frá Hörgshóli og Perlu frá Hörgshóli. Sigurður og Prins keppa í fimmgangi, tölti, gæðinga- skeiði og verða að öllum líkindum í baráttunni um samanlagðan sigur- vegara. Eigandi hestsins er Þorkell Traustason. Prins er óseldur en nú þegar hafa nokkrir sýnt áhuga og því líkiegt að sala sé í deiglunni. Auðunn Kristjánsson þreytir sína frumraun í landsliði. Hann er 26 ára og hefur hlotið sitt hestamennsku- uppeldi á vettvangi Fáks, hóf keppni í unglingaflokki og keppt síðan. Auðunn hefur hægt og bít- andi fikrað sig upp metorðastiga hestamennskunnar þótt ekki hafi hann enn náð einhverjum hinna eft- irsóttu toppsæta hestamennskunn- ar. Hann var mjög nærri því að komast í landsliðið ‘97, þá á Bald- urssyni og segist Auðunn þá hafa ákveðið að það skyldi ganga næst og keypti því Baldur frá Bakka sjálfan í því skyni. Baldur, sem er hestur heill, er undan Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Emmu frá Bakka en hann var í úrslitum A-flokks á landsmótinu í fyrra. Þeir félagar voru efstir í fímmgangi á úrtökunni í báðum umferðum og urðu Islands- meistarar í slaktaumatölti á nýaf- stöðnu Islandsmóti. Auðunn og Baldur keppa í fimmgangi, slaktaumatölti, gæðingaskeiði og 250 metra skeiði og verða með í baráttunni um samanlagðan sigur- vegara. Baldur er óseldur en Auð- unn sagðist vera að vinna að sölu. Jóhann R. Skúlason var valinn af landsliðseinvaldi helgina sem ís- landsmótið var haldið. Staða Jó- hanns var nokkuð sérstök því hann hafði möguleika á að komast í tvö landslið. Auk ísienska liðsins hafði hann rétt til að taka sæti í danska liðinu. Sigurður Sæmundsson varð af þessum sökum að gefa Jóhanni ákveðið svar fyrir sunnudag hvort hann þægi liðsinni hans því danska liðið var valið um kvöldið. Jóhann hefur verið mestan hluta af ferli sín- um í Danmörku og átt þar góðu gengi að fagna, margsinnis orðið Danmerkurmeistari í ýmsum grein- um og verið í fremstu röð knapa þar í landi. Hann keppti meðal annars fyrir hönd Danmerkur á síðasta heimsmeistaramóti á Penna frá Syðstu-Grund. Nú keppir hann á Feng frá Ibishóli og vinna þeir sér sæti fyrir góðan árangur í tölti en munu einnig keppa í fjórgangi. Fengur er sjö vetra gamall undan Fáfni frá Fagranesi og Gnótt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.