Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Áætlanir um byggingu íþróttamannvirkja í Laugardal fyrir á annan milljarð Morgunblaðið/Arnaldur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri seg-ir að bygging íþrótta- og sýn- ingarmannvirkja í Laugardal sé þáttur í því að móta ímynd Reykjavíkur. sig til að kaupa ákveðinn fjölda tíma í húsinu fyrir íþróttafélög og skóla. Að öðru leyti geti rekstrar- aðilinn leigt húsið út til íþróttaiðkana, fjölleika- sýninga, tívolís, sýninga torfærubfla, hestaíþrótta eða annarra viðburða. „Ef knattspyrnuhúsið yrði í eigu einkaaðila ætti ekki að veíjast fyrir íþróttafélögum úr öðrum sveitarfélögum að leigja sér tíma þar,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Skaga- menn ættu til dæmis að geta nýtt sér húsið, enda er orðið stutt að fara af Skaganum í Grafarvog.“ Nýting dalsins full- mótuð INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti í gær áætlan- ir um byggingu íþróttamann- virkja í Laugardal fyrir á annan milljarð króna, og segir hún að þegar gengið hafi verið frá skipu- lagningu þeirra sé nýting Laug- ardalsins fullmótuð. Áætlað er að reisa rúmlega fimm þúsund fermetra fjölnota íþrótta- og sýningarhús fyrir fjögur hundruð milljónir króna í tengslum við Laugardalshöllina. Einnig á að byggja 50 metra inni- sundlaug fyrir fjögur hundruð milljónir króna, og heilsuræktar- stöð, sem áætlað er að kosti um fimm hundrað milljónir, við Laugardalslaug. Stefnt var að því að byggja knattspyrnuhús í daln- um en hætt hefur verið við það og verður því fundinn staður ann- ars staðar, sennilega í Grafar- vogi. Ingibjörg segir mannvirkin vera mikilvægan þátt í því að móta ímynd Reykjavíkur sem heilsuræktar- og ráðstefnuborg, sem verði æ mikilvægari þáttur í því að laða til landsins útlenda ferðamenn. Hlutafélag reki íþróttahúsið Nefnd sem skipuð var af borg- inni vegna byggingar fjölnota íþróttahúss leggur til að það verði byggt og rekið af hlutafé- lagi í eigu Reykjavíkurborgar, Samtaka iðnaðarins og íþrótta- hreyfingarinnar. Er Iagt til að hlutafé verði 75 milljónir króna og að fyrrnefndu aðilarnir tveir eigi 40% hvor, en íþróttahreyf- ingin 20%. Hlutafélaginu er einnig ætlað að reka Laugardals- höllina, enda verða byggingar samtengdar og samnýttar. Gert er ráð fyrir að borgin muni gera leigusamning um afnot af húsinu fyrir skóla og íþróttafé- lög, en jafnframt eignast það eft- ir 30-35 ár. Félagið mun leigja húsið út utan þess tíma til ann- arra aðila, til dæmis vegna sýn- inga eða stórfunda. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður Laug- ardalshallarinnar aukist um 17 milljónir króna þegar íþróttahús- ið bætist við. Nefndarmenn segja að húsið verði einkum hannað með fijálsí- þróttagreinar í huga, og mun það gjörbreyta aðstöðu til mótahalds í þessum greinum hér á Iandi. Ráðgert er að fimmtíu metra innisundlaug og heilsuræktarstöð við Laugardalslaugina verði gerð í samvinnu Reykjavikurborgar og Björns Kr. Leifssonar, eiganda líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Sundlaugin verður í eigu borgarinnar en heilsuræktarstöð- in, sem verður allt að 5000 fer- metrar að stærð, í eigu Björns. Viljayfirlýsing um samstarf borg- arinnar og Björns var undirrituð í gær. Knattspyrnuhús sennilega í Grafarvogi Nefndin leggur einnig til að reist verði knattspyrnuhús, en vegna stærðar slíks mannvirkis er ekki talið að það geti verið í Laugardalnum. Helst er litið til þess að það geti risið í Grafar- vogi. Nefndin telur þrjár leiðir koma til greina við byggingu hússins, með mismikilli þátttöku borgarinnar. Hún mælir með því, og hefur til þess stuðning borgar- stjóra, að auglýst verði eftir einkaaðilum sem hafi áhuga á að byggja og reka húsið fyrir eigin reikning, en að borgin skuldbindi Gagnrýni sjálfstæðismanna villandi Gagnrýni hefur komið fram frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins vegna þeirrar ákvörð- unar meirihlutans að ætla að láta lóð í Laugardalnum, sem á sínum tíma var ráðstafað undir tónlist- arhús, undir hús Landssímans og bíóhús, sem Jón Ólafsson hyggst reisa. „Þessi gagnrýni miðar að því að leiða fólk á villigötur," segir Ingibjörg Sólrún. „Ævinlega er talað um þetta svæði sem útivist- arsvæði í þessu sambandi, en það er ekki og hefur aldrei hluti af útivistarsvæðinu í Laugardal. Svæðið milli Engjavegar og Suð- urlandsbrautar hefur að minnsta kosti frá aðalskipulagi 1962 verið merkt sem stofnanasvæði. Þess vegna voru til dæmis hugmyndir um að reisa þarna tónlistarhús. I mars sl. samþykkti borgarráð einróma að gefa Landssímanum kost á þessari lóð, og það er því dáiítið seint að koma núna og tala um voðaverk í þessu sambandi. Þá var voðaverkið framið með aðalskipulagi árið 1962 og endur- tekið margsinnis eftir það, eða þá að það var framið í mars sl. og sjálfstæðismenn stóðu þá að því.“ Ingibjörg segir að ekki sé þörf á að stækka útivistarsvæði borg- arinnar. „Reykjavík er mjög græn borg og við eigum injög stór útivistarsvæði. Við erum með Nauthólsvíkina, sem eru miklar framkvæmdir við núna, við erum með alla strandlengjuna, Öskju- hliðina, Hljómskálagarðinn, Laugarnesið, Laugardalinn, EI- liðaárdalinn, Fossvogsdalinn og svo framvegis. Allt eru þetta verðmæt svæði og mikilvæg sem við eigum að standa vörð um, en við eigum líka að standa vörð um þær byggingarlóðir sem við eig- um í skipulagi. Það er mjög mik- ilvægt að nýta slíkar Ióðir til að þétta byggðina og Ijúka þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað vestan EHiðaánna." Ingibjörg segir að byggingarn- ar tvær sem rætt sé um að reisa á lóðunum henti mjög á þessum stað. „Við gerðum þá kröfu til Landssímans að í húsi þeirra yrði ákveðið sýningarhald sem tengd- ist tækni og fjarskiptum, eða öðru því sem þeir telja áhugavert að sýna. Hugmynd Bíó ehf., sem verið er að skoða, er að byggja tómstundahús með kvikmynda- sýningum, keilu, billjard og ýms- um fleiri afþreyingarmögfuleik- um. Þar er bæði verið að stfla inn á fjölskyldurnar og einnig ung- lingana. Það finnst mér mjög mikilvægt. Það er ekki margt við að vera fyrir unglinga á aldrinum 16-18 ára í Reykjavík. Þegar menn tala um unglingamenning- una og afþreyingarmöguleika þeirra með niðrandi hætti held ég að menn megi fara að vara sig.“ Vill hugmyndasamkeppni um skipulagið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsfulltrúi sjálfstæðis- manna, segir að skipulag lóðanna hafi ekki náð þeim markmiðum sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- manna hafi gert kröfur um. Á fundi borgarráðs í gær, þar sem taka átti málið fyrir, kynnti hann borgarstjóra bókun þar sem fram kemur að sjálfstæðismenn hyggj- ast greiða atkvæði gegn tillögu meirihlutans um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Vil- hjálmur segir að erfítt sé fyrir fólk að taka afstöðu til tillagn- anna þegar ekki liggi fyrir hvern- ig vestari lóðin, þar sem rætt hef- ur verið um að reisa kvikmynda- hús, verði notuð. „I öðru Iagi sýn- ir sig að útfærsla bygginga á eystri lóðinni getur ekki tekið mið af viðkvæmu umhverfi og ásýnd Laugardalsins, þó vissu- lega megi segja að „Tæknigarð- ur“ og bflastæði nyrst á lóðinni geti með ákveðnum hætti tengst og nýst starfsemi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Einnig eru eng- in tengsl sýnd milli þessara tveggja lóða sem ætti þó að vera lágmarkskrafa þegar tillaga að deiliskipulagi á svo viðkvæmu svæði er auglýst," segir í bókun- inni. I samtali við Morgunblaðið bendir Vilhjálmur á, að í mars sl., þegar samþykkt voru einróma í borgarráði drög að samkomulagi við Landssimann, ásamt fyrirheiti um úthlutun á lóðinni, hafí full- trúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram bókun, þar sem segir meðal annars: „Að okkar mati er það al- gjört skilyrði fyrir uppbyggingu á þessum reit að staðsetning bygginga, bflastæða svo og frá- gangur lóða og aðkoma falli vel að nánasta umhverfi í Laugar- dalnum.“ í Ijósi þess að þetta hafi ekki tekist, leggur Vilhjálmur til að failið verði frá öllum áformum um uppbyggingu atvinnulóða á svæðinu. I staðinn leggur hann til að fram fari hugmyndasam- keppni um skipulag og framtíðar- nýtingu þess, þar sem mið verði tekið af annarri starfsemi í Laug- ardalnum. Með því móti telur hann að náðst geti sátt um nýt- ingu svæðisins meðal borgarbúa, sem hann segir mjög mikilvægt. Sumaraukinn í AUSTURLÖNDUM! ‘Iofrar 1001 mztur Ný útgáfa af vinsælustu ferð okkar - á stórlækkuðu verði -17. okt. - 3. nóv. 18. dagar Töfrandi Malasía - Istana - Höll gylltu hestanna. Vika á BALI CIiff/NIKKO - Mandarin Singapore, 5 stjörnu lúxus allt í gegn - Fá sæti á gjafverði núna! Pöntunarsími 56 20 400 rtROASKKIfSTOÍA WPFUAW “ HEIMSKLÚBBURINGÓLFS Utnefnd í alþjóðasaintökin KXCELLENCE IN I RAVEL Skýrsla um landfyllingar Þrír kostir taldir raunhæfír LÖGÐ VAR fram í borgarráði í gær skýrsla borgarverkfræðings og Borgarskipulags um landfyllingar. Borgarráð samþykkti tillögu borgar- ráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans, um að skýrsluhöfundum yrði falið að vinna áfram að þremur kostum sem taldir væru raunhæfir til frekari skoðunar. Um er að ræða eyjabyggð á fyllingum við Örfirisey, íbúða- byggð á fyllingu við Skerjafjörð og landfyllingu við Ingólfsgarð. Sjálfstæðismenn gera athugasemd Minnihluti sjálfstæðismanna gerði athugasemd við tillöguna og lét bóka hana. í athugasemdinni segir: „Ljóst er að sú athugun sem embætti borg- arverkfræðings og Borgarskipulags hafa gert á fimm tillögum um land- fyllingu, þ.e. þremur undir íbúðar- hverfi og tveimur undir flugvöll í landi Reykjavíkur, sýnir að tillög- urnar eru í flestum tilvikum algjör- lega óraunhæfar. Við erum ekki sammála þeirri niðurstöðu skýrslu- höfunda að íbúðabyggð á fyllingu við fyrrv. athafnasvæði Skeljungs í Skerjafirði og byggð á fyllingu með- fram Sæbraut fyrir framan Skúla- götubyggðina séu raunhæfar. Hins vegar getum við fallist á að landfyll- ing við Ingólfsgarð verði skoðuð nán- ar. Þvert á móti eru þær óraunhæfar þegar tekið er tillit til umhverfis-, skipulags- og umferðartenginga," segir í bókun minnihlutans. „Verði hins vegar ákveðið að kanna nánar landfyllingu við Örfiris- ey/Akurey undir u.þ.b. 5.000 manna íbúðarbyggð er brýnt að ítarleg grein verði gerð fyrir áhrifum stað- setningar slíkrar byggðar í næsta nágrenni við olíuhöfn í Örfirisey. Enn fremur verður að gera gleggri grein fyrir áhrifum breikkunar Mýr- argötu í fjórar akreinar sem er for- senda fyrir 5.000 manna byggð á þessu svæði,“ segir í bókun sjálf- stæðismanna. --------------- Hverfisvernd í Grjótaþorpi „Ekkert hverfí með jafnríka • • LL sogu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela Borgarskipulagi að undirbúa til- lögu um hverfisvernd í Grjótaþorpi. I greinargerð með tillögu borgarráðs segir að í Grjótaþorpinu sé að finna einstaka húsaþyrpingu. „í skipulagslögum sem tóku gildi árið 1998 segir að ef innan skipulags- svæðis séu einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúru- minjar eða trjágróður sem æskilegt sé að varðveita vegna sögulegs, nátt- úrulegs eða menningarlegs gildis, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða, skuli setja ákvæði um hverfis- vernd í viðkomandi skipulag. Þannig hefur borgin nú möguleika á að vemda einstök hverfi sérstaklega. Ekkert hverfi í Reykjavík hefur jafnríka sögu og sérkenni og Grjóta- þorpið og er sjálfsagt að hinum nýju ákvæðum um hverfisvernd sé fyrst beitt þar. Með hverfisvernd er lögð áhersla á að byggingar og starfsemi í hverfinu séu í samræmi við sögu og menningu hverfisins," segir í grein- argerð með tillögunni. I skipulagsreglugerð er nánar fjallað um hverfisverndarsvæði í skipulagsáætlunum. Þar segir m.a. að gera skuli grein fyrir því hvaða þættir í umhverfi viðkomandi svæðis skuli njóta forgangs og tiltekinnar verndar og hvaða réttindi og skyldur og kvaðir séu samfara hverfisvernd fyrir stjórnvöld og borgara varðandi landnotkun og framkvæmdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.